Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 36
H annes Hólmsteinn Gissurar son hittir blaða­ mann í hornskrifstofu í einni byggingu Háskóla Ís­ lands. Þar hefur hann ver­ ið með vinnuaðstöðu í mörg ár og er búinn að koma sér kirfilega fyrir. Veggirnir eru hlaðnir ljósmynd­ um úr lífi hans, blaðaúrklippum sem hann hefur rammað inn og ýmsum munum sem hann heldur upp á. Skemmtilegastar eru mynd­ ir af Hannesi Hólmsteini með ítalska refnum Silvio Berlusconi og hinni kænu íhaldskonu Margaret Thatcher. „Hún Thatcher var alveg frábær, hún var mjög ákveðin og bara eins og hún er,“ segir hann og brosir. „Svo er þetta er fræg mynd,“ segir hann og bendir á ljósmynd af sér þar sem hann stendur við Dóm­ kirkjuna og gægist fyrir horn. Elstur í systkinahópnum Hannes er fæddur í Reykjavík árið 1953 og fyrstu fjögur árin bjó hann í miðborginni, á Óðinsgötu. „Við fluttum svo í úthverfi eins og margir gerðu á þessum árum, á Laugarnesveg þar sem við bjuggum til 1970. Þaðan fluttum við í Kópa­ vog þar til ég fór að heiman til náms í Oxford.“ Hannes er elstur í fjögurra systk­ ina hópi. Systkini hans eru Kristinn, Guðrún og Salvör sem er næst hon­ um í aldri. Hún er einnig næst hon­ um í lífinu því hún kennir líka í Há­ skóla Íslands eins og hann. Viðstöðulaust í skóla Hannes segist hafa verið kyrrlátur sem ungur drengur og hafi helst unað sér við nám. Hann lærði að lesa langt á undan jafnöldrum sín­ um. „Móðir mín var bæði kennari og handavinnukennari, faðir minn var trésmiður og hann lauk sínum ferli sem framkvæmdastjóri verka­ mannabústaða í Kópavogi. Ég var þægur, kyrrlátur og bók­ hneigður. Ég lærði snemma að lesa. Löngu á undan jafnöldrum mín­ um, móðir mín var heimavinnandi þegar ég var lítill og hafði nógan tíma til þess að kenna mér að lesa. Strax og ég kom í skóla undi ég mér vel þar og hef verið í skóla nán­ ast viðstöðulaust síðan skólaganga mín hófst.“ Ungur hægrimaður Unglingsárin voru ekki tími ólgu hjá Hannesi. Hann varð snemma hægrimaður og hugur hans var við stjórnmálin. „Ég var mjög snemma hlynntur frjálsu skipulagi í vestræn­ um ríkjum strax á mínum ungdóms­ árum hafði ég tekið upp þá hægri­ stefnu sem ég skilgreindi sem traustar varnir og lágir skattar. Vinstristefna er veikar varnir og háir skattar.“ Kommúnistar heimagangar Foreldrar Hannesar skiptu sér ekki af stjórnmálaskoðunum hans. Faðir Hannesar var vinstrimaður og á heimilinu voru íslenskir kommúnistaleiðtogar heima­ gangar eins og hann sjálfur orðar það og móðirin af framsóknarætt­ um. „Hann var nú frjálslyndur og víðsýnn maður en hann hafði ungur hrifist af sósíalisma og var í æskulýðsfylkingunni. Bestu vinir hans voru gamlir kommúnistaleið­ togar eins og Ingi R. Helgason og Guðmundur J. Guðmundsson. Þeir voru heimagangar heima hjá mér þegar ég var lítill. En hann var áreiðanlega ekki mjög ofstækis­ fullur, hann var fremur hófsamur í skoðunum sínum. En móðir mín, hún var ákveðin framsóknarkona og úr miklum framsóknarættum úr sveitinni.“ Gömul lumma Nýverið sat Hannes í viðtali í Kast­ ljósi. Hann segist ekki munu endur­ taka sig í þeim efnum. „Það er göm­ ul lumma að það sé sótt að mér. Mér er alveg hjartanlega sama. Það er leiðinlegt að segja þetta en það snertir mig ekki mjög mikið þegar fólk vill ráðast að mér með einum eða öðrum hætti. Ég hef eitt ráð þegar um er að ræða eitthvað sem mér mislíkar eða hefur ekki gengið sem skyldi. Það er að setjast niður og vinna að ver­ kefnum mínum. Ég ráðlegg öðrum að gera hið sama. Þá gerist nefni­ lega tvennt í einu, þá gleymir þú því sem var að hrjá þig og klárar verk­ efnin á sama tíma.“ Málaferlin kostuðu 30 milljónir Tvisvar sinnum hefur Hannes kom­ ist í hann krappan á lífsleiðinni. „Fyrst árið 2004 þegar ég var í réttarsal í tveimur löndum í einu. Þá höfðaði Jón Ólafsson meiðyrðamál gegn mér í Bretlandi og Laxnessfjöl­ skyldan gerði aðför að mér heima á Íslandi á sama tíma. Það kostaði mig 30 milljónir og það var mjög erfitt. Í Bretlandi getur þú, þótt þú vinnir mál, orðið gjaldþrota. Ég er nú ekki þekktur fyrir neinn sósíal­ isma en þetta er kerfi auðklíku sem gengur ekki upp.“ Mér var ógnað Seinna atvikið sem Hannesi hefur þótt erfitt er þegar hann var beittur ofbeldi fyrir framan Alþingishúsið. „Það var eitt það erfiðasta atvik sem ég hef lent í. Það var kannski sér­ staklega erfitt því það var svo ófyrir­ sjáanlegt og ekki hluti af mínu lífi. Það er ekkert erfitt að lenda í ritdeil­ um við fólk eða sinnast við vinnufé­ lagana. En þetta var öðruvísi. Það var veist að mér og ég komst við illan leik í Alþingishúsið. Mér var ógnað og mér ýtt til og kastað í mig. Fréttamennirnir sem voru staddir þarna höfðu eingöngu áhuga á að taka af mér góðar mynd­ ir en ekki að leggja mér lið eða koma mér til aðstoðar. Þetta var sérkennileg reynsla.“ Hannes er hugsi yfir ofbeldinu sem átti sér stað í búsáhalda­ byltingunni. „Við erum friðsöm þjóð og höf­ um aðallega verið vígamenn í orð­ um. Þess vegna var ekki gott að ofbeldið hafi náð tökum á þjóðfé­ laginu um skeið. Ég sit hér í því sem á að heita vígi skynseminnar. Sumir háskólamenn tóku þátt í því þegar ríkisstjórnin var hrakin burt með ofbeldi. Þeir beittu ekki sjálfir ofbeldi en þeir tóku þátt í þeirri hreyfingu sem beitti ofbeldi og stuðluðu að því.“ Fékk vinnu við hæfi Gleðistundirnar eru fleiri í lífi Hannesar. Honum segist hafa geng­ ið vel í skóla og það hefur ávallt veitt honum ánægju. „Mér gekk vel í skóla. Ég var mjög glaður þegar ég náði stúdentsprófi með góðri einkunn árið 1972 og doktorsprófi 1985 með ágætum vitnisburði. Ég man enn vel eftir þessum tveimur áföngum. Svo var ég mjög ánægður þegar ég var skip­ aður lektor í stjórnmálafræði og var kominn í fast öruggt starf sem ég hafði gaman af. Ég hef mjög gaman af að leið­ beina nemendum og öðru slíku. Ég hef nú líka gaman af því að gefa út ýmsar bækur. Að vísu eru ekki allir jafn ánægðir með bækurnar mínar,“ segir hann og brosir. „Gleðistundirnar eru fólgnar í því að hafa fengið vinnu við mitt hæfi. Ég er mjög ánægður í vinnunni, þetta er góður vinnu­ staður og mér semur vel við vinnu­ félaga mína, ég kann vel við nem­ endur mína og vona að það sé gagnkvæmt.“ Reglusamur og engin óreiða Áhugamál hans felast helst í bók­ lestri og ferðalögum. Fyrir utan vinnuna sem er hans aðaláhuga­ mál. Um þessar mundir hefur hann áhuga á að gera upp tímann fyr­ ir hrun og eftir hrun. „Mér finnst gaman að grúska og sitja á Þjóðar­ bókhlöðunni. Ég vil skoða tímann fyrir hrun frá 1981–2004 og 2004– 2008 og það sem gerðist í sjálfu hruninu. Þessu sinni ég núna. Það er ekkert stórt atriði í mínu lífi, en mér finnst ágætt að fá mér góðan mat og gott vín. En ég lifi ekkert fyrir það. Enda er mikill munur á fíkn og nautn. Á átvaglinu og sælkeranum, á hófdrykkjumanninum og of­ drykkjumanninum.“ Ertu þá reglumaður? „Nei, ekki mikill. Ég er reglusamur. Það er eiginlega allt í lagi í mínu lífi. Ég er ekki með neina óreiðu í kring­ um mig þótt ég dragi stundum að borga reikninga og nenni ekki alltaf að taka til í kringum mig á skrifstof­ unni.“ Heggur fjallkónga Spurður um galla sína segist hann halda að hann geti verið dá­ lítið harður í horn að taka. „Frið­ rik Sophusson, sem er góður vin­ ur minn, sagði að það væri í mér „mean streak.“ Það er ef til vill ástæðan fyrir því af hverju margir vinstrimenn eru reiðir við mig. Ég hef verið nokkuð fundvís á snöggu blettina hjá þeim. Og það er ekki til eftirbreytni. Það er í raun­ inni hin gamla speki Þorgeirs Há­ varsonar að höggva smalamanninn af því hann stóð svo vel til höggsins. Ég hef það þó til minna máls­ bóta að ég hef ekki lagt mig eftir að höggva smalamenn, þá sem eru minni máttar. Ég legg mig fram við að höggva fjallkónga, þá sem meira mega sín í röðum andstæðinganna.“ Bankarnir hrundu af því þeim var ekki hjálpað Hannes er afkastamikill fræðimað­ ur og um þessar mundir skrifar hann bók á ensku um bankahrunið. „Þar ætla ég að koma á framfæri ýmsum sjónarmiðum sem hafa ekki verið nægilega rædd hér á Íslandi. Ég tel að skýrsla rannsóknarnefnd­ ar Alþingis sé mikil fróðleiksnáma um það sem gerðist á Íslandi. En legg áherslu á að í raun og veru eru orsakir bankahrunsins ekki á Ís­ landi. Bankarnir hrundu af því þeim var ekki hjálpað. Bankar annarra landa hefðu hrunið líka ef þeim hefði ekki verið hjálpað. Það er það sem við sjáum núna en sáum ekki þá. Ég ætla að setja þetta í meira alþjóð­ legt samhengi en gert hefur verið. Ég ætla að rannsaka hvað olli því að bandaríski seðlabankinn neitaði að aðstoða okkur og hvað olli því að breska verkamannastjórnin var svo fjandsamleg Íslendingum. Ég ætla að finna svör við þessu í bók minni og ætla að knýja dyra.“ Litið um öxl Nú þegar fimm ár eru liðin frá hruni bankanna vill Hannes líta um öxl. Honum er umhugað að hrekja þrjár goðsagnir um hrunið. „Fyrsta goðsagan er sú að bank­ arnir hér á Íslandi hafi verið orðn­ ir of stórir. Það er ekki til neitt sem heitir of stórir bankar. Það fer allt eftir rekstrarsvæðinu og bak­ „Mér var ógnað“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagðist nýverið vera með þykkan skráp. Hann hefur þó tvisvar sinnum á lífsleiðinni lent í erfiðleikum sem fengu á hann, annars hefur líf hans einkennst af gleði og vinnusemi. Kristjana Guð- brandsdóttir settist niður með Hannesi og fékk hann til að líta um öxl. Baugsmenn vildu hann burt „Tveir Baugsmenn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rekinn fyrir skrif mín um Baugsfjölskylduna.“ Mynd SiGtRyGGUR ARi Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal 36 Fólk 4.–6. október 2013 Helgarblað „Ég hef ekki lagt mig eftir að höggva smalamenn, þá sem eru minni máttar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.