Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 76

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 76
76 föstudagur 27. nóvember 2009 helgarblað Hosmany Ramos situr í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu en hann er eftirlýstur í heimalandi sínu, Brasilíu. Hann flýði úr fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tvö morð og þjófnaði. Hann var líka ákærður fyrir flugvélaþjófnað. Hosmany líður vel hér á landi og hefur nýlokið við að skrifa bókina Bank Robbers. Ramos sat í 27 ár í fangelsi við skelfilegar aðstæður og segist hafa komið til Íslands til að finna frið. Benedikt Bóas spurði Ramos spjörunum úr um gjálífið, konurnar, djammið með Pelé. hamingjusamur í hegningarhúsinu Ég hef ekki játað eða viður-kennt neinn glæp. Það eru engar sannanir gegn mér - ekki neinar. Þess vegna ætla ég að fara með málið mitt fyrir Alþjóðadómstólinn,“ segir Hosmany Ramos sem árið 1981 var dæmdur í 53 ára fangelsi í Brasilíu. Meðal annars fyrir tvö morð. Hann sat 27 ár á bak við lás og slá en eft- ir jólaleyfi í fyrra skilaði hann sér ekki til baka í fangelsið. Hann hafði strokið og enginn vissi hvar hann var niðurkominn. Hosmany er í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg - kom þangað í ágúst eftir að hafa verið handtekinn við komuna til Íslands frá Noregi á leið til Kanada. Hann hafði framvís- að vegabréfi bróður síns. Hann ósk- aði eftir hæli hér á landi en brasilísk yfirvöld vilja fá Ramos framseldan. „Það er raunveruleg hætta á að ég verði drepinn í Brasilíu verði ég lát- inn snúa aftur,“ segir Ramos og ótt- inn lætur á sér kræla. Djammaði með Pelé og Jagger Hosmany Ramos var og er stór- stjarna í Brasilíu. Hann er lærður lýtalæknir og var fljótur að komast í hóp fyrirmenna í Brasilíu. Hann var eftirsóttur piparsveinn og þær voru margar stúlkurnar sem áttu sér þann draum að hreppa hjarta Ramos. Hann djammaði með Pelé, einum besta knattspyrnumanni fyrr og síðar, Biöncu Jagger og Joan Coll- ins, svo einhverjir séu nefndir, og hann skaust oft til New York á einka- þotum til að skvetta úr klaufunum. En Ramos átti sér aðra hlið. Á meðan hann sötraði kampavín með milljónamæringunum í Ríó stýrði hann einnig þjófagengi til að stela frá þeim sem hann sötraði vínið með. Þegar Ramos var ákærð- ur fór mikil höggbylgja um fræga fólkið í Ríó. Enginn trúði þessu en lögreglan var ekki hætt. Hún bætti við ákærum um morð, líkamsárás- ir, smygl og bíla- og flugvélaþjófnað og var Ramos dæmdur til langrar fangelsvistar. VIP „Í mörg ár lifði ég fáguðu VIP-lífi. Ég var frægur læknir, kvæntur frægri sjónvarpskonu og drakk í mig allt sem lífið hefur að bjóða. Ég hef komið á fjölmarga spennandi staði, séð spennandi hluti og hitt athyglis- vert fólk. En það er allt í fortíðinni. Eitthvað sem ég mun skrifa um þegar ég geri ævisöguna,“ segir Ramos og hlær. „Þetta var mjög góður tími með lif- andi tónlist og magnaðri menningu og fyrsta flokks mat. Eins og segir í Biblíunni er staður og stund fyrir allt.“ Ramos hefur gefið út fjölmargar bækur, bæði innan veggja fangelsis og utan. Þegar hann var lýtalæknir gaf hann út 14 bækur en hann hefur klárað eina hér á Íslandi. „Þetta var bók sem ég var búinn að ganga með í maganum í mörg ár. Þetta er róm- antísk bók eða með rómantísku ívafi og heitir Bank Robber. Ég þurfti bara að koma orðun- um á pappír,“ segir Ramos en hann handskrifar allt sitt efni með penna. Með 80 þúsund bækur í tölvunni Ramos hefur skrifað og lesið mik- ið frá því hann kom inn í Hegning- arhúsið hér á Íslandi. Hann vakn- ar í kringum fimm á morgnana og skrifar til að verða átta, en þá opna fangaverðirnir dyrnar. „Þá fæ ég mér léttan morgunmat og reyni að skrifa til 10. Þá fer ég og lyfti lóð- um og hreyfi mig. Eftirmiðdagur- inn fer síðan í lestur en ég er með næstum því 80 þúsund bókatitla í tölvunni minni. Síðan er það þetta klassíska. Ég reyni að tefla, horfi á fréttirnar, hringi nokkur símtöl og spjalla við samfanga mína,“ segir Ramos en hann segir að fangaverð- irnir í Hegningarhúsinu séu mjög almennilegir. „Þeir eru mjög kurt- eisir svo framarlega sem við fylgj- um reglunum. Þeir koma vel undir- búnir til vinnu og ég kann að meta slíkt. Ég hef átt góð samskipti við hina fangana hér og ég gæti í raun ekki beðið um meira. Fangelsislífið hér á landi er mjög gott. Ég er í raun fangi texta, ekki rimla.“ Farinn að skilja íslensku Hosmany Ramos segir að sér líði vel hér á landi. Hann er meira að segja farinn að geta sagt nokkur orð á okkar erfiða máli. „Ísland er land sköpunar. Hér hafa Sturluson og Laxness og margir aðrir skrifað og málað mikil og stór verk. Íslending- ar eru líka glaðir þrátt fyrir ástandið og mjög vingjarnlegir. Ég leik mér stundum að því að skoða blöðin og reyni að segja orðin. Ég get stund- um skilið fyrirsagnirnar,“ segir hann og hlær. „Ég kunni norsku og það hefur hjálpað.“ Hosmany veit margt um land og þjóð og hefur margt gott um þjóð- ina að segja. „Íslendingar ættu að vera stoltari af því að eiga svona stórkostlegt land. Fyrir rithöfund er gott að vera hérna. Allt svo hreint og fagurt. Náttúrulegar auðlindir eru líka margar og um að gera að nýta þær.“ Sjarmatröll sem strauk Hosmany Ramos fæddist fátækur í Jequitinhonha og ólst upp við of- beldi. Afi hans myrti heila fjölskyldu og pabbi hans var sakaður um að stinga ástmann móður sinnar. Hann var síðar hreinsaður af þeim ásökunum. Til að flýja fátæktina og ofbeldisræturnar lærði Ramos læknisfræði. Hann fékk fyrsta stóra tækifærið þegar hann lagaði aldr- að andlit Beki Klabin, sem var fyrr- verandi eiginkona borgarstjórans í Brasilíu, og eigandi einnar stærstu pappírsverksmiðjunnar í Brasilíu. Klabin og Ramos urðu elskendur um stund og í gegnum hana kynnt- ist hann gjálífinu. Ramos yfirgaf Klabin fyrir Mörtu Jussara, yngri snót sem var eitt sinn ungfrú Bras- ilía. „Við hittumst á næturklúbbi og dönsuðum þangað til sólin kom upp. Hann bauð mér kampavín að drekka og ég eyddi helginni með honum. Þetta var ótrúlegur tími. Hann er algjört sjarmatröll,“ segir Jussara um hvernig þau kynntust. En Ramos var síðan handtekinn eftir að uppljóstrari lögreglunn- ar hafði tengt hann við bílaþjófa- gengi. Hann var settur í gæsluvarð- hald en strauk með því einfaldlega að labba út um dyrnar á lögreglu- stöðinni í Ríó. Skömmu síðar fannst lík Joels Avon, einkaflugmanns Ramos, í Sao Paulo. Þeir Ramos voru mjög nánir og var hann grunaður um morðið. Brasilísk yfirvöld létu lýsa eftir Ramos. Á flóttanum hitti hann Loureiro Rangel og stal með hon- um tveimur Mercedes-bílum. Ein- hvers staðar á leiðinni til Ríó hefur þeim sinnast því lík Rangels fannst sundurskotið í miðri eyðimörkinni. Þegar Ramos var handtekinn var hann fúlskeggjaður og með demant upp á 100 þúsund dollara í vasan- „Í mörg ár lifði ég fág- uðu VIP-lífi. Ég var frægur læknir, kvæntur frægri sjónvarpskonu og drakk í mig allt sem lífið hefur að bjóða.“ Á ströndinni Hosmany ungur að árum með glæsipíu á ströndinni. Sjarmatröll Hosmany á gullárunum. Marta Jussara, fyrrverandi kærasta Ramos, lýsir honum svo: „Hann er algjört sjarmatröll.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.