Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 44
44 Lífsstíll 25.–27. október 2013 Helgarblað Alíslenskur sófi Þorkels n Sófinn heitir Nátthagi og verður til sölu í Epal Þ orkell Gunnar Guðmunds- son, húsgagna- og innan- hússarkitekt, er hönnuð- urinn á bak við alíslenskan sófa sem verður til sölu í Epal í lok október. Sófinn ber nafnið Nátt- hagi og er íslensk smíði og bólstr- un. Þorkell Gunnar á langan hönnunarferil að baki á sviði hús- gagna og innréttinga og kveðst hann hafa unnið að sófanum frá því í fyrravetur. „Ég hef verið að huga að þess- um sófa frá því í mars í vetur og vildi með honum reyna að koma með eitthvað nýtt,“ sagði Þorkell. Í nýja sófanum koma greini- leg fingraför Þorkels fram þar sem hann vinnur alltaf með grunn- formin, hringinn, ferninginn og þríhyrninginn. Yfir sófanum býr mikill léttleiki og er hann þeim kostum gæddur að geta verið bæði tveggja- og þriggjasæta, en fólk getur valið hvort það sé með tvo eða þrjá púða í bakinu. Eins og fyrr segir er sófinn alíslenskur, en Ingibjörg Vigdísardóttir smíðaði grindina og Loftur Pétursson sá um bólstrun. Kynning á Nátthaga fór fram á fimmtudaginn í verslun Epal í Skeifunni. ingosig@dv.is Hvatti dóttur sína n „Var voða spenntur fyrir þessu“ n Eva Laufey með nýjan þátt E va Laufey Kjaran Her- mannsdóttir, sem heldur úti matreiðslublogginu Evalaufeykjaran.com, frumsýndi á dögunum fyrsta matreiðsluþátt sinn sem ber heitið Í eldhúsinu hjá Evu. Þættirn- ir verða sýndir á mánudagskvöld- um á Stöð 3 í vetur. Sjálfsmenntuð Eva Laufey segir í samtali við DV að nokkur þúsund manns heim- sæki bloggsíðuna daglega en hún hefur haldið henni úti í þrjú ár. „Ég ætlaði ekki að vera með matar- blogg upphaflega en það þróað- ist þannig þar sem matur er mikið áhugamál hjá mér. Það ríkir mik- il ástríða fyrir mat í fjölskyldunni og mamma er mjög góður kokkur. Hún hefur kennt mér það sem ég kann og það eru margar góðar fyr- irmyndir í fjölskyldunni,“ segir Eva Laufey en hún segist læra mikið á því að prufa sig áfram sjálf í eld- húsinu og eru kökur og kræsingar í sérstöku uppáhaldi. Pínu kvíðin Tökur á matreiðsluþáttunum standa enn yfir og miðar þeim vel áfram. „Ég er voða spennt fyrir þessu en líka auðvitað pínu kvíð- in. Ég er samt með svo góðan tökumann þannig að ég hef lítið fundið fyrir sviðsskrekk. Það er auðvitað skrýtið að hafa mynda- vélar og ljósabúnað inni í eldhús- inu en svo venst maður því bara. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu. Það er búið að vera mjög gaman að fá tækifæri til að gera það sem manni finnst skemmti- legast að gera.“ Fékk góða hvatningu Einn af þeim sem hvöttu Evu Lauf- eyju til að fylgja draumi sínum eftir var faðir hennar, Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaðurinn ástsæli sem þjóðin sá á bak í sum- ar. „Mig langaði voða mikið að prófa þetta og ræddi hugmynd- ir mínar meðal annars við pabba minn. Hann stakk upp á því að ég myndi senda inn tillögur mínar með áherslu á hvernig þætti mig langaði til að gera sjálfri. Ég gerði það og við tókum síðan prufuþátt í apríl en svo var ákveðið núna í haust að við myndum gera átta þætti fyrir jól. Honum fannst þetta mjög spennandi sjálfum. Ég er líka mjög þakklát fyrir að hafa haft svona góða lesendur því annars Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is hefði ég ekki getað fengið tæki- færi til að gera þættina,“ segir Eva Laufey að lokum. n Eva Laufey Kjaran „Það ríkir mikil ástríða fyrir mat í fjölskyldunni,“ segir Eva Laufey sem er sjálfmennt- uð í matgerðarlist. Sósan ljúfa n 1 msk. ólífuolía n 2–3 hvítlauksrif, marin n 1/2 laukur, smátt skorinn n 2 dósir hakkaðir tómatar n 4 dl vatn n 1/2 kjúklingateningur n 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð n 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð n 1 tsk. agave-síróp n salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1–2 mínútur. Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. Kjötbollur n 500 gr nautahakk n 1 dl brauðrasp n 1 laukur, smátt skorinn n 3 hvítlauksrif, marin n 3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð n 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð n 2 msk. rifinn parmesan-ostur n 1 egg létt pískað n salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið í litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið að malla við vægan hita í 15–20 mínútur. Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en þið getið auðvitað notað hvaða pasta sem þið viljið. Sjóðið spagettíið samkvæmt leið- beiningum á pakkanum. Setjið spagettíið í fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum parmesan-osti yfir, alls ekki spara þennan dásamlega ost. Þið getið auðvitað borið réttinn fram með salati en mér finnst hann í raun bestur einn og sér með góðu brauði, helst hvítlauksbrauði. Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með sósu „Það ríkir mikil ástríða fyrir mat í fjölskyldunni og mamma er mjög góður kokkur. Nátthagi Hægt er að ráða því hvort sófinn sé með tvo eða þrjá sætispúða. Snigla-andlits- bað nýjasta æðið Ný japönsk snyrtimeðferð vekur heimsathygli enda ansi óvanaleg. Sniglar eru látnir skríða um andlit kvenna í þeim tilgangi að auka feg- urð og æsku húðar. Snigla-andlits- bað á að hafa afar styrkjandi áhrif á húðina og samkvæmt fréttum af meðferðinni skilja sniglarnir eftir sig slímuga slóða sem eru kokkteill prótína, andoxunarefna og ávaxta- sýra. Slímkokkteillinn á að auka raka, minnka bólgur og fjarlægja dauðar húðfrumur. Snyrtistofan er staðsett í Tókýó, nánar tiltekið í Ebisu- hverfi borgarinnar. Heilsusam- legar hnetur Hnetur eru afbragðskostur fyrir þá sem vilja grenna sig eða bæta heils- una. Þær innihalda fjölmörg nær- ingarefni, heilbrigða fitu og prótín. Í hnetum er afar góðar Omega-3 fitu- sýrur sem hafa góð áhrif á heilsuna, lækka kólesteról og styrkja beinin. Þær eru líka ríkar af amínó-sýr- um sem byggja upp ónæmiskerfið og stuðla að því að sár gróa hraða. Þá innihalda hnetur bæði góðar trefjar og E-vítamín sem er gott fyrir frumurnar og heilbrigða húð. Það má nota hnetur á ýmsa vegu. Möndlur má nota í heilsu- drykki og öllum hnetum má breyta í smjör og nota í álegg, valhnetur og Brasilíuhnetur má baka í orkust- angir og þá er gott að hafa hnetur og rúsínur í litlum poka þegar hungur gerir vart við sig. Vinsæll á Trip Advisor Veitingastaðurinn Kryddlegin hjörtu hefur aukið við sig og opn- að nýjan stað undir sama nafni á Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Eigandi staðarins, Íris Hera Norðfjörð, seg- ist í samtali við DV hafa rekið stað- inn á Skúlagötunni allt frá árinu 2008 og segist ánægð með að hafa náð að halda staðnum gangandi í gegnum efnahagshrunið. Stað- urinn sé með afar háa einkunn á Tripadvisor.com og að stríður straumur ferðamanna sæki í stað- inn. „Við erum búin að tróna í efstu sætum á Trip Advisor síðastliðin ár allt frá sjötta sæti upp í annað sæti. Við erum núna í þriðja sæti af um 250 veitingastöðum í Reykjavík,“ segir Íris Hera í samtali við DV. Viðskiptavinirnir halda von- andi áfram að streyma inn á stað- inn og ánægðir út en Íris Hera seg- ist styðja sig við Feng Shui-fræði þegar kemur að því að skapa sérs- taka stemningu á veitingastaðnum. Fékk hún sérstakan innanhússráð- gjafa með sérhæfingu í Feng Shui til að vinna rétt úr straumunum í húsinu fyrir breytingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.