Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Side 19
Fréttir 19Helgarblað 30. ágúst - 1. september 2013 Fáklæddur Pútín tekinn úr umferð Ljósmyndarar Reuters hafa verið á ferð og flugi í vikunni og myndað það helsta sem gerst hefur. DV birtir hér brot af því besta frá vikunni sem er að líða. Eðli málsins samkvæmt er Sýrland í brennidepli.  Úps! Vegfarendur við Qiangtang-ána í Kína áttu fótum sínum fjör að launa þegar vatnselg- urinn gekk á land. Á þessum stað myndast gjarnan stórar öldur í að- streymi. Ferðamenn gera sér það gjarnan að leik að verða fyrir öldunum eins og þessir gerðu.  Styrjöld Ekkert lát er á hörmungunum í Sýrlandi. Alþjóðsamfélagið hefur hótað að bregðast við eftir að stjórnarher landsins beitti efnavopnum í síðustu viku. Hér sjást með- limir í Frelsisher Sýrlands gráir fyrir járnum í skotbardaga við meðlimi stjórnarhersins.  Aðstæður skoðaðar Eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna komu til Sýrlands í vikunni til að kanna hvort ásakanir um að efnavopnum hefði verið beitt ættu við rök að styðjast. Hér eru þeir í úthverfi Damaskus, Mouadamiya, en fjölmargir féllu þar í hinni meintu efnavopnaárás.  Borg í rúst Hin sögufræga borg Aleppo í Sýrlandi hefur látið mikið á sjá síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst fyrir rúmum tveimur árum. Hér sést hermaður úr Frelsisher Sýrlands og mikil eyðilegging í kringum hann.  Stund milli stríða Skógareldar hafa látið á sér kræla í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu. Hér sést hópur fanga sem tekið hefur þátt í slökkvi- starfinu búa sig undir matartíma í fangelsinu nærri Buck Meadows.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.