Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 22
22 Umræða „Svo væri fínt að hafa sérstaka deild á netinu fyrir suma karlmenn.“ Jón M. Ívarsson svaraði með stæl athugasemd manns sem taldi að sérstök akrein ætti að vera í umferðinni fyrir kvenfólk. „Viðbjóður Ísraelsmanna á sér engin takmörk … eina lausnin er að flytja Ísraelsríki til Bandaríkjanna … sem fyrst!!! …gersamlega morðóðir andskotar!! … einu sinni hélt maður að þetta væri siðmenntuð þjóð.“ Miklar bollaleggingar hófust í athugasemdarkerfinu vegna fréttar um skoðun Noam Chomsky á ástandinu í Ísrael og Palest- ínu. Jón Kristjánsson var einn þeirra sem lagði orð í belg. „Þeir sem vilja skora á stjórnvöld að taka upp breytta forgangsröðun við efnahagsstjórn landsins með skipun Lilju Mósesdóttur í embættið ættu endilega að líta við á þessa síðu og smella á læk.“ Facebook-samtökin Lilju Mós- esdóttur sem næsta seðla- bankastjóra tjáðu sig um frétt um hver yrði næsti seðlabankastjóri. „Það er alltaf jafn gaman þegar þú kemur fram með þín gullkorn. Klárlega hápunktur ársins að fylgjast með þér gera þig að fífli.“ Gylfi Ægisson lét ekki sitt eftir liggja í umræðunni um Gleði- gönguna. Sara Margrét gerði góðlátlegt grín að honum. „Góð hugleiðing DV menn. Haldið striki ykkar. Því má halda fram að mikilvægi ykkar sé jafn mikið og umboðsmanns við að taka stjórnsýsluháttalag ráðherra í uppeldi. Engin núverandi ráðherra á nokkurt erindi inn í ráðuneyti, vart á þing, að mínu mati. Það er kjósendum að kenna,“ skrifaði Árni Stefán Árnason um frétt af umboðsmanni Alþingis, sem taldi sig ekki hafa fengið þær upplýsingar sem hann óskaði eftir varðandi samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur við Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra. Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni E inu sinni var fjölskylda sem bjó í fallegu húsi með fal- legum garði. Pabbi, manna og þrír velheppnaðir krakk- ar. Nýlegri bifreið var lagt í innkeyrslunni en fellihýsið var í geymslu hjá afa í sveitinni. Á yfir- borðinu var allt eins og það á að vera nema aðeins betra. Þessi fjöl- skylda átti í góðum samskiptum við nágranna sína og pabbinn fór í til- tektarferðir um hverfið með svartan ruslapoka, aðra hvora helgi. Hann hafði meira að segja virkjað fólkið á númer 14 í að taka þátt. Þegar dyrunum var lokað á fal- lega húsinu, breyttist allt einhvern veginn. Undarlega þögn lagði yfir heimilið. Þögn sem var aðeins of hljóð og átti sér bústað í stjörfum augum þegar höfuð lagðist á kodda. Einn góðan veðurdag sprakk allt inn á við. Það er ekki alveg vitað hvað það var, en það sem gerðist var svo skelfilegt að heimilisfólkið gat einfaldlega ekki minnst á það. Þegar eitthvað kveikti minningu um þenn- an skelfilega atburð fylltist húsið af flugum og móðirin fór að lita á sér hárið. Lyktin í húsinu varð beisk og einhver hækkaði rækilega í útvarp- inu. Þessi fjölskylda gat ekki tekist á við það sem gerst hafði. Þolum ekki tilhugsunina Lekamálið er líka svona. Það er að öllum líkindum of stórt fyrir Ísland. Við sem samfélag, ráðum ekki við það sem gerðist kvöldið 19. nóvem- ber 2013. Við þolum ekki tilhugsun- ina um að aðstoðarmaður ráðherra, hafi tekið trúnaðargögn um þrjár manneskjur, breytt þeim svo að þær væru ískyggilegri, og sent á stærsta dagblað og stærsta vefmiðil þjóðar- innar. Þetta er óþolandi tilhugsun og ekki síst ef haft er í huga að að- stoðarmaður fer trauðla að taka upp á svona löguðu hjá sjálfum sér. Sú hugmynd að æðstu stjórn- endur í stjórnkerfinu okkar, vogi sér að nota upplýsingar sem aflað er m.a. úr yfirheyrslum, gegn borg- urunum – er óbærileg. Staðreynd- ir lekamálsins sýna þetta þó svart á hvítu. Minnisblaðið var tekið saman daginn fyrir fyrirhuguð mót- mæli í innanríkisráðuneytinu. Átta manneskjur höfðu aðgang að því þennan stutta tíma sem minnisblað- ið var í fórum innanríkisráðuneytis- ins og þrír af þeim voru ráðherra og aðstoðarmenn hans. Gísli Freyr Val- dórsson, annar aðstoðarmannanna, var með minnisblaðið í tölvunni sinni kvöldið fyrir lekann. Hann var líka í símasambandi við ritstjórnir fjölmiðlanna sem birtu minnisblað- ið daginn eftir. Hann opnaði minnis- blaðið og breytti því. Taugaveiklun og þversagnir Daginn eftir hófst Lekamálið. Við- brögð ráðherra hafa einkennst af taugaveiklun og hún hefur ítrekað verið staðin að þversagnakenndum málflutningi og segja má að í hvert skipti sem hún tjáir sig um Lekamál- ið, hafi fleiri spurningar vaknað en svarað var. Þessi vegferð ráðherra er ekki síður skuggaleg en sá verknað- ur að leka trúnaðarupplýsingum um borgarana í einhverjum pólitískum hráskinnaleik. Innanríkisráðherra hafði ítrekað afskipti af lögreglustjóra meðan rannsókn á hendur hennar eigin fólki var í gangi. Hún hitti hann fjór- um sinnum og hringdi í hann álíka oft. Höfum í huga að þessar fjórar heimsóknir gerast á nokkurra vikna tímabili. Aðspurð segir ráðherra að ekkert sé athugavert við að inn- anríkisráðherra hitti lögreglustjór- ann. Þetta er rangt því þarna á að vera eldveggur á milli og sérstak- lega þegar lögreglan er að rannsaka alvarlega glæpi sem aðstoðarmenn ráðherra eru grunaðir um að hafa framið og ráðherra sjálf í eldlínunni er svo má að orði komast. Í kjölfar þessara funda og símtala, segir lögreglustjórinn starfi sínu lausu. Sá virðist ekki hafa treyst sér til að halda málinu til streitu enda í skelfilegri stöðu þar sem hann á að rannsaka yfirmann sinn. Skelfileg hugmynd Þökk sé upplýsingalögum er hægt að komst að því hvort það sé „al- þekkt“ að ráðherra fundi reglulega með lögreglustjóra. Ef vel ætti að vera ættu slíkir fundir að fara fram með reglubundnum hætti og með ráðuneytisstjóra viðstaddan og allt sem fer í milli á þessum fundum ætti að vera skráð á réttan hátt. Einhvers konar vina- eða kunningjasamband milli innanríkisráðherra og lög- reglustjóra er skelfileg hugmynd og opnar fyrir þann möguleika að ráð- herra geti skipað fyrir um að rann- sókn sé hætt, henni flýtt eða rann- sókn hafin á „þessum þarna sem er svo óþolandi“. Og hver haldið þið að hafi ver- ið skipaður lögreglustjóri í stað þess sem sá sér ekki fært að halda áfram. Jú, vinkona innanríkisráðherra. Kunningjastigið er þegar komið á og er virkt nú þegar. Smæð hins íslenska samfélags er hluti af Lekamálinu því það eina sem gæti opnað málið upp og klárað það, er að þeir miðlar sem sannar- lega voru í sambandi við þann sem lak minnisblaðinu, komi fram og bendi á sökudólginn. Þessi staða er séríslensk. Tveir stærstu fréttamiðl- ar landsins vita hver lak minnisblað- inu og hafa það í hendi sér að leysa málið. Náhirðin tekur undir Innanríkisráðherra hefur spilað þann leik að segja að öll umfjöll- un um Lekamálið sé „ljótur póli- tískur leikur“. Undir þetta hefur tekið málsmetandi fólk úr innsta hægrinu sem kallað hefur verið Náhirðin. Ná- hirðin hefur klastrað saman fárán- legri samsæriskenningu sem gengur út á að sýna að vont fólk vilji hrekja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr ráð- herrastól. Samsærismenn eru auk þeirra fjölmiðla sem voga sér að fjalla um málið, umboðsmaður Al- þingis, ríkissaksóknari, fyrrverandi lögreglustjórinn í Reykjavík, helm- ingur alþingismanna og þeir sem tjá sig um samfélagsmál á vefnum. Allir þessir virðast ekki sjá alvar- leikann í málinu þar sem innanrík- isráðuneytið tekur upplýsingar um fólk, breytir þeim til að gera ískyggi- legri, og lekur í fjölmiðla. Maður eins og Jón Steinar Gunnlaugsson sem iðulega setur sig í spor einstaklings- ins gegn ríkisvaldinu, er komin í varnarkór innanríkisráðherra. Fyrr- verandi ráðherra segir ekkert óeðli- legt að upplýsingum um fólk sé lekið úr ráðuneytum. Þetta eru svo alvar- leg orð frá fyrrverandi ráðherra til margra ára, að nauðsynlegt er að fá nánari útskýringar frá honum um þetta efni. Lögfræðingur einn sá sig knúinn til að skrifa greinarstúf í Morgunblaðið þar sem inntak greinarinnar var að þar sem innan- ríkisráðherra hefði ekki brotið nein lög, þyrfti hún ekkert að víkja. Sá veit greinilega ekkert um ráðherra- ábyrgð. En hún er svolítið sérstök og byrjar ekki í hjá starfsmönnum í móttöku, heldur hjá ráðherra. Svo að því sé haldið til haga. Svona hefur Lekamálið leik- ið samfélagið okkar. Fólk skiptist í flokka með eða á móti og aukaat- riðum er kastað á bál fáránleikans. Viskíraddaður útvarpsmaður óskaði eftir vondum reynslusög- um af manneskjunni sem er í miðju harmleiksins sem hófst þegar trún- aðarupplýsingar um hann voru teknar, þeim breytt og þær send- ar á fákunnandi fjölmiðla sem birtu hroðann. Snýst um traust Lekamálið er skelfilegt. Það er alvar- legasta mál sem blasað hefur við stjórnsýslunni og úrvinnsla þess mun hafa afgerandi áhrif á íslenskt samfélag í áratugi. Úrvinnsla þess snýst um traust á hinu opinbera, hreinar hendur stjórnsýslunnar, við- nám gegn mismunun og prinsippið að upplýsingar sem ríkið aflar, skuli ekki vera notaðar gegn borgurun- um. En það var einmitt það sem gerð- ist í Lekamálinu. Réttlátt samfélag? Vegferðin héðan í frá snýst hvorki meira né minna um spurninguna hvernig samfélagi viljum við búa í? Viljum við réttlátt samfélag sem byggt er á vestrænni lýðræðis- og stjórnskipunarhefð? Eða viljum við samfélag sem grundvallað er á kunningjaræði, spillingu og rang- læti? Viljum við kannski vera eins og fjölskyldan sem ég minnist á efst þessari grein. Fjölskyldan sem hækkar útvarpið í botn þegar óþægi- legar minningar vakna. Eins og ung- lingurinn sem sprautar sig í matar- hléi í sunnudagssteikinni. Eins og stelpan sem blóðklípur sjálfa sig í handleggina og neitar að borða. Eins og móðirin sem nýtur þess að finna nístandi sársaukann í hársverðin- um þegar aflitunin springur út und- ir skerandi óperutónlist. Eða viljum við vera faðirinn sem þykist alltaf vera smíða eitthvað ofan í kjallara. Í þessu máli er allt undir. n Of stórt fyrir Ísland Teitur Atlason Kjallari „Náhirðin hefur klastrað saman fáránlegri samsæris­ kenningu. 89 15 28 40 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.