Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 26
26 Fréttir 4.–6. október 2013 Helgarblað Vilja losna við Bill Gates n Stórir hluthafar telja að hann muni hafa hamlandi áhrif á frekari uppgang Microsoft Þ rír af tuttugu stærstu fjárfestum í tæknirisanum Microsoft eru sagðir vilja losna við Bill Gates, stofnanda fyrirtækisins, úr stóli stjórnarformanns. Frá þessu greindi breska blaðið The Guardian í vikunni. Að sögn blaðsins hafa þessir þrír fjár- festar sett þrýsting á stjórn Microsoft vegna málsins. Steve Ballmer, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Microsoft, hefur verið undir miklum þrýstingi frá fjárfestum í nokkur ár um að grípa til aðgerða til að hækka hlutabréfaverð í fyrirtækinu og bæta samkeppnisstöðu þess. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem stórir fjárfestar í fyrirtækinu beina spjótum sínum að Bill Gates sem er í hópi virt- ustu og áhrifamestu aðila tækniheims- ins. Ballmer mun stíga úr stóli fram- kvæmdastjóra á næstu mánuðum. Í frétt The Guardian er tekið fram að talsmenn fyrirtækisins hafi ekki viljað tjá sig um málið. Þar kemur einnig fram að stjórnin muni að öll- um líkindum gefa þessum þrýstingi fjárfesta gaum í ljósi þess að þeir eiga samanlagt rúmlega fimm prósenta hlut í fyrirtækinu. Sjálfur á Bill Gates 4,5 prósenta hlut í Microsoft og er hann stærsti einstaki eigandi þess. Heimildarmaður The Guardian segir að Bill Gates gæti haft hamlandi áhrif á frekari upp- byggingu fyrirtækisins og nær- vera hans gæti dregið úr áhrifum nýs framkvæmdastjóra þegar Ball- mer lætur af störfum. Bendir heim- ildarmaðurinn á að Gates eigi sæti í sérstakri valnefnd sem velur nýj- an framkvæmdastjóra. Gates, sem átti 49 prósenta hlut í Microsoft áður en það fór á markað árið 1986, hefur minnkað hlut sinn í fyrirtæk- inu á undanförnum árum. Sá háttur hefur verið hafður á að hann hefur selt 80 milljón hluti á hverju ári og ef þeirri áætlun verður haldið áfram mun hann ekki eiga neitt í fyrirtæk- inu árið 2018. n einar@dv.is Missti fimmtán nána ættingja sama daginn n Létust allir í sprengjuárás í Peshawar n Voru hamingjusöm fjölskylda A ð minnsta kosti 40 létu lífið í bílsprengjuárás í borginni Peshawar í Pakistan síðast- liðinn sunnudag. Yfir hund- rað manns særðust í árásinni sem framin var á fjölmennum mark- aði í borginni. Fréttir sem þessar virð- ast daglegt brauð en á bak við þær all- ar er harmleikur eftirlifandi ættingja. Hinn 61 árs gamli Sartaj missti fimmt- án nána ættingja í sprengjuárásinni í Peshawar á sunnudag. Erfitt símtal „Á árásarstaðnum hafði einhver fund- ið síma bróðursonar míns, Sohrab,“ segir Sartaj í samtali við breska ríkis- útvarpið, BBC. Sá sem fann símann notaði hann til að hringja í Sartaj og var hann spurður hvort hann væri tengdur Sohrab-fjölskylduböndum. „Þá sagði hann mér að hann hefði látið lífið í sprengingunni,“ segir Sartaj sem búsettur er í bænum Shabqadar sem er um 30 kílómetra norður af Pes- hawar. Líkin voru alls staðar Sartaj segir að hann og sonur hans hafi drifið sig til borgarinnar til að bera kennsl á lík Sohrab. Á sjúkrahúsinu mætti þeim hins vegar skelfileg sjón sem Sartaj líkir við martröð. Á sjúkra- húsinu var fjöldi líka og segir Sartaj að hann hafi þekkt flest þeirra, nánast öll voru af nánum ættingjum hans. „Á bráðamóttökunni sá ég fyrst lík yngsta sonar míns, síðan eiginkonu minnar. Öll líkin virtust vera af ættingjum mín- um. Þau voru alls staðar og ég gjör- samlega tapaði mér,“ segir hann. 200 kíló af sprengiefni Alls létust fimmtán ættingjar Sartaj í sprengingunni, yngstur þeirra var þriggja mánaða stúlka, Zainab að nafni, sem var barnabarn hans. Fimm aðrir ættingjar hans, fjórar konur og eitt barn, eru enn á sjúkra- húsi að jafna sig eftir árásina. Árásin var gerð þegar fjölskyldan var að ferðast í stórri bifreið um gamla hluta Peshawar-borgar en áætlað var að fjölskyldan sneri aftur í heimabæ- inn Shabqadar þennan sama dag. Bifreið, sem innihélt sprengjuna, var við hliðina á bifreið fjölskyldunnar þegar hún sprakk í loft upp. Bílstjóri fjölskyldunnar var mikill fjölskyldu- vinur og lést hann einnig í árásinni. Lögregla telur að um 200 kíló af sprengiefni hafi verið í bifreiðinni sem sprakk. Hamingjusöm fjölskylda Sartaj segir að dagurinn hafi farið vel af stað hjá honum og ættingjum hans. Sonur hans, hinn tvítugi Dilraj, var trúlofaður og var tilgangur ferðarinn- ar meðal annars að heimsækja aðra ættingja sem búsettir eru í Peshaw- ar og bjóða þeim í brúðkaupið. „Það var alltaf mikil gleði á okkar heimili. Börnin hlógu og göntuðust þegar þau kvöddu þennan morgun en núna eru þau öll dáin. Sjálfur segist Sartaj eiga erfitt með að fara inn á heimili fjölskyldunnar eftir árásina. „Við höfðum aldrei mikið á milli handanna en þrátt fyrir það vorum við hamingjusöm fjölskylda.“ Sartaj, líkt og margir samlandar hans, á erfitt með að skilja hvers vegna árásir sem þessar virðast vera dag- legt brauð í Pakistan og hvers vegna hryðjuverkamenn beini spjótum sín- um að saklausum borgurum, konum og börnum. „Það mun aldrei hjálpa mér að kenna einhverjum um. Þetta voru mín örlög; þetta var það sem Guð ætlaði að myndi gerast. Ef þetta hefði ekki komið fyrir mig hefði þetta kom- ið fyrir einhvern annan,“ segir hann að lokum. Þau létust í árásinni: Anwara, 49 ára, eiginkona Meena, 30 ára, dóttir Zainab, 3 mánaða, barnabarn Adnan, 14 ára, sonur Zaiby, 16 ára, dóttir Khalida, 18 ára, dóttir Sadia, 28 ára, tengdadóttir Hamad, 7 ára, barnabarn Junaid, 3 ára, barnabarn Sohrab, 22 ára, bróðursonur Nargis, 50 ára, mágkona Haris, 9 ára, bróðursonur Mumlika, 23 ára, frænka Aziz, 4 ára, frændi Shagufta, 17 ára, frænka Bahar Ali, 23 ára, bílstjóri Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Börnin hlógu og göntuðust þegar þau kvöddu þennan morgun en núna eru þau öll dáin. Öflug sprenging Bílsprengjan skyldi eftir sig mikla eyðileggingu. Að sögn lögreglu voru um 200 kíló af sprengiefni notuð. Harmleikur Sartaj missti fimmtán nána ættingja í sprengjuárásinni á sunnudag. „Við höfðum aldrei mikið á milli handanna en þrátt fyrir það vorum við hamingjusöm fjölskylda,“ segir hann. Netníðingur neitar sök 45 ára sænskur karlmaður sem ákærður er fyrir fjölda kynferðis- brota gegn börnum hefur neitað sök. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa hótað að birta opinberlega nektarmyndir af 13 ára stúlku sem hann fékk hana til að senda sér í gegnum netið. Stúlkan framdi sálfsvíg í kjölfarið eins og DV greindi frá fyrir skemmstu. Maðurinn er ekki ákærður fyrir að hafa átt þátt í dauða hennar en hann er ákærður fyrir að hafa ginnt tvær stúlkur á aldrinum 11 til 14 ára til að senda sér nektarmyndir, en í heildina hafði hann samband við um tutt- ugu stúlkur í sama tilgangi. Þá er hann ákærður fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku sem hann segist hafa átt í ástarsambandi við. Fljótari að læra á bíl en konur Það er ekkert athugavert við að konur greiði meira en karlar fyrir ökunám sitt. Þetta er mat Javier Albar, dómara við dómstól Zara- goza-borgar á Spáni, sem kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Forsaga málsins er sú að neyt- endasamtök borgarinnar sektuðu ökuskóla í borginni fyrir að bjóða karlkyns ökunemum hagstæðari kjör í skólanum en konum. Var karlmönnum gefinn kostur á að greiða 665 evrur, 108 þúsund krónur, en konum tæpar 140 þús- und krónur fyrir ökunámið. Inni í því verði voru allir þeir ökutím- ar sem viðkomandi þurfti áður en hann gæti tekið ökupróf, en öku- kennari metur hversu marga tíma viðkomandi þarf áður en hann er tilbúinn í sjálft ökuprófið. Forsvarsmenn ökuskólans sem um ræðir voru ekki sáttir við sekt- ina, enda var það mat þeirra að karlar væru almennt fljótari að læra að keyra en konur og þyrftu því færri ökutíma. Þeir kærðu því úrskurð neytendasamtakanna, lögðu fram gögn máli sínu til stuðnings og féllst dómari á það að karlar væru sannarlega fljótari að læra á bíl en konur. Því væri það rökrétt að þeir fengju hag- stæðari kjör en konur. Undir þrýstingi Ef fjárfestar ná markmiði sínu mun Bill Gates hætta sem stjórnarformaður Microsoft. Flóttamenn fórust Óttast er að liðlega 300 hælisleit- endur hafi farist undan ströndum Ítalíu á fimmtudag. Staðfest er að liðlega 100 eru látnir. Eldur kvikn- aði í bátnum með þeim afleiðing- um að honum hvolfdi. Á meðal þeirra sem fórust voru óléttar konur og börn. Fólkið var meðal annars frá Egyptalandi, Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.