Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 73
Í október hafði Sverrir samband við LÍN. Af-
borganir af námslánum eru tekjutengdar og þar
sem hann hafði haft góðar tekjur var greiðslan
orðin há. Hann athugaði hvort hann gæti feng-
ið frestun á láninu en fékk þau svör frá ríkisfyrir-
tækinu að hann þyrfti að tala við einkafyrirtækið
Intrum.
„Allt í einu átti einkafyrirtæki sem sinn-
ir innheimtu á skuldum sem eru komin í van-
skil að semja um einhverja lengingu eða frest-
un greiðslna af afborgunum. Þeir komu af
fjöllum. Vissu ekki neitt. Þetta voru snjóbolta-
áhrif og enginn virtist vita hvað var að gerast,“
segir Sverrir.
Ráðlagt að hætta að boRga
„Í nóvember fer ég aftur í bankann í leit að hjálp
eftir að búið er að senda út yfirlýsingar um að
verklagsreglur séu komnar í bankann um hvern-
ig á að takast á við þetta. Þá var farið að tala um
greiðsluaðlögun og annað í þeim dúr. En það var
enn sama sagan: „Nei, það er ekkert hægt fyrir
ykkur að gera. Þið eruð með íslenskt, verðtryggt
lán og það er í skilum.“ Þá var fókus á erlendu lán-
in en það vill alltaf gleymast að við, eins og aðrir,
erum með bílalán og þau er í erlendri mynt. Af-
borganirnar hækkuðu úr sextíu þúsundum í 180
þúsund. Á móti lækkuðu ráðstöfunartekjur okk-
ar og voru fjörutíu prósent af því sem þær voru.“
Á þessum tíma var húsnæðislán hjónanna í
skilum og þeim ráðlagt að hætta að borga til að
komast í samningsstöðu við bankann.
„Við eigum vini og kunningja sem starfa í
bönkum og sögðu undir rós að við værum ekki
í nógu miklum skítamálum því við værum ekki
í vanskilum. Að við þyrftum að koma okkur í
skítamál þannig að bankinn færi að gera eitt-
hvað fyrir okkur.“
Þegar Björk og Sverrir fengu þessar ráðlegg-
ingar ákváðu þau að hætta að borga í desember.
Þá voru þau komin í vanskil með bílalán en öll
önnur lán voru í skilum.
„Við sátum á rökstólum í tvær vikur um hvort
við ættum að hætta að borga. Það var erfið
ákvörðun og við þurftum að sannfæra sjálf okkur
að þetta væri kannski eina leiðin fyrir okkur til
að fá bankann til að tala við okkur,“ segir Sverr-
ir. Hann fór yfir stöðuna á húsnæðisláninu hjá
Kauþingi í leiðinni. Upprunalega var það tæpar
27 milljónir. Í janúar 2008 stóð það í 32,2 millj-
ónum. Í desember sama ár var það 36 milljónir
tæpar. Íslenskt, verðtryggt lán, í skilum með föst-
um vöxtum.
Flokkuð sem hálFvitaR
Hjónin hummuðu fram af sér vanskilatilkynn-
ingar í fjóra mánuði, fram í mars.
„Þá höldum við að það hljóti að vera kom-
inn tími til að tala við bankann. Allt hljóti að
hafa opnast. Það séu komnar verklagsreglur um
hvernig eigi að taka á þessum málum. En þá
var kominn allt annar tónn í bankann. Við vor-
um nánast úthrópuð sem skúrkar því við vorum
komin í vanskil og hætt að borga af húsnæðis-
láninu. Nánast flokkuð í hóp hálfvita fyrir að vera
hætt að borga af láninu og bankinn vildi ekkert
við okkur tala.
Þessi ráðlegging um að fara í vanskil var í
rauninni bjarnargreiði. Við vorum að fá það í
bakið að hlusta á það sem við töldum vera góð
ráð.“
PeRsónunjósniR
„Upp frá þessu samtali fóru starfsmenn bankans
að kanna í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru inn á
reikningana okkar án þess að hafa heimild fyr-
ir því og könnuðu hver neyslan væri. Í eitt skipti
tók Sverrir að sér verkefni sem hann fékk borgað
fyrir. Þá hringdi þjónustufulltrúinn og sagði: „Ég
er mjög óhress með ykkur. Ég sé að þið eruð ekki
að greiða okkar lán. Hvar eru þessir peningar?“,“
segir Björk. Sverrir segist þekkja fleiri sem hafa
lent í því að starfsmenn bankans geri sjálfvirkar
færslur til að borga eitthvað sem þeir hafa ekki
heimild fyrir. Eftir þetta töluðu hjónin ekki við
bankann fyrr en í maí.
„Þá var það orðið þannig að það var farið
kanna með laun Bjarkar og af hverju þau höfðu
ekki komið inn á reikninginn. Þetta eru bara per-
sónunjósnir. Að sjálfsögðu er það þannig að þeg-
ar þú upplifir slíkt eftirlit þá fer að draga úr því
að þú setjir þessar tekjur inn. Af hverju á ég að
setja inn peninga sem eru notaðir í eitthvað sem
ég leyfi ekki. Ég hef bara um eitt að velja: að setja
ekki peninga þarna inn,“ segir Sverrir.
áttu ekki FyRiR mjólk
Í maí fylltust hjónin von þegar par sýndi húsi
þeirra áhuga. Það hafði þá staðið á sölu í tæpt ár.
Þau heyrðu ekki meira í þeim í dágóðan tíma og
ákváðu að gera úrslitatilraun til að tala við bank-
ann.
„Við vildum áætlun til að gera upp okkar
skuldir. Við báðum ekki um einhvern afslátt. Það
var alveg sama við hvern við töluðum, starfsfólk-
ið var orðið valdalaust í viðkomandi útibúi og
þorði ekki að gera neitt. Málið okkar var sent í
aðalútibúið þar sem einhver nefnd fór yfir málið
og úrskurðaði að ekkert væri hægt að gera fyr-
ir okkur því ég væri svo tekjulítill að bankinn sá
ekki fram á að ég réði við neitt. Loksins sáu þeir
það. Þó ég væri búinn að benda þeim á það síð-
an í ágúst að ég væri búinn að missa atvinnuna
tóku þeir fyrst eftir því þarna að ég var ekki með
sömu tekjur,“ segir Sverrir.
Á þessum tíma var orðið mjög þröngt í búi.
„Í kjölfarið vorum við búin að átta okkur á
því að við stefndum bara í eina átt. Við vorum að
verða gjaldþrota. Tekjurnar voru óreglulegar hjá
mér og Björk hafði lækkað í launum. Þetta voru
mjög erfiðir tímar. Það hafa komið tímar þar sem
við höfum ekki átt fyrir mjólk eða bíllinn hefur
þurft að standa því við höfum ekki átt fyrir bens-
íni.
Við vorum vonsvikin eftir fundinn við bank-
ann sérstaklega í ljósi þess að atburðarás var
búin að eiga sér stað sem við áttum afskaplega
lítinn hlut í, það er hrunið. Þjóðin sem slík var að
líða fyrir einkafyrirtæki.“
Fylltust tRú
Í júní sýndi parið húsi Sverris og Bjarkar aft-
ur áhuga. 54 milljónir voru settar á húsið og í
júlí fengu þau tilboð upp á 49 milljónir nánast
á borðið. Til að liðka fyrir sölunni létu þau með
sértæk eldhústæki eins og örbylgjuofn, ísskáp og
uppþvottavél án þess að fá aukalega greitt fyrir.
„Við fyllumst trú í kjölfar sölunnar að við get-
um gengið frá þessum málum. Ég fer í bankann
í júlí með kaupsamninginn. Ég tek það fram að
kaupin myndu ekki eiga sér stað nema bank-
inn myndi samþykkja þau. Það kemur fram í
samningum af okkar hálfu. Við vorum að reyna
að gera þetta til að vinna með bankanum til að
borga upp okkar skuldir.
Þá er lánið búið að hlaða gríðarlega upp á sig
lögfræðikostnaði og dráttarvöxtum. Á sex mán-
uðum voru dráttarvextir 3,8 milljónir og inn-
heimtukostnaður ein milljón. Það af ástandi
sem við sköpuðum ekki.
Ég spyr hvort við megum ekki koma með
greiðslutillögu og starfsmenn bankans taka vel í
það. Tillagan hljóðaði upp á að við gerðum upp
87 prósent af skuldum okkar við bankastofn-
anir og að við vildum fá niðurfellda dráttar-
vexti og innheimtukostnað. Bankinn fengi þess-
ar 49 milljónir og það sem stæði út af yrði sett
í nýtt skuldabréf til tíu til fimmtán ára sem við
myndum borga. Það stóð til að hreinsa allt sem
hægt var að hreinsa. Starfsfólk útibúsins leist vel
á þetta en sagði okkur að þetta væri í höndum
skilanefndar gamla bankans. Hún myndi taka
ákvörðun.“
hótun lá ljós FyRiR
Björk og Sverrir höfðu aðeins átta vikur til að
ganga frá húsnæðislánunum, flytja og afhenda
húsið. Þau, ásamt fasteignasalanum, hringdu
reglulega í bankann til að ýta á eftir málunum
og fengu þær upplýsingar að kaupin myndu eiga
sér stað.
25. júlí ákváðu þau því að leigja sér húsnæði
í Grafarvogi og flytja út úr húsinu í Hafnarfirði.
Þann 20. ágúst var ekki komin endanleg útfærsla
á láninu og Sverrir og Björk áttu að afhenda hús-
ið eftir tíu daga. Þann dag fengu þau símtal frá
fasteignasala sem sagði þeim að þau þyrftu að
fara niður í banka að skrifa undir pappíra til að-
bankinn veitti skilyrt veðleyfi svo hægt væri að
ganga frá sölu á húsinu.
„Þegar við komum í bankann eru þrjú bréf
á borðinu. Annars vegar skilyrt veðleyfi og hins
vegar tvö ný lán sem voru eftirstöðvar skulda
ásamt, að stórum hluta, allir dráttarvextir og
innheimtukostnaður. Okkur var gert grein fyrir
því ef við skrifuðum ekki undir þessi tvö nýju lán
myndi bankinn ekki senda frá sér þetta skilyrta
veðleyfi og salan myndi ekki ganga í gegn. Í raun
og veru lá hótunin alveg ljós fyrir. Ég spyr hvort
ekki sé hægt að ganga frá sölunni og semja um
hitt seinna. Svarið var: „Nei, þetta er það besta
sem skilanefndin er tilbúin að gera.“
Það sauð á Björk. „Við vorum í rosalega miklu
sjokki yfir þessari framkomu. Þarna var okkur
stillt upp við vegg og það má segja að við höfum
verið beitt þvingun. Þarna voru nauðasamningar
í gangi gegn fólki sem var ekki að reyna að koma
neinu undan. Við vorum ekki að flytja eignir til
Honululu eða hvað sem þessar eyjur heita. Við
vorum ekki búin að stunda kennitöluflakk, ekki
að stofna einkahlutafélög, ég var ekki búinn að
færa eignina yfir á systur mína. Það var enginn
feluleikur í gangi. Kannski var maður heimskur
að leika ekki þessa leiki því allir þeir sem hafa
gert það, þar á meðal starfsmenn bankanna,
virðast komast upp með það,“ segir Sverrir.
ók út í tómið
Í þokkabót fengu hjónin þær upplýsingar að
fyrsta greiðsla af þessum tveimur lánum væri eft-
ir tíu daga. Þau reyndu að biðja um frest en var
neitað. Nú er mánaðarleg greiðslubyrði þeirra
tvö hundruð þúsund krónur, hærri en það sem
þau greiddu af húsnæðisláninu.
helgaRblað 27. nóvember 2009 FöstudaguR 73
„Við vitum
ekkert hvað
bíður okkar“
„Ég skal alveg játa
það að á svöRtustu
tímunum haFa
komið augnablik
þaR sem Ég heF
íhugað sjálFsvíg.“
Núðlur í matiNN Sverrir og
Björk ná engan veginn endum
saman og eru núðlur og hrísgrjóna-
grautur oft í matinn á heimilinu.
mYND Bragi Þór JósefssoN