Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 14
14 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað Fjórir fyrrverandi starfsmenn Landsbanka Íslands voru yfir- heyrðir hjá sérstökum saksóknara á fimmtudaginn. Yfirheyrslurnar snérust um rannsókn á millifærsl- um af reikningi Landsbankans í að- draganda hrunsins haustið 2008 og kaup á bréfum Landsbankans og Straums úr peningamarkaðssjóð- um Landsbankans eftir lokun sjóð- anna. Um var að ræða millifærslur upp á milljarða króna af reikning- um bankans og inn á reikninga MP Banka og Straums þann 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett og degi áður en Landsbank- inn var yfirtekinn af íslenska ríkinu. Húsleitir voru sömuleiðis gerðar á fimm stöðum. Rannsakað er hvort viðskiptin hafi verið brot á auðgun- arbrotakafla hegningarlaga. Mennirnir fjórir sem voru yfir- heyrðir eru Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýr- ingar hjá Landsbankanum, Stef- án Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringar Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, Jón Þorsteinn Oddleifs- son, fyrrverandi forstöðumaður fjár- stýringar Landsbankans, og Kjartan Þórólfsson, fyrrverandi starfsmað- ur á verðbréfasviði bankans. Kjart- an vildi ekki tjá sig um yfirheyrsluna þegar DV hringdi í hann á fimmtu- dag. Þessir fjórir einstaklingar bæt- ast við þá 30 til 40 sem hafa verið yf- irheyrðir upp á síðkastið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Landsbankanum. Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans vísuðu málunum til sér- staks saksóknara í lok árs 2010 sam- kvæmt tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Snýst um veðlánaviðskiptin Rannsóknin tengist meðal annars endurhverfum viðskiptum Seðla- banka Íslands við fjármálafyrirtæki landsins fyrir hrunið. Davíð Odds- son, þáverandi seðlabankastjóri, kallaði þessi viðskipti ástarbréfavið- skipti og þótti lítið til þeirra koma, eins og sést í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Þau viðskipti gengu út á það að Seðlabankinn lánaði minni fjár- málafyrirtækjum, eins og Sögu Capital, Icebank og MP Banka, fjár- muni sem þessir litlu bankar lánuðu svo strax aftur til viðskiptabank- anna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Ástæðan fyrir því að litlu bankarnir í landinu voru milliliðir í viðskiptunum var sú að viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lán hjá Seðlabankanum en minni bankarnir fengu þau hins vegar. Landsbankinn var stórtækastur allra viðskiptabankanna þriggja í þessum viðskiptum. Svo virðist sem þennan dag, 6. október 2008, hafi Landsbank- inn endurgreitt MP Banka hluta af þeim fjárhæðum sem bankinn hafði fengið að láni í þessum end- urhverfu viðskiptum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað þykir athugavert við þessi tilteknu viðskipti. Gerð var húsleit hjá MP Banka í tengslum við rannsóknina. Hinn angi rannsóknarinnar snýst um kaupin á bréfum Lands- bankans og Straums úr peninga- markaðssjóðum Landsbankans eftir að sjóðunum hafði verið lok- að. Eitt af því sem vekur athygli við þennan anga rannsóknarinnar er að sömu eigendur voru ráðandi í fjármálafyrirtækjunum tveimur, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans Björgólfur Guðmunds- son. Lítið er vitað um þessa hlið n Fjórir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans yfirheyrðir n Húsleit á fimm stöðum n Milljarðar fóru í að kaupa upp peningamarkaðsbréf Landsbankans og Straums n Líklegt að yfirheyrslur saksóknara séu að bera árangur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is MILLJARÐAKAUP BANKANS TIL RANNSÓKNAR „Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Landsbanka Íslands fóru fram húsleitir á fimm stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðilar voru fyrr um morguninn færðir til skýrslutöku. Nánar tiltekið eru til rannsóknar millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingabanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna. Umrædd tilvik eru talin hafa átt sér stað 6. október 2008. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, nánar tiltekið skilasvik. Um er að tefla verulega fjár- hagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara með tilkynningu frá skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands í lok síðasta árs. Málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag hafa um nokkurt skeið verið í undirbúningi og tóku 35 starfsmenn embættisins þátt í þeim auk lögreglumanna frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðir til leitar voru kveðnir upp við Héraðsdóm Reykjavíkur. Yfirheyrslur hófust í morgun og er þess að vænta að þær standi fram á kvöld.“ *Fréttatilkynning sérstaks saksóknara Skilasvik til rannsóknar Á leið úr yfirheyrslu Sigurjón Árnason sést hér koma úr yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í vikunni. Ný rassía saksóknara þykir benda til að yfirheyrslur beri árangur og að fyllri mynd sé að fást af þeim málum sem eru til skoðunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.