Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 8
R
ST ehf., eignarhaldsfélag
Guðna Níelsar Aðalsteins
sonar, fyrrverandi fram
kvæmdastjóra fjárstýringar
Kaupþings, hefur verið tek
ið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdóm
ur Reykjaness setti félagið í gjaldþrot
þann 12. september síðastliðinn.
Skiptastjóri er Gizur Bergsteinsson.
Gjaldþrot félagsins má rekja til
lánafyrirgreiðslu sem það fékk frá
bankanum vegna hlutabréfakaupa í
honum. Félagið skuldaði vel á annan
milljarð króna eftir hrunið 2008.
Krafðir um nærri sjö milljarða
Guðni Níels var einn af æðstu stjórn
endum Kaupþings á árunum fyrir
hrunið og fékk kúlulánið til hluta
bréfakaupanna á þeim forsendum
að verið væri að tengja hagsmuni
hans og bankans saman.
Slitastjórn Kaupþings hefur í
nokkrum tilfellum höfðað mál á
hendur fyrrverandi starfsmönn
um bankans vegna kúlulánanna
til starfsmanna sem urðu verðlaus
þegar Kaupþing féll um haustið 2008.
Slitastjórnin hefur yfirleitt haft bet
ur í þeim málaferlum, meðal annars
gegn eignarhaldsfélagi í eigu Ingvars
Vilhjálmssonar, fyrrverandi fram
kvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá
Kaupþingi, árið 2011 þegar hann var
dæmdur til að greiða þrotabúinu 2,6
milljarða króna vegna slíks kúluláns.
Samtals hafa fyrrverandi stjórn
endur Kaupþings verið dæmdir til að
greiða búinu um sjö milljarða króna
vegna þessara lána. Meðal þeirra eru
Sigurður Einarsson, Ingólfur Helga
son og Magnús Guðmundsson.
„Gífurleg skakkaföll“
Í ársreikningi RST ehf. fyrir árið 2011
kemur fram að tæplega 1.600 millj
óna króna skuldir hafi verið afskrif
aðar hjá eignarhaldsfélaginu. Af
skriftin var bókfærð sem hagnaður,
líkt og alltaf er gert þegar um slíkar
afskriftir ræðir. Í skýrslu stjórnar fé
lagsins segir: „Félagið hefur orðið
fyrir gífurlegum skakkaföllum og er
gjaldhæfi félagsins ekki til staðar.“
Út frá þessum ársreikningi að
dæma var ljóst árið 2011 að fé
lag Guðna Níelsar væri gjaldþrota.
Stærsti lánardrottinn félagsins er
væntanlega þrotabú Kaupþings.
Starfaði í skilanefndinni
Eftir íslenska efnahagshrunið 2008
settist Guðni Níels í skilanefnd
Kaupþings þrátt fyrir að hafa verið
einn af æðstu stjórnendum bank
ans fram að hruni hans. Skipun hans
í skilanefndina vakti mikla athygli
á sínum tíma og endaði vera hans
í nefndinni með því að Fjármála
eftirlitið ákvað að víkja honum úr
henni um sumarið 2008.
Áður en Guðni Níels hætti sagði
Vilhjálmur Bjarnason, núverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
lektor í Háskóla Íslands, að ekki væri
við hæfi að fyrrverandi starfsmenn
bankanna sem fengið höfðu kúlulán
sætu í skilanefndunum. „Mér finnst
alveg skelfilegt að þetta fólk sitji enn
í skilanefndunum. Þetta er endaleysa
… Þessir menn, sem stunduðu það að
taka við þýfi, þeir eiga ekkert að koma
nálægt þessu því þeir áttu þátt í að
koma bönkunum í ógöngur. Þessi út
deiling þarna til starfsmannanna var
útdeiling á þýfi og þetta voru þjófs
nautar sem tóku á móti þessum pen
ingum. Það gengur ekki upp að hafa
þetta fólk þarna inni.“
Fór til breska
fjármálaeftirlitsins
Eftir þetta fór Guðni Níels meðal
annars til starfa hjá breska fjármála
eftirlitinu FSA en í mars 2011 var hann
handtekinn í rannsókn efnahags
brotadeildar bresku lögreglunnar á
Kaupþingi. DV sagði frá málinu á sín
um tíma.
Guðni hefur hins vegar ekki verið
ákærður fyrir nein lögbrot hjá embætti
sérstaks saksóknara, líkt og nokkrir
fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá
Kaupþingi, til að mynda Hreiðar Már
Sigurðsson og Sigurður Einarsson. n
8 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað
Neita að greina frá ástæðunni
n Útibússtjóra Landsbankans á Patreksfirði sagt upp
S
taðgengill upplýsingafulltrúa
Landsbankans, Kristjáns
Kristjánssonar, neitar að gefa
upp ástæðuna fyrir uppsögn
útibússtjóra Landsbankans á Pat
reksfirði. Líkt og DV greindi frá á
miðvikudaginn var útibússtjóran
um sagt upp með skömmum fyrir
vara fyrir stuttu.
Útibússtjórinn fyrrverandi, Jens
ína Kristjánsdóttir, neitaði að tjá sig
um ástæður uppsagnarinnar þegar
DV hafði samband við hana á mið
vikudaginn. Hún benti á upplýsinga
fulltrúa bankans, Kristján Kristjáns
son. „Ætli það sé ekki bara rétt að
fjölmiðlafulltrúi bankans segi þér frá
því. Það er best fyrir þig að tala við
hann; ég held að það sé farsælast.“
Kristján er hins vegar staddur er
lendis og hefur DV ekki náð í hann.
Staðgengill Kristjáns á skrif
stofu bankastjóra Landsbankans
segir hins vegar að bankinn muni
ekki gefa ástæðuna upp. Hún segir
að „komist hafi verið að samkomu
lagi um starfslok“ og lætur þar við
sitja. Hún undirstrikar hins vegar
að Kristjönu hafi ekki verið sagt
upp sökum ætlaðs misferlis eða
brota í starfi eða einhvers í þeim
dúr.
Lengra hefur DV ekki komist
í því að grafast fyrir um ástæður
uppsagnarinnar en upphaflega
snerust ábendingarnar til blaðsins
um það að útibúið hefði lánað út
fjármuni til fiskeldis á sunnan
verðum Vestfjörðum með óábyrg
um hætti. Málið telst því óupplýst
að þessu leyti. n
ingi@dv.is
Risagjaldþrot hjá
Kaupþingsmanni
n Skuldaði á annan milljarð n Starfaði í skilanefnd bankans
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Félagið hefur orðið
fyrir gífurlegum
skakkaföllum og er gjald-
hæfi félagsins ekki til
staðar.
Gjaldþrot kúlulánafélags Félag Guðna
Níelsar Aðalsteinssonar hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta.
Gripin með
kannabis
eftir rifrildi
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu var kölluð að fjölbýlishúsi
í Breiðholti á tólfta tímanum á
miðvikudagskvöld vegna hávaða
sem barst úr einni íbúð hússins.
Í dagbók lögreglu kemur fram að
á vettvangi hafi par verið að ríf
ast. Þegar lögreglumenn höfðu af
þeim afskipti mætti þeim mikil
kannabislykt og við leit í íbúðinni
fundust fíkniefni. Málið var af
greitt á vettvangi.
Þá hafði lögregla afskipti af
fjórum aðilum í Hafnarfirði síð
ar sama kvöld, en allir höfðu þeir
fíkniefni í fórum sínum
Harmar lokun
útibús á Akureyri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar
stjóri á Akureyri, kveðst harma þá
ákvörðun að loka eigi útibúi um
boðsmanns skuldara á Akureyri.
Greint var frá fyrirhugaðri lokun
á mánudag og var hún sögð liður
í hagræðingu og endurskipulagn
ingu embættisins.
Eiríkur segir að óhætt sé að
fullyrða að mikil þörf sé fyrir emb
ættið á Akureyri og Eyjafjarðar
svæðinu, en að auki hafi starfs
stöðin veitt einstaklingum og
fjölskyldum í skuldavanda á Aust
urlandi og annars staðar á Norð
urlandi þjónustu.
„Á Eyjafjarðarsvæðinu búa inn
an við 8% þjóðarinnar en til úti
búsins á Akureyri hafa þó borist
um það bil 360 umsóknir […]
sem er 12% af heildarumsóknum
til stofnunarinnar á landsvísu.
Stöðugildi hjá umboðsmanni
skuldara hafa verið um 70 en fyrir
hugað er að fækka þeim í 55. Fæ
ég engan veginn séð hvers vegna
skera þarf niður þau 2 stöðugildi
sem verið hafa á Akureyri þar sem
eftirspurn eftir þjónustunni er þó
jafn mikil og raun ber vitni. Afar
brýnt er að verja þau opinberu
störf sem sinnt er á landsbyggð
inni og skýtur skökku við að loka
nú útibúinu á Akureyri sem þýð
ir einvörðungu að leysa verður úr
vanda þessara 12% umsækjenda
frá skrifstofunni í Reykjavík,“ segir
Eiríkur í tilkynningu til fjölmiðla.
Líkfundur í
Reykjavíkurhöfn
Lík af konu fannst í Reykjavíkur
höfn á fimmtudagsmorgun.
Lögreglan varðist allra fregna
af málinu þegar DV hafði sam
band og sagði rannsókn málsins
vera á frumstigi. Líkið mun hafa
fundist í höfninni, við Miðbakk
ann svokallaða.
Ástæðan óljós
Ástæðan fyrir uppsögn
útibússtjóra Lands-
bankans á Patreksfirði
er ennþá óljós. Steinþór
Pálsson er bankastjóri
Landsbankans.