Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 70
70 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað Við félagarnir höfum gert það að nær ófrávíkjanlegri siðvenju að fara aust- ur á Hérað í byrjun september ár hvert, nánar til tekið út í Útmanna- sveit sem heimamenn nefna Hjalta- staðaþinghá. Ferðalangar, sem leggja leið sína til Borgarfjarðar eystri, kannast við Blána og Eyjarnar þegar lýkur ásum og mýrum, hólum og jökulsorfnum klöppum ofar í Fljótsdalshéraði og við tekur sléttan út við Héraðsflóa hverrar tilvera er algerlega byggð á framburði Lagarfljóts og Jökulsár um árþúsundir. Vissu menn að Jökulsá, sem nú hefur verið virkjuð við Kára- hnjúka og beint ofan í stöðvarhús í Fljótsdal, bar um 10 milljónir tonna af föstu efni á haf út ár hvert áður en hún var virkjuð? Yst við flóann hefur Guðmar frændi Ragnarsson á Hóli fram á efri ár dundað sér við að sá melgrasfræi í framburð fljótanna til að hefta rof og sandfok. Árangurinn er undra- verður. Þarf ekki meðlæti með steikinni? Hjalti Stefánsson, kvikmyndatöku- maður úr Hjaltastaðaþinghá, kall- ar alltaf sveitina sína „Réttu sveit“ með stórum staf. Ég brosi mínu blíð- asta og tek undir með honum. Þarna var ég sjálfur í sveit hjá ömmubróð- ur mínum þangað til raddböndin brustu. Ef til væri orðið staðarást í ís- lenskri tungu mundi ég hafa það um tilfinningar mínar til Útmannasveit- ar. Við gömlu vinnufélagarnir frá RÚV höfum sem sagt lagt leið okkar í þessa sveit sem vöktuð er af Dyr- fjöllunum í austri allan ársins hring. Alltaf á sama tíma í september. Við hittumst. Við förum um sveitina og veiðum silung og lax ef svo ber und- ir. Við skjótum gæs í matinn. Sjálfur mæti ég djúpri fyrirlitningu þeirra þegar ég kveð þá, þungvopnaðar gæsaskytturnar, og ek upp í Dyrfjöll til að týna krækiber. Berjatínsla er bara fyrir kerlingar, sögðu þeir fyrst í stað þegar ég sýndi þessa afbrigði- legu hegðun. Háðsglósurnar hættu þegar ég fór að færa þeim krækiberjavín með gæsasteikinni. Umburðarlyndi þeirra með hegðun minni er nú tak- markalaust. Þessir blýantsnagarar fyrir sunnan Að þessu sinni fórum við Sigtryggur Ari, sonur minn, á undan félögun- um. Hann hafði orðið sér úti um leyfi til að veiða hreindýr í fyrsta skipti og átti því erindi upp í Dyrfjöll. Verra gat það verið. Ég mátti fara með. Allt er nú með öðru sniði en þeg- ar Jökuldælingar og Fljótsdælingar veiddu um það bil þann fjölda hrein- dýra það sem þeir töldu sig þurfa til vetrarins. “Nú eru þetta einhverj- ir blýantsnagarar í henni Reykjavík sem segja okkur hvernig við eigum að standa og sitja og sýna okkur yf- irlæti,” sagði Vilhjálmur Snædal á Skjöldólfsstöðum þegar ég ræddi við hann í Ríkisútvarpinu. Það var upp úr aldamótunum þegar ég vann hjá RÚV á Austurlandi. Ég bjó þá á Hafursá við jaðar gamla Hallormsstaðar ásamt eigin- konu minni Ingveldi G. Ólafsdóttur. Morgun einn á miðjum vetri vöknuðum við árla dags í sveitinni líkt og venjulega. Það var ekki orðið fullbjart. Ég leit út um gluggann, gáði til veðurs, en horfði þess í staði í aug- un á hreindýri. Þau voru fimm. Hvað hefðu Jökul- dælingar gert? Hvað átti ég að gera? Auðvitað ekkert annað en njóta að njóta þess að horfa á dýrin undir húsveggnum og við bílinn. Veit maður hVersu mörg Þau eru? Ég sagði heimamönnum frá reynslu minni, fimm dýr undir húsveggnum. “Maður á aldrei að vita nákvæmlega hversu mörg dýrin eru,” sagði góð- vinur minn í umvöndunartóni og glotti lítið eitt. Nú er strangt eftirlit með hrein- dýrastofninum og veiðunum. Hverj- um veiðimanni er skylt að hafa með sér eftirlitsmann. Þetta eru harð- snúnir heimamenn sem kunna allt og geta allt og dreg ég þá heldur úr. Skúli Sveinsson frá Hvannstóði í Borgarfirði eystra var okkar mað- ur. “Við reynum í fyrramálið í kring um Beinageitarfjall innan Dyrfjalla, þar sást hjörðin síðast,” sagði hann í símann. Upp úr Borgarfirði kjöguðum við gamlan línuveg á þremur jeppum áleiðis upp í Sandaskarð. Í skarðinu horfðum við ógnandi þokubakkana sveima útvið flóann í norðaustan kaldanum. helVítis Þokan Við skiptum liði, Ég og Sigtryggur gengum inn með Beinageitinni og horfðum yfir Réttu sveitina. Hann gekk ofar í fjallinu, ég nokkru neðar. Svo skall þokan á. Dagurinn ónýtur. Við hóuðum í þokuna og fundum hvor annan. Gengum síðan lengri leiðina að bílunum. Helvítis þokan. Við ókum í Egilsstaði og ákváð- um að taka slaginn og skutlast alla leið upp að Brú á Jökuldal. Vafalaust 150 kílómetrar milli Borgarfjarðar og Brúar sem sögð er liggja lengst er frá sjó í öllu landinu, hvernig sem á það er litið. Þar var heiðagæs um allt svo langt sem augað eygði. Okkur gekk illa að ná í matinn á heiðinni. Við fengum gistingu. Í býtið dag- inn eftir náði Sigtryggur nokkrum heiðagæsum. Já með riffli í túni! ljósið í myrkrinu Þá kom kallið frá Skúla. Hreindýrin fundin undir Botnsdalsfjalli, komin hálfa leið úr Dyrfjöllum að Fjarðar- heiði. Nú var ekkert undanfæri. Ekið var í loftköstum að Hjartarstöðum skammt utan Eiða. Þar skyldi far- ið upp aflíðandi heiðina að fjallinu, fyrst á jeppum svo gangandi. Þarna er gróið land, ásar og blaut- ir mýrarflóar á milli, jafnvel birki- skógur við rætur fjallsins. Vonlaust að þræða einhverja gamla smala- slóð. Við hnýttum á okkur gönguskóna, lögðum klyfjar á bakið og gengum af stað. Þau voru þarna í grýttum Botns- dalskjaftinum. Skytturnar gerðu vopnin klár og tóku leiðbeiningum frá leiðsögumönnunum. Við hin bið- um. Þetta gekk allt vel. Skytturnar fjór- ar náðu hver sínu dýri. Það tók tím- ann og tók að halla degi. Hvernig skyldi ganga að klöngrast á vélknúnu sexhjóli í myrkri til baka með hrein- dýraskrokka á pallinum? Þreytan sagði til sín. Við geng- um á ljósið. Klukkan hálf ellefu um kvöldið stóðum við í hlaðinu á Hjart- arstöðum. Lúnir en ánægðir með daginn. Gott veður, ný reynsla. Degi síðar komu félagarnir. Við settumst að úti í Útmannasveit. Ég horfði storkandi á skytturnar og stakk af í berjamó í Dyrfjöllum. Þeir skutu gæs. Nú um helgina fá gestirnir hrein- dýrabollur, heitreyktar gæsabringur og krækiberjavín í stórafmæli Ing- veldar, eiginkonu minnar. Stórsteikur af heindýrinu verða bornar á borð á jólunum. sósuheilræði Hreindýrakjöt er eiginlega allt- af mjúkt. Gott er að verka fituna vel af því, hún er hörð og sumum þykir hún ekki ýkja bragðgóð. Sjálfsagt er að sjóða bein í sósu- kraft ef því er til að dreifa. Eiginlega dugar að nota salt og pipar á hreindýrakjöt. Villijurtak- rydd er góður valkostur og sömu- leiðis rósapipar sem fer ákaflega vel með villibráð. Einskonar heilög þrenning ger- ir sósu með hreindýrakjöti afar ljúffenga. Rósapipar, gráðostur og krækiberja- eða bláberjasulta. Með góðu soði og rjóma er einfaldlega ekki hægt að eyðileggja sósuna. Gott að bæta villibráðakryddi við eftir smekk. Íslenskt hreindýrakjöt þykir veislumatur. Jóhann Hauksson segir reynslusögu úr Dyrfjöllum síðastliðið haust þar sem við lá að hetjulegar skotveiðar biðu lægri hlut fyrir berjatínslu. Þegar hreindýrin eru að drepa mann Á hreindýraslóð á Austurlandi Ekki er alltaf hlaupið að því að nálgast hreindýrin. Gárungarnir kalla nú Fljótsdalsheiðina „aktu, taktu“ eftir að lagður var vegur með slitlagi yfir hana að Kárahnjúkastíflu. Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.