Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 58
58 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur www.hjahrafnhildi.is S: 581 2141 Ég heiti Friðrik Jónsson og er fæddur á bæ sem heitir Sandfellshagi í Öxarfirði. Í þeirri sveit er mjög víða birkikjarr, en sumstaðar nokkuð stórvaxið birki. Auk þess vex þar grávíðir og einir. Ég ætla að segja ykkur svolítið frá jólaundirbúningi og eftirminnilegum jólum árið 1924. Þá var ég sex ára og margt öðruvísi en þið þekkið nú árið 2007. Ekkert rafmagn, en dagsbirtan nýtt svo lengi og kostur var. Til lýsing- ar voru notaðir mest 10 línu steinolíu- lampar sem hengdir voru upp á vegg, en lugtir voru notaðar í útihúsum. Stundum var líka kveikt á kertum. Mikil tilhlökkun Bærinn heima hjá mér var mjög stór, enda bjuggu þar tvær fjölskyld- ur – (tvíbýli) og hvor með 6 börn á aldrinum 2 til 10 ára. Það var margt sem gera þurfti fyrir jólin, sauma nýj- ar flíkur eða prjóna sokka. Ef einhver fékk ekkert nýtt að fara í, klæddi hann „jólaköttinn“ en það vildi enginn gera. Það kom sér vel að mamma var lærður klæðskeri og gat því saumað hvað sem þurfti á bæði börn og fullorðna. laufabrauðsgerð Tilhlökkun til jólanna var mikil og daglega talið hvað margir dagar væru nú eftir. Við krakkarnir vorum látin hjálpa til við undirbúninginn, hvert eftir sinni getu. Það voru hreingern- ingar, að fægja lampana og laga til í hverju skoti o.fl. Þá var komið nærri jólum þegar laufabrauðið var búið til. Það var mikið tilstand. Farið eld- snemma á fætur til að laga deigið og breiða út laufabrauðskökurnar. Hvít lök voru breidd á rúm í svefnherbergi og kökunum raðað á þau og þar voru þær látnar þorna að vissu marki. Ég tók þátt í því að taka við laufabrauðs- kökunum frá eldhúsbekknum og raða þeim á lökin. Stundum 2 – 3 lög af kökum og þá breitt lak á milli laga. Þegar kökurnar voru hæfilega þurrar var farið að skera út. Þeir sem ekki voru vanir laufabrauðsútskurði brutu upp á kökurnar og skáru í þær jafnvel fjórfaldar, síðan var rétt úr kökunum og brotin upp laufin. Þetta var seinlegt og útkoman misjöfn. Síðan voru kökurnar steiktar í fitu. Þær voru nú dálítið ósléttar þegar þær komu úr pottinum og til að laga það var potthlemmi brugðið á þær heitar og eftir það stöfluðust þær vel. tíMinn var lengi að líða Það lá í loftinu að komandi jól yrðu ennþá hátíðlegri en verið hafði. Við vissum að pabbi hafði sótt birkitré út í skóg og komið líka með fullan poka af einigreinum. Einir er sígrænn allt árið. Á aðfangadaginn var farið með þetta allt inn í svefn- herbergi pabba og mömmu, en þar var eitt- hvað búið að rýma til. En við krakkarnir, að minnsta kosti þau yngri, mátt- um ekki koma þang- að inn fyrr en jólin gengju í garð klukk- an 6. Voða- lega fannst mér þau vera lengi – það var eins og tíminn væri alveg að stoppa. En loksins kom hin lang- þráða stund. Dyrnar vor opnaðar og dýrðin blasti við: Jólatré! Það var meira en helm- ingi hærra en ég, sex ára patti. Það var búið að setja einigreinar á birkitréð, svo það var grænt og allskonar skraut. Kertin nær óteljandi um allt tréð. Svo héngu hér og þar mjög fal- legir jólapokar sem mamma hafði búið til löngu fyrir jól. Og það var eitthvað í þeim ! freistandi jólapokar Nú var farið að ganga kringum jóla- tréð. Allir héldust í hendur, mynd- uðu hring og sungu: Heims um ból, Í Betlehem er barn oss fætt og fleiri viðeigandi lög. En gaman væri nú að vita hvað væri í jólapokunum. Áhug- inn á því var mikill. Ég reyndi að standa á tánum þegar farið var fram hjá þeim. Ég skildi ekki af hverju pokarnir voru hafðir svona hátt uppi. Maður sá bara ekkert hvað var í þeim. En það var áreiðanlega eitthvað! Eftir langa stund var hætt að ganga í kringum jólatréð. Þá tók mamma jólapokana úr trénu og fékk hverju barni einn poka. Það var sæl- gæti í pokunum – þá fannst mér jól- in í hámarki. Jólagjafir, líkt því sem nú er, þekktust þá ekki í minni sveit. Þegar leið á jólakvöldið var svefn- inn það sætasta sem í boði var. Hátt- að var i hreint rúm og trúlega hugs- að: Hvert fátækt hreysi höll nú er því Guð er sjálfur gestur hér, hallelúja. Friðrik J. Jónsson fæddist árið 1918 og er því 91 árs að aldri. Þó að eftirvæntingin og gleðin hafi verið sú sama og er í dag er óhætt að segja að jólaundirbúningurinn hafi verið með öðru sniði á bernskuárum Friðriks. DV fékk leyfi hans til að birta minningarbrot frá jólahaldi fjölskyldunnar árið 1924, þegar hann var sex ára patti. Jól í öxarfirði árið 1924 Fyrst flutt af honum sjálfum fyrir börn í síðuskóla 10. desember 2007. 85 árum síðar Friðrik J. Jónsson og Anna G. Ólafsdóttir hafa verið gift í 60 ár. Friðriki eru jólin 1924 enn í fersku minni. mynd RagnhilduR aðalsteinsdóttiR Jólatré Friðrik man vel þegar dyrnar á svefnherbergi foreldra hans voru opnaðar. Við blasti fallegt birkitré, skreytt einigreinum, kertum og alls kyns jólaskrauti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.