Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2013, Side 56
Hitti Gary í Mark? Forvitnilegur gestalisti n Vökull vegfarandi sem leið átti um Tjarnargötuna síðastliðið föstudagskvöld rakst á röð lím- mósína á litlum einkavegi við ráðherrabústaðinn. Samkvæmt upplýsingum DV virðast einhver veisluhöld hafa staðið yfir í bú- staðnum þar sem meðal annars stóðu á skrafi góðglaðir saman þeir Bjarni Benediktsson og Geir Ha- arde. Þar gat einnig að líta þriðja manninn, silfurhærðan með hvítt alskegg, og giskaði vegfarandinn á að þar færi Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Ansi forvitnilegur gestalisti það. Nældi í kærustu félaga síns n Knattspyrnumaðurinn Gary Martin er lukkulegur um þess- ar mundir. Hann varð ekki að- eins Íslandsmeistari með KR á dögunum, þar sem hann nældi í bronsskóinn, heldur er hann kominn með kærustu. Séð og heyrt greinir frá því að sú heppna sé Guðrún Dögg Rúnars- dóttir, sem krýnd var ungfrú Ísland árið 2009. Guð- rún Dögg var áður kærasta Mark Doninger, liðs- og herbergisfélaga Martin hjá ÍA, þegar þeir léku þar. Don- inger var, áður en hann fór af landi, dæmdur í fangelsi fyrir of- beldisbrot. Morfísræða Sigmundar n Ræða Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra um fyrirmyndarlandið vakti töluverða athygli. Þá sérstaklega ummæli hans um mikilvægi hins sameigin- lega gildismats þjóðarinnar og að leyfa ekki sundrung og niðurrif- söflum „að draga úr okkur þrótt.“ Þeir sem vel þekkja til þykjast sjá augljós ummerki aðstoðarmanns Sigmundar, Jóhannesar Þórs Skúla- sonar, á ræðu Sigmundar. Jóhann- es hefur þjálfað ófá Morfísliðin í gegnum tíðina með góðum ár- angri. Spurning er hvort Morfístaktík gamla þjálfarans dugi jafn vel til að sannfæra þjóð um hið rétta sameigin- lega gildismat, eins og hún dugði til að vinna ræðu- keppni í mennta- skóla. S ögulegar sættir urðu í húsa- kynnum Bjarts og Veraldar á þriðjudaginn þegar Guðni Ágústsson og Hallgrímur Helgason hittust þar óvænt. „Ég stóð niðri í kjallara og tuttugu trappa stigi upp, þá kom allt í einu rithöfund- urinn með hattinn á hausnum nið- ur stigann. Þegar hann kom niður á gólfið þá heilsaði hann mér handa- bandi, en við höfum aldrei heilsast. Þar fóru fram orðaskipti okkar á milli um fortíðina, en við höfum aldrei hist eða náð saman. Hann er gagnrýn- inn maður og hafði ýmislegt sagt um mig og var lítill vinskapur með okkur,“ sagði Guðni í samtali við DV. Spurður nánar úti hvað hafi far- ið þeim á milli sagði Guðni: „Ég sagði við hann um leið og hann tók í höndina á mér: „Nú tek ég í hönd sem ég hef aldrei tekið í fyrr, hönd sem hefur skrifað um mig margan ljótan texta.“ Hann svaraði að bragði: „Þú tapaðir nú ekki á því sem ég skrif- aði, þú græddir á því og gerðir þér til tekna. Ég minnist áramótaskaups sem ég vann og þá hófst frægð þín. Þá sagðir þú í líki Jóhannesar Kristjáns- sonar: „Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur.““ Guðni segist hafa sagt Hallgrími að þetta væri rétt hjá honum, en hafi svo bætt við að hann hefði aldrei trúað því að hann væri illmenni, því hann væri af góðu fólki kominn. Hann hafi þekkt foreldra hans, sérstaklega Helga Hall- grímsson vegamálastjóra. „Þá spurði hann: „Eigum við ekki að láta allar þessar gömlu erjur niður falla?“ Þá sagði ég að engin ástæða væri til að bera það með sér, við skyldum láta fortíðina eiga sitt.“ n Sögulegar sættir Guðna og Hallgríms n Guðni Ágústsson og Hallgrímur Helgason slíðra sverðin Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 4.–6. októBeR 2013 112. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Guðni Hefur aldrei trúað því að Hallgrímur væri fúlmenni þar sem hann þekkti foreldra hans. MynD MynD SiGtRyGGuR ARi JóHAnnSSon PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.