Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 27
Fréttir 27Helgarblað 4.–6. október 2013 Hlóðu síma með eldingu Vísindamönnum í háskólanum í Southampton hefur, í samstarfi við farsímaframleiðandann Nokia, tekist að finna aðferð sem gerir hleðslu símtækisins miklu meira spennandi en hin hefðbundna aðferð; að stinga símanum í sam- band við rafmagn. Þeim tókst að hlaða síma með eldingu sem framkölluð var á vísindastofunni. Því miður hafa vísindamennirnir ráðið fólki frá öllum tilraunum í þessa veru heima fyrir. Með því að nota straumbreyti og 200 þúsund volt tókst þeim að senda eldingu um 30 sentímetra leið um loftið, yfir í símann. Við það hlóðst raf- hlaðan í símanum, þeim til mikill- ar undrunar. Barn gekk með bróður sinn Tveggja ára kínverskur drengur, Xiao Feng, þurfti á dögunum að gangast undir aðgerð vegna óvenjulegrar ástæðu. Hann gekk með tvíburabróður sinn, ef svo má að orði komast. Foreldrar drengs- ins fóru með hann á sjúkrahús vegna öndunarörðugleika og út- þanins kviðar. Í kjölfar röntgen- myndatöku var hann fluttur á skurðstofu í flýti þar sem í ljós kom að í kvið hans var vanskap- að lítið fóstur, um 20 sentímetrar í þvermál. Fóstrið var með hendur og fætur og meira að segja fingur og tær. Læknarnir segja að dreng- urinn hefði ekki lifað af ef ekkert hefði verið að gert. Fjöldaframleidd börn á Indlandi n Vasanti fær milljón fyrir meðgönguna n Margföld árslaun eiginmannsins Á Indlandi eru fjölskyldu- böndin sterk. Fólk gerir hvað sem er fyrir börnin sín,“ segir Vasanti, 28 ára indversk kona. „Ég ákvað að gerast staðgöngumóðir því ég vil sjá börnin mín fá allt það sem mig dreymdi um.“ Vasanti er barnshafandi en mun sjálf ekki eiga barnið sem hún fæð- ir. Hún ber undir belti barn sem japanskt par mun eiga. Fyrir vikið fær hún andvirði rétt um einnar milljónar íslenskra króna. Fyrir þann pening getur hún byggt sér nýtt hús og það sem meira er, sent börnin sín tvö, fimm og sjö ára, í enskumælandi skóla – eitthvað sem hún bjóst aldrei við að hafa bolmagn til að gera. „Hamingja mín nær til dýpstu hjartaróta,“ seg- ir Vasanti í samtali við BBC. Tíu saman í herbergi Fósturvísi var komið fyrir í Vasanti í borginni Anand í Gujarat-ríki á Ind- landi. Hún eyðir nú mánuðunum níu á eins konar heimavist þar sem um eitt hundrað staðgöngumæð- ur halda til meðan á meðgöngu stendur, allar undir eftirliti dr. Naynna Patel. Þar má segja að börn séu fjöldaframleidd. Tíu barnshaf- andi konur deila herbergi, þar sem þeim er færður matur og vítamín. Þær eru hvattar til að hvílast. Vasanti viðurkennir að henni leiðist biðin og aðgerðarleysið. „Ég ráfa um húsið á næturnar því ég get ekki sofið. Eftir því sem bumban stækkar, tíminn líður og barnið vex verð ég leiðari. Mér dauðleiðist. Ég get ekki beðið eftir því að kom- ast heim til barnanna minna og mannsins míns.“ Fær meira fyrir tvíbura Reglur hússins kveða á um að kon- urnar megi ekki stunda kynlíf með- an á meðgöngunni stendur. Þá bera hvorki læknarnir, spítalinn eða for- eldrar barnsins ábyrgð á því ef eitt- hvað fer úrskeiðis á meðgöngunni. Ef staðgöngumóðirin fæðir tví- bura er gjaldið aðeins hærra, eða um 1,2 milljónir króna. Ef hún hins vegar missir fóstur innan þriggja mánaða fær hún 73 þúsund krón- ur. Fætt barn kostar foreldra þess 3,4 milljónir króna, eða 28 þúsund dollara. „Sökuð um að framleiða börn“ Dr. Nayna Patel, sú sem á og rekur stofuna og heimavistina, auk þess að taka á móti börnunum, er með- vituð um að starfsemin sé um- deild. „Ég hef verið gagnrýnd. Ég sætti mig við gagnrýnina og tek henni, því staðgöngumæðrun er mjög umdeild,“ segir hún í samtali við BBC. „Ég er sökuð um að fram- leiða börn og að þetta snúist bara um sölu á nýfæddum börnum. Það er bara sagt til að særa,“ segir hún enn fremur. Í hennar augum fá staðgöngumæðurnar heilmikið fyrir sitt framlag. Þær sjái um með- gönguna og fái erfiðið ríkulega launað. Þeim sé, auk greiðslunnar, kennt að sauma meðan á dvölinni stendur. Með þá færni í farteskinu geti þær unnið fyrir sér eftir slík námskeið. Til sanns vegar má færa að kon- urnar fá vel borgað fyrir ómakið. Til að setja upphæðina, um eina millj- ón króna, í samhengi má nefna að eiginmaður Vasanti hefur minna en fimm þúsund krónur í mánað- arlaun. Upphæðin samsvarar því tæplega 17 ára vinnu eiginmanns- ins. Konurnar réttlausar Patel segir að sama konan geti gerst staðgöngumóðir oftar en einu sinni hjá henni. Þrjú skipti séu þó há- markið. Hún segir að á Indlandi sé gott aðgengi að ódýrri heilbrigðis- aðstöðu. Sú staðreynd, auk þess sem lagaumhverfið í kringum stað- göngumæðrun sé skýrt, sé megin- ástæða þess að Indland sé í farar- broddi hvað þessa hluti varðar. Konurnar sem gangi með börnin hafi engan rétt á því að umgang- ast þau og séu ekki skráðar mæð- ur barnanna. Það einfaldi málið til muna. Á Indlandi býr þriðjungur af fá- tækasta fólki veraldar. Bent hefur verið á að fátæktin, neyðin, sé það sem knýi þann „iðnað“ sem Patel tek- ur þátt í. Hún viðurkennir að margar konur á Indlandi búi við kröpp kjör. „Matur, húsaskjól, lyf og læknisþjón- usta er ekki ókeypis á Indlandi. Fólk verður að sjá um sig sjálft.“ Hún seg- ist hvetja konurnar til að fara vel með peninginn sem þær fá. Verða fyrir aðkasti nágranna Eiginmaður Vasanti heitir Ashok. Þau búa í leiguhúsnæði núna en geta byggt sér nýtt húsnæði þegar meðgöngunni lýkur. „Foreldrar mínir eru alsælir fyrir okkar hönd. Samfélagsstaða okkar batnar og það er dýrmætt.“ Ashok og Vasanti geta ekki byggt húsið sitt í sama hverfi og þau búa nú. Almennt er staðgöngumæðr- un litin hornauga í Indlandi og As- hok segir að þeim verði ekki vært í hverfinu sem þau búa í núna. „Ef við byggðum hús hérna myndu all- ir vita að það væri fyrir peninga fyr- ir staðgöngumæðrun. Okkur yrði ekki vært hérna,“ segir Vasanti. Sá barnið í fimm sekúndur Blaðamaður BBC fylgdist með Vasanti meðan á meðgöngunni stóð. Fæðingin gekk erfiðlega og barnið var að lokum tekið með keisaraskurði. Vasanti tárast þegar hún rifjar upp fæðinguna. Henni gafst færi á að sjá barnið í um fimm sekúndur áður en það var tekið. „Það var drengur en ég veit að þau vildu stúlku. Þau eiga í það minnsta barn núna,“ segir hún og bætir við að hún hafi séð að dreng- urinn var lifandi. Það skipti hana mestu. Hún er bjartsýn á framhaldið, þótt erfitt hafi verið að sjá á eftir barninu sem hún bar undir belti í níu mánuði. „Börnin mín dafna og þroskast með hverjum degin- um sem líður. Ég gerði þetta til að tryggja þeirra framtíð. Ég myndi samt aldrei vilja að dóttir mín gerðist staðgöngumóðir.“ n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Reglur hússins n Konurnar neyðast til að búa á heimavistinni á meðan þær ganga með börnin. n Staðgöngumæðurnar mega ekki stunda kynlíf á meðan þær dvelja í húsinu. n Foreldrar barnsins, eigandi stofunnar eða starfsfólk er ekki ábyrgt ef eitthvað kemur upp á á meðgöngunni. n Hjúkrunarfræðingur fylgist með líðan kvennanna á meðgöngunni og færir þeim lyf. n Á sunnudögum er heimsóknardagur. Þá mega eiginmenn og börn heimsækja konurnar. n Sama konan má þrisvar sinnum ganga með barn hjá dr. Patel. n Sumar konurnar eru ráðnar af for- eldrum barnsins til að annast það fyrstu vikur eða mánuðina eftir fæðingu, eða þar til pappírsvinnan er frá og fjölskyld- an getur farið frá Indlandi. Dr. Nayna Patel Hefur tekið á móti mörg hundruð börnum á stofunni sinni. Vasanti Gat byggt sér hús og sent börnin sín tvö í skóla fyrir milljónina sem hún fékk fyrir að ganga með barn fyrir japanskt par. „Ég hef verið gagn- rýnd. Ég sætti mig við gagnrýnina og tek henni, því stað- göngumæðrun er mjög umdeild Dýrkeypt að dilla Bæjarstjórinn í Louisiana í Banda- ríkjunum, Maynard Wilkens, hef- ur sagt bossadilli eða „twerk“ stríði á hendur. Hann hefur sett lög í borginni sem kveða á um að 30 daga fangelsisvist liggi við því að dilla bossanum á almanna- færi. Að sögn vefmiðilsins Or- ange News hefur nokkurs konar æði gengið yfir Bandaríkin eft- ir að barnastjarnan fyrrverandi Miley Cyrus dillaði bossanum á MTV-tónlistarhátíðinni. Wilkens vill meina að slík hátterni ögri al- mættinu, eða Jesú, réttara sagt. „Önnur stjórnvöld í Bandaríkj- unum mega mín vegna stinga höfðinu í sandinn og horfa fram hjá kynferðislegu hátterni ungra stúlkna fyrir hjónaband – en ekki þessi borg,“ sagði hann við CNN. Til stendur að herða viðurlögin þegar fram líða stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.