Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 80
80 föstudagur 27. nóvember 2009 minningar
Guðmundur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1938, embættisprófi í lögfræði
við HÍ 1947, öðlaðist hdl.-réttindi
1948 og hrl.-réttindi 1958.
Guðmundur réðist til starfa á mál-
flutningsskrifstofu föður síns 1947,
var þar fulltrúi til 1948 er faðir hann
andaðist og starfrækti þá stofuna
ásamt Einari B. Guðmundssyni hrl.
og Guðlaugi Þorlákssyni og eftir and-
lát þeirra með Axel Einarssyni hrl. þar
til hann lést 1986, ásamt Pétri Guð-
mundarsyni hrl. frá 1986 og jafnframt
Hákoni Árnasyni hrl. frá 1988 og Jak-
obi R. Möller frá 1991. Guðmundur
starfaði við málflutning allt til ársins
1996 og lauk lögmálsferli sínum með
því að flytja fyrsta málið sem flutt var
í nýju húsi Hæstaréttar við Arnarhól.
Málflutningsstofan var stofnuð af
Sveini Björnssyni, síðar forseta, 1907,
og er því elsta starfandi lögfræðistofa
landsins.
Guðmundur sat í stjórn Lög-
mannafélags Íslands 1966-69, í stjórn
gerðardóms Verslunarráðs Íslands frá
stofnun 1980-92, í stjórn Almennra
trygginga hf 1965-86 og var stjórnar-
formaður þar 1981-84.
Guðmundur var mikill hestamað-
ur alla tíð. Frá því 1960 og framundir
1985 fór hann á hverju sumri í tveggja
til þriggja vikna hestaferðir um há-
lendi Íslands.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 16.4. 1949 Sig-
ríði Ingibjörgu Níelsdóttur, f. 11.8.
1920, húsfreyju og fyrrv. verslunar-
manni. Hún er dóttir Níelsar Guðna-
sonar, f. 8.3. 1888, d. 27.6. 1975, húsa-
smíðameistara í Borgarnesi, og k.h.,
Soffíu Hallgrímsdóttur, f. 21.3. 1887,
d. 3.6. 1977, húsfreyju.
Synir Guðmumdar og Sigríðar
Ingibjargar eru Pétur Guðmundar-
son, f. 5.5. 1950, hrl. í Reyikjavík en
kona hans er Erla Jóhannsdóttir; Ní-
els Guðmundsson, f. 17.2. 1952, bygg-
ingaverkfræðingur í Reykjavík en kona
hans er Jónanna Guðrún Björnsdótt-
ir; Snorri Guðmundsson, f. 6.12. 1956,
dýralæknir í Danmörku en kona hans
er Bolette Steen Guðmundsson.
Systkini Guðmundar: Magnús
Pétursson, f. 4.8. 1914, d. 30.1. 1984,
lögreglumaður og forstjóri á Litla-
Hrauni; Sigríður Pétursdóttir, f. 6.12.
1919, nú látin, húsmóðir í Noregi;
Ásgeir Pétursson, f. 21.3. 1922, fyrrv.
sýslumaður og bæjarfóegti í Kópa-
vogi; Andrés Pétursson, f. 1.7. 1924,
nú látinn, útgerðarmaður í Garða-
bæ; Stefán Pétursson, f. 9.4. 1926, nú
látinn, hrl. og aðstoðarbankastjóri
Landsbankans í Reykjavík; Þorbjörg
Pétursdóttir, f. 8.4. 1928, fyrrv. hús-
freyja á Guðnabakka í Stafholtstung-
um, nú á Seltjarnarnesi; Pétur Péturs-
son, f. 8.2. 1931, forstjóri í Reykjavík.
Hálfbróðir Ásgeirs, samfeðra,
er Gunnar Már, f. 16.10. 1919, fyrrv.
deildarstjóri hjá Sjóvá-Almennum í
Reykjavík.
Foreldrar Ásgeirs voru Pétur
Magnússon, f. 10.1. 1888, d. 26.6.
1948, hrl., bankastjóri, alþm. og ráð-
herra, og k.h., Þórunn Ingibjörg Guð-
mundsdóttir Viborg, f. 6.6. 1895, d.
14.1. 1966, húsmóðir.
Ætt
Pétur var sonur Magnúsar, prófasts
og alþm. á Gilsbakka Andréssonar,
hreppstjóra í Syðra--Langholti Magn-
ússonar, alþm. þar Andréssonar, lang-
afa Ásmundar Guðmundssonar bisk-
ups. Móðir Magnúsar var Margrét
Ólafsdóttir, b. á Efra-Seli Magnússon-
ar og Marínar Guðmundsdóttur, b. á
Kópsvatni Þorsteinssonar, ættföður
Kópsvatnsættar. Móðir Andrésar var
Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og ættföð-
ur Reykjaættar Vigfússonar, langafa
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föð-
ur Péturs biskups. Móðir Katrínar var
Ingunn Eiríksdóttir, b. í Bolholti Jóns-
sonar, ættföður Bolholtsættar. Móð-
ir Péturs var Sigríður, systir Sigurð-
ar, afa Jónasar Gústavssonar, fyrrv.
borgarfógeta. Sigríður var dóttir Pét-
urs Fjeldsted Sívertsen, b. í Höfn í
Melasveit Sigurðarsonar Síverts-
en, kaupmanns í Reykjavík Bjarna-
sonar Sívertsen, kaupmanns í Hafn-
arfirði. Móðir Sigurðar var Guðrún
Guðmundsdóttir, systir Helga Thor-
dersen biskups. Móðir Sigríðar var
Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Ragn-
heiðar, langömmu Þorsteins Thorar-
ensen rithöfundar, föður Bjargar, lög-
fræðiprófessors.
Ingibjörg var dóttir Guðmundar
Viborg, gullsmiðs á Ísafirði Jónatans-
sonar, b. í Sveinshúsum við Djúp Jón-
assonar. Móðir Ingibjargar var Helga,
systir, samfeðra, Torfa í Ólafsdal,
afa Snorra skálds og Torfa tollstjóra
Hjartarsona. Helga var dóttir Bjarna,
b. í Bessatungu Bjarnasonar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík mánudaginn 30.11. og
hefst athöfnin kl. 13.00.
Guðfinnur fæddist í Reykjavík.
Hann lauk námi við Lögregluskól-
ann 1969, sótti upprifjunarnám-
skeið á vegum lögreglunnar 1980
og lauk lögreglunámskeiði fyrir yf-
irmenn 1986.
Guðfinnur starfaði í lögreglunni
í Vestmannaeyjum 1964, í lögregl-
unni í Reykjavík 1964-66, í lögregl-
unni í Ólafsvík 1966-70, í lögregl-
unni á Keflavíkurflugvelli 1970-76,
í lögreglunni á Akranesi 1976-78,
kom þá aftur til starfa fyrir lögregl-
una í Reykjavík og starfaði þar fyrst
í almennri deild en varð síðan for-
varnafulltrúi lögreglunnar í áfeng-
isvörnum og starfaði við það til
1995 er hann var leystur frá störf-
um vegna veikinda. Hann varð að-
stoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík 1984 og síðar varðstjóri.
Guðfinnur var fyrsti forvarnafull-
trúi í áfengismálum á vegum lög-
reglunnar í Reykjavík. Hann vann
mikið brautryðjendastarf í þessum
málaflokki á vegum lögreglunnar og
með ýmsum aðilum, s.s. SÁÁ, Sam-
hjálp, Kvennaathvarfi og fleiri fag-
aðilum. Hann var vel liðinn í þessu
mikilvæga starfi sem sneri ekki síst
að heimilislausum áfengissjúkling-
um.
Guðfinnur sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Framsóknarflokk-
inn, sat í miðstjórn flokksins og
ýmsum ráðum hans og nefndum.
Fjölskylda
Fyrri kona Guðfinns var Guðbjörg
Pálína Einarsdóttir, f. 4.8. 1942.
Börn þeirra: Einar Óli, f. 16.7.
1961, d. 7.1. 1980; Sigurður Kristinn,
Einar fæddist á Hömrum í Eyjafirði,
sonur Árna Guðmundssonar, bónda
þar, og k.h., Petreu Sigríðar Jónsdótt-
ur húsfreyju.
Einar lauk
gagnfræðaprófi
á Möðruvöllum
1893, vann á búi
foreldra sinna
1893-1900 og var
bóndi á Litla-Eyr-
arlandi frá 1901 og
til æviloka. Þá stundaði
hann barnakennslu um skeið.
Einar var fyrst kosinn á Alþingi
1916, var þingmaður Eyfirðinga til
1942, fyrst fyrir Bændaflokkinn eldri
en síðan Framsóknarflokkinn. Hann
varð fjármálaráðherra í hinu fræga
ráðuneyti Tryggva Þórhallsson-
ar á miklum umbrotatímum í sögu
Framsóknarflokksins og þjóðarinnar
frá 1929. Hann gegndi embætti fjár-
málaráðherra til 1931 er Ásgeir Ás-
geirsson tók við. Einar þótti glöggur
fjármálamaður enda var hann for-
maður Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga frá 1936 og til æviloka.
Þá var hann oddviti Öngulsstaða-
hrepps og átti lengi sæti í Lands-
bankanefnd.
minning
fyrrv. lögregluvarðstjóri og forvarnafulltrúi
merkir
Íslendingar
Fæddur 16.11. 1940, dáinn 18.11. 2009
Guðfinnur Sigurður Sigurðarson
minning
Einar Árnason
alþingismaður, ráðherra
og formaður sÍs
Eftirmæli
„Guðfinnur starfaði innan Fram-
sóknarflokksins til margra ára.
Hann var áhugasamur um borg-
armál og var tillögugóður og lagði
margt gott til. Einkum á sviði for-
varnastarfa.
Því miður varð Guðfinnur fyrir
heilsubresti sem gerði það að verk-
um að hann gat ekki sinnt áhuga-
málum sínum eins og áður, engu
að síður fylgdist hann vel með og
var borgarfulltrúum Framsókn-
arflokksins ávallt innan handar í
störfum þeirra fyrir borgarbúa.“
Alfreð Þorsteinsson
Jón Pálmason, alþm. frá Akri,
fæddist á Ytri-Löngumýri í
Blöndudal, sonur Pálma Jóns-
sonar, bónda þar, og k.h., Ingi-
bjargar Eggertsdóttur húsfreyju.
Jón var af Skeggstaðaætt, fjöl-
mennustu þingmannaætt lands-
ins. Sonur Jóns er Pálmi Jónsson,
fyrrv. alþm. og ráðherra sem varð
áttræður fyrir skömmu.
Jón lauk búfræðiprófi frá
Hólum 1909, var bóndi á Ytri-
Löngumýri, á Mörk í Laxárdal
og loks á Akri frá 1923 og þar til
hann lét af búskap 1963. Hann
var alþm. 1933-1959 og landbún-
aðarráðherra í nokkra mánuði
í minnahlutastjórn Ólafs Thors
1949-1950.
Jón var einn helsti þing-
bændahöfðingi sjálfstæðis-
manna og stuðingsmaður
landbúnaðarhaftastefnu Sjálf-
stæðisflokks og Framsókn-
ar. Hann studdi þó Nýsköp-
unarstjórnina, ólíkt þeim Jóni
Sigurðssyni á Reynistað, Pétri
Ottesen, Þorsteini Þorsteinssyni,
Ingólfi á Hellu og Gísla Sveins-
syni og uppskar embætti forseta
Alþingis í stað Gísla.
Jón Pálmason
forseti sameinaðs alþingis
f. 26.1. 1963, málari og hljómlistar-
maður, búsettur í Reykjanesbæ en
kona hans er Aldís H. Matthíasdótt-
ir; Stefán Birgir, f. 28.11. 1965, veit-
ingamaður, búsettur í Reykjavík en
kona hans er Rositsa Guðfinnsson;
Sveinn Hjörtur, f. 2.5. 1971, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík; Helga
Björg, f. 7.8. 1972, verslunarmað-
ur í Sandgerði en maður hennar er
Ingólfur Marteinn Jones.
Seinni kona Guðfinns er Helen
Sigurðsson.
Systkini Guðfinns: Sesselja Sig-
urðardóttir, húsmóðir í Reykjavík;
Guðmundur E. Sigurðsson, nú lát-
inn, lengst af öryggisvörður hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Foreldrar Guðfinns voru Sig-
urður Sigurðsson, f. 24.1. 1908, d.
26.3. 1971, sjómaður í Reykjavík,
og Helga Kristín Guðmundsdóttir,
f. 14.11. 1913, d. 18.12. 1947, hús-
móðir.
hæstaréttarlögmaður
Fæddur 25.7. 1917, dáinn 20.11. 2009
Guðmundur Pétursson