Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 2
Helgarblað 13.–16. desember 20132 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Bæta aðgengi á Hverfisgötu Á fimmtudag var unnið við að malbika hjólastíga fyrir framan Bíó Paradís á Hverfisgötu og í dag, föstudag, verður sandað og þjapp­ að yfir snjóbræðslulagnir svo veg­ farendur eigi greiðari aðgang að verslun og þjónustu á Hverfisgötu. Í tilkynningu frá Reykjavíkur­ borg kemur fram að í dag verði opnað fyrir bílaumferð af Lauga­ vegi niður Vatnsstíg og áfram niður Hverfisgötu. Verslunarmenn hafa gagn­ rýnt borgina fyrir seinkun fram­ kvæmda en til stóð að þeim lyki í nóvember. Það gekk ekki eftir af ýmsum ástæðum svo sem sein­ legri lagnavinnu. Framkvæmdir eru styst á veg komnar á gatna­ mótum Hverfisgötu og Frakka­ stígs en þar var orðið við óskum um að hefja framkvæmdir síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eðli­ lega seinkar verklokum í samræmi við það og endanlegum frágangi á þessum gatnamótum lýkur ekki fyrr en í janúar. Gönguleiðum verður haldið opnum um fram­ kvæmdasvæðið. Hanna Birna og Katrín tókust á n Forystufólk í stjórnmálum fundaði um stöðu kvenna n Engin niðurstaða H itafundur var í ráðherra­ bústaðnum síðastliðinn miðvikudag og tókust Hanna Birna Kristjáns­ dóttir innanríkisráðherra og Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, meðal annars á á fundinum. Efni fundarins var staða kvenna í stjórnmálum en hann var boðaður af þeim Hönnu Birnu og Eygló Harðardóttur félags­ málaráðherra. Forystumönnum stjórnmálaflokka var boðið á fund­ inn sem fram fór á sama tíma og hitafundur í þingsal. Áttu að kvitta undir ályktun Rétt fyrir fundinn voru send út drög að ályktun sem til stóð að sam­ þykkja. Drögin gengu út á að for­ ystumenn flokkanna samþykktu að hvetja konur til þátttöku í stjórn­ málum. Samkvæmt heimildum DV var Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, allt annað en sáttur við þessi ályktunardrög og talaði um að kynjakvótar hefðu verið það sem skilaði jöfnu hlut­ falli kynjanna á framboðslistum. Hann gæti ekki skrifað undir álykt­ un sem þessa verandi formaður í femínískum flokki. Við þetta var Hanna Birna ekki sátt, samkvæmt heimildum DV, og gagnrýndi Árna Pál fyrir karllæga nálgun á málið. Katrín var hins vegar ekki sátt við þá gagnrýni Hönnu Birnu og svaraði henni fullum hálsi. Heimildir DV af fundinum herma líka að minnst þrjár kon­ ur hafi lýst sig efnislega sammála Árna Páli og Katrínu á fundinum; þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sigrún Magnús­ dóttir. Sú fyrsta tilheyrir Sjálfstæð­ isflokknum en hinar tvær Fram­ sóknarflokknum en hvorugur flokkanna hefur reglur um kynja­ kvóta við röðun á lista. Sigrún, þingflokksformaður Framsóknar­ flokksins, mun hafa sagt að ályktun­ in og málflutningur Hönnu Birnu væri sá sami og þegar hún byrjaði í stjórnmálum fyrir þrjátíu árum. Ekkert varð af samþykki Fundurinn endaði án þess að álykt­ unin væri samþykkt. Bæði Katrín og Árni Páll fóru af honum áður en honum lauk en á sama tíma var fundur á Alþingi. Ekki voru allir for­ menn sem sáu sér fært að mæta en hvorki Sigmundur Davíð Gunn­ laugsson, formaður Framsóknar­ flokksins, né Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, voru á fundinum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir kynjahlut­ föll á listum og í störfum fyrir flokk­ inn. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosn­ ingar röðuðust þrír karlmenn í efstu þrjú sæti listans og þrír karlar úr Framsóknarflokknum eru á ráð­ herrastól á meðan aðeins ein kona úr flokknum er það. Bæði Vinstri græn og Samfylkingin hafa hins vegar um árabil beitt kynjakvóta til að jafna hlutföll kynja á listum hjá sér en sjaldan hefur komið til þess að breyta þurfi þeim reglum undanfarin ár. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Boðaði fundinn Hanna Birna og Eygló boðuðu til fundarins í ráðherra- bústaðnum. Flokkar þeirra beggja hafa verið gagrýndir fyrir kynjahalla. Nóg boðið Katrín var ekki sátt við gagn- rýni Hönnu Birnu á formann hennar og sagði forystuna sammála – Árni Páll væri ekki að bara að lýsa sinni persónulegu skoðun. Landsvirkjun verst spillingu Landsvirkjun hefur undirritað viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, og bætist þar með í hóp átta þúsunda fyrirtækja og stofnana sem ritað hafa undir ábyrgðina. Með þessu skuldbind­ ur Landsvirkjun sig til að virða og innleiða tíu reglur um mann­ réttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu. „Landsvirkjun hefur frá stofn­ un lagt mikla áherslu á samfé­ lagslega ábyrgð fyrirtækisins. Með undirritun Global Compact tökum við enn eitt skrefið og von­ umst til þess að aðildin styðji okkur í því að gera áherslur og aðgerðir okkar enn sýnilegri og markvissari,“ segir Hörður Arnar­ son, forstjóri Landsvirkjunar. Hver er hetja ársins? DV óskar eftir tilnefningum um hetjur frá lesendum Á hverju ári útnefnir DV hetju ársins og verður árið í ár engin undantekning. Við leitum að tilnefningum frá lesendum um einstaklinga sem hafa unnið hetjudáð á árinu sem senn er að líða. Þetta verður í sjötta sinn sem hetja ársins verður út­ nefnd af lesendum og dómnefnd DV. Tilnefningar má senda á net­ fangið hetjaarsins@dv.is. Tekið verður á móti tilnefningum næstu daga og síðan farið yfir þær af sér­ stakri dómnefnd sem einnig getur bætt við tilnefningu. Niðurstaðan verður svo birt á vefsíðu blaðsins, DV.is, þar sem fólki gefst færi á að skoða hverjir tilnefndir hafa verið. Kosning verður svo um hver af þeim tilnefndu hlýtur útnefninguna. Við hvetjum lesendur til að til­ nefna þá sem þeir telja hafa unnið hetjudáð á árinu en tekið er á móti öllum tilnefningum. Gott er ef stuttur rökstuðningur fylgir til­ nefningunni en nóg er að senda inn nafn þess sem tilnefndur er.  Á síðasta ári útnefndu lesendur DV baráttukonuna Hildi Lilliendahl sem þótti hafa sýnt mikinn kjark og elju í jafnréttismálum. Árið áður var það Ólafur Karl Óskarsson, þriggja ára drengur, sem var valinn hetja ársins en barátta hans við veikindi allt frá fæðingu þótti hetjudáð. Það verður hins vegar undir lesendum komið hver verður hetja ársins  2013. n Hetjan í fyrra Hildur Lilliendahl var hetja ársins í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.