Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Qupperneq 37
tryggingum. Til dæmis var íslenska bankakerfið ekki stærra hlutfalls- lega en bankakerfi Sviss og Bret- lands, en baktryggingarnar voru ekki þær sömu. Það var eðlilegt að menn huguðu ekki að því vegna þess að rekstrarsvæðið var, sam- kvæmt samningnum um EES, öll Evrópa. Erlendir bankar ógætnir „Önnur goðsögnin er sú að ís- lenskir bankamenn hafi verið áhættusæknari eða óreyndari en bankamenn annars staðar. Það er ýmislegt að þeirri staðhæfingu, þá á eftir að skýra hvers vegna banka- menn erlendis lánuðu íslenskum bankamönnum því þá voru þeir jafn áhættufíknir og Íslendingar Þá hefur komið í ljós að bankar erlendis voru síst betri en þeir ís- lensku. Bankar erlendis voru jafn hætt komnir, en þeim var bjargað. Svo erum við að lesa um að stærstu bankar heims hafi verið sektaðir fyrir peningaþvætti, sektaðir fyrir brellur í bankaviðskiptum og ýmsu fleiru.“ Íslenski markaðurinn starfaði eftir regluverki EES „Þriðja goðsögnin sem ég ætla að hrekja er að bankahrunið hafi orðið hér vegna einhverrar frjáls- hyggjutilraunar sem hafi mistekist. Sannleikurinn er sá eins og blas- ir við öllum sem vilja skoða málið að íslenski markaðurinn starfaði við sama regluverk og önnur lönd EES. Það leiddi beint af aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Það er ekki hægt að segja að regluverk- ið hér hafi verið minna eða losara- legra. Staðreyndirnar segja okkur al- veg skýrt að erlendir bankamenn voru alveg jafn ógætnir. Þetta eru staðreyndirnar og þetta eru gögn- in. Svo eru til menn sem spinna. Af því þeir fá borgað fyrir það eða fá lófatak í sínum hópi.“ Ár glataðra tækifæra Þegar Hannes lítur um öxl finnst honum árin eftir hrun vera ár glat- aðra tækifæra. Hann hefði viljað meiri einingu og samhug og minn- ist orða Görans Persson. „Þegar bankahrunið varð þá var Göran hér. Hann sagði við Ís- lendinga: „Gerið þið það sama og við gerðum. Snúið þið bök- um saman og vinnið ykkur út úr þessari kreppu.“ Þess í stað hlupu allir í skotgrafirnar og fóru að berj- ast. Umræðan næstu árin var fólgin í því að ná sér niðri á gömlum póli- tískum andstæðingum. Framkom- an var fyrir neðan allar hellur.“ Hann telur að nú sé að færast yfir kyrrð og ró. „Rykið er að setjast og við sjáum betur aðalatriði máls- ins.“ Orðstírinn varð illa úti í hruninu Hannes segist hafa sloppið vel í hruninu. „Ég slapp blessunarlega við hrunið. Auðvitað hafði það þau áhrif að kaupmáttur minna launa minnkaði. En orðstír minn varð illa úti við hrunið. Ég var talinn fyrir hrunið einn af merkisberum kapítalismans og mörgum fannst kapítalisminn hefði beðið hnekki í hruninu. Ég held að það sé al- gjörlega fráleitt. Kapítalisminn er „The only game in town“. Jafnvel mikill gagnrýnandi kapítalismans, Kóreumaðurinn Ha-Joon Chang, viðurkennir að það þurfi að nýta sköpunarkraft kapítalismans. Það þurfi aðeins að beisla hann og temja.“ Á mánudaginn í næstu viku ætlar Hannes að flytja fyrirlestur um hrunið. Hann segir að ólíkt öll- um öðrum löndum hafi Ísland tek- ið upp mjög ofstækisfulla vinstri- stefnu eftir hrun og flutt völdin til ríkisins. „Þetta er þveröfugt við það sem gerist í nágrannalöndum. Sjö ríki Evrópu urðu verr úti en við Ís- lendingar, þar á meðal Eystrasalts- þjóðirnar. Þær hertu sultarólina, núna eru þær að koma út úr þessari kreppu á heilbrigðum grundvelli án skuldasöfnunar. Við notuðum ekki tækifærin til að koma þessu í lag. Þetta voru ár glataðra tæki- færi.“ Hann rannsakar gamla tíð þegar markaðskapítalisminn breyttist í það sem Hannes kallar klíkukapítalisma. „Frá 1991 til 2004 þá stóð hér markaðskapítalismi. Við sem höfðum áhrif reynd- um að opna hagkerfið og fjölga tækifærum fólks til þess að komast úr fátækt í bjargálnir. Koma verð- bólgu niður og greiða niður skuldir ríkisins. Auka frelsið á öllum svið- um. Gera þetta betra þjóðfélag. Þetta tókst. Árið 2004 var Ísland í röð fremstu ríkja, bæði um frelsi og líka um tekjur. Það var 13. frjálsasta hagkerfi í heimi. En árið 2004 tekur klíkukap- ítalisminn við af markaðsskap- ítalismanum okkar. Það er fá- menn auðklíka undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem tek- ur völdin í landinu. Hún átti fjöl- miðlana, hún átti einn bankann og hafði greiðan aðgang að hin- um tveimur og hún átti smá- söluna í landinu. Í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis kom þetta skýrt fram. Ég mun kynna í fyrirlestri mínum á mánudag að af þremur hópum sem voru að- sópsmestir þá var Baugshópurinn sá hópur sem bar ábyrgð á þensl- unni.“ Baugsmenn vildu láta reka Hannes Hannes segir völd Baugsklíkunnar hafa verið umfangsmikil. „Auð- klíkan hafði hér öll völd. Eitt dæmi um það er að hún skipar fyrir um að Björn Bjarnason sé felldur um sæti á lista í þingkosningum. Not- aði til þess auglýsingaherferð. Þar sýndi hún klærnar. Þeir sem höfðu reynt að berjast gegn henni, þeir voru ekki beinlínis ofsóttir en þeir lentu úti í kuldanum. Tveir Baugsmenn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rek- inn fyrir skrif mín um Baugsfjöl- skylduna.“ Hannes er þó enn á sínum stað og verður ekki haggað. Hann mun ekki láta deigan síga og áfram beita sínu helsta vopni; rökunum. Þess má að lokum geta að á mánudaginn verður haldinn „Frelsiskvöldverður“ Rann- sóknarsetursins. Ef að líkum læt- ur mun ýmislegt bera þar á góma; hrunið, Baugsveldið, listir, ný- kynnt fjárlagafrumvarp, liðin tíð og ókomin. n „Mér var ógnað“ Hápunktar í lífi Hannesar 1972 Hannes lýkur stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Snemma beygist krókurinn því Hannes var fyrirmyndarnemandi og lauk náminu á þremur árum. Í MR kynntist hann fyrst Davíð Oddssyni, en þeir urðu vinir eins og alþjóð veit. Sama ár hóf Hannes störf sem blaðamaður Eimreiðarinnar sem ungir frjálshyggjumenn gáfu út. Í þeim hóp voru margir framtíðarleið- togar Íslands svo sem Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson og Davíð Oddsson. 1984 Hannes vakti fyrst athygli um svipað leyti og þessi mynd var tekin. Hún sýnir er Hannes skimar yfir 12 þúsund manna mótmælafund á Austurvelli. Mótmælin voru haldin í kjölfar verkfalls BSRB og prentara. Í sama mánuði rak Hannes ásamt Kjartani Gunnars- syni ólöglega útvarpsstöð dagana 2.–10. október. Ári seinna lauk hann doktorsprófi í stjórn- málafræði frá félagsvísindadeild Oxford-háskóla. 1986 Hannes hefur kennslu við Háskóla Íslands, fyrst sem lektor í sagnfræði. Tveimur árum seinna var hann skipaður lektor í stjórnmálafræði. Skipun hans vakti hörð viðbrögð því dóm- nefnd á vegum deildarinnar hafði mælt með öðrum manni. Birgir Ísleifur Gunnarsson, flokksfélagi Hannesar, var þá menntamála- ráðherra. Árið 1995 varð hann prófessor í því fagi. Síðastliðin ár hefur hann kennt stjórn- málaheimspeki. 2004 Athafnamaðurinn Jón Ólafsson höfðar meiðyrðamál gegn Hannesi í Bretlandi. Hannes hafði óspart gagnrýnt Jón meðan hann átti og rak Stöð tvö. Hann vændi Jón meðal annars um að hafa efnast á fíkniefnasölu. Hannes var dæmdur til að greiða Jóni um 12 milljónir króna en sá dómur var síðar ógiltur af Hæstarétti í Bretlandi. 2008 Hannes er dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundar- rétti. Auður Laxness hafði fjórum árum áður höfðað mál gegn Hannesi fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness, Halldór. Hann var dæmdur fyrir að nota texta frá Laxness án þess að geta tilvitnana. Hannesi var gert að greiða Auði samtals rúmar þrjár milljónir. 2009 Jóhannes heitinn Jónsson í Bónus sakar Hannes um að dreifa óhróðri um Haga í Háskóla Íslands og krefst þess að hann verði rekinn. Jóhannes sagði í viðtali við DV þá: „Mér finnst framganga háskólaprófessorsins furðuleg, að vera með svona útgáfustarfsemi þar sem drullað er yfir fólk.“ Hannes viðurkenndi að hafa prentað myndina út en sagðist þó ekki standa bak við ritið. 2013 Hannes segir í Kastljósi: „Ég er ekki inni í skáp, en ég er með þykkan skráp,“ spurður álits um leikritið Maður að mínu skapi. Leikritið hefur verið umdeilt ekki síst vegna þess að aðalpersóna verksins er sögð mótuð eftir Hannesi. Sjálfur sagði Hannes það blasa við að hann væri aðalfyrir- myndin. Hannes gagnrýndi verkið fyrir „klisjukenndar árásir á samkynhneigt fólk.“ Fólk 37Helgarblað 4.–6. október 2013 „Tveir Baugs- menn heimsóttu rektor og vildu að ég yrði rekinn fyrir skrif mín um Baugsfjöl- skylduna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.