Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 14
14 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað Vilja ekki vinna undir Þorsteini n „Þetta mál tekur allan okkar tíma og orku“ n Læknar telja Þorstein óstarfhæfan E f Þorsteinn fer frá þá sný ég aftur til starfa um leið,“ seg­ ir Tómas Halldór Pajdak, læknir við Fjórðungssjúkra­ húsið á Ísafirði, sem er einn þriggja lækna sem skrifuðu fram­ kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn­ unar Vestfjarða, Þresti Óskarssyni, bréf 27. september síðastliðinn. Þar sögðu þeir Þorstein Jóhannes­ son, framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og skurðlækni, vera óstarfhæfan vegna veikinda, dómgreindarleys­ is, algjörs skorts á samstarfsvilja og áberandi minnistruflana. „Allt þetta hefur leitt til þess að við treyst­ um okkur ekki lengur til að starfa með honum og förum við því fram á að honum verði vikið frá störfum tafarlaust,“ segir í bréfi læknanna þriggja til framkvæmdastjórans en undir það rita Örn Erlendur Inga­ son, Úlfur Gunnarsson og Tómas Halldór Pajdak. Allt byrjaði þetta á bréfi sem þessir þrír læknar ásamt tveimur öðrum, Sólveigu Helgadóttur og Ingu Láru Ingvarsdóttur, rituðu til framkvæmdastjóra Heilbrigðis­ stofnunar Vestfjarða 4. september síðastliðinn en í því bréfi kemur fram að þriðjudaginn 27. ágúst síð­ astliðinn hefðu komið í ljós veikindi hjá Þorsteini. „Í framhaldi af því átt­ um við í samtölum við hann. Eft­ ir þau samtöl og samkvæmt skiln­ ingi okkar á þessari sjúkdómsmynd var það samdóma álit okkar að rétt­ ast væri að hann framkvæmdi ekki aðgerðir á sjúklingum, né stæði skurðlæknisvaktir við stofnunina þar til sjúkdómsgangur skýrðist,“ segir í bréfi læknanna fimm en þar kemur fram að Þorsteinn hafi ekki verið sammála áliti þeirra og sagð­ ist geta stundað óbreytta vinnu frá því sem verið hafði. Á morgunfundi lækna þann 29. ágúst síðastliðinn kom fram að læknarnir fimm voru ekki sammála þessari niðurstöðu Þorsteins og ákvað Þorsteinn þá í kjölfarið að fara í veikindaleyfi sem hann sneri aftur úr 24. september síðastliðinn. „Leysast aldrei í fjölmiðlum“ Þegar haft var samband við Þor­ stein vegna málsins neitaði hann að tjá sig um það. „Svona hlutir leysast aldrei í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn þegar DV hafði samband við hann en Þorsteinn hefur starfað um 23 ára skeið á Fjórðungssjúkra­ húsinu á Ísafirði en samhliða því sat hann einnig um tíma í bæjar­ stjórn Ísafjarðarbæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var meðal annars kjörinn forseti bæjarstjórn­ ar árið 1996 þegar sveitarfélögin Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri sameinuðust í eitt sveitar­ félag undir nafninu Ísafjarðarbær. Aðeins þrír læknar starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og eru tveir þeirra í veikindaleyfi og sá þriðji í fríi. Erfitt að ráða fólk Á meðan þetta ástand varir er þó ekki algjörlega læknalaust á sjúkra­ húsinu. Til að mynda starfar einn skurðlæknir við sjúkrahúsið sem leysir Þorstein af og þá starfar einnig unglæknir við sjúkrahúsið. Áður nefndar Sólveig Helgadóttir og Inga Lára Ingvarsdóttir tóku báðar til starfa hjá Heilbrigðis­ stofnun Vestfjarða í vor. Inga Lára var ráðin út árið en fór í leyfi í haust vegna barneigna. Sólveig fór í veik­ indaleyfi í september síðastliðnum og er ekki búist við að hún snúi aft­ ur til starfa. Áður en þær réðu sig til starfa við stofnunina í vor höfðu Þórður Guðmundsson og Helgi Kr. Sigmundsson sagt upp störfum sínum við hana. Í frétt á vef ísfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta, sem birtist 2. september síðastliðnum, var haft eftir Herði Högnasyni, framkvæmdastjóra hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, að erfiðlega gengi að manna stöður við stofnunina. Þessir tveir sem eru í veikindaleyfi eru Örn Erlendur Ingason og Tómas Halldór Pajdak. Þriðji læknirinn, Úlfur Gunnars­ son, hafði ráðgert að snúa aftur til vinnu eftir helgi eftir leyfi. „Eins og er, er ég bara í fríi sem hitti nú bara svona á fyrir tilviljun en ég veit ekki hvernig það verð­ ur eftir helgi þegar meiningin var að fara aftur í vinnu en ég hef ekki ákveðið það ennþá,“ segir Úlfur og á mjög erfitt með að svara því hvort hann snúi aftur til vinnu. „Undir þessum kringumstæðum sem hafa skapast þá finnst mér það allavega erfitt,“ segir Úlfur. „Varð mjög ósáttur“ Örn Erlendur segir þessi veikindi Þorsteins hafa komið í ljós þegar hann sneri til baka í vinnu í sum­ ar eftir að hafa starfað í Þýskalandi í eitt ár í leyfi frá starfi sínu við Heil­ brigðisstofnun Vestfjarða og tekur Tómas Halldór undir þá frásögn: „Það byrjaði í rauninni þannig að hann reyndist hafa fengið flog og vildi halda áfram að gera aðgerðir og við vildum ekki að hann gerði það. Þá ákvað hann fara í veik­ indaleyfi og varð mjög ósáttur við okkur – að við hefðum þvingað hann í veikindaleyfi,“ segir Tómas. Í bréfi læknanna fimm til fram­ kvæmdastjóra Heilbrigðisstofn­ unar Vestfjarða kom fram að þeir teldu eðlilegast að vísa málinu til faglegs álits landlæknis á hvað rétt­ ast væri að gera í þessari stöðu. Tómas og Örn Erlendur segjast þó ekki hafa séð nein svör frá land­ læknisembættinu. „Það virðist nefnilega ekki vera skýrt hver eigi að meta hvort hann sé starfhæfur eða ekki. Það væri eðlilegt að land­ læknir úrskurðaði um það þegar svona leiðindamál koma upp,“ seg­ ir Tómas. Sótti aðstoð til að leysa deilu Þröstur Óskarsson, framkvæmda­ stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest­ fjarða, svaraði ekki erindi DV en það kom fram í kvöldfréttum RÚV að Þröstur hefði verið staddur í Reykjavík á miðvikudag þar sem hann sótti fund í velferðarráðu­ neytinu til að fá aðstoð við að leysa deiluna. Þegar DV hafði samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á fimmtudag var hann ekki á staðn­ um. DV reyndi einnig að fá svör frá landlækni sem gat ekki tekið síma vegna fundar sem hann sótti í vel­ ferðarráðuneytinu á fimmtudag og fékkst ekki uppgefið hvert erindi fundarins var. Ná ekki hvíld Örn Erlendur segir málið í pattstöðu þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir þeirra til framkvæmdastjóra Heilbrigðis­ stofnunar Vestfjarða og hafi ekki verið starfsfriður fyrir þá á sjúkra­ húsinu síðan Þorsteinn sneri aftur til starfa eftir veikindaleyfi í síðustu viku. „Þetta snýst um að þessi mað­ ur fari frá svo það sé starfsfriður hérna,“ segir Örn. „Við vorum varla starfshæfir í síðustu viku. Þetta mál tekur allan okkar tíma og orku og við náum ekki hvíld. Það gengur ekki fyrir okkur að vinna undir hans stjórn. Allra vegna erum við því í veikindaleyfi á meðan málin skýr­ ast,“ segir Örn Erlendur. Bæjarstjóri áhyggjufullur „Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um málið. „Það er náttúrulega aðal­ atriði að það sé tryggt að það séu læknar en auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Daníel sem vildi þó ekki tjá sig um málið að öðru leyti. n Yfirlæknir Þorsteinn Jóhannesson hefur starfað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði um 23 ára skeið. Þrír læknar við Heilbrigð- isstofnun Vestfjarða hafa farið fram á að hann víki. Vill starfsfrið Örn Erlendur Ingason er einn þriggja lækna sem vilja að Þorsteinn Jóhannesson víki frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. MYNd MYNd BæjariNS BESta Fyrsta bréfið Bréfið sem læknarnir fimm rituðu til framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Þetta snýst um að þessi maður fari frá svo það sé starfsfriður hérna. Fjórðungssjúkrahúsið Þar starfa Þorsteinn og hinir læknarnir þrír. Bæjarstjórinn Daníel Jakobsson er áhyggjufullur vegna málsins. Gat ekki unnið með Þorsteini Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem fregnir af ólgu innan heilbrigðisgeirans fyrir vestan berast. Í maí árið 2009 sendi Lýður Árnason læknir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tilkynnti að hann myndi láta af störfum við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Sagðist Lýður hafa tekið þá ákvörðun eftir að Þorsteinn Jóhannes- son hafði verið settur yfir heilsugæslu- stöðvarnar á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri þar sem Lýður hafði annast læknisþjónustu. Lýður sagðist hafa hafnað boði um að vinna undir Þorsteini. „Því hafnaði ég meðal annars vegna takmarkaðs áhuga á að vinna undir stjórn yfirlæknis spítalans. Í þeim efnum er þó ekki bara við hann að sakast, við einfaldlega eigum ekki skap saman og sömuleiðis langsótt að hann fengist til að vinna undir minni stjórn,“ sagði Lýður í yfirlýsingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.