Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 41
„Einstaklega ánægjulegt að
fylgjast með barnaskaranum“
Óvitar
Leikstjóri: Gunnar Helgason
Menning 41Helgarblað 25.–27. október 2013
„Žižek er hér í essinu sínu“ „Brjáluð ást“
The Perverts
Guide to Idealogy
Leikstjóri: Sophie Fiennes
Blue is the
warmest color
Leikstjóri: Abdellatif Kechiche
Svona hljómaði
framtíðin árið 1974
E
f þú hefur ekki heyrt um
Kraftwerk, þá hefurðu samt
örugglega heyrt í þeim. Eða
í einhverju sem líkist þeim
mjög. Fjórmenningarnir
þýsku í rauðu skyrtunum hafa ef til
vill aldrei náð sömu vinsældum og
Bítlarnir, en líklega hafa fáir haft jafn-
mikil áhrif á rokksöguna síðan fjór-
menningarnir frá Liverpool síðast
komu saman. Og áhrifa þeirra gætir
ekki síst uppi á Íslandi.
Á fyrstu áratugum rokksins ferð-
uðust straumarnir fram og aftur yfir
Atlantshafið, en áttu nánast alltaf
upptök sín í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Fyrsta bylgjan var ættuð frá
Suðurríkjum Bandaríkjanna með
Elvis í fararbroddi, en á 7. áratugnum
tóku Bretar í Liverpool og London
við boltanum. Undir lok áratugarins
færðist meginþunginn yfir til Kali-
forníu með síðhærðu sýrurokki, en
í upphafi þess 8. urðu Bretar aftur í
fararbroddi með glamrokki Bowie og
Bolan og progrokki Genesis og Pink
Floyd. Meginland Evrópu hafði lítil
áhrifa á meginstraumana. Frakkar
héldu fast í sína Chanson-hefð sem
með stórbrotnum textum á frönsku
hentaði illa til útflutnings. En á með-
an menn í London og New York voru
uppteknir við að uppgötva sitt hvora
grein pönksins í skugga diskóbylgj-
unnar um miðjan 8. áratuginn, voru
merkilegir hlutir að gerast í Þýska-
landi.
Engin eiturlyf, aðeins munkar
Við lok seinni heimsstyrjaldar var
Þýskaland hernumið af Bretum,
Bandaríkjamönnum og jafnvel
Frökkum líka. Menningaráhrif frá
herstöðvunum ultu inn þar eins
og hér árin á eftir, en margir í stúd-
entahreyfingum 7. áratugarins höfn-
uðu þessum áhrifum. Það var helst
hljómsveitin The Monks, saman sett
af bandarískum hermönnum sem
rökuðu höfuðið á sér eins og munkar
og gengu um með snörur um háls-
inn og spiluðu undarlega endur-
tekningarsama tónlist, sem nutu vin-
sælda í Þýskalandi og hvergi annars
staðar.
Árið 1968 var fyrsta raunverulega
rokkhátíðin haldin þar í landi í Essen,
og þó menn væru undir nokkrum
áhrifum frá bæði sýrurokki og proggi
var tekin meðvituð ákvörðun um að
ekki aðeins hafna eiturlyfjum sem
áhrifavaldi heldur einnig rokktónlist
sem slíkri. Í staðinn var sótt í djass og
nútímaklassík og allt gert til að fara
sínar eigin leiðir. Útkoman varð hin
svonefnda krautrock-stefna, sem átti
eftir að hafa áhrif langt út fyrir land-
steinana.
Meðal helstu forvígismanna
hennar voru Tangerine Dream frá
Vestur-Berlín, Can frá Köln (söngv-
arinn Damo Suzuki kom fram á RIFF
í fyrra) og Kraftwerk frá Düsseldorf.
Þeir Florian Schneider og Ralf Hütter
kynntust í tónlistarskóla og gáfu út
þrjár afar tilraunakenndar plötur
undir nafni Kraftwerk á árunum
1970–73. Árið 1974 var hljómsveitin
orðin að kvartett sem spilaði á hin
ýmsu hljóðfæri og höfðu þeir nú fíns-
lípað hið sérkennilega, vélræna sánd
sitt. Útkoman varð platan Autobahn,
sem sló víða í gegn og komst meira
að segja inn á topp fimm í Bandaríkj-
unum.
Krautrokkið kemur til Íslands
David Bowie lagði við hlustir og
flutti í kjölfarið til Þýskalands. Hann
bauð hljómsveitinni að hita upp
fyrir sig en hún hafnaði því, og í stað-
inn samdi hann lagið V-2 Schneider,
sem er nefnt í höfuðið á forsprakka
Kraftwerk annars vegar og flugskeyt-
um Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld
hins vegar, svo mikla sprengingu taldi
hann Kraftwerk vera. Bowie og sam-
starfsmaður hans Brian Eno áttu stór-
an þátt í að breiða út fagnaðarerindi
krautrokksins á Berlínarárum sínum,
en það voru fleiri sem fylgdust með.
Einar Melax, sem var meðlimur í ís-
lensku pönksveitunum Van Houten‘s
Kókó, Kukl og síðar Sykurmolunum,
segir að eitt af því sem hafi aðskilið
pönkkynslóðina frá fyrri kynslóðum
íslenskra tónlistarmanna sé að áhrifa-
valdar hennar hafi ekki aðeins verið
breskir og bandarískir, heldur einnig
þýskar hljómsveitir á borð við einmitt
Tanger ine Dream, Kraftwerk og Can.
Segja má að áhrif Kraftwerk séu alltu-
mlykjandi í myndinni Rokk í Reykja-
vík, í vélrænum hreyfingum sumra
tónlistarmanna og ekki síst í laginu
Creeps með Q4U. Ekki síður hafa þeir
haft áhrif á seinni tíma hljómsveitir
hérlendis, eins og heyra má til dæmis
í Apparat Organ Quartet.
Í kjölfar Autobahn gaf Kraftwerk
út plöturnar Radio-Aktivität, Trans-
Europa Express og Die Mensch
Maschine, sem báru hróður þeirra
víða um meginlandið og Bret-
landseyjar. Í kjölfarið fylgdi þriggja
ára hlé, en hljómsveitin sneri aft-
ur með plötunni Computerwelt
árið 1981. Tónlist þeirra varð æ að-
gengilegri og fór í fyrsta sætið í Bret-
landi, en á sviði létu þeir stundum
gínur standa á sviðinu í stað þeirra
sjálfra. Þær hljómsveitir sem spruttu
upp í kjölfar pönksins lögðu margar
hverjar rafgítarana til hliðar og sóttu
í tölvur í staðinn. Þegar níunda plata
Kraftwerk, Techno-Pop, kom út árið
1986 voru þeir ekki lengur að spila
tónlist framtíðarinnar. Hún var orðin
tónlist samtímans.
Kraftwerk munu spila á Airwaves
næstkomandi helgi, ásamt Apparat
og mörgum, mörgum fleirum. n
n Áhrif Kraftwerk mikil á Íslandi n Spila á Airwaves
Tónlist
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Áhrifamiklir Fjórmenningarnir þýsku í rauðu
skyrtunum hafa ef til vill aldrei náð sömu
vinsældum og Bítlarnir, en líklega hafa fáir haft
jafnmikil áhrif á rokksöguna síðan fjórmenn-
ingarnir frá Liverpool síðast komu saman.
Eins og munkar
Nutu vinsælda í Þýskalandi
og hvergi annars staðar.
Þ
ann 30. október er ekki úr
vegi að fá sér heitt súkkulaði
á Mokka á Skólavörðustíg.
Þá verður opnuð ljósmynda-
sýning Jóhanns Hansen, Dýrðin
litin á ný. Fyrir 25 árum, í mars
1988, héldu Sykurmolarnir tón-
leikana Dýrðin kvödd á Hótel Ís-
landi. Nafn tónleikanna vísaði í
bandaríska skemmtikraftinn og
klæðskiptinginn Harris Glenn Mil-
sted, sem var betur þekktur undir
sviðsnafninu Divine, en hann hafði
andast tveimur vikum fyrr. Ljós-
myndarinn Jóhann fékk greiðan
aðgang að tónlistarmönnum á
sviðinu og úr varð hin forvitni-
legasta ljósmyndasería. n
Sykurmolar á Mokka
Vildi vinna í líkhúsi
n Steinar Bragi um tortryggilegan áhuga á dauðanum og Reimleika í Reykjavík
svolítið neikvæð á að draugar
væru enn hér mikið að hanga í
tilteknum byggingum.“
Margar draugasögur
Steinari Braga og Rakel tókst þó
að hafa upp á þó nokkrum draug-
um eftir ýmsum krókaleiðum.
„Við náðum að safna hátt í 100
sögum. Margar þeirra voru at-
vikasögur, þar sem einn heyrir
brak, heyrir píanóspil eða ann-
að slíkt. En við vorum meira að
leita að einhverri framvindu,
við vildum geta rakið uppruna
draugsins og tengingu hans við
húsið. Það tókst en svo þurfti að
skreyta sögurnar svolítið þótt að
þær væru byggðar á sönnum at-
burðum. Við reyndum að finna
sögur sem eru ekki þekktar og
raunverulega hrollvekjandi og
blása lífi í þessa hefð.“
En hefur Steinar Bragi séð
draug? „Nei. Ég hef ekki séð
draug. En ég hef trú á fólki og
verð mjög forvitinn þegar fólk
segir mér frá reynslu sinni.“ n