Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað Fjórir fyrrverandi starfsmenn Landsbanka Íslands voru yfir- heyrðir hjá sérstökum saksóknara á fimmtudaginn. Yfirheyrslurnar snérust um rannsókn á millifærsl- um af reikningi Landsbankans í að- draganda hrunsins haustið 2008 og kaup á bréfum Landsbankans og Straums úr peningamarkaðssjóð- um Landsbankans eftir lokun sjóð- anna. Um var að ræða millifærslur upp á milljarða króna af reikning- um bankans og inn á reikninga MP Banka og Straums þann 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett og degi áður en Landsbank- inn var yfirtekinn af íslenska ríkinu. Húsleitir voru sömuleiðis gerðar á fimm stöðum. Rannsakað er hvort viðskiptin hafi verið brot á auðgun- arbrotakafla hegningarlaga. Mennirnir fjórir sem voru yfir- heyrðir eru Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýr- ingar hjá Landsbankanum, Stef- án Héðinn Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringar Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, Jón Þorsteinn Oddleifs- son, fyrrverandi forstöðumaður fjár- stýringar Landsbankans, og Kjartan Þórólfsson, fyrrverandi starfsmað- ur á verðbréfasviði bankans. Kjart- an vildi ekki tjá sig um yfirheyrsluna þegar DV hringdi í hann á fimmtu- dag. Þessir fjórir einstaklingar bæt- ast við þá 30 til 40 sem hafa verið yf- irheyrðir upp á síðkastið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Landsbankanum. Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans vísuðu málunum til sér- staks saksóknara í lok árs 2010 sam- kvæmt tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Snýst um veðlánaviðskiptin Rannsóknin tengist meðal annars endurhverfum viðskiptum Seðla- banka Íslands við fjármálafyrirtæki landsins fyrir hrunið. Davíð Odds- son, þáverandi seðlabankastjóri, kallaði þessi viðskipti ástarbréfavið- skipti og þótti lítið til þeirra koma, eins og sést í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Þau viðskipti gengu út á það að Seðlabankinn lánaði minni fjár- málafyrirtækjum, eins og Sögu Capital, Icebank og MP Banka, fjár- muni sem þessir litlu bankar lánuðu svo strax aftur til viðskiptabank- anna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Ástæðan fyrir því að litlu bankarnir í landinu voru milliliðir í viðskiptunum var sú að viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lán hjá Seðlabankanum en minni bankarnir fengu þau hins vegar. Landsbankinn var stórtækastur allra viðskiptabankanna þriggja í þessum viðskiptum. Svo virðist sem þennan dag, 6. október 2008, hafi Landsbank- inn endurgreitt MP Banka hluta af þeim fjárhæðum sem bankinn hafði fengið að láni í þessum end- urhverfu viðskiptum. Ekki er vitað nákvæmlega hvað þykir athugavert við þessi tilteknu viðskipti. Gerð var húsleit hjá MP Banka í tengslum við rannsóknina. Hinn angi rannsóknarinnar snýst um kaupin á bréfum Lands- bankans og Straums úr peninga- markaðssjóðum Landsbankans eftir að sjóðunum hafði verið lok- að. Eitt af því sem vekur athygli við þennan anga rannsóknarinnar er að sömu eigendur voru ráðandi í fjármálafyrirtækjunum tveimur, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans Björgólfur Guðmunds- son. Lítið er vitað um þessa hlið n Fjórir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans yfirheyrðir n Húsleit á fimm stöðum n Milljarðar fóru í að kaupa upp peningamarkaðsbréf Landsbankans og Straums n Líklegt að yfirheyrslur saksóknara séu að bera árangur Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is MILLJARÐAKAUP BANKANS TIL RANNSÓKNAR „Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Landsbanka Íslands fóru fram húsleitir á fimm stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir aðilar voru fyrr um morguninn færðir til skýrslutöku. Nánar tiltekið eru til rannsóknar millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingabanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna. Umrædd tilvik eru talin hafa átt sér stað 6. október 2008. Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, nánar tiltekið skilasvik. Um er að tefla verulega fjár- hagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara með tilkynningu frá skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands í lok síðasta árs. Málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag hafa um nokkurt skeið verið í undirbúningi og tóku 35 starfsmenn embættisins þátt í þeim auk lögreglumanna frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðir til leitar voru kveðnir upp við Héraðsdóm Reykjavíkur. Yfirheyrslur hófust í morgun og er þess að vænta að þær standi fram á kvöld.“ *Fréttatilkynning sérstaks saksóknara Skilasvik til rannsóknar Á leið úr yfirheyrslu Sigurjón Árnason sést hér koma úr yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í vikunni. Ný rassía saksóknara þykir benda til að yfirheyrslur beri árangur og að fyllri mynd sé að fást af þeim málum sem eru til skoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.