Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 74

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 74
„Ég man ekki eftir ökuferðinni frá útibúinu í vinnuna. Ég keyrði bara eins og ég væri að keyra út í tóm- ið,“ segir Sverrir. Hann vinnur nú sem málari í verktakavinnu og veit á föstudegi hvort hann eigi að mæta í vinnu á mánudegi. Hún er sölu- maður í heildsölu og hefur þurft að bæta á sig vinnu og taka á sig lækkun launa. Þau eru komin í vanskil með nýju lánin og framtíðin er ekki björt. „Við náum engan veginn að láta enda ná saman þrátt fyrir að vera bæði vinnandi. Við erum þó það heppin að við erum bæði að vinna. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Sverrir. Íhugaði sjálfsvÍg Sverrir segir þetta síðastliðna rúma ár hafa haft gríðarlega slæm áhrif á fjölskylduna. Hann hefur verið langt niðri og ekki séð tilgang í líf- inu á tímum. „Það hafa komið tímar þar sem ég er mjög langt niðri. Ég er and- lega gjaldþrota. Ég skal alveg játa það að á svörtustu tímunum hafa komið augnablik þar sem ég hef íhugað sjálfsvíg. Ég sé ekki fram úr þessu, ég sé ekki tilgang. Til hvers að vakna á morganana? Ég bara klára þetta. Að þurfa að fara í gegn- um þessar hugsanir út af dæmi sem ég stofnaði ekki til er hrikalegt. Jú, ég stofnaði fjölskyldu, það er mín sök. Jú, ég kaus þetta fólk á þing, það er mín sök. Jú, ég tók lán fyr- ir húsnæði, það er mín sök. Ég er sekur. En ég er ekki sekur á hruni á Íslandi og að þurfa að gjalda fyr- ir afhroð nokkurra einstaklinga í bankakerfinu er hlutur sem ég er ekki sáttur við.“ Björk hefur líka verið mjög langt niðri og er haldin miklum kvíða. „Þetta er búið að vera mjög erf- itt. Mér finnst ég alltaf vera algjör aumingi, lúser. Ég brýt mig nið- ur daglega. Sjálfsásökunin er rosa- leg. Þetta er ekki búið að stía okkur í sundur en hefur haft þungar afleið- ingar. Það kemur einn og einn dagur sem er skemmtilegur en síðan kem- ur eitthvað inn um lúguna eða ein- hver hringir með hótanir og þá verð- ur maður brjálaður og þarf að byggja sig aftur upp. Ég er kvíðin alla daga og sef rosalega illa. Ég hef séð Sverri mjög, mjög, mjög langt niðri. Ég var týpan sem gat frekar sokkið niður og verið þung, enda hef ég látið hann sjá um alla þessa gluggapósta og bar- áttu því ég myndi brotna niður. Ég væri örugglega komin inn á spítala ef ég hefði séð um þetta. Ég á svo erf- itt með að vera í vanskilum, ég kann það ekki. Mér finnst vont að skulda einhverjum.“ af hverju er pabbi reiður? Ástandið hefur ekki síður haft áhrif á börn þeirra, Margréti Mjöll sem er sautján ára og Óliver Örn, ellefu ára. „Sonur minn hefur spurt mömmu sína: „Af hverju er pabbi alltaf svona reiður?“ Þau þora ekki að tala við mig af því að ég er svo reiður. Það sést í mílu fjarlægð. Ég vakna reið- ur, ég kem heim reiður,“ segir Sverr- ir. Björk segir börnin samt sem áður hafa tekið þessum breyttu aðstæð- um ótrúlega vel. „Við höfum ekkert öryggi, allra síst fyrir börnin. Við vitum ekkert hvað bíður okkar. Það er rosalega vont. Þetta hefur ekkert með börnin að gera. Þau eiga enga sök en þurfa samt að taka þátt í þessu. Ég hef reynt að útskýra fyrir þeim hvern- ig aðstæður eru í þjóðfélaginu og að við getum ekki gert sömu hluti og við gerðum. Þessum yngra finnst það erfitt því hann fær ekki að gera það sem aðrir fá að gera í skólanum. Honum finnst það sárt. En krakkarn- ir eru duglegir að taka utan um mann og peppa mann upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim að taka þessu með slíku jafnaðargeði.“ gleyma stund og stað Fjölskylda Bjarkar hefur reynst hjón- unum gríðarlega vel á þessum erfiðu tímum. Einnig stundar fjölskyldan öll mótorcross saman sem hefur gert andlegu heilsunni gott. „Ég veit ekki hvar við værum ef við hefðum ekki fjölskylduna hennar Bjarkar. Einnig vinina sem við höfum eignast síðustu ár í mótorcrossinu. Þar eru nokkrar perlur. Ég veit ekki hvar við værum ef þetta fólk væri ekki til staðar. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri ofan jarðar. Það á mikið hrós skilið. Við fórum út að hjóla saman og erum mikið úti í náttúrunni. Það hef- ur gefið okkur mikið. Mótorcross hef- ur algjörlega haldið geðheilsunni. Útrásin er slík að þú gleymir stað og stund,“ segir Sverrir. Knésett fjölsKylda Sverrir og Björk sendu Jóhönnu Sig- urðardóttur bréf fyrir áramót vegna stöðu sinnar en hafa ekkert svar feng- ið. Í byrjun mánaðarins skrifuðu þau Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráð- herra og útskýrðu sögu sína. Krafa þeirra til hans er að uppgjörið á hús- næðisláninu miðist við 1. janúar árið 2008. Þau hafa ekkert svar fengið enn. „Ég er ekki útrásarvíkingur sem fer fram á að fá milljarða að gjöf frá þjóð- félaginu en held áfram að fara í golf. Við erum ósköp venjuleg fjölskylda sem er búið, tæknilega og kerfislega, að knésetja vegna einkafyrirtækja sem fóru á hausinn. Við reyndum allt. Við seldum eign sem við vorum búin að strita fyrir. Við gengum inn í bankann með fimmtíu milljónir í peningum og það er eins og ekkert hafi gerst. Við löbbuðum út með þvottavél og þurrkara eftir rúm- lega tuttugu ára sambúð. Við höfum unnið fyrir öllu. Allt sem við gerðum er farið,“ segir Sverrir. Hann hefur íhugað að flytja til útlanda en Björk er ekki tilbúin til þess. „Ég er ekki tilbúin að skilja eftir mig sviðna jörð. Ég vil standa við okk- ar þó að þeir hafi ekki staðið við sitt.“ Þess er vert að geta að daginn áður en DV tók viðtal við Sverri og Björk var nafnlaust viðtal við þau í Ísland í bítíð á Bylgjunni. Það kvöld fengu þau símhringingu frá skilanefnd gamla Kaupþings um að þeirra mál hafi aldrei lent inni á borði hjá nefndinni og að þau ættu að færa nefndinni alla nauðsynlega pappíra svo hægt væri að skoða málið. liljakatrin@dv.is 74 föstudagur 27. nóvember 2009 helgarblað Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt 6 ferskar bragðtegundir Múslí Kókos Mangó Kaffi Hrein Jarðarberja „við vorum nánast úthrópuð sem sKúrKar þvÍ við vorum Komin Í vansKil og hætt að borga af húsnæðisláninu.“ Stór hluti ÍSlendinga tæknilega gjaldþrota n Liðlega þriðjungur þjóðarinnar mun eftir hálft annað ár búa við átt- hagafjötra ef spár Seðlabanka Íslands, frá því í sumar, um þróun fast- eignaverðs ganga eftir. Að tveimur árum liðnum munu um 40 prósent húsnæðiseigenda skulda meira í húsum sínum en þau geta fengið fyrir þau; búa við neikvæða eiginfjárstöðu. Hlutfallið jafngildir um 32 þús- und heimilum, eða um 90 þúsund manns miðað við að á hverju heimili búi að jafnaði þrír einstaklingar. Þessir Íslendingar munu eiga mjög erf- itt með að flytjast búferlum, nema sitja uppi húsnæðislausir með millj- óna króna skuldabagga. Stórfelld lækkun íbúðaverðs Um fimmtungur húseigenda hefur nú þegar neikvæða eiginfjárstöðu, samkvæmt Seðlabankanum. Fimmtungur í viðbót hefur afar litla já- kvæða eiginfjárstöðu, eða núll til fimm milljónir. Þessi hópur mun því einnig lenda í neikvæðri eiginfjárstöðu árið 2011. Til samanburðar má sjá að í lok ársins 2007 voru alls 7.500 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu, að meðaltali um 3,1 milljón króna, sam- kvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Því er spáð að neikvæð eig- infjárstaða verði nú í lok ársins að meðaltali 6,4 milljónir. Íbúðaverð hrynur Íbúðaverð hefur þegar lækkað að raunvirði um 25 prósent frá því það náði hámarki haustið 2007. Þetta kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabankans. Bankinn spáir því að íbúðaverð muni halda áfram að lækka, alls um 46 prósent að raunvirði frá árinu 2007 til ársins 2011. Til einföldunar má setja dæmið upp svona: Íbúð sem var metin á 20 milljónir haustið 2007 kostar nú fjórðungi minna, eða um 15 milljónir. Miðað við 46 prósenta raunverðslækkun mun íbúðin kosta 10,8 milljón- ir á þarnæsta ári. Þessi útreikningur miðast við stöðugt verðlag. Margir eigendur íbúða í þessum verðflokki eiga því eftir að tapa í kringum fimm milljónum af íbúðum sínum í viðbót. Verðbólgan gerir það hins vegar að verkum að hærri krónutala fæst fyrir íbúðina. Verðrýrnunin sést þó vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.