Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Qupperneq 12
Vikublað 12.–14. ágúst 201412 Fréttir RáðheRRaRniR sem sögðu af séR n Fimm ráðherrar hafa tekið pokann sinn frá fullveldistöku Þ að er algeng mýta að á Ís- landi segi aldrei nokkur ráðamaður af sér. Frá fullveldistöku árið 1918 hafa fimm ráðherrar tek- ið pokann sinn vegna umdeildra embættisfærslna. Sá sem það gerði síðast er Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra í ríkis stjórn Geirs H. Haarde. Þá hafa þingmenn stigið til hliðar vegna hneykslismála, en frægasta dæmið um slíkt er Árni Johnsen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér þingmennsku árið 2001. Mikill þrýstingur hefur verið á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan ríkisráðherra undanfarnar vikur og hávær krafa um afsögn. Ráðuneyti Hönnu Birnu sætir lög- reglurannsókn og eru pólitísk- ir aðstoðarmenn hennar með réttar stöðu grunaðs manns vegna meintra hegningarlagabrota gegn nígerískum hælisleitendum. Aldrei áður hefur ríkissaksóknari, æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, farið fram á lögreglurannsókn á vinnubrögðum ráðuneytis. Hanna Birna hefur að eigin sögn ekki íhug- að að stíga til hliðar, en allnokkur dæmi eru um að íslenskir ráðherr- ar hafi tekið slíka ákvörðun. n Magnús Jónsson Sakaður um spillingu „Það gengur staflaust um bæinn að Magnús Jónsson fjármálaráðherra sé í þann veginn að segja af sér,“ var skrifað í dagblaðinu Vísi þann 17. apríl árið 1923 en þá hafði Magnús verið sakaður um spillingu. Daginn eftir rættist úr þessu og Magnús sótti um lausn frá ráðherraembætti. Sigurður Eggerz var forsætisráðherra á þessum tíma en Klem- ens Jónsson tók við embætti Magnúsar. Magnús Guðmundsson Hætti af virðingu við dómstóla Eitt furðulegasta afsagnarmál íslenskra ráðherra er tilfelli Magnúsar Guðmundsson- ar sem trúnaðarmaður Jónasar frá Hriflu dæmdi sekan um ólöglega eignatilfærslu árið 1932. Magnús sagði af sér af virðingu við dómstóla þótt augljóst þætti að dómurinn hefði verið rammpólitískur. Hæstiréttur sneri dóminum við og sneri þá Magnús aftur til fyrri starfa. Albert Guðmundsson Vantaldi tekjur Albert Guðmundsson var iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á níunda áratugnum. Eftir að í ljós kom að hann hafði, í fjármálaráð- herratíð sinni, vantalið tekjur sínar á skattskýrslu, sagði hann af sér embætti að undirlagi Þorsteins Pálssonar, sem þá var formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerðist þann 24. mars árið 1987. Guðmundur Árni Stefánsson Umdeildar embættisveitingar Guðmundur Árni Stefánsson, félags- og tryggingamálaráðherra, sagði af sér ráðherraembætti 11. nóvember árið 1994, enda óttuðust flokkssystkini hans í Alþýðuflokknum að frændahygling hans hvað varðar embættisveitingar og sporslur kynnu að bitna á flokknum. Björgvin G. Sigurðsson Axlaði ábyrgð á bankahruni 14 ár liðu þar til næsti ráðherra sagði af sér. Það var Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Þegar ljóst var að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar fara frá boðaði Björgvin til blaðamanna- fundar og lýsti því yfir að hann vildi axla sína ábyrgð á bankahruninu. Hann sagði af sér þann 25. janúar árið 2009. Daginn eftir tilkynnti Geir að ákveðið hefði verið að slíta stjórnarsamstarfinu, en mótmælt hafði verið látlaust á Austurvelli og við stjórnarráðshúsið svo vikum skipti. Rúm- lega ári síðar ákvað Björgvin að víkja sæti á Alþingi meðan unnið yrði úr niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar um bankahrunið og ákveðið hvort fyrrverandi ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm. Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Hætti þing- mennsku vegna rannsóknar Illugi kom sterkari til baka Ef afsagnir stjórnmálamanna eru settar í samhengi við krappa stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er nærtækast að líta til Illuga Gunnarssonar, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra. Sem óbreyttur þingmaður sætti Illugi Gunnarsson rannsókn sérstaks sak- sóknara vegna aðkomu sinnar að Sjóði 9, fjárfestingarfélagi sem heyrði undir Glitni. Hann var ekki ákærður, en ákvað þó að víkja af þingi á meðan rannsóknin stóð yfir. Þetta þótti virðingarvert og hann kom sterkari aftur til leiks eftir að hafa falið lögmanns- stofunni Lex að semja álit þar sem fram kom að ekkert hefði verið athugavert við fjárfestingarheimildir, fjárfestingar- stefnu og eignasamsetningu Sjóðs 9. Með því að stíga til hliðar sendi Illugi skýr skilaboð um að hann liti rannsóknina alvarlegum augum og teldi óeðlilegt að gegna þingmennsku meðan á henni stæði. Staða Hönnu Birnu er talsvert alvarlegri í ljósi þess að þar eru lögregla og ríkissaksóknari að rannsaka ráðuneyti æðsta yfirmanns lögreglunnar í landinu. Fjölmörg dæmi eru um að þingmenn segi af sér, en frægust á okkar dögum eru líklega tilfelli Árna Johnsen og Bjarna Harðarsonar. Sá fyrrnefndi baðst lausnar þann 19. júlí árið 2001 eftir að í ljós kom að hann hafði sagt fjölmiðlum ósatt um þéttidúk sem hann keypti í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Málið kom upp eftir að DV greindi frá því nokkrum dögum áður að þingmaðurinn hefði tekið út byggingarefni í BYKO í nafni nefndarinnar, sótt vörurnar, endurmerkt þær og sent á heimili sitt í Vestmannaeyjum. Mál Bjarna Harðarsonar þótti kómískt, en í nóvember árið 2008 sendi hann aðstoðarmanni sínum tölvupóst með beiðni um að leka afriti af harðorðu bréfi sem tveir framsóknarmenn höfðu sent Valgerði Sverrisdóttur flokkssystur hans. Tölvupósturinn til aðstoðarmannsins var óvart sendur sem fjölpóstur til allra fjöl- miðla og í kjölfarið ákvað Bjarni að segja af sér þingmennsku. Þjófnaður og klaufaskapur Þingmenn hafa vikið vegna afglapa Krafa um afsögn Hávær krafa hefur verið uppi um að Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanrík- isráðherra segi af sér ráðherraembætti. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.