Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2013, Qupperneq 52
Í vikunni bárust fregnir af því að tónlistarmaðurinn Kanye West hafi beðið Kim Kardashian á af- mælisdegi raunveruleikastjörn- unnar. Fjölskylda og vinir voru viðstödd og bar Kanye spurninguna örlagaríku upp í borginni San Fransisco. Kim á að hafa tekið bón- orðinu á staðnum. Kanye og Kim fóru að stinga saman nefjum í apríl 2012. Fjöl- skylda Kim hefur frá upphafi sam- bandsins stutt við bakið á þeim og bera tónlistarmanninum umdeilda góða söguna. Á gamlársdag sama ár tilkynnti parið að Kim ætti von á stelpu á nýju ári. Stúlkan kom í heiminn 15. júní og var skírð North West. Upphaflega reis frægðarsól Kim þegar kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar, söngvar- anum Ray-J, lak á netið. Í ágúst 2011 giftist Kim körfuknattleiksmannin- um Kris Humphries en skömmu síð- ar fór allt í háaloft og skilnaður þeirra var staðfestur í júní 2013. Kanye West þekkja flestir tónlistar unnendur. Plötur kappans hafa slegið í gegn og sérstaklega má nefna plötu hans My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem hann gaf út árið 2010. Framkoma og hegðun Kanye hefur oft komið honum í klandur, en frægt er þegar hann tók míkrófóninn á MTV-tónlistarmynd- bandaverðlaununum árið 2009 og sagði að Beyoncé ætti sigurinn frekar skilinn en Taylor Swift, sem vann til verðlauna. Athyglisvert verður að fylgjast með stórstjörnunum tveimur ganga í það heilaga, með nýfætt barn undir arminum. n ingosig@dv.is 52 Fólk 25.–27. október 2013 Helgarblað Ronaldo og Chai í eina sæng K nattspyrnustjarnan Crist- iano Ronaldo, 28 ára, mun kynna nýja nærbuxna- línu sína 1. nóvember. Yfir- hönnuður nærbuxnanna er Ric- hard Chai og sér danska fyrirtækið JBS Textile Group um framleiðsl- una. Richard Chai er amerískur tískuhönnuður og starfaði hjá Marc by Marc Jacobs áður en hann gaf út eigin línu, sem er fyrir bæði kyn. Ronaldo og Chai hafa unnið hönnunina í sameiningu, en Ron- aldo kom að heildarhönnuninni, litunum og efninu sem notað verð- ur í nærbuxurnar. Ronaldo hefur getið sér gott orð á knattspyrnuvellinum undanfar- inn áratug, fyrst með enska stór- liðinu Manchester United og síðar með stjörnum prýddu liði Real Madrid. Einnig ber hann fyrirliða- band Portúgals. Hann er á samn- ingi hjá bandaríska íþróttavöru- merkinu Nike, þar sem hann er eitt af stóru andlitum fyrirtækisins, og hefur síðast- liðin ár tekið þátt í að hanna eig- in fatalínu og knattspyrnuskó undir merkjum fyrir tækisins. Í vik- unni kom út ný lína, en geimur- inn er þemað að þessu sinni og má líta stjörnubjart- an himingeiminn á nýjum knattspyrnu- skóm kappans. n ingosig@dv.is „Kimye“ trúlofuð n Bað hennar að viðstöddum fjölskyldu og vinum n Kim gott sem nýskilin n Hanna nærbuxnalínu saman topp 5 Leikkonur með stór nef 1 Barbara Streisand Trónir á toppnum með virðulegt og stórt nef sitt sem hefur ekki aftrað henni frá því að verða stjörnuleikkona í Hollywood. Hún hefur einnig slegið í gegn sem söng- kona og leikið í óteljandi söngleikjum. 2 Sarah Jessica Parker Gerði stór og stæðileg nef að tískufyrirbæri í sjónvarps- þáttunum Sex and the City. Núverandi nef er þó talsvert minna en fyrir um 20 árum áður en leikkonan lagðist undir hnífinn vegna utanaðkomandi þrýstings. 3 Penelope Cruz Það er erfitt að taka eftir því að nef þokkagyðjunnar sé nokkrum númerum stærra en gengur og gerist, enda hefur Penelope ekki veitt umræðunni sérstaka athygli og lifir sátt með sitt. 4 Sofia Coppola Er margverð-launaður kvikmyndaleikstjóri og yrði eflaust óþekkjanleg ef nefstærð yrði raskað. Kannski erfði hún nef sitt frá föður sínum Francis Ford Coppola sem einnig er goðsögn í kvik- myndagerðarlistinni. 5 Jennifer Aniston Viður-kennir í dag fúslega að hafa lagst undir hnífinn í leit sinni að hinu fullkomna nefi en þrætti þó fyrir það lengi vel og hélt því fram að nefið væri eðlilegt. Það getur verið erfitt að útskýra nef sem fer minnkandi með aldrinum. Frægt atvik Kanye West truflar Taylor Swift á MTV-verðlaunun- um árið 2009. Geislandi fegurð Kim Kardashian þykir stór- glæsileg vestanhafs. Hress Kanye West og Kim Kardashian á góðri stundu. Mynd REX USA Stjörnupar Miðlar vestan hafs flytja stöðugar fréttir af stjörnuparinu. Töffari Ronaldo er vinsæll og veit af því. Flinkur Richard Chai þykir flinkur hönnuður Mynd RicHARdcHAilovE .coM Óþekkjanlegur Gyllenhaal Leikarinn Jake Gyllenhaal var algjörlega óþekkjanleg- ur á Annual Hollywood Film Awards á mánudaginn. Hann ákvað að létta sig fyrir hlutverk sitt í myndinni Nightcrawler en í henni leikur hann blaðamann sem finnur hættulegan heim neðanjarðar í Los Angeles. Hann segist sjálf- ur hafa viljað hafa persónu sína svona granna og aðspurð- ur hvernig hann hafi farið að þessu sagði hann að hlutverk- ið væri honum mikilvægt. „Ég elska þessa mynd og það er þannig sem ég fór að þessu. Ég notaði enga tækni við þetta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.