Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Blaðsíða 49
Afþreying 49Helgarblað 4.–6. október 2013 Broadchurch í Bandaríkjunum n Þessi vinsælu bresku þættir verða endurgerðir vestanhafs B andaríska sjónvarps- stöðin Fox hefur ákveðið að endurgera hina geysi- vinsælu bresku þætti Broadchurch. Þeir munu þó ekki leita langt yfir skammt þegar kemur að leikaravali því hinn skoski David Tennant mun einnig fara með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Alec Hardy í bandarísku útgáf- unni. Fox tilkynnti í sumar að þeir hygðust framleiða 8 þátta ser- íu sem sýnd yrði árin 2014 og 2015. Í bandarísku útgáfu þátt- anna leikur Tennant banda- rískan rannsóknarlögreglu- mann sem stjórnar rannsókn á óhugnanlegu morði sem set- ur bæjarlífið á annan endann í smábæ nokkrum. Höfundur bresku þáttanna, Chris Chibnall, mun skrifa fyrsta þáttinn fyrir Fox en Dan Futterman og Anya Epstein hafa tekið að sér störf framleið- enda. Áætlað er að tökur hefjist í janúar á næsta ári. Chibnall sagði nýlega í við- tali við Entertainment Weekly að Fox væri með þessu að veita honum tækifæri til að gera eitt- hvað sem væri vonandi jafn gott, ef ekki betra en breska út- gáfan. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þættirnir koma út í bandarískri útgáfu með frá- bærum leikurum. Við munum halda kjarna þáttanna óbreytt- um svo þeir munu vera jafn lif- andi, áhugaverðir, undarleg- ir, einstakir og fallegir og áður. Bara í nýju umhverfi.“ Ráðgert er að gera aðra þáttaröð af bresku útgáf- unni en ekki hefur verið til- kynnt hvort Tennant eða Oli- via Colman, sem leikur annað aðalhlutverkið, munu leika í þeirri þáttaröð. n Laugardagur 5. október Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (1:26) (Small Potatoes) 07.04 Háværa ljónið Urri (16:52) 07.15 Teitur (1:26) 07.25 Múmínálfarnir (1:39) 07.35 Hopp og hí Sessamí (1:26) 08.01 Tillý og vinir (41:52) 08.12 Sebbi (28:52) (Zou) 08.23 Úmísúmí (Team Umizoomi) 08.48 Abba-labba-lá (9:52) 09.01 Paddi og Steinn (114:162) 09.02 Litli Prinsinn (22:27) 09.25 Paddi og Steinn (1:48) 09.26 Kung Fu Panda - Goðsagnir frábærleikans (25:26) 09.49 Grettir (47:52) 10.00 Robbi og Skrímsli (4:26) 10.30 Útsvar (Fjarðabyggð - Norður- þing) e. 11.30 360 gráður e. 12.00 Dýraspítalinn (9:9) (Djursjuk- huset) e. 13.00 Kastljós e. 13.20 Mótorsport (3:3) e. 13.45 Hugh Laurie: Tónlistin við ána (Hugh Laurie - Down by the River) Breski leikarinn Hugh Laurie segir frá ást sinni á tónlist Suðurríkja Bandaríkjanna og flytur nokkur lög á tónleikum í New Orleans. Ásamt honum koma fram Tom Jones, Allen Toussaint og Irma Thomas. e. 14.30 Djöflaeyjan e. 15.00 Útúrdúr e. 15.50 Popppunktur 2009 (15:16) (Aukaþáttur: Áhugamenn - Atvinnumenn) e. 16.45 Hvað veistu? Næsta stopp: Mars (Viden Om: Mars næste stop) Danskur fræðsluþáttur. 17.15 Mótorsystur (2:10) e. 17.30 Táknmálsfréttir 17.40 Bombubyrgið (5:26) (Blast Lab) e. 18.10 Ástin grípur unglinginn (78:85) (The Secret Life of the American Teenager V) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Ævintýri Merlíns (6:13) (The Adventures of Merlin V) 20.30 Tónlistarhátíð í Derry (1:2) (Radio 1’s Big Weekend) Upptaka frá tónlistarhátíð sem fram fór í Derry á Norður-Írlandi í maí. Fjöldi tónlistarmanna og hljóm- sveita kom fram á hátíðinni, meðal annarra Bruno Mars, The Vaccines, Two Door Cinema Club, Olly Murs, The Saturdays, Rita Ora og Vampire Weekend. Seinni hlutinn verður sýndur 19. október. 21.30 Hraðfréttir 21.40 Óaðskiljanlegir (Stuck on You) Samvaxnir tvíburar flytjast til Los Angeles svo að annar þeirra geti látið draum sinn um að verða leikari rætast. Meðal leikenda eru Matt Damon, Greg Kinnear, Eva Mendes og Cher og leikstjórar eru Bobby og Peter Farrelly. 23.40 Vitnið (Witness) 7,5 Ungur Amish-drengur verður vitni að morði og lögreglumaður dvelst hjá Amish-fólkinu til að verja hann þangað til réttað verður í málinu. Leikstjóri er Peter Weir og meðal leikenda eru Harrison Ford, Kelly McGillis og Lukas Haas. Bandarísk spennumynd frá 1985. Myndin hlaut tvenn Óskarsverðlaun. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 01.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Lærum og leikum með hljóðin 08:10 Algjör Sveppi 10:20 Kalli kanína og félagar 10:45 Ozzy & Drix 11:10 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 12:20 Bold and the Beautiful 12:40 Bold and the Beautiful 13:00 Bold and the Beautiful 13:20 Bold and the Beautiful 13:45 Ástríður (3:10) 14:15 Heimsókn 14:35 Sjálfstætt fólk (3:15) 15:10 ET Weekend 15:55 Íslenski listinn 16:25 Sjáðu 16:50 Pepsí-mörkin 2013 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Næturvaktin 19:25 Lottó 19:30 Spaugstofan 20:00 Beint frá messa Tónleikaröð í umsjá Bubba Morthens þar sem valinkunnir tónlistarmenn halda tónleika í messa skipa. Skipin eru hvaðanæva af landinu og hljómsveitirnar jafn ólíkar og þær eru margar. Meðal þeirra sem troða upp í messanum eru Mugison, Gylfi Ægisson og Retro Stefson að ógleymdum stórsveitinni Stuðmönnum. Íslensk tónlist í hæsta gæða- flokki flutt við afar íslenskar aðstæður. 20:40 Veistu hver ég var? Laufléttur og stórskemmtilegur spurninga- þáttur í umsjá Sigga Hlö og mun andi níunda áratugarins vera í aðalhlutverki. 21:20 The Bourne Legacy 6,7 Spennumynd frá 2012 með Jeremy Renner, Rachel Weisz og Edward Norton í aðalhlutverk- um. Þetta er fjórða myndin sem byggð er á Bourne skáldsagna- flokknum eftir Robert Ludlum. Núna er komin ný aðalsögu- hetja, Aaron Cross, en hasarinn og spennan er sú sama. 23:30 The Matrix 8,7 Tölvuþrjóturinn Thomas Anderson, kallaður Neo, hefur lifað frekar viðburðasnauðu lífi. Árið 1999 verða á vegi hans upplýsingar sem kollvarpa heims- mynd hans. Árið 1999 rann sitt skeið á enda fyrir 200 árum. Árum saman hefur fólk lifað í blekkingu en nú ætlar Neo að afhjúpa leyndarmálið. Myndin fékk Ósk- arsverðlaun fyrir tæknibrellur. 01:40 Red Factions: Origins Spennandi framtíðartryllir sem gerist árið 2145. 03:10 I Am Number Four 04:55 Veistu hver ég var? 05:25 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 09:55 Dr.Phil 10:35 Dr.Phil 11:15 Dr.Phil 12:00 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (8:20) 12:30 Gordon Behind Bars (4:4) 13:20 Design Star (4:13) Skemmti- legir þættir þar sem hönnuðir fá erfið verkefni og sá sem færastur er stendur uppi sem sigurvegari. 14:10 Judging Amy (7:24) Bandarísk þáttaröð um lögmanninn Amy sem gerist dómari í heimabæ sínum. 14:55 The Voice (2:13) Spennandi söngþættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans. Heimsþekktar poppstjörnur skipa sem fyrr dómnefndina en Christina Aguilera og Cee Lo Green snúa nú aftur eftir hlé. 17:25 America’s Next Top Model (4:13) Bandarísk raunveruleika- þáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Verkefnin eru ólík og stúlkurnar margar en aðeins ein mun standa eftir sem næsta súper- módel. 18:10 The Biggest Loser (15:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 19:40 Secret Street Crew (5:6) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 20:30 Bachelor Pad (4:7) 22:00 No Country for Old Men 8,2 Skemmtileg kvikmynd eftir hina óborganlegu Cohen bræður sem m.a. fékk fjögur óskarsverðlaun. Allt ætlar um koll að keyra þegar fíkniefnaviðskipti fara úr böndunum og stórhættu- legur hausaveiðari er sendur á vettvang. . 00:00 A Beautiful Mind 8,1 Íslands- vinurinn Russerl Crowe í sínu besta hlutverki til þessa sem snillilngurinn John Nash sem glímir við alvarlega geðsjúk- dóma. 02:15 Rookie Blue (8:13) 03:05 The Borgias (2:10) 03:55 Excused 04:20 Pepsi MAX tónlist 07:50 Meistaradeild Evrópu 10:35 Formúla 1 2013 - Tímataka 12:20 Meistaradeild Evrópu 12:50 Pepsi deildin 2013 (KR - Fram) 15:00 Pepsí-mörkin 2013 17:30 La Liga Report 18:00 Klitschko vs. Povetkin 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:55 Evrópudeildin 23:35 Spænski boltinn 2013-14 05:30 Formúla 1 19:00 Úrsus og félagar. 19:30 Eldað með Holta 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Árni Páll 22:30 Tölvur ,tækni og kennsla. 23:00 Veiðin og Bender 23:30 Á ferð og flugi 00:00 Hrafnaþing ÍNN 08:15 Spy Next Door 09:50 Coco Before Chanel 11:40 Margin Call 13:25 Charlie & Boots 15:05 Spy Next Door 16:40 Coco Before Chanel 18:30 Margin Call 20:15 Charlie & Boots 22:00 American Reunion 23:50 Paul 01:30 Wanderlust 03:10 American Reunion Stöð 2 Bíó 08:00 Everton - Newcastle 09:40 Match Pack 10:10 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 11:05 Enska úrvalsdeildin 11:35 Man. City - Everton 13:35 Laugardagsmörkin 13:50 Liverpool - Crystal Palace 16:00 Laugardagsmörkin 16:20 Sunderland - Man. Utd. 18:30 Cardiff - Newcastle 20:10 Man. City - Everton 21:50 Fulham - Stoke 23:30 Hull - Aston Villa Stöð 2 Sport 2 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (5:24) 18:45 Seinfeld (13:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (16:24) 20:00 Hotel Babylon (1:8) 20:55 Footballers Wives (1:8) 21:45 Pressa (3:6) 22:30 Entourage (8:12) 23:00 Hotel Babylon (1:8) 23:55 Footballers Wives (1:8) 00:45 Pressa (3:6) 01:30 Entourage (8:12) Stöð 2 Gull 15:00 The X-Factor US 17:05 The Amazing Race (4:12) 17:50 Offspring (3:13) 18:35 The Cleveland Show (4:21) 19:00 Jamie’s American Road Trip (4:6) 19:50 Raising Hope (4:22) 20:10 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (4:7) 20:35 Cougar Town (4:15) 20:55 Golden Boy (4:13) 21:40 My Week With Marilyn 23:20 The Vampire Diaries (4:22) 00:00 Zero Hour (4:13) 00:45 Jamie’s American Road Trip (4:6) 01:30 Raising Hope (4:22) 01:55 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (4:7) 02:15 Cougar Town (4:15) 02:40 Golden Boy (4:13) Stöð 3 06:00 Eurosport 06:30 Presidents Cup 2013 (2:4) 11:35 Inside the PGA Tour (40:47) 12:00 Presidents Cup 2013 (3:4) 22:00 Presidents Cup 2013 (3:4) 03:00 Eurosport SkjárGolf Uppáhalds í sjónvarpinu „Ég er núna að á horfa á Penn and Teller – Fool Us. Frábærir þættir þar sem töfra- menn keppast við að plata tvo mestu töframenn fyrr og síðar. Teller er algjör meistari, þögull sem gröfin og mikil mystík yfir honum. Snilldar- þættir, mæli með þeim.“ Einar Mikael töframaður Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr. Broadchurch Fyrsta þáttaröðin fjall- aði um rannsókn á dauða ungs drengs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.