Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Síða 54
54 Fólk 4.–6. október 2013 Helgarblað
„Finnst Ísland æðislegur staður“
n Bam Margera giftir sig á laugardaginn
Þ
etta er allt voða fallegt og í
minningu vinar hans, Ryan
Dunn, sem lést fyrir tveimur
árum síðan,“ segir Óli Finns-
son um fyrirhugað brúðkaup og góð-
gerðatónleika Jackass-stjörnunnar
Bam Margera, en brúðkaupið fer fram
í Hafnarhúsinu næstkomandi laugar-
dag.
Óli er einn skipuleggjenda þessa
stóra viðburðar sem að hans sögn er
í raun þríþættur. Klukkan sjö mun
Margera kvænast unnustu sinni til
tveggja ára, Nicole Boyd, en í stað
hefðbundinnar brúðkaupsveislu
munu brúðhjónin slá upp tónleik-
um í hæsta gæðaflokki þar sem
lokaatriðið í væntanlegri kvikmynd
Margera verður tekið upp.
Á tónleikunum koma fram
hljómsveitir á borð við Sísí Ey, Kaleo,
Endless Dark og Emmsjé Gauti auk
þess sem Margera mun sjálfur troða
upp ásamt hljómsveit sinni, Fuck-
face Unstoppable, og geta allir keypt
sér miða.
„Tónleikarnir eru í raun haldnir
til að vekja athygli á skorti á hjóla-
brettagarði í Reykjavík og eins til
að vekja athygli á söfnun sem hann
er að hefja í kjölfarið. Svo ætlar
Margera líka að taka upp lokaat-
riðið í nýjustu bíómyndinni sinni
sem heitir Let‘s Go to Jail og mun
koma út á næstu mánuðum en hluti
af ágóða þeirrar myndar mun renna
til byggingar á hjólabrettagarði í
Reykjavík.“
En af hverju er Margera svona
umhugað um íslenska hjólabretta-
menningu?
„Hann er búinn að koma til Íslands
oft áður, alveg sjö eða átta sinnum, og
finnst Ísland alveg æðislegur staður.
Honum hefur verið hjólabrettamenn-
ingin á Íslandi hugleikin og hefur haft
áhyggjur af því að það sé enginn hjóla-
brettagarður í Reykjavík. Það er nátt-
úrulega verið að rífa Hjartagarðinn,
sem var byggður af áhugafólki, og
það er alltaf verið að þrengja að niðri
á Ingólfstorgi og minnka þannig þá
aðstöðu sem hjólabrettafólk hefur í
Reykjavík. En við erum búin að vera,
í samstarfi við Brettafélag Reykjavíkur,
að „díla“ við ÍTR og Reykjavíkurborg
um að fá úthlutaða lóð og það ætti að
skýrast núna á næstu dögum hvort að
það sé ekki komið grænt ljós á það.“ n
horn@dv.is
Bam Margera Margera vill að hjóla-
brettafólk í Reykjavík fái góða aðstöðu.
Flytja á Nesið
Hannes Smárason og Brynja X.
Vífilsdóttir eru að flytja á Sel-
tjarnarnesið. Munu þau hafa
augastað á raðhúsi við Bakkavör
sem Jóhannes Stefánsson,
veitingarmaður í Múlakaffi og
Hörpunni, er að flytja úr.
Eiríkur Jónsson segist hafa
öruggar heimildir fyrir þessu á
bloggsíðu sinni. Samkvæmt sömu
heimildum hafi Hannes ráðgert
að flytja til Boston ásamt Brynju
en barnsfaðir hennar, Þorsteinn
Stephensen tónleikahaldari, hafi
komið í veg fyrir það í krafti sam-
eiginlegs forræðis yfir barni þeirra.
Seltjarnarnesið verði því milli-
lending í því máli.
Pulla er nýjasta
viðbótin
Það hefur fjölgað á heimili Steinda
Jr. en hann og unnusta hans Sig-
rún hafa fengið sér hund. Í Séð
og heyrt segir að nýjasti fjöl-
skyldumeðlimurinn, sem er
franskur bolabítur, hafi fengið
nafnið Pulla. Skötuhjúin ku vera
afar ánægð með litla krílið en þau
hafa beðið komu hans í nokkra
mánuði. Steindi segir í samtali við
Séð og það verði spennandi og
krefjandi að ala Pullu upp. Hann
muni ekki fara neitt án hennar
næstu vikurnar og muni fela hana
innan klæða, ef svo ber undir.
n Keyrir inn í framtíðina á Tesla-S n Rúmar fjórar sekúndur í hundrað
v
ið ættum að skoða mjög
alvarlega, akkúrat núna
þegar að batteríin eru orðin
svona endingargóð, að
skipta út bensínbílum fyrir
rafmagnsbíla,“ segir Eyþór Arnalds,
tónlistarmaður og formaður bæj-
arráðs Árborgar í samtali við DV. „Ef
það er einhvers staðar hægt að reka
rafmagnsbíl í heiminum þá er að
það á Íslandi.“ Eyþór er einn af sjö
íslenskum kaupendum að nýju raf-
magnsbifreiðinni Tesla-S sem nafn-
greindir eru á bandarísku vefsíðunni
Plugincars.com.
Eyþór fer fögrum orðum um
tæknilega þróun rafbíla síðustu ár en
þykir þó heldur undarlegt að banda-
rísk vefsíða skuli birta nöfn einstakra
kaupenda að lúxusbifreiðinni en
alls hefur fyrirtækið Northern Lights
Energy selt 20 eintök af lúxusbílnum
samkvæmt frétt hjá Viðskiptablað-
inu. Að sögn Eyþórs hefur þegar ver-
ið gengið frá samningi og er bíllinn
væntanlegur til landsins um næstu
mánaðamót. Um er um að ræða öfl-
ugan gráan fólksbíl að sögn Eyþórs
sem kostar með flutningi um 12 milj-
ónir króna. „Segjum sem svo að hluti
af kaupunum verði lán þá sýnist mér
að sparnaðurinn á móti borgi nið-
ur það lán. Þannig að þetta er hag-
kvæmur kostur,“ segir Eyþór.
Nánast ekkert viðhald
„Ég keyri mjög mikið, kannski 100
til 150 kílómetra að meðaltali á dag.
Þessi bíll er langdrægur og á að kom-
ast 450 kílómetra í einu. Raforku-
verðið er það lágt á Íslandi miðað við
olíuna sem við erum að flytja inn að
mér sýnist ég geta sparað um millj-
ón á ári í bensínkostnað,“ segir Eyþór
sem segir bifreiðina einnig ódýrari í
almennu viðhaldi. „Það er ekki vél
í bílnum og það þarf ekki að smyrja
eða setja olíu. Með því að skipta um
hjólbarða og batterí getur bíllinn
enst lengur en bílarnir sem eru á göt-
unni í dag.“ Eyþór bendir á að batter-
íið í bílnum endist í allt að sjö árum
áður en þörf er á endurnýjun.
Ferðamáti framtíðarinnar
Eyþór bendir á að góð ending á batt-
eríum sé forsendan fyrir ört stækk-
andi markað á rafbílum. „Stillingin
á bílnum og rafkerfið er allt uppfært
við netið eins og með farsíma. Þú
tengir hann bara við tölvu þráðlaust
heima hjá þér og færð uppfærslu á
bílnum yfir netið,“ segir Eyþór um
hina kynngimögnuðu þróun rafbíls-
ins en maðurinn á bak við hönnun-
ina er athafnamaðurinn Elon Musk
sem er einn af stofnendum PayPal en
hann vinnur nú að þróun á framtíð-
ar hátækniferðamáta í samstarfi við
NASA.
Umhverfisvænt
Eyþór er ekki síst spenntur fyrir um-
hverfisþættinum í valinu á bifreið og
telur hann endingarbetri til lengri
tíma litið. „Það má ætla að líftíminn
verði lengri þar sem bíllinn er byggð-
ur úr áli,“ segir Eyþór. „Aðalatriðið er
að þetta er umhverfisvænn bíll. Ef þú
ert að kaupa raforku á Íslandi sem er
búin til með grænum hætti, en ekki
með losun á gróðurhúsalofttegund-
um, þá ertu á umhverfisvænum bíl.“
Rafmagnið er valkostur
Töluverð þörf er á fleiri rafbílum
hérlendis að mati Eyþórs þar sem
Íslendingar eigi tvöfalt fleiri bensín-
bíla á hvern íbúa miðað við Evrópu-
búa. Hér gangi engar rafmagnslestar
og að Íslendingar þurfi að flytja inn
allt sitt jarðefnaeldsneyti. „Við Ís-
lendingar notum tvöfalt meira af
olíu og bensíni en Bandaríkjamenn.
Þetta er í dag valkostur, við getum
valið rafmagnið,“ segir Eyþór og tel-
ur að ekki sé þörf á að leggja áherslu
á olíuleit á íslenskum miðum. „Ég
held að við ættum að byrja á því að
nota rafmagnið sem við höfum því
við erum með það mikið rafmagn að
við ættum að nýta það í fleiri hluti
en við erum að gera í dag,“ segir Ey-
þór að lokum. n
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Eyþór kEypti 12
milljóna rafbíl
Eyþór Arnalds „Við Íslendingar
notum tvöfalt meira af olíu og
bensíni en Bandaríkjamenn. Þetta
er í dag valkostur, við getum valið
rafmagnið,“ segir Eyþór.
Reimleikar í
Reykjavík
Ný bók Steinars Braga og Rakel-
ar Garðarsdóttur sem ber heitir
Reimleikar í Reykjavík og byggir
á sönnum atburðum, er vænt-
anleg í nóvember. Rakel, sem er
framkvæmdastýra Vesturports,
hyggst svo framleiða sjónvarpsser-
íu byggða á hugmyndinni en þetta
mun vera í fyrsta sinn sem Vestur-
port og Steinar Bragi starfa saman.
Ekki er ljóst hvenær von er á þátt-
unum en þeir verða sýndir á RÚV.