Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 62
62 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað „Smellur með hangikjötinu“ „Ávaxtaríkur, smá appelsínu- og mandarínubragð. Örlítið hunang í eftirbragðinu. Skemmtilegur bjór, léttur en þéttur. Með þeim bestu og smellur með hangikjöt- inu,“ sagði vínsmakk- arinn, Stefán Baldvin Guðjóns- son, í umsögn um Tuborg- jólabjór- inn, sem varð hlutskarp- astur í árlegri jólabjór- smökkun DV sem fram fór í síðustu viku. Fimm manna dómnefnd valdi Tuborg besta bjórinn en hinir dómararnir sögðu að bjórinn væri prýðilegur, mjög vel gerður og í honum væri gott jafnvægi á milli allra þátta. „Maður fær sér nokkra svona og Skaupið verður bara nokkuð skemmti- legt,“ sagði einn dómnefndarmanna. „Ekta jólabjór“ Fast á hæla Tuborg-jólabjórnum fylgdi Egils maltjólabjór. „Það er smávegis sætutónn í þessum en hann er léttur og ferskur. Ekta jólabjór,“ sagði Stefán Baldvin Guðjóns- son. Karen Dröfn Kjartans- dóttir, fréttamað- ur á Stöð 2, sagði að bjórinn væri frábær og að hann væri alveg eins og jólabjór ætti að vera. Bjarni Lárus Hall, í Jeff Who?, var á sama máli en bjórinn hlaut 7,4 af 10 mögulegum í einkunn. Sammála um ágæti bjórsins Í þriðja sæti hafnaði Jólajökull, sem er framleiddur af Brugghúsinu í Stykkishólmi. „Þessi bjór er mér að skapi. Þetta er alvöru- bjór. Hann er vel maltaður, gefur ákveðna sætu án þess þó að vera of sætur. Bragðmik- ill og skemmti- legt jafnvægi í honum,“ sagði Domin- ique Plédel Jónsson, vínsmakkari og einn dómnefndarmeð- lima. Karen Dröfn Kjartansdóttir, á Stöð 2, sagði að bjórinn væri ósköp þægilegur og grínistinn Steinþór H. Steinþórsson, eða Steindi jr., sagðist hæglega getað farið alla leið með þennan bjór, hvað svo sem það merkir nákvæmlega. Dómnefndin var sammála um ágæti Jólajökuls en einkunnin var 6,6 af 10 mögulegum. Þeir bjórar sem á eftir komu í röðinni stóðu efstu bjórunum þremur langt að baki. Aðventan var ekki enn gengin í garð þegar ég gerði heiðarlega tilraun til að uppfræða Bjart, tveggja ára, kol- svartan köttinn minn, um gildi þess að gefa og þiggja. Bjartur hafði náð að tileinka sér kúnstina að þiggja með miklum ágætum, að gefa var honum ekki eins vel gefið. Þar sem ég strauk honum um kviðinn, sannfærður um að orð mín féllu í grýttan jarðveg, varð mér hugsað til jóla bernsku minnar. Ég var í engu ólíkur öðrum börn- um hvað jólin varðaði. Ég hlakkaði til gjafanna, jólakræsinganna og síðast en ekki síst þess að fá leyfi til að lesa jólabækurnar við kertaljós eftir að slökkt hafði verið á rafalnum í mjólk- urhúsinu. Þannig var að bernsku minni og unglingsárum eyddi ég á sveitabæ vestur á Mýrum, ásamt með systkinum mínum, og lengi framan af var kynt með kolum og rafall sá bæn- um fyrir raforku. Allt um það. Þorláksmessukvöld Í þá daga þekktist ekki að jólin gengju í garð í formi gegndarlausra auglýs- inga og síbylju jólalaga í útvarpinu í upphafi Ýlis, heldur gekk lífið sinn vanagang nánast fram undir Þorláks- messu. Á Þorláksmessu var farið í Borgarnes þar sem ölvaðir sveitungar settu svip sinn á kaupfélagið og buðu sjússa á báða bóga. En erindi okkar var ekki að staupa okkur heldur kaupa jólagjafir og oft voru góð ráð dýr. Fyrst var fenginn aur hjá fóstru og fóstra og síðan var eitt okkar fimm systkinanna sent á vit einverunn- ar svo við hin gætum keypt jólagjöf handa viðkomandi. Þannig gekk þetta koll af kolli þar til gjöf hafði ver- ið keypt handa hverju og einu. Að því loknu voru valdar, í sameiningu, gjafir handa öðru heimilisfólki. Þetta var ekki flókið ferli enda ár- viss viðburður og strangt til tekið ekki úr miklu að moða í kaupfélaginu. En þó kom fyrir að veðjað var á rangan hest í jólagjafakaupunum. leitin að gjöfinni Tíminn var að renna út þetta Þor- láksmessukvöld, bæjarleiðangrin- um að ljúka og enn var eftir að finna gjöf handa einum bræðra minna. Allt annað var klappað og klárt. Við systkinin vorum út um alla verslun í örvæntingu, líkt og oft má sjá nú til dags fyrir hádegi á aðfangadag þegar eiginmenn og kærastar hlaupa á milli verslana með vonleysi í augna- ráðinu og jafnvel stutt í að sjáist tár á hvarmi. Í kaupfélaginu hlupu misstutt- ir fætur frá einni hillu til annarrar og einstaka tilkynningar voru sendar með háum köllum. Engu líkara var en leitað væri að hinum heilaga gral. Loks rak eitthvert okkar augun í plaststyttu af kolsvörtum prjónandi hesti með reiðtygi sem hefðu hæft riddara hringborðs Artúrs konungs. Slegið var á neyðarfundi og samþykkt að hrossakaupin yrðu innsigluð. Þrátt fyrir ákveðinn létti vegna þeirra mála- lykta leyndist innra með okkur ákveð- inn kvíði og óvissa um þá gleði sem hinn svarti jór myndi veita nýjum eig- anda á aðfangadagskvöld. Loks var ekið heim á leið og mér er minnisstætt að yngri systir mín spurði, þegar við yfirgáfum Borgar- nes, hvenær við færum eiginlega í þessa Þorláksmessu. aðfangadagskvöld Það verður að segjast eins og er að eft- ir að ég komst á fullorðinsár hef ég oft og tíðum fundið fyrir álíka kvíða þeg- ar jólagjafir eru opnaðar á aðfanga- kvöld. En það er önnur saga. Í þessa daga gengu jólin eiginlega ekki í gang fyrr en lokið var búverk- um sem féllu að mestu á herðar fóstra míns. Á meðan sátum við systkinin við eldhúsborðið og pússuðum silf- urföt og hnífapör, jólaglösin og eplin. Epli voru vel að merkja nátengd jól- unum og sáust vart aðra daga ársins. Loks rann upp sú stund að sest skyldi að snæðingi. Hamborgarhrygg- ur þekktist ekki í þá daga, og þaðan af síður kalkúnn, en kótelettur með til- heyrandi meðlæti í aðalrétt, og epla- kaka, sem engan á sinn líka, í eftirrétt tilheyrðu flestum jólum ungdómsára minna. Einhverjum árum áður hafði ég, mér til mikillar ánægju, lesið bók Astrid Lindgren, Jól í Ólátagarði og hafði ein setning fest til frambúðar í huga mér og skapað einhvers konar hefð í lok jólamáltíðarinnar. Því var það að eftir að hafa and- varpað sællega, og stunið af vellíðan, tók ég mér í munn orð Lars í Óláta- garði og sagði: „Nú er lystin farin frá mér, fæ ég bráðum jólagjafir.“ Að þeim orðum sögðum var alla jafna stutt í lok máltíðar. Ég hef reyndar átt til að binda endi á jólamáltíðina með þessum hætti eftir að ég komst á full- orðinsár. Jólin eru ein þeirra hátíða sem fólk vill að breytist sem minnst í tím- anna rás. Sama tréð skal notað, sem og skreytingar. Breytingar í mat mega ekki vera róttækar og gjafir skulu að sjálfsögðu gefnar. Sælla er að gefa en þiggja, er sagt, en sú er ekki alltaf raunin. Jólin, gjafirnar og vanþakklætið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.