Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 22
22 Fréttir 25.–27. október 2013 Helgarblað Berlusconi enn í bobba n Sagður hafa greitt næstum hálfan milljarð króna í mútur S ilvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítala, á ekki sjö dagana sæla. Nú sér hann fram á enn ein réttarhöldin. Í þetta skiptið er Berlusconi gefið að sök að hafa greitt þingmanni þrjár milljónir evra, eða ígildi hátt á fimmta hundrað milljóna ís- lenskra króna árið 2006, í mút- ur. Þingmaðurinn var meðlimur í meirihluta ríkisstjórnar Romano Prodi á þingi og var samkvæmt þessu gerður að auðmanni fyrir að svíkja flokkinn sinn og fella ríkis- stjórnina þáverandi. Það gerðist 2008 og leiddi til kosninga þar sem Berlusconi komst aftur að kjötkötl- unum. Þingmaðurinn, Sergio De Gregorio, játaði sök á miðvikudag og hlaut 20 mánaða fangelsisdóm. Sjálfur hefur Berlusconi haldið því fram að hann sé fórnarlamb einhvers konar áróðursherferðar dómarastéttarinnar. Hann hefur þó ekki tekið afstöðu opinberlega til þessa máls. Berlusconi hefur samtals hlotið tólf ára fangelsis- dóma undanfarið ár. Hann fékk fjögur ár fyrir skattsvik í október 2012, árs fangelsi fyrir að hafa lekið afritum af hlerunum lög- reglu í mars á þessu ári og sjö ára dóm fékk hann í sumar fyrir að hafa stundað kynlíf með ólögráða vændiskonu. Aðstoðarmaður Berlusconis, Valter Lavitola, er einnig ákærður í málinu. Hann hafði milligöngu um múturnar. Gert er ráð fyrir að rétt- arhöldin hefjist í febrúar, hver svo sem reyndin verður. n Hefur atvinnu af reykingum n Li Hui vinnur hjá tóbaksfyrirtæki og reykir 30 sígarettur á dag L i Hui hefur eytt lunganum úr 21 ári í reykingar. Hún hefur reykt 30 sígarettur, eða hálfan annan pakka, á dag í rúma tvo áratugi. Næst- um allan þennan tíma hefur Li unnið fyrir Heilongjiang-tóbaks- fyrirtækið í samnefndu héraði í norðaustur hluta Kína. Li lætur engan bilbug á sér finna, þó á undanförnum árum hafi skað- semi reykinga orðið ljósari með hverju árinu og að reykingar, sem og óbeinar reykingar, séu almennt litnar hornauga í kínversku sam- félagi. „Þetta er vinnan mín og mér líkar vel við hana,“ segir Li við Global Times. Hún er ekki sann- færð um skaðsemi reykinga. „Ég er við góða heilsu og hef þess utan ekki orðið vör við að neinn af þeim sem ég umgengst hafi orðið veikur af reykingum.“ Li er nokkuð þekkt í heima- héraði sínu eftir að hafa kom- ið fram í fjölmiðlum og talað um vinnuna sína. Þegar Global Times hafði samband við hana var hún hins vegar mótfallin því að koma í viðtal, þrátt fyrir að hafa nýver- ið komið fram í sjónvarpi þar sem hún talaði um starf sitt. „Ég vil ekki tala núna. Þetta er ekki rétti tíminn til þess. Þeim fer sífellt fjölgandi sem eru beinlínis á móti reyking- um.“ Hún hefur raunar notið að- dáunar fyrir dugnað sinn og elju, innan tóbaksgeirans, að því er fjöl- miðillinn fullyrðir. Þriðji hver reykingamaður Kínverji Vindlingaiðnaðurinn er hvergi stærri en í Kína. Eftirspurnin er enda mikil en í landinu búa 350 milljónir reykingamanna. Það er um 35 prósent allra reykinga- manna í heiminum. Li er ein af hundrað sem starfa við prófun á sí- garettum og er staðráðin í að halda áfram að starfa á þessum vett- vangi. Hún situr við skrifborð allan liðlangan daginn og reykir sem mest hún má. Hún andar djúpt að sér tóbaksreyknum, heldur hon- um niðri í svolitla stund, áður en hún blæs rólega frá sér. Hún leggur vandlega mat á bragðið og hvaða áhrifum hún verður fyrir þegar hún reykir hverja rettu. Eftir þrjá kröft- uga „smóka“ er sígarettan næstum upp urin og hún kveikir sér í nýrri. Stundum reykir hún meira en tvo pakka á einum vinnudegi. Má ekki nota farða Árið 1992 lauk Li efnafræðinámi við Heilongjiang-háskólann. Hún var reyklaus þegar hún fékk vinnu við R&D Center of Harbin Cigar- ette Plant en hefur viðurkennt að hún hafi verið á báðum áttum. Hún hafi hins vegar þurft á vinnu að halda og áróður gegn reyking- um í samfélaginu hafi verið hverf- andi. Fram kemur í grein Global Times að starfið henti næmum skilningarvitum kvenna betur en karla. Li megi hins vegar ekki, frekar en aðrar konur í þessum störfum, nota andlitsfarða, krem eða ilmvatn í starfi sínu. Allt slíkt geti haft áhrif á upplifun þeirra af sígarettunni. Þá má starfsfólkið ekki neyta þess matar sem það kýs. Kryddaður matur er á bannlista auk kaffis og fleiri matvæla. Við hestaheilsu Eins og nærri má geta er starfið nokkuð krefjandi og ekki fyrir hvern sem er. Li hefur í nokkur skipti reykt yfir sig, ef svo má að orði komast, og kastað upp eða fengið svima. Hún er hins vegar sögð við hestaheilsu og glímir ekki við neina sjúkdóma. Hún er dug- leg að taka inn vítamín og steinefni auk þess að borða hollan mat. Ekki er sömu sögu að segja um alla þá sem lagt hafa starfið fyrir sig. „Ég vakna oft upp með háls- inn fullan af slími og með óþægi- lega tilfinningu í öndunarveginum. Ég finn líka stundum til þyngsla í brjóstholi,“ er haft eftir starfsmanni sem hefur eftirnafnið Gao. En hvernig eru launin? Global Times segir að Li fái greitt um 100 þúsund krónur á mánuði. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Vitundarvakning í Kína Kínversk skóla- börn sitja fyrir á mynd í tilefni af baráttu- degi gegn reykingum. Í vinnunni Li segist hafa kastað upp og fengið svima í vinnunni. Eyðslubiskup leystur frá störfum Vatíkanið í Róm hefur leyst Franz- Peter Tebartz-van Elst, biskup í Hesse í Þýskalandi, frá störfum tímabundið. Ástæðan er óhóf- leg eyðsla biskupsins sem eyddi 31 milljón evra, eða um fimm milljörðum króna, í byggingu nýs biskupsseturs. Franz, sem fengið hefur viðurnefnið eyðslubiskup- inn eða lúxus-biskupinn í erlend- um fjölmiðlum, gekk á fund Franz páfa í vikubyrjun og á miðviku- dag var ákvörðun Vatíkansins til- kynnt. Ekki liggur fyrir hvort eða þá hvenær biskupinn snýr aftur til starfa en rannsókn mun fara fram áður en sú ákvörðun verður tekin. Málið þykir allt hið vandræðaleg- asta fyrir biskupinn sem einnig var sakaður um að hafa flogið á fyrsta farrými til að heimsækja fátæk börn á Indlandi. Alvöru byssa reyndist vera leikfangabyssa Lögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum skutu þrettán ára dreng til bana sem þeir töldu vera vopnaðan hríðskotabyssu. Síðar kom í ljós að aðeins reyndist um leikfangabyssu að ræða. Atvikið átti sér stað á þriðjudag og að sögn lögraeglu reyndu lögreglu- menn að fá drenginn til að láta vopnið frá sér. Þegar hann neit- aði skutu lögreglumenn nokkrum skotum að honum. Drengurinn var úrskurðaður látinn nokkrum mínútum síðar. Ókunnugur maður í líkkistunni Ættingjum Bandaríkjamannsins Jerry Moon var brugðið þegar þeir opnuðu líkkistu hans áður en hann var borinn til grafar á dögun- um. Í líkkistunni reyndist vera lík af öðrum manni. Fjölskyldan ætl- aði að berja Moon augum áður en hann yrði borinn til hinstu hvílu en að sögn bandarískra fjölmiðla var lík af 97 ára manni í kistunni. Sá hafði verið klæddur í fötin sem Moon átti að vera í. Í ljós kom að herfileg mistök höfðu átt sér stað á útfararstofu í bænum. Og til að bíta höfuðið af skömminni var þá þegar búið að brenna lík Moons sem var eitthvað sem Moon vildi alls ekki. „Við erum trúað fólk og það eina sem við vitum er að hann er í himnaríki núna,“ segir sonur Moons. Berlusconi sér fram á enn ein réttarhöldin. Hann gengur laus þrátt fyrir þrjá fangelsis- dóma undanfarið ár. Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.