Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 34
34 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað Kveikti óvart í kærastanum B laðamaður mælir sér mót við Eddu á Kaffitári í Borg- artúninu og ilmurinn af ný- löguðu kaffi leikur um vitin. Edda byrjar á því að segja frá því að hún sé búin að koma sér á hryllingsfæði eins og hún kallar það og sé rétt að hefja þriggja daga safakúr. „Ég lét draga mig í öfluga líkamsþjálfun þrisvar í viku og ég er sko mætt klukkan sjö á morgnana. Ég hefði aldrei getað trúað þessu,“ segir Edda um heilsuátakið með til- heyrandi mataræði. Er haldin sykurfíkn „Ég er hjá Sigrúnu Kjartansdóttur í World Class og hún lemur okkur áfram, viktar og mælir og bann- ar okkur að snerta mjólkurvörur, hveiti og sykur. Það er svo mikið af aukaefnum og hryllingi í þessu öllu, mjólk er líka bara fyrir beljur, eða kálfa þið vitið. Við eigum ekkert að vera að slurpa þetta í okkur. En það verður auðvitað tómlegt þegar búið er að taka brauðmeti og hvít- an sykur úr fæðinu,“ segir Edda sem segist verða hálf veik þegar hún „dettur í það“, eins og hún kallar það, og missir sig í sykuráti. „Ég er fíkill og ef mér þætti til dæmis áfengi yfirhöfuð gott þá væri ég líklega alkóhólisti. Ég fæ Edda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta leikkona Íslendinga, segist hlæja óspart að eigin óförum og safnar pínlegum atvikum í gleðibankann. Hún útskrif- aðist frá Bifröst í vor með próf í menningarstjórnun og heldur námskeiðið Húmor sem stjórnunartæki fyrir fyrirtæki. Svala Magnea Georgsdóttir ræddi við Eddu um húmor, sykurfíkn, Sólheima og kærastann sem hún kveikti næstum því í á fyrsta stefnumótinu. Svala Magnea Georgsdóttir svala@dv.is Viðtal Haldin sykurfíkn Edda segist verða hálf veik þegar hún „dettur í það“, eins og hún kallar það, og missir sig í sykuráti. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.