Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 8
8 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað
Eldur hjá
Borgarplasti
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höf
uðborgarsvæðinu var kallað út
skömmu fyrir hádegi á fimmtudag
vegna tilkynningar um að eldur
væru laus í Mosfellsbæ. Um var að
ræða húsnæði iðnaðarframleiðslu
fyrirtækisins Borgarplasts að Völu
teig 31. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn og segir í tilkynningu að
um minniháttar atvik hafi verið að
ræða. Betur fór en á horfðist en talið
er að eldurinn hafi kviknað í vél.
Auðbrekku 19 - Kópavogi - S. 5445550
GODDI.IS
SÁNA KLEFAR
Með infra rauðum
hitageislum. Margar gerðir.
Þorskroð
græðir sár
Fyrirtækið Kerecis hlýtur hvatn
ingarverðlaun LÍÚ árið 2013. Sam
kvæmt tilkynningu frá LÍÚ er fyrir
tækið í fararbroddi í heiminum í
hagnýtingu omega 3olíu við fram
leiðslu á húðkremi. Fyrirtækið fékk
nýlega einkaleyfi í Bandaríkjunum
á aðferð sinni. „Stærsta verkefni
Kerecis er framleiðsla og markaðs
setning á stoðefninu MariGen úr
þorskroði, sem notað er til að græða
þrálát sár,“ segir í tilkynningunni.
Braut gegn
fjórtán ára
Ónafngreindur karlmaður var í
Héraðsdómi Austurlands í gær
dæmdur í fimmtán mánaða
fangelsi, þar af tólf skilorðs
bundna, fyrir kynferðisbrot
gegn stúlku þegar hún var
fjórtán ára gömul og hann ára
tug eldri. Maðurinn braut gegn
stúlkunni aðfaranótt laugar
dagsins 11. ágúst 2012 en fyrir
dómi játaði hann skýlaust brot
sitt. Dómurinn kveður á um að
maðurinn muni sitja inni í þrjá
mánuði af fimmtán haldi hann
skilorð. Þá var hann dæmdur
til að greiða stúlkunni 250
þúsund krónur í miskabætur
ásamt vöxtum og 631 þúsund
krónur í sakarkostnað.
ekki af fundum
B
jarni Benediktsson fjármála
ráðherra vék ekki af fund
um skipulagsnefndar Garða
bæjar þegar málefni tengd
jörðinni Selskarði voru tekin
fyrir. Jörðin er að hluta til í eigu föður
Bjarna, Benedikts Sveinssonar, sem
deilir tíu prósenta hlut í henni með
systkinum sínum, en eignarhlutur
inn hefur verið í eigu fjölskyldunnar í
hálfa öld. Eins og DV hefur greint frá
eru hagsmunir eigenda jarðarinn
ar miklir þegar kemur að lagningu
nýs Álftanesvegar í gegnum Garða/
Gálgahraun, en framkvæmdin mun
auka verðmæti lands í eigu þeirra
og gera þeim kleift að selja þar
byggingalóðir.
Landeigendur Selskarðs, sem
tala iðulega einu máli í fjölmiðl
um, hafa sjálfir talað um milljarða
hagsmuni þegar kemur að skipulagi
svæðisins. Beittu þeir sér sérstaklega
gegn þremur vegleiðum á þeim
forsendum að þær myndu stórskaða
hagsmuni eigenda Selskarðs, eins og
Morgunblaðið greindi frá. Fallist var
á leið D sem kölluð var „sáttaleið“.
Bjarni sat fundi þar sem vegleiðirnar
voru til umfjöllunar í skipulags
nefnd.
Nú þegar eru fimm hektarar
landsins á aðalskipulagi en ljóst er
að eigendur vonast eftir því að geta
nýtt landið til frekari byggingafram
kvæmda í nánustu framtíð, ef marka
má nýleg ummæli þeirra í fjölmiðl
um. Garðabær sendi frá sér sérstaka
fréttatilkynningu í kjölfar fréttaflutn
ings DV af málinu þar sem stað
hæft var að Bjarni hefði „ávallt vikið
sæti þegar málefni jarðarinnar Sel
skarðs voru á dagskrá.“ Upplýsinga
fulltrúi Garðabæjar staðfestir í sam
tali við DV að þær upplýsingar hafi
ekki verið réttar. Bjarni hafi ekki vik
ið af fundum skipulagsnefndar þegar
málefni jarðarinnar voru til umfjöll
unar, nema einu sinni. DV gaf fjár
málaráðherra tækifæri til að tjá sig
um málið en hann kaus að gera það
ekki.
Gáfu rangar upplýsingar
Upplýsingafulltrúi Garðabæjar
sendi tilkynningu á fjölmiðla í kjöl
far fréttaflutnings DV, og var sú til
kynning einnig birt á vef bæjarins
undir fyrirsögninni: „Fagleg sjónar
mið ráða veglínu“. Þar kom fram
að ákvörðun um veglínu Álftanes
vegar hefði ávallt byggst á faglegum
forsendum og aldrei verið tekin í
sérstöku samráði við landeigendur.
Þá fullyrtu bæjaryfirvöld að Bjarni
Benediktsson hefði hvergi komið að
ákvörðunartökunni og ávallt vikið
af fundum skipulagsnefndar Garða
bæjar, eða eins og sagði orðrétt í til
kynningunni: „Rétt er að taka fram
að þann tíma sem Bjarni Benedikts
son fjármálaráðherra sat í skipulags
nefnd Garðabæjar vék hann ávallt
sæti þegar málefni jarðarinnar Sel
skarðs voru á dagskrá.“
Yfirlit yfir fundargerðir skipulags
nefndar Garðabæjar á vef Garða
bæjar leiðir annað í ljós. Af þeim sjö
skiptum sem Bjarni sat fundi þar
sem málefni Selskarðslandsins voru
til umfjöllunar, vék hann einu sinni,
eða þann 24. október 2007. Bjarni
sat þar af leiðandi sex fundi allt frá
árinu 2002, þar sem málefni jarðar
innar voru til umfjöllunar. Guðfinna
B. Kristjánsdóttir, upplýsingafull
trúi Garðabæjar, staðfestir í samtali
við DV að fullyrðing bæjarins um
að Bjarni hefði ávallt vikið sæti væri
röng. Upplýsingarnar hafi byggt á
einni fundargerð þar sem fram kom
að Bjarni hefði vikið.
Skipulagði veglínu
Á einum þeirra funda, þar sem mál
efni Selskarðs voru til umfjöllun
ar, þann 24. október 2007, vék hann
vegna hagsmunatengsla, en það
gerði hann hins vegar ekki í hin
um sex tilfellunum. Bjarni sat meðal
annars fund þann 5. mars árið 2003,
þar sem veglína D um Garða/Gálga
hraun var sérstaklega til umfjöllun
ar, en núverandi vegaframkvæmdir
byggja á þeirri tillögu. Í fundargerð
frá þeim fundi kemur fram að Ey
vindur G. Gunnarsson, lögmaður
eigenda Selskarðslandsins, hafi skil
að inn sérstöku erindi fyrir hönd
landeigenda Selskarðs.
Þá sat Bjarni fund þann 26.
september 2007 þar sem lögð var
fram tillaga að breytingu aðal
skipulags Garðabæjar, sem unnin
hafði verið af skipulagsstjóra bæj
arins. Miðaði hún að því að flytja
legu Álftanesvegarins „til suðurs frá
hraunjaðri Gálgahrauns, til vesturs
að Selskarði.“ Samkvæmt tillögunni
átti byggð norðan við Álftanesveg
að verða „skilgreind sem svæði fyrir
íbúðabyggð og þjónustustofnanir.“ Á
núverandi aðalskipulagi Garðabæj
ar er fyrirhugað að selja lóðir fyrir
þjónustukjarna á landi Selskarðs,
norðan við nýjan Álftanesveg, með
al annars til að þjónusta 5.000–6.000
íbúa byggð í Garðaholti. Þá greindi
Fréttablaðið frá því í september að
eigendur landsins væru ennþá með
áætlanir uppi um að reisa 400 íbúða
hverfi á landi sínu, en það hverfi hef
ur ekki verið samþykkt af skipulags
yfirvöldum.
Vilja meira byggingarland
Morgunblaðið fjallaði ítarlega um
áhyggjur eigenda Selskarðs af nýj
um Álftanesvegi í tveimur greinum
á árunum 2000–2001. Þar kom með
al annars fram að eigendur Selskarðs
legðust gegn þremur veglínum sem
rætt hafði verið um í matsáætlun,
þar sem þær „stórskaði hagsmuni
eigenda.“ Síðar var lögð fram ný til
laga að veglínu sem kölluð var lína D
eða „sáttaleið“ en samkvæmt þeirri
áætlun færi nýi vegurinn hvergi inn
á land Selskarðsmanna nema þá
þar sem hann tengdist gamla vegin
um, sem liggur í gegnum land þeirra.
Framkvæmdir við gerð Álftanesvegar
byggja á þessari leið.
Þrátt fyrir að þessi leið hafi á end
anum verið verið farin eru eigendur
jarðarinnar þó ekki á eitt sáttir í dag.
Í umfjöllun Fréttablaðsins þann 27.
september var haft eftir þeim að nýr
Álftanesvegur myndi kljúfa verð
mætt byggingarland á jörð þeirra og
valda þeim fjárhagstjóni. Þessu hefur
Garðabær hins vegar neitað eins og
fram kemur í tilkynningu á vefsíðu
bæjarins: „[N]ýr Álftanesvegur er
ekki látinn kljúfa væntanlega íbúða
byggð sem er að öllu leyti fyrir sunn
an veginn.“
Ný tillaga þeirra er á þá leið
að fylgja eigi vegleið D í gegnum
hraunið, en að vegurinn liggi síð
an niður í fjöru í stað þess að tengj
ast gamla Álftanesveginum þar sem
hann liggur í gegnum land þeirra.
Þannig vilja eigendur losa meira
land við gamla veginn til byggingar
framkvæmda. Sendu eigendur sér
stakt minnisblað á innanríkisráð
herra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
vegna málsins.
Fleiri verðmæti
DV greindi frá því í vikunni að lög
maður eigenda Selskarðsjarðarinn
ar, Sigurður Kári Kristjánsson, hefði
fundað með Vegagerðinni á þriðju
dag. Ekki fengust upplýsingar hjá Sig
urði Kára eða Vegagerðinni um hvað
fundurinn snerist. Heimildir blaðsins
herma að málið snúist um ólíka túlk
un aðila á landamörkum, og hvort að
nýi vegurinn, skerði að einhverju leyti
framtíðarhagsmuni landeigenda.
Þó að eigendur Selskarðs hafi að
allega horft til þess að nýta landið
fyrir byggingalóðir, hafa þeir einnig
bent á að fleiri verðmæti séu í húfi.
Þannig sendi lögfræðingur þeirra
erindi sem tekið var fyrir á fundi
skipulagsráðs þann 5. febrúar 2002,
þar sem vísað var til þess að eigend
ur teldu sig eiga sandnámuréttindi í
Garðaholti: „Vísað er til bréfs, dags.
12. júlí 2002, sent til bæjarstjórnar
varðandi sandnámuréttindi eigenda
Selskarðs í Garðaholti.“
Þá sagði lögmaður eigendanna
í samtali við Morgunblaðið á sín
um tíma, að mögulega væri frekari
verðmæti að finna í landi Selskarðs:
„Þá segir Björn Erlendsson [lögmað
ur landeigenda, innsk. blm.] að fleiri
verðmæti séu í húfi því tilraunabor
anir bendi til þess að nýtanlegur
jarðhiti sé í landinu, sem nota megi
til að hita upp þá byggð sem reist
verði í landi Selskarðs.“ n
n Upplýsingafulltrúi Garðabæjar viðurkennir að hafa farið með rangt mál
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Rétt er að taka
fram að þann tíma
sem Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra sat í
skipulagsnefnd Garða-
bæjar vék hann ávallt sæti
þegar málefni jarðarinnar
Selskarðs voru á dagskrá.
Vék ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vék ekki af fundum skipulagsnefndar
Garðabæjar þegar fjallað var um Selskarðsland.
Bjarni Ben vék
Framkvæmdir Eigendur Selskarðs-
landsins eiga mikilla hagsmuna að gæta
þegar kemur að nýjum Álftanesvegi um
Garða-/Gálgahraun. Myndir SiGtryGGur Ari