Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Side 8
Vikublað 12.–14. ágúst 20148 Fréttir
Róttækur
sumarháskóli
Róttæki sumarháskólinn 2014
hefur göngu sína miðviku-
daginn 13. ágúst. Þemað í sumar
er verkalýðsbaráttan í dag sem
verður rauður þráður í gegnum
marga dagskrárliði. Um dagskrá
skólans segir meðal annars: „Það
er hluti af nýsamþykktri stefnu
sumarháskólans að tengja bar-
áttumál ólíkra samfélagshópa,
andkapítalisma, afnám heims-
valdastefnu, jöfnuð kynja, nátt-
úruvernd, sjálfbærni og lýðræði
á innbyrðist styrkjandi hátt. Því
verður verkalýðsbaráttan skoðuð
frá sjónarhóli ólíkra hópa til að
dýpka skilning okkar á ólíkum
víddum launavinnu og verkalýðs-
baráttu.“ Á boðstólum verða 11
ólíkar námsstofur í umsjón fjöl-
breytts hóps fólks, þar af fjórar á
ensku og tvær með bíósýningum.
Dagskráin fer fram dagana 3.–19.
ágúst í húsnæði Reykjavíkur-
Akademíunnar, Hringbraut 121, í
Vesturbæ Reykjavíkur.
Margir óku
of hratt
Lögreglan myndaði brot 69 ök-
umanna á Breiðholtsbraut og
á Reykjanesbraut fyrir síðustu
helgi. Á einni klukkustund eftir
hádegi fóru 1.228 ökutæki um
Reykjanesbraut og þar ók 31, eða
3%, of hratt en meðalhraðinn
var 93 km/klst. Sá sem fór hrað-
ast yfir mældist á 107 kílómetra
hraða á klukkustund. Talsvert
fleiri óku of hratt á Breiðholts-
braut, alls 38 af 458 sem fóru
þessa leið á einni klukkustund
eftir hádegi. Það eru 8% öku-
manna. Meðalhraði þeirra var 82
km/klst en þar er hámarkshraði
70 km/klst.
Stal lyfseðlum
Barn var flutt á slysadeild
Landspítalans eftir að hafa hlot-
ið brunasár á fæti eftir að hafa
stigið ofan í setlaug við sumar-
bústað í Bláskógabyggð í vikunni
sem leið. Blöndunartæki voru í
ólagi þannig að of heitt vatn rann
í setlaugina að sögn lögreglu.
Lögreglan í Árnessýslu hafði í
mörgu að snúast í liðinni viku en
sjö þjófnaðir voru kærðir til lög-
reglu. Aðfaranótt mánudags var
brotist inn í ullarvinnslubúðina
í Þingborg í Flóa og þaðan stolið
skiptimynt. Nissan Patrol-jeppa
var stolið frá Selfossi, en lögreglu-
menn á Dalvík fundu bifreiðina
þar og gripu þjófinn sem viður-
kenndi verknaðinn. Aðfaranótt
laugardags var brotist inn í Lyf og
heilsu í Þorlákshöfn. Þjófurinn
hafði á brott lyfseðla og eitthvað
lítilræði af peningum. Tilkynnt
var um innbrot í tvo sumarbú-
staði, annan í Öndverðanesi og
hinn við Þingvallavatn skammt
frá Heiðabæ.
N
ý íslensk vefsíða sem lofar
aðgangi að útsendingum
frá efstu deildum í enska,
spænska, þýska og ítalska
boltanum í gegnum netið
fyrir 1.750 krónur er farin að safna
áskrifendum. Forráðamaður síð-
unnar er tvítugur, dæmdur fjársvik-
ari sem hlaut níu mánaða dóm, þar
af sex skilorðsbundna, í janúar síð-
astliðnum fyrir meðal annars það
að svíkja ítrekað út fé af notendum
sölusíðunnar bland.is.
Fjölmiðlafyrirtækið 365 er rétt-
hafi að útsendingum frá enska og
spænska boltanum hér á landi og
þar á bæ segja menn að vefsíðan
sé ólögleg og að verið sé að hafa
fé af fólki sem kaupir sér áskrift að
útsendingum síðunnar því henni
verði lokað.
Dæmdur fjársvikari
Vefurinn sem um ræðir heitir
knattspyrna.is en sá sem er skráð-
ur fyrir síðunni samkvæmt lénaskrá
Íslands heitir Jóhannes Gísli Egg-
ertsson. Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi hann í níu mánaða fangelsi,
þar af sex skilorðsbundna, þann
23. janúar síðastliðinn fyrir marg-
vísleg brot. Þar á meðal fyrir að hafa
blekkt fjóra notendur bland.is til
að leggja tugþúsundir króna inn á
bankareikning hans fyrir Samsung
Galaxy S3-farsíma. Hann hirti pen-
ingana og viðskiptavinirnir fengu
aldrei símann. Engar upplýsingar
er að finna um aðstandanda síð-
unnar, aðrar en þær að kennitala
hans er gefin upp sem viðtak-
anda þegar kemur að því að greiða
áskriftina. Raunar er almennt grun-
samlega litlar upplýsingar að finna
á síðunni. Þar er aðeins lofað gulli
og grænum skógum og fólk hvatt
til að leggja peninga inn á reikn-
ing ókunnugs manns í blindni á
netinu. Engar sannanir eru færð-
ar fyrir því að fólk fái það sem það
greiðir fyrir.
Ódýr aðgangur
Á knattspyrna.is, sem var opnuð
nú í byrjun júlí, er boðið upp á net-
varp og samkvæmt upplýsingum
sem gefnar eru þar upp getur fólk
gerst áskrifendur og fengið aðgang
að beinum netútsendingum frá of-
angreindum deildum fyrir 1.750
krónur. Er það kynningarverð fyr-
ir áskrift sem dugar út árið 2014.
Fullt árgjald er sagt 3.290 krónur.
Er tilvonandi viðskiptavinum lof-
að bestu mögulegu gæðum sem í
boði eru í netútsendingum. Jafnvel
háskerpu ef svo ber undir.
Til samanburðar þá er 365 að
selja svokallaðan Sportpakka,
sem veitir aðgang að Stöð 2 Sport,
Sport 2 og fleiri sportrásum auk
heimasíma og internets, fyrir
11.990 krónur á mánuði. Það er því
ljóst að verðið sem knattspyrna.is
býður, freistar margra.
Hátt í þrjú þúsund fylgjendur
Jóhannes Gísli hefur verið dugleg-
ur að safna fylgjendum fyrir Face-
book-síðu knattspyrna.is. Til að
koma sér á kortið var vefsíðan upp-
haflega auglýst á Facebook með
leik þar sem lofað var Playstation
4-tölvu og Fifa 15-tölvuleik í vinn-
ing. Þurftu þátttakendur að deila
mynd af vinningunum, líka við
Facebook-síðu knattspyrna.is og
skrifa athugasemd við myndina.
Tæplega þrjú þúsund manns deildu
henni og á síðan nú rúmlega 2.800
fylgjendur á Facebook.
Síðastliðinn þriðjudag birtist
síðan auglýsing fyrir annan Face-
book-leik þar sem skráðum not-
endum að netvarpinu gefst kostur á
að vinna Samsung Galaxy S5-snjall-
síma. Aukavinningar eru sagðir 50
þúsund krónur í reiðufé, áskrift að
netvarpinu í heilt ár auk ýmissa
aukahluta fyrir síma, fótboltatreyja
og fótboltar.
Fullyrðir að netvarpið sé
löglegt
DV hefur ekki upplýsingar um
hvort knattspyrna.is sé komin með
marga áskrifendur en ef marka má
athugasemdir á Facebook-síðunni
þá hafa einhverjir þegar greitt fyrir
áskrift. Einn tilvonandi viðskipta-
vinur ákveður þó að spyrja hvort
þetta sé löglegt:
„Er þetta löglegt? Þ.e. Einka-
réttur 365? Er hætta á að mað-
ur borgi árgjaldið og svo er þetta
stoppað?“
Þessari fyrirspurn er svarað af
Jóhannesi Gísla í gegnum Face-
book-aðgang knattspyrna.is þar
sem hann segir tilvonandi áskri-
fendur ekki þurfa að hafa neinar
áhyggjur:
„Þetta var ekki löglegt en er
það nú. Íslenski stream-netþjónn-
inn okkar er tengdur við erlend-
an í gegnum VPN og þaðan sækj-
um við efnið. Íslenskt niðurhal en
efnið er hýst úti. Þannig tæknilega
séð er þetta ekkert tengt Íslandi en
samt tengt Íslandi. 365 hefur enga
ástæðu til að sækja á okkur vegna
þessa.“
Þessum samskiptum hefur síð-
an verið eytt af Facebook-síðunni
en DV náði afriti af þeim áður en
það gerðist.
Af ummælum einstaklinga sem
gerst hafa áskrifendur þá eru þeir
farnir að ókyrrast yfir því hvort þeir
fái það sem þeir hafa þegar greitt
fyrir og kvarta undan því að erfið-
lega gangi að fá svör frá forráða-
manni síðunnar. Þá hefur einhver
tekið að sér að vara notendur við
því að eiga viðskipti við Jóhannes
og birtir hlekk á dóminn sem hann
fékk í janúar síðastliðnum.
365: Fé haft af fólki – verður
stöðvað
DV barst ábending um síðuna en þar
áður höfðu menn verið varaðir við að
eiga viðskipti við síðuna á spjallborð-
um um fótbolta á netinu, sökum for-
tíðar forráðamanns hennar.
DV spurðist fyrir um málið hjá
forsvarsmönnum 365 og hvort þeir
vissu af síðunni og hvort gripið yrði
til aðgerða. Í svari sem barst frá Jóni
Sigurðssyni, forstöðumanni áskrift-
ardeildar 365, er fólk varað við að
kaupa sér aðgang því forráðamenn
ensku úrvalsdeildarinnar muni grípa
til aðgerða:
„Það er ljóst að 365 eru rétthafar
á Íslandi, bæði að enska boltanum
sem og spænska boltanum. Það er
ólöglegt skv. höfundalögum að miðla
efni án þess að eiga rétt til. Mikilvægt
að fólk geri sér grein fyrir því.
Við vitum til þess að Premier
League sé meðvitað um þessa þjón-
ustu. Ljóst er að þeir munu grípa til
aðgerða, en fyrir því eru mörg for-
dæmi. Þarna er augljóslega verið að
taka fé af fólki á röngum forsendum.
Allar líkur á að fólk fái ekki það sem
það borgar fyrir, þegar þjónustan
verður stöðvuð.“
Ekki náðist í Jóhannes Gísla við
vinnslu þessarar fréttar. DV óskaði
einnig eftir viðtali í gegnum tölvpóst-
fang sem gefið er upp á knattspyrna.
is en var ekki svarað. n
Of gott til að vera satt? Hér má sjá hverju er lofað á vefsíðunni knattspyrna.is og hvað
áskriftin kostar. MynD SkjáSkOt
Leikjalisti Svona er netvarpið sagt líta út þar sem einfalt er að velja sér leiki. Þeir sem
gerast áskrifendur hafa hins vegar enga tryggingu fyrir því að þetta virki. MynD SkjáSkOt
Dæmdur svikari lofar
fótbolta útsendingum
Rétthafinn, 365 miðlar, segir verið að hafa fé af fólki og að vefsíðunni verði lokað
Sigurður Mikael jónsson
mikael@dv.is
Dýrmæt vara Útsendingar frá ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru verðmæt
vara og 365 greiðir fúlgur fjár fyrir réttinn til
að sjónvarpa frá leikjum þar hér á landi.
MynD ReuteRS