Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Page 12
12 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryksuguúrval Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum 5.990,- Spandy heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki Drive ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 7.490,- Model-LD801 Cyclon ryksuga 2200W 8.990,- Varar við djöfullegri hugmyndafræði n Sakar Drekaslóð um að búa til falskar minningar n„Þetta er land fáránleikans“ G unnar Þorsteinsson setur Drekaslóð í samhengi við djöfla í pistli sem hann birti á netinu, auk þess sem hann sakar Thelmu Ásdísardóttur, ráðgjafa á Drekaslóð, um að búa til minningar í huga fólks og varar við starfseminni. Pistlar Gunnars um þessi málefni birtust á miðvikudag og fimmtudag, í tengslum við fyrirtöku á meiðyrða­ máli sem Gunnar höfðaði á hend­ ur Ástu Knútsdóttur, Sesselju Barð­ dal, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfustjóra Pressunnar, vegna ummæla þeirra þegar þær sökuðu Gunnar um kynferðisbrot. Gunnar krefst fimmtán milljóna í skaða bætur og afsökunarbeiðni. Málið var tekið fyrir í Héraðs­ dómi Reykjavíkur á miðvikudag. Þar fór Gunnar fram á lokað réttarhald og til vara fram á fjölmiðlabann, en kröfum hans var hafnað. Enda er meginreglan sú að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og ríkar ástæð­ ur þurfa að liggja fyrir til að vikið sé frá því. Lögmaður Ástu og Sesselju fór einnig fram á að Thelma fengi að gefa skýrslu við aðalmeðferð í mál­ inu, á þeim forsendum að þegar Thelma starfaði á Stígamótum árið 2007 hefði hún hitt konu sem sakaði Gunnar um kynferðisbrot. Árið 2008 hafi hún síðan hitt aðra konu sem bar svipaðar sakir á Gunnar. Auk þess hafi hún sinnt handleiðslu fyrir hluta hópsins sem steig fram opinberlega og sakaði Gunnar um kynferðis brot, eftir að þær höfðu sagt sögu sína í fjölmiðlum. Þar sem Gunnar héldi því fram að um upplognar sakir væri að ræða gæti Thelma varpað ljósi á málið. Því var hins vegar hafnað á þeim forsendum að hún væri ekki beinn aðili að málinu og Thelma mun því ekki bera vitni í því. Hlakkaði til að verjast Síðar þennan sama dag birti Gunnar pistil þar sem hann sagðist vera að koma úr dómþingi. „Nú, dómþingið í Reykjavík áðan fór vel. Það átti að leiða fram vott sem býr yfir þeirri hugmyndafræði að búa til minn­ ingar og kenna fólki að muna og rifja upp hluti sem aldrei hafa gerst. Það sjá allir að fá slíkt inn í réttarsal er fá­ dæma og þessi aðferðarfræði að búa til minningar, kenna fólki að segja ósatt, og annað í þeim dúr á sér ekki stað fyrir íslenskum dómi, sem betur fer.“ Sagðist hann þurfa að verja hend­ ur sínar þar sem harkalega hefði verið að honum sótt, hópur kvenna hefði borið á hann sakir og lagt fjöl­ skyldu hans í einelti með freklegum hætti. Hann hlakki því til að verjast. „Ég hef ekki fram að þessu haft mig í frammi um að verja mig í sjálfu sér. En nú mun það verða og ég verð að segja að það er tilhlökkun að fá að hreinsa sig af þessum ljóta áburði sem hefur verið borinn á mig. Og síð­ an að þessar barsmíðar á börnin mín og barnabörn, að þeim fari að linna. Þetta er ljótur leikur.“ Ljóst væri að einhverjir teldu sig hafa hagsmuna að gæta og þannig hefði málið allt verið búið til. „Það er búinn til vöndull af fólki sem er að segja sögur af ýmsu.“ „Búa til minningar“ Á fimmtudag birti Gunnar síðan annan pistil þar sem gekk enn harð­ ar fram gagnvart Thelmu og Dreka­ slóð. Gunnar talaði í nafni trúarinnar og þakkaði fyrir að fá nokkrar mín­ útur með áheyrendum til að deila Guðs orði. Hann ræddi síðan um vald óvinarins, hversu öflugt það væri og hvernig það tröllriði íslensku samfélagi. „Ritningin kennir okkur að óvinurinn hefur fjórar birtingar­ myndir, það er að segja satan, djöfull, höggormur og dreki. Þessar birtingarmyndir eru misskæðar en þeirra skæðust er drekinn, afl drek­ ans,“ segir Gunnar. „Þetta afl óvinar­ ins verkar með þeim hætti að það tekur hugsanir og hugrenningar og teygir úr þeim, skrumskælir og breyt­ ir og notar lygaanda til að blekkja í stórum stíl.“ Sagðist hann sjá það í umræðunni að oft væri erfitt að henda reiður á hvað væri rétt og rangt, því myndin væri svo skekkt. „Við vitum líka að margir Íslendingar glíma við erfiðar hugsanir, svo erfiðar að menn þurfa að leita sér hjálpar. Menn glíma við þunglyndi. Hvað er þunglyndi í raun? Oft er þunglyndi það að menn dvelja við einhverjar hugsanir, ein­ hvern viðburð og hann verður stór og risavaxinn og það kemst ekkert ann­ að á skjá hugans en það. Og menn falla í þessa gildru óvinarins að vera með hugsanir sínar læstar í einhverj­ um farvegi sem er óguðlegur og and­ kristilegur og þessu verðum við að gæta að. Nú, ég tek eftir því að samtök hér á höfuðborgarsvæðinu kalla sig Drekaslóðir. Það er merkilegt að menn skuli kenna sig við þetta ofur­ vald sem hefur það að hlutverki sínu að skekkja og brengla það sem kem­ ur upp á borðið. Ég veit að Dreka­ slóðir starfa eftir hugmyndafræði sem byggir á því að búa til minn­ ingar.“ Varaði við valdi drekans Í pistlinum ræddi Gunnar um bókina Courage to Heal, máli sínu til stuðn­ ings. „Þar er á ferðinni hugmynda­ fræði sem er, að ég má segja hér, bara djöfulleg. Hún byggir á því að rang­ færa og búa til og síðan að hneppa menn í fjötra eftir því. Þessi hug­ myndafræði olli gríðarlegum skaða víða í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar til menn sneru til varnar í sókn á hendur aðila sem byggja á þeirri hug­ myndafræði. Þetta eru algjör gervi­ vísindi, þetta er land fáránleikans.“ Að lokum varaði Gunnar við „valdi drekans“. „Það er hræðilegt. Látum ekki blekkjast, höldum huga okkar hreinum, látum Guðs orð hreinsa hugann og höfum það sem réttara er að leiðarljósi. Við eigum aðgang að sannleikanum, hann er í sinni Guðs og allir geta leitað sann­ leikans. Jesús er vegurinn, sannleik­ urinn og lífið.“ Talað niður til þolenda Thelma hafði hlustað á pistla Gunnars en sagði þá varla svara­ verða. „En auðvitað þykir mér vænt um Drekaslóð og er ekki ánægð með að hann líki Drekaslóð við djöfla­ starfsemi. Lýsingar hans á hug­ myndafræðinni og starfinu eru fjarri lagi. Enda veit ég ekki hvaðan hann telur sig hafa þessar upplýsingar því hann hefur ekki komið hingað og kynnt sér starfið. Ef hann hefði gert það þá vissi hann betur.“ Rétt er að taka fram að starf Dreka­ slóðar byggir ekki á þessari bók, sem er eins konar sjálfshjálparbók fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Starfið byggir á svokallaðri jafningjahug­ myndafræði, sem þýðir að allir sem koma að ráðgjöf og tilfinningalegri vinnu með fólki hafa sjálfir unnið úr afleiðingum ofbeldis og að þeir sem þangað leita ráða ferðinni sjálfir. „Í raun þá finnst mér hann tala mjög niður til þolenda kynferðisofbeldis og gera lítið úr því fólki sem kemur hing­ að þegar hann leyfir sér að fullyrða að mitt starf felist í því að planta lygum í huga fólks. Það hlýtur að hafa velgt honum verulega undir uggum að sjá að ég myndi hugsanlega bera vitni í þessu máli. En það er ekki hægt að taka orð hans alvarlega. Orð hans dæma sig sjálf. Mér finnst svona gaspur ábyrgðarlaust og jarða við það að vera hlægilegt, kjánalegt. Mér finnst bara athyglisvert að maður sem er í meiðyrðamáli skuli leyfa sér svona grófan rógburð á netinu.“ n Segir orðin dæma sig sjálf Thelma skilur ekki hvernig maður sem stendur í miðju meiðyrðamáli geti leyft sér slíkan rógburð á netinu, en orð hans dæmi sig sjálf. Mynd SigTryggur Ari Varar við valdi drekans Gunnar segir að samkvæmt ritningunni hefði óvinurinn fjórar birtingarmyndir, sem satan, djöfull, höggormur og dreki. Skæðast er afl drekans og í Dreka- slóð búi ráðgjafar til minningar. „Drekaslóðir starfa eftir hugmynda- fræði sem byggir á því að búa til minningar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.