Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 84

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 84
DauðaDeilDaramman Velma Barfield komst í kastljós fjöl- miðlanna þegar hún varð fyrst kvenna til að vera líflátin í Bandaríkjunum eftir að dauðarefsingar voru heimilaðar þar að nýju 1977 og einnig sú fyrsta frá 1962. Velma var einnig fyrst kvenna til að vera tekin af lífi með banvænni sprautu. Þess utan var Velma Barfield 52 ára amma og raðmorðingi sem banaði fórnar- lömbum sínum með arseniki. Hún fékk viðurnefnið Dauðadeildaramman þegar hún beið endalokanna á dauðadeildinni. Lesið um Dauðadeildarömmuna í næsta helgarblaði DV. Casanova- morðinginn Erfitt er að segja til um hvað olli því að Paul John Knowles varð stórtækur morðingi, en á tiltölulega skömm- um tíma skildi hann eftir sig slóð líka í Bandaríkjunum. Hann fékk viðurnefnið Casanova-morðinginn, en fyrstu fórnarlömb hans voru barnungar systur. Paul John Knowles var ekki orðinn tvítugur þegar hann komst fyrst í kast við lögin. Knowles fæddist 1946 í Flórída og var handtekinn í fyrsta skipti 19 ára. Þaðan í frá eyddi hann að meðaltali sex mánuðum af hverju ári á bak við lás og slá. Sakargiftirnar voru af ýmsum toga allt frá bílþjófn- uðum til innbrota. Hann afplánaði dóm í Raiford- fangelsinu í Flórída þegar hann hóf bréfaskriftir við fráskilda konu frá Kaliforníu, Angelu Covic. Angela heimsótti Knowles í fangelsið og á endandum tók hún bónorði hans auk þess sem hún pungaði út nægu fé til að greiða fyrir lögfræðiaðstoð honum til handa. Knowles fékk reynslulausn í maí 1974 og flaug rakleitt til San Fran- cisco til að ganga í hjónaband. Angela Covic hafði í millitíðinni fengið bakþanka eftir að hafa feng- ið viðvörun frá sjáanda sem sagðist sjá hættulegan mann í lífi hennar. Að eigin sögn fór Knowles út á götur San Francisco í kjölfar hryggbrotsins og myrti þrjár manneskjur. Sú full- yrðing var ekki sannreynd. Áður en yfir lauk höfðu tæpur tveir tugir fall- ið fyrir hendi Knowles og á meðal þeirra nafngifta sem festust við hann var Casanova-morðinginn. Ungar systur myrtar Morðæði Knowles hófst í Jackson- ville, heimabæ hans. Knowles hafði verið handtekinn í kjölfar slagsmála á bar en tókst að dírka upp lásinn og flýði 26. júlí 1974. En Knowles lét ekki þar við sitja heldur braust inn á heimili 64 ára konu, Alice Curtis. Hann fjötraði hana og keflaði, leitaði síðan að einhverju fémætu og yfirgaf húsið í bifreið Alice. Hún kafnaði í fjötrum sínum. Knowles eyddi nokkrum dögum í bænum en á endanum tókst lögreglu að tengja hann við glæpinn og mynd af honum birtist í sjónvarpinu. Knowles sá sitt óvænna og ákvað að losa sig við bifreið Alice Curtis. Í miðju kafi sá hann hina 11 ára Lilli- an og Mylette, sjö ára systur hennar. Hann vissi að þær voru vinir móður hans og þess fullviss að þær hefðu séð hann og myndu hafa samband við lögregluna. Því rændi hann þeim báðum, kyrkti þær og varpaði líkun- um í fen fyrir utan bæinn. Morð á morð ofan Daginn eftir var Knowles kominn til Atlantic Beach og braust inn á heimili Marjorie Howe. Hann kyrkti hana með nælonsokk og hvarf á braut með sjónvarpstæki hennar. Ekki tókst að bera kennsl á fjórða fórnarlamb Knowles. Þar var um að ræða táningsstúlku á puttaferða- lagi og Knowles nauðgaði henni og kyrkti síðan og hélt að morði loknu áfram stefnulausu ferðalagi sem þó lá norður á bóginn. 23. ágúst 1974 myrti hann Kathy Pierce með símasnúru á heimili hennar fyrir framan þriggja ára son hennar, en eirði drengnum. Kaupsýslumaðurinn William Bates varð á vegi Knowles á krá í Lima í Ohio 3. september. Eftir að hafa kneifað nokkra bjóra með Bates viðhafði Knowles engin vettlingatök, kyrkti Bates og losaði sig við líkið í nærliggjandi skóglendi, þar sem það fannst í október. Knowles hafði nú komist yfir bif- reið Bates, reiðufé og krítarkort og lá leiðin til Sacramento, gegnum Utah með stuttri viðkomu í Ely í Nevada, en 18. september gaf Knowles sér þó tíma til að myrða Emmet og Lois Johnson sem voru í útilegu þar um slóðir. Tímabundinn félagsskapur Óhætt er að segja að John Paul Knowles hafi verið afkastamikill fjöldamorðingi og vart leið sá dag- ur að ekki félli einhver fyrir hendi hans. Þremur dögum eftir morð- in á Emmet og Lois, á leið gegnum Sequin í Texas, ók Knowles fram á konu sem var í vandræðum með mótorhjól sitt. Hjálpin sem Knowles bauð henni var ekki af þeim toga sem hún hafði vænst. Venju sam- kvæmt nauðgaði hann henni áður en hann kyrkti hana, síðan dró hann lík hennar í gegnum gaddavírsgirð- ingu og losaði sig við það. Tuttugasta og þriðja septem- ber hljóp heldur betur á snærið hjá Knowles. Hann hitti snyrtifræð- inginn Ann Dawson í Birmingham og féll hún fyrir honum. Þau héldu ferðalaginu áfram á hennar kostn- að en á endanum fékk Knowles leið á félagsskapnum og þann 29. sept- ember myrti hann hana. Lík hennar hefur ekki fundist. Knowles hélt að sér höndum um skeið og ferðaðist í gegnum Okla- homa, Missouri, Iowa og Minnesota án morða. En hann þurfti að svala fýsn sinni og 19. október gerði hann það þegar hann ruddist inn á heim- ili Doris Hovey í Woodward í Virgin- íu. Knowles skaut Doris til bana með riffli eiginmanns hennar, þurrkaði öll fingraför af morðvopninu og lagði það við hlið líksins. Þegar lögreglan kom á vettvang var þar ekki að finna neinar vísbendingar um kynferðis- legt ofbeldi, rán eða annað sem gæti talist ástæða glæpsins. Leitar til lögfræðings Tveir puttaferðalangar sluppu betur en á horfðist eftir að hafa fengið far með Knowles á Key West. Knowles hugðist myrða þá báða en áður en sú ætlun varð að raunveruleika var för hans stöðvuð af vegalögreglu. Fyrir klaufaskap af hálfu lögregl- unnar slapp Knowles með viðvör- un en atvikið sat í honum og hann sleppti ferðalöngunum í Miami og hafði samband við lögfræðing sinn og leitaði ráða. Knowles vísaði á bug tillögum um að hann gæfi sig fram við lögreglu en lét lögfræðinginn fá upptöku með játningu sinni og yfir- gaf borgina með hraði. En því fór fjarri að Knowles hygð- ist láta gott heita og 6. nóvember vingaðist hann við mann að nafni Carswell Carr og var boðin gisting. Síðar þegar lögreglan kom á heimili Carrs fannst nakið lík hans í svefn- herberginu með fjölda stungusára og í næsta herbergi var fimmtán ára dóttir Carrs látin. Hún hafði ver- ið kyrkt og að auki hafði nælonsokk verið troðið ofan í kok hennar. Einn- ig voru á líki hennar ummerki um tilraun til nauðgunar sem gerð hafði verið að henni látinni en mistekist. Í kjölfar flótta Knowles frá heim- ili Carrs féll einnig á hann grunur um morðin á tveimur puttaferða- löngum, Edward Hilliard og Debbie Griffin, sem framin voru 2. nóvem- ber. Líkið af Hilliard fannst í skóg- lendi í grenndinni, en líkið af Griffin hefur ekki fundist. Knowles tekur gísla Knowles kynntist breska blaða- manninum Sandy Fawkes þeg- ar hann rápaði á milli öldurhúsa í Atlanta 8. nóvember, og eyddu þau nóttinni saman. En þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir næstu tvo daga var Knowles með öllu ófær um kynlíf með henni, og má leiða líkur að því að kynlíf með samþykkum rekkju- nauti hafi verið honum ómögulegt. Þau skildu að skiptum en Knowles tók Susan MacKenzie, eina af vin- konum Sandy, á löpp, og hótaði henni með byssu og krafðist kyn- maka. Susan náði að flýja og til- kynnti atvikið til lögreglunnar. Með fulltingi hlaupsagaðrar haglabyssu tókst Knowles að sleppa. Í West Palm Beach ruddist Knowles inn til Beverly Mabeem, fatlaðrar konu, rændi systur hennar og stal bifreið þeirra. Hann sleppti gíslinum í Fort Pierce á Flórída næstu nótt. Morguninn eftir þekkti lögreglu- þjónn hinn stolna bíl og þvingaði Knowles út í vegarkant, en Knowles var sneggri til og tók lögregluþjón- inn í gíslingu. Skömmu síðar stöðv- aði Knowles bílstjóra að nafni James Meyer og skipti um bíl. En tveir gíslar voru meira en Knowles gat höndlað og af þeim sökum handjárnaði hann þá við tré í Pulaski-sýslu í Georgíu og skaut þá í höfuðið af stuttu færi. Dauði í lok morðæðis En þegar þar var komið sögu var farið að þrengja að Knowles og eftir að hafa reynt að aka í gegnum veg- artálma sem lögreglan hafði komið upp missti hann stjórn á bílnum og hafnaði á tré. Hann reyndi að kom- ast undan á fæti en var að lokum króaður af af vopnuðum óbreyttum borgara og handtekinn. Dagurinn var 17. nóvember 1974. Daginn eftir sat hann í aftursæti lögreglubifreiðar undir því yfirskyni að hann hygðist vísa lögreglunni á morðvopnið sem hann hafði not- að við morðin á lögreglumannin- um og James Meyer. Með lagni tókst Knowles að opna handjárnin með bréfaklemmu sem hann hafði falið á sér. Knowles greip byssu lögreglu- stjórans og náði að skjóta nokkrum skotum án þess að ná byssunni úr hulstrinu. Annar lögreglumaður sem var með í för, Ronnie Angel, skaut þá þremur skotum í bringu Knowles og þar með var morðinginn allur. Á meðan Knowles var í varðhaldi fullyrti hann að hann hefði banað 35 manns, en aðeins var hægt að færa sönnur fyrir 18 morðum. Umsjón: koLBeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is 84 föstuDagur 27. nóvember 2009 sakamál Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50 Töffari með vindling sumar konur féllu fyrir Paul john knowles. Brosmildur morðingi Yngstu fórnarlömbin voru barnungar systur. Í varðhaldi Fangelsisvist knowles í kjölfa morð- anna varð ekki löng. Síðar þegar lögreglan kom á heimili Carrs fannst nakið lík hans í svefnherberginu með fjölda stungusára og í næsta herbergi var fimmtán ára dóttir Carrs látin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.