Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Side 27
Þetta var alveg frábært Mistök sem kostuðu næstum líf ungrar konu Ég stend á rétti mínum og beygi mig fyrir valdinu Þorsteinn M. Baldvinsson um árshátíð Síldarvinnslunnar í Búdapest. – DVJón Gauti Jónsson í inngangi að bók sinni. – FjallabókinÓmar Ragnarsson þegar lögreglan handtók hann í Gálgahrauni. – DV Ríkisstjórnin svíkur aldraða Spurningin „Já klárt mál. Engin spurning.“ Benjamín Þorlákur Eiríksson 16 ára nemi „Ég satt best að segja veit það ekki.“ Dagur Rafn Ingvarsson 23 ára nemi „Já, mér finnst það.“ Áshildur Friðriksdóttir 17 ára nemi „Mín skoðun er sú að hún sé pínu spillt, en samt ekki í stórum dráttum.“ Sigurður Baldvin Friðriksson 16 ára nemi „Ég bara veit það ekki.“ Hermann Björgvin Haraldsson 17 ára nemi Er íslensk stjórn- sýsla spillt? 1 Lækni sleppt við refsingu vegna vanlíðunar Páll Sverrisson vill að þeir sem brutu á honum svari til saka. 2 Reið vegna rangrar sjúkdóms-greiningar Var greind með magakveisu sem reyndist vera einkirningasótt. 3 Ljósmyndasýning á enda-þörmum vekur eftirtekt Sýning í Portúgal sem er ekki fyrir viðkvæma. 4 „Tími sýklalyfja er liðinn“ Alvarleg sýklalyfjakreppa er yfirvofandi. 5 Bjarni vék af fundum vegna tengsla Eigendur höfðu áhyggjur af fjárhagstjóni og sendu minnisblað á innanríkisráðherra. 6 Öllum boðið til Búdapest Síldarvinnslan bauð 360 manns á árshátíð til Ungverjalands. Mest lesið á DV.is Sýnum þeim tærnar! É g tek þátt í knattspyrnuleik lífsins, ég reyni að fara eftir þeim leikregl­ um sem eru sannastar, réttastar og bestar. Ég heimta að mönnum sé sýnt rauða spjaldið ef þeir svindla. En ég verð oft fyrir aðkasti og á mig er ráðist vegna þeirra skoðana sem ég hef. Samt sem áður reyni ég að virða fólk þótt ég ráðist á skoðanir þess. Auðvitað er það þó svo, að stundum fara menn þannig að; hafa svo margar óheiðarlegar og óvið­ eigandi framkvæmdir á samviskunni, að ég leyfi mér ekki þann munað að hlífa þeim við árásum mínum. Þetta hefur þá með það að gera sem við mennirnir köllum „skynsemi“. Skynsemishugtakið er ekki alveg nýtt af nálinni, jafnvel þótt það sé lítið notað. Það er rakið til manns sem hét Þales og er af mörgum talinn faðir vestrænnar heimspeki. Hann setti skynsemina á oddinn og lét hugmyndir trúar og hindurvitna ekki raska ró sinni. Í meira en 2.600 ár hefur mannkynið leyft skynseminni að vera með, allavega alltaf annað slagið. Og þótt hugtakið þyki bæði loðið og teygjanlegt, verðum við samt sem áður að vona að skynsemin sé eitt af þeim tækjum sem við neyðumst til að styðjast við, ef við ætlum að bjarga mannkyninu frá glötun. Skynsemin ætti að vera nærtæk þegar við leikum okkur, þegar við björgum heiminum, þegar Guð blessar Ísland, þegar Sigmundur Davíð Oddsson er sigurvegari kosninga og þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu eygir von um að komast í úrslitakeppnina um sjálfan heimsmeistaratitilinn. Alltaf ætti skyn­ semin að flækjast fyrir. Við getum ráðist að öllu fólkinu sem kaus Framsókn og sagt það vera heimskt og illa gefið. En við getum einnig dustað rykið af skynseminni og sagt um þetta sama fólk, að það hafi í örvæntingu sinni reynt að grípa í það eina hálmstrá sem var hlaðið loforðum um réttláta lausn fyr­ ir hin svokölluðu heimili í landinu. Við getum sýnt þessu fólki meðaumkun og samúð, þegar við áttum okkur á því að Sigmundur Davíð Oddsson hafði aldrei í hyggju að standa við loforðin. Hann vildi bara halda áfram að nærast á þeirri spillingu sem um æðar hans hefur ávallt runnið. Og hann vildi líka styrkja íhaldið í sessi og leyfa Bjarna Ben að njóta þess að setjast á stjórnarbekkinn. Og svo hafa þeir báðir leyft sér sjálfum að fara inná leikvöll stjórnmálanna, þar sem þeir leika sér með þann bolta sem er fjöregg þjóðarinnar. Núna fáum við Íslendingar tveggja leikja umspil um sæti í lokakeppninni og við ætlum svo sannarlega að sýna and­ stæðingum okkar tærnar. Við ætlum að standa saman, öll sem eitt. Við ætlum okkur að komast áfram og við ætlum að sýna öllum hverjir eru bestir. En á sama tíma erum við með tvo strákhnokka í ríkis stjórninni; tvo óknyttagutta sem kunna ekki að skammast sín þótt þeir séu staðnir að verki við ótuktarhátt í hvert skipti sem þeir hreyfa sig. Reyndar ættum við öll að beita skynseminni og sýna þess­ um tveimur guttum tærnar; sparka þeim útaf vellinum og láta þá njóta afraksturs þeirra verka sem þeir hafa sjálfir unnið. Ef við leyfum skynseminni að opna augu okkar þá sjáum við sorann sem blasir við. Við munum sjá, að meira að segja vegaframkvæmdir njóta vinsælda hjá stjórnarherrum ef þeir sjálfir sjá í þeim persónulega hagnaðarvon. n Ef engum þarf að gefa grið og græðgi veldur meini; alltaf liggur íhaldið einsog dýr í leyni. S tærsta kosningaloforðið, sem núverandi stjórnarflokkar gáfu öldruðum og öryrkjum í síð­ ustu þingkosningum, var að kjaragliðnunin, sem þessir hópar urðu fyrir á krepputímanum, yrði leiðrétt strax kæmust þeir til valda. Á lands­ fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosn­ ingar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til saman­ burðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrj­ un 2009. Svipuð ályktun var sam­ þykkt á flokksþingi Framsóknar. Þar var eftirfarandi samþykkt: Lífeyr­ ir aldraðra og öryrkja verði hækkað­ ur vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum. Með kjaragliðnun er átt við, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekki hækkað samsvarandi og kaup láglaunafólks en tilskilið er í lögum, að svo skuli vera. Kjaragliðnunin ekki leiðrétt Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu, hvort fjárveiting til leið­ réttingar á kjaragliðnun lífeyrisþega yrði í fjárlagafrumvarpinu, einkum þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins var orðinn fjármálaráðherra og samþykkt lands­ fundar flokksins um leiðréttingu strax var afdráttarlaus. En það var ekki að finna eina krónu í frumvarpinu til leiðréttingar á umræddri kjaragliðnun. Það er því ljóst, að ríkisstjórnin ætlar að svíkja aldr­ aða um leiðréttingu á líf eyrinum. Lífeyrir þarf að hækka um 20% Hækka þarf lífeyrinn um a.m.k. 20% til þess að leiðrétta hann vegna kjaragliðnunarinnar. Kaup láglaunafólks hefur hækkað um 40% frá ársbyrjun 2009 en lífeyrir aldraðra (þeirra,sem búa einir og hafa aðeins tekjur frá TR) hefur aðeins hækkað um 17% á sama tíma. Öryrkja­ bandalag Íslands telur að hækka þurfi líf­ eyri öryrkja meira en 20% til þess að leið­ rétta hann að fullu vegna kjaraskerðingar krepputímans. Með því að hækka lífeyri um 20% nú væri aðeins verið að hækka hann í dag, mörgum árum síðar, til sam­ ræmis við hækkun, sem láglaunafólk hefur fengið fyrir mörgum árum og mest á fyrri hluta krepputímans. Í því fælist hins vegar engin leiðrétting fyrir liðinn tíma. Sumir frambjóðendur stjórnar­ flokkanna gáfu mjög róttækar yfirlýsingar um að leiðrétta þyrfti kjör aldraðra og ör­ yrkja til baka. Aðeins hluti skerðinga afturkallaður Ríkisstjórnin afturkallaði á sumarþinginu tvær skerðingar á kjörum lífeyris­ þega: Frítekjumark vegna atvinnu­ tekna var hækkað á ný úr 40 þúsund­ um á mánuði í 120 þúsund á mánuði og þeir, sem misstu grunn lífeyri sinn árið 2009 vegna greiðslna úr lífeyris­ sjóði, fengu hann á ný. Þessi afturköll­ un var góð svo langt sem hún náði en hún var því marki brennd, að hún kom aðeins þeim lífeyrisþegum til góða, sem höfðu tiltölulega góð kjör svo sem góðan lífeyrissjóð. Ekkert var gert fyr­ ir þá lífeyrisþega, sem illa voru stadd­ ir. Til dæmis afturkallaði sumarþingið ekki kjaraskerðingu þeirra, sem urðu fyrir barðinu á því að skerðingarhlut­ fall tekjutryggingar var hækkað 2009 úr 38,35% í 45%.Við það urðu 28.000 lífeyris­ þegar fyrir kjaraskerðingu. Fyrrverandi ríkisstjórn tekur hins vegar ómakið af núverandi stjórn í því efni: Lögin um skerðingarhlutfall tekjutryggingar falla sjálfvirkt úr gildi um næstu áramót. Þau voru tímabundin. Landssamband eldri borgara og Fé­ lag eldri borgara í Reykjavík hafa ítrekað ályktað að leiðrétta verði lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans. Þess er krafist, að staðið verði við kosningalof­ orðið í því efni og að það verði gert strax eins og lofað var fyrir kosningar. Það hef­ ur verið níðst á kjörum lífeyrisþega. Nú er komið að því að leiðrétta kjörin.n Rimmugýgur Þeir voru heldur vígalegir félagarnir í víkingafélaginu Rimmugýgi þegar ljósmyndari heimsótti þá á bardagaæfingu á dögunum. Mynd þoRRiMyndin Umræða 27Helgarblað 25.–27. október 2013 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Aðsent Björgvin Guðmundsson Formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík „Alltaf ætti skyn semin að flækjast fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.