Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 12
Útgerðirnar tóku fimm milljarða arð 12 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað Annþór og Börkur fá þunga dóma n Sjö og sex ára fangelsi fyrir margvísleg ofbeldisbrot H æstiréttur Íslands staðfesti á fimmtudag dóm Héraðs­ dóms Reykjaness yfir Ann­ þóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og Sindra Kristjánssyni. Annþór hlaut sjö ára óskilorðsbund­ inn fangelsisdóm, Börkur sex ára dóm og Sindri 20 mánaða. Voru þremenningarnir sakfelldir fyrir að hafa í félagi við aðra veist að manni og þremur öðrum með marg­ víslegu ofbeldi á heimili mannsins. Taldi Hæstiréttur að þótt þáttur hvers og eins yrði ekki nákvæmlega aðgreindur væri ljóst að þeir hefðu allir átt þátt í brotinu, hver með sín­ um hætti og væru því allir aðalmenn í því. Annþór og Börkur voru að auki sakfelldir fyrir að hafa í ann­ að sinn farið inn í íbúð, barið þar mann í höfuðið með trébarefli, skipað öðrum að leggjast á gólfið og þvingað þann þriðja til að kasta þvagi yfir hann. Annþór og Börkur reyndu síðan að kúga hálfa millj­ ón króna úr þeim sem var bar­ inn í hnakkann og hótuðu honum frekara ofbeldi yrði hann ekki við því. Annþór og Börkur voru hins vegar sýknaðir af ákæru um frelsis­ sviptingu á mönnunum þremur. Annþór var sakfelldur fyrir lík­ amsárásir með því að hafa á til­ tekinni sólbaðsstofu slegið mann oftar en einu sinni í andlitið, tekið hann hálstaki með þeim afleiðing­ um að hann missti meðvitund og slegið annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar og nokkra bólgu í kringum hægra auga og yfirborðslæg sár á bæði eyru. Þá var hann einnig sak­ felldur fyrir tilraun til fjárkúgunar á mönnunum sem hann réðst á, en hann krafði þá um hálfa milljón einnig. Ekki taldist þó sannað að Annþór hefði svipt mennina frelsi við handrukkunina. n Fara í fangelsi Annþór og Börkur fengu þunga dóma. n Veiðigjaldið hefði staðið undir niðurskurði til heilbrigðismála í heild sinni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is A rðgreiðslur fimm af stærstu útgerðarfélögum lands­ ins á þessu ári nema miklu hærri upphæð en sem nemur lækkun á veiði­ gjöldum sjávarútvegsfyrirtækja sem Alþingi samþykkti eftir kosningarn­ ar fyrr á árinu. Þau tvö stærstu, Sam­ herji og HB Grandi, hafa ekki til­ greint hversu mikinn arð þau ætla að greiða á þessu ári. Upphæð arð­ greiðslna tíu stærstu útgerða lands­ ins mun því á endanum nema tvöfalt eða þrefalt hærri upphæð en ríkis­ stjórn gaf eftir til útgerða landsins fyrr á árinu. Lækkun veiðigjaldanna er með umdeildari ákvörðunum nú­ verandi ríkisstjórnar. Fram hefur komið á liðnum mánuðum að Ísfélagið í Vestmanna­ eyjum greiddi hluthöfum sínum arð upp á 1,2 milljarða króna vegna rekstrarársins í fyrra og Síldar­ vinnslan í Eyjum greiddi tveggja milljarða arð og Vinnslustöðin 1,1 milljarð. Samtals eru þetta arð­ greiðslur upp á 4,3 milljarða króna en lækkun veiðigjaldanna á þessu ári nam 3,2 milljörðum króna. FISK og Þorbjörn með vænan arð Tvær af stærri útgerðunum, FISK Seafood á Sauðárkróki og Þorbjörn í Grindavík, greiddu sömuleiðis út vænan arð vegna ársins í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikning­ um þessara fyrirtækja. FISK greiddi arð upp á 340 milljónir króna og arð­ greiðsla Þorbjarnar nam tæplega 292 milljónum króna. Sé þessi upp­ hæð lögð saman sést að heildararð­ greiðslur þessara fimm fyrirtækja nema samtals tæpum fimm milljörð­ um króna. Tekið skal fram að arðgreiðslurn­ ar eru greiddar út úr fyrirtækjun­ um og til hluthafanna sem þá nýta arðinn til þess sem þeir vilja. Þess­ ir peningar nýtast því ekki til áfram­ haldandi uppbyggingar í fyrirtækj­ unum. Líkt og komið hefur fram í DV þá eru ýmsir af hluthöfum stórra út­ gerða á Íslandi mjög skuldsettir, til dæmis stærstu hluthafar Vinnslu­ stöðvarinnar í Eyjum, og nota þær arðinn til að greiða niður skuldir fé­ laganna sem halda utan um hluta­ bréfin í útgerðunum. Aðrir standa miklu betur, til dæm­ is Samherji, sem á tæpan fimmtíu prósenta hlut í Síldarvinnslunni, og Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ís­ félagsins. Þessir aðilar þurfa því ekki á arðinum sem um ræðir að halda til að greiða niður skuldir. Raunar er staða þeirra allra mjög traust, nema Þorbjarnar sem er nokkuð skuld­ settur og fékk meðal annars annars afslátt af veiðigjaldinu vegna þess. Niðurskurður til heilbrigðismála rúmir tveir milljarðar Í lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni kemur fram að á milli áranna 2013 og 2014 eigi útgjöld til heilbrigðismála í landinu að lækka um 2,3 milljarða króna, fara úr rúmlega 130,6 milljörðum og niður í rúmlega 128,3 milljarða. Þessari lækkun hefði verið hægt að sleppa ef ríkisvaldið hefði fengið umrædda 3,2 milljarða króna í ríkis­ kassann sem veiðigjaldið á útgerð­ irnar var lækkað um. Á sama tíma nemur niðurskurður til löggæslu­ og öryggismála á milli áranna 2013 og 2014 tæplega 2,4 milljörðum króna og niðurskurður til almannatrygginga­ og velferðar­ mála tæpum 2,8 milljörðum. Báðum þessum lækkunum hefði verið hægt að sleppa með innheimtu þessara 3,2 milljarða króna í veiðigjald sem ríkisvaldið ákvað að innheimta ekki. Fleiri slík dæmi væri hægt að taka. Í ljósi þess hversu mikill hagnað­ ur hefur verið af stærstu útgerðum landsins og hversu háar arðgreiðslur þær greiða til hluthafa þessi árin þá verður að segja að forgangsröðunin er nokkuð sérstök. Peningarnir sem teknir eru út úr útgerðum sem arð­ ur nýtast ekki til innri uppbyggingar sjávar útvegarins á Íslandi, eins og endurnýjunar á skipum og öðrum vinnutækjum, heldur rennur hann beint í vasa útgerðarmannanna sjálfra eða upp í persónulegar skuld­ ir þeirra. n „Þessari lækkun hefði verið hægt að sleppa ef ríkisvaldið hefði fengið umrædda 3,2 milljarða króna í ríkis- kassann. 340 milljóna arður Fjórða stærsta útgerðarfélag landsins, FISK Seafood sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, greiddi út 340 milljóna arð í fyrra. Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson stýra kaupfélaginu. MyNd MorguNblaðIð/ragNar axelSSoN Tvö ár fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti á fimmtu­ daginn að karlmaður skuli sæta tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn nýtti sér að fórnar­ lamb hans gat ekki spornað við framferði hans sökum ölvunar og svefndrunga. Nauðgunin átti sér stað á hóteli fyrir tæpum tveimur árum. Í dómnum kemur fram að fórnarlambið og nauðgarinn hafi verið vinir fyrir árásina. Hún mun hafa sofnað alklædd en vaknað upp er maðurinn var að hafa við hana samfarir og hafði þá verið búinn að færa hana úr fötunum. Sköttun þrota- búa ómöguleg Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver­ andi fjármálaráðherra og þing­ maður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið mögulegt að inn­ heimta skatt af þrotabúum fall­ inna banka meðan hann sat í ríkisstjórn. „Stutta svarið er að þetta var skoðað sem algjörlega óframkvæmanlegt og ­raunhæft á árunum 2009 og 2010. Og það er umhugsunarefni hvort að það sé orðið til í dag með nægilega skýr­ um hætti þannig að það sé hægt að nota það sem skattaandlag,“ segir Steingrímur. Frá þessu segir í frétt á RÚV. Í nýkynntu fjárlaga­ frumvarpi er gert ráð fyrir að ellefu milljarðar innheimtist með skatti af þrotabúunum. Vínþjófar handteknir Síðastliðinn miðvikudag voru tveir karlmenn handteknir, en þeir eru grunaðir um ítrekaðan þjófnað í vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Alls er talið að þeir hafi stolið tutt­ ugu og þremur flöskum af sterku víni við ýmis tækifæri. Talið er að verðmæti þýfisins hlaupi á hund­ ruðum þúsunda króna. Nokkrar flöskur fundust við húsleit heima hjá mönnunum á Akranesi, en þær eru taldar vera hluti góssins. Mennirnir hafa játað brot sín að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.