Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 6
6 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað „Þessi flug- völlur þarf að fara“ „Ég ætlaði því að afla mér upp- lýsinga um málið. Nú hef ég gert það, setið endalausa fundi um þennan flugvöll, og er algjörlega fullviss um það að þessi flugvöllur þarf að fara. Það er bara spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær. En hann fer. Annað kemur ekki til greina,“ segir borgarstjóri Reykja- víkurborgar, Jón Gnarr, í viðtali í nýjasta tölublaði Kjarnans sem kom út á fimmtudag. 70 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftasöfnun á vef- síðunni Lending.is þar sem þeir segjast vilja halda Reykjavíkur- flugvelli í Vatnsmýri. Í viðtalinu er einnig bent á að skoðana- kannanir sem gerðar hafa verið bendi til þess að yfirgnæfandi meirihluti sé fyrir því hjá borg- arbúum að halda flugvellinum í Vatnsmýri, og landsmönnum öllum. Jón Gnarr segir borgar- yfirvöld ekki ætla að hunsa vilja þeirra sem vilja flugvöllinn á þeim stað sem hann er á í dag. „Við berum mikla virðingu fyrir lýðræðislegum rétti fólks til að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri. En þetta er flókið mál og ólíkir hagsmunir,“ segir Jón við Kjarnann. Hann segir flugvallarmálið að mörgu leyti vera tilbúið í póli- tískum tilgangi nú í aðdraganda borgarstjórnarkosninga á næsta ári. „Það er niðurstaða flestra sem skoða borgarskipulags- mál í Reykjavík af einhverju ráði að þessi flugvöllur þarf að fara. Hann þarf að flytjast. Við þurf- um að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að það mun fjölga töluvert í Reykjavík og okkur vantar byggingarland. Vatnsmýr- in er mjög ákjósanlegur stað- ur til að byggja. Ef við byggjum ekki þar þarf að halda áfram að byggja langleiðina upp í Bláfjöll. Það mun þýða aukinn umferðar- þunga, fleiri umferðarslys, meiri svifryksmengun, aukinn kostnað og svo framvegis. Við myndum í raun fara inn í ákveðinn vítahring með því að horfast ekki í augu við þetta vandamál,“ segir Jón Gnarr í Kjarnanum. Davíð greinir arfleifð sína n Rannsóknarsetur Hannesar Hólmsteins heldur ráðstefnu í Háskóla Íslands Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is D avíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrver- andi forsætisráðherra, mun halda erindi á sérstökum fjáröflunarkvöldverði á veg- um Rannsóknarseturs um nýsköp- un og hagvöxt (RNH) næstkomandi mánudagskvöld. Kvöldverðurinn er í tengslum við ráðstefnu Rannsóknar- setursins um íslenska bankahrunið í Háskóla Íslands fyrr um daginn. Á vefsíðu setursins kemur fram að Davíð muni meðal annars leit- ast við að skilgreina stjórnmálaarf- leifð sína „og rifja upp hina örlaga- ríku októberdaga 2008“. Fjölmargir hafa keypt miða á viðburðinn en ljóst er að margir hafa áhuga á því að vita hvernig Davíð telur að arfleifð hans í stjórnmálum eigi að verða. „Frelsiskvöldverðurinn“ svokallaði sem haldinn verður í Björtuloftum í Hörpunni, verður með glæsilegasta móti, en miði á hann kostar á bilinu 15–30 þúsund krónur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson situr í rannsóknarráði setursins sem stofnað var árið 2011, á grunni Stofnunar Jóns Þorlákssonar, sem á rætur sínar að rekja allt til ársins 1983. Hannes var framkvæmdastjóri og prókúruhafi Stofnunar Jóns Þor- lákssonar og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt þangað til 2012. Á vefsíðu er setrinu lýst sem nokkurs konar hugmyndaveitu (e. think tank) en slík fyrirbæri eru sér- staklega algeng í Bandaríkjunum og iðulega fjármögnuð af fjársterkum aðilum. Söguskoðun Davíðs Davíð mun meðal annars fjalla um íslenska bankahrunið í erindi sínu, en hann var forsætisráðherra á árunum fyrir hrun og markaði þá stefnu sem síðar leiddi til hrunsins. Þá var hann Seðlabankastjóri þegar bankinn varð tæknilega gjaldþrota á haustmánuðum 2008, en heildar- kostnaður ríkissjóðs vegna gjald- þrotsins var 175 milljarðar króna. Svokölluð „ástabréfaviðskipti“ sem viðgengust í stjórnartíð Davíðs eru landsmönnum kunn en þar var um að ræða óvarlega lánastarfsemi Seðlabankans til íslenskra fjármála- fyrirtækja. Davíð hefur alltaf þvertekið fyr- ir að hafa borið nokkra ábyrgð á hruninu og þykir ljóst að sú sögu- skoðun muni verða ráðandi í er- indinu á mánudag. Davíð hefur ít- rekað kennt „óreiðumönnum“ um hrunið – aðilum sem hafi farið óvar- lega með það frelsi sem hann inn- leiddi hér á landi – og þá hafa félagar hans úr gamla Eimreiðarhópnum, þar á meðal Hannes Hólmsteinn, verið ötulir að benda á að Davíð hafi varað við hruninu á meðan aðrir þögðu. Tímaritið Times nefndi Dav- íð sérstaklega á lista yfir 25 einstak- linga á alþjóðavettvangi sem báru hvað mesta ábyrgð á efnahagshrun- inu árið 2008. Fá stuðning fyrirtækja Eins og fyrr segir má rekja rætur Rannsóknarsetursins til Stofnun- ar Jóns Þorlákssonar en þar inn- anborðs voru menn tengdir Eim- reiðarhópnum svokallaða, þar sem Davíð Oddsson var meðlimur, þeirra á meðal Brynjólfur Bjarnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Stofnun Jóns Þorlákssonar gaf út rit um endurskoðun stjórnarskrárinn- ar, einkaskóla og eign handa öllum, sem og greinasafnið Lausnarorðið er frelsi með ritverkum eftir frjáls- hyggjumennina Friedrich von Ha- yek, Milton Friedman og James M. Buchanan. Þeir Ingimundur Sigfússon, kenndur við Heklu, Sigurður Gísli Pálmarsson hjá Hagkaupum, Pétur Björnsson hjá Vífilfelli, Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, og Ragnar Halldórsson áttu einnig sæti í framkvæmdaráði fé- lagsins. Tilgangur félagsins var sagð- ur „að efla rannsóknir í atvinnumál- um og stjórnmálum á Íslandi með almenningsheill fyrir augum.“ Stofnun Jóns Þorlákssonar breyttist síðar í Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, eða árið 2011. Það hefur aðsetur í Fákafeni, í sama húsnæði og Almenna bókafélagið, en Jónas Sigurgeirsson er bæði fram- kvæmdastjóri setursins og bókafé- lagsins. Jónas gefur ekkert uppi um hvaða aðilar það eru sem fjármagna setrið: „Nei, það er eitthvað sem ég hef engan áhuga á að gefa upp.“ Hann viðurkennir þó að einhver fyr- irtæki styðji við starfið en vill ekk- ert upplýsa hvaða fyrir tæki það eru. „Við fáum framlög mjög víða, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum, en við höfum ekkert gefið upp um það.“ „Jaðra við geðveiki“ Setrið hefur verið duglegt við að flytja erlenda fyrirlesara úr röðum frjálshyggju- og íhaldsmanna til landsins. Á meðal fyrirlesara á ráð- stefnunni nú, sem haldin verður í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís- lands, verður forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum, dr. Eamonn Butler, en hann mun ræða um það sem hann telur að hafi farið úrskeiðis í bankakrísunni. Adam Smith-stofnunin er þekktu- st fyrir þá nýfrjálshyggju sem hún boðar og er sögð hafa haft mikil og stefnumarkandi áhrif á stefnu Margaret Thatcher. Fyrrverandi for- stöðumaður stofnunarinnar, Mad- sen Pirie, sagði meðal annars: „Við leggjum til hugmyndir sem fólk tel- ur jaðra við geðveiki. Áður en þú veist af, eru þær nánast orðnar að stjórnarstefnunni.“ Í stjórn Rannsóknarsetursins eru ásamt Jónasi Sigurgeirssyni þeir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, og Jónmundur Guðmars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Ásamt Hannesi Hólm- steini, sitja þeir Þór Whitehead sagnfræðiprófessor og Ragnar Árnason hagfræðiprófessor einnig í rannsóknarráði setursins, en Ragn- ar er einnig formaður. Ragnar, sem hefur haldið fyrirlestra á vegum RNH, flutti einnig fyrirlestra á veg- um annarrar hugmyndaveitu sem var mjög virk á árunum fyrir hrun og bar nafnið Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Einkavæðing náttúrunnar Fréttablaðið fjallaði um fyrirlestur sem hann hélt á vegum RSE í Há- skóla Íslands í desember árið 2006, á hápunkti góðærisins. Þar færði hann rök fyrir því að setja ætti öll náttúrugæði á Íslandi, þar á meðal þjóðgarða, þjóðlendur og hinar ýmsu ár inn í hlutafélög: „Við höf- um komið ýmsum náttúrugæðum eins og vatni, laxveiðiám og hverum í séreign. Það er enginn hagrænn eða rökrænn munur á þessum nátt- úrugæðum og þeim gæðum sem enn eru ekki komin í séreign eins og loftinu, ósonlaginu og úthöfunum.“ Ragnar talaði um að hægt yrði að úthluta hlutabréfum í félaginu, Nátt- úrugæði hf., jafnt til allra íslenskra ríkisborgara sem svo gæti keypt þau og selt á frjálsum markaði. Þannig gætu einstakir menn keypt upp öll hlutabréfin í Náttúrugæðum hf., og þar með ráðið hvað ætti að gera við hinar ýmsu eignir sem áður til- heyrðu þjóðinni, eins og til dæmis Þingvelli. n „Það er eitthvað sem ég hef engan áhuga á að gefa upp. Haustbúðir fyrir 30+ - spænskunámskeið, göngur og jóga Vetrarbúðir fyrir 60+ - persónuleg stefnumótun, göngur og spænskunám Sumarbúðir fyrir 14-18 ára Útskriftarferðir fyrir framhaldsskóla og háskóla Skipulag gönguferða fyrir hópa Gönguferðir um Jakobsveginn – leiðina til Santiago de Compostela Tungumálaskólar á Spáni www.mundo.is Mundo ferðir kynna: Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is. eða í síma 691 4646. Fjallar um arfleifð sína Davíð Oddsson mun leitast við að fjalla um eigin stjórnmálaarf- leifð á svokölluðum „Frelsiskvöldverði“ í Björtu- loftum í Hörpunni. MynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stofnandi Stofnunar Jóns Þorlákssonar, sem síðar varð að Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt, sagði á sínum tíma að besta leiðin til þess að ná til fjöldans væri sú að sannfæra blaðamenn og aðra „dyraverði“ um ágæti hugmyndafræðinnar. Í Frelsinu, sem hann ritstýrði, skrifaði hann meðal annars: „Við erum í rauninni að ræða um herstjórn- arlist í hugmyndabaráttunni […] Við verðum að snúa okkur til hinna, sem eru í sambandi við fjöldann – til milliliðanna, til menntamannanna, til þeirra, sem framleiða hugmyndir og dreifa þeim. Okkur tekst að sannfæra fjöldann, ef og þegar okkur tekst að sannfæra þessa milliliði – þessa dyraverði að vitund fjöldans, ef svo má segja. Þeir eru kennarar og blaðamenn, félagsmálafrömuðir og rithöfundar, stjórnmálamenn og embættismenn – í sem fæstum orðum þeir, sem móta skoðanir.“ talaði um leiðir til að ná til fjöldans Herstjórnarlist Hannesar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.