Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Side 28
Helgarblað 13.–16. desember 201328 Lífsstíll Þ egar Hildur Halldórsdóttir var í fæðingarorlofi, fannst henni fæða sín vera helst til ein- hæf. „Þá byrjaði ég að prufa mig áfram með þetta – með misgóðum árangri,“ segir hún en fyrir skemmstu kom út bókin Heilsudrykkir Hildar. Í bókinni er að finna um fimm- tíu uppskriftir af heilsudrykkjum. Hild- ur vildi að bókin væri þægileg í eldhús- ið. Bókin er því í litlu, en þykku broti og auðvelt er að þurrka af síðunum ef eitthvað hellist á þær eða skvettist, eins og oft vill gerast. Hún tók svo sjálf allar myndirnar í bókinni. Byrjaði smátt „Mér fannst vanta íslenskar uppskriftir. Ég byrjaði að prufa mig áfram sjálf og skráði hjá mér næringarinnihaldið og uppskriftirnar,“ segir hún. Í fyrstu safn- aði hún þeim saman á netinu, en svo fóru vinir og ættingjar að deila þeim og úr varð afar vinsæl síða, Heilsudrykkir Hildar. „Ég tók þetta bara saman fyrir sjálfa mig á Facebook. Svo var þetta orðið frekar stórt og vinsælt,“ segir hún. Í kjölfarið hafði útgefandi samband við Hildi sem ákvað að slá til og taka saman uppskriftirnar fyrir bókina. Hildur, sem er lífeindafræðingur, veltir mikið fyrir sér samsetningu fæðu og áhrifum hennar á líkamann. Það er kúnst að setja saman næringarefni í réttum hlutföllum, segir hún. Öllum uppskriftunum fylgir næringarinni- hald, það er hversu hitaeiningarík- ir drykkirnir eru og tiltekið er magn af próteinum, kolvetnum og fitu í hverj- um drykk. Framsetningin Meðfylgjandi er uppskrift af jólalegum piparmyntu og súkkulaðidrykk. Þegar blaðamaður spyr hvernig Hildi hafi dottið það í hug að gera tvílita drykki, eins og sjá má í uppskriftinni hér til hliðar, segir Hildur að sér hafi leiðst og þá hafi hugmyndaflugið fengið að ráða. „Þetta var þegar mér leiddist, þá fór ég að leika mér svolítið með þetta. Þegar drykkirnir eru svo komnir í fal- legt glas og líta vel út bragðast þetta svo vel,“ segir Hildur og segir að framsetn- ingin skipti miklu máli. „Það skiptir öllu máli og bragðast betur. Þegar litur- inn er fallegur er það svo enn betra,“ segir hún. n Hafði samband Útgefandi hafði sam- band við Hildi sem sló til. Hún tók sjálf allar myndirnar í bókinni. Fallegir drykkir bragðast betur Hildur Halldórsdóttir braut upp einhæfa fæðu með heilsudrykkjum Piparmyntu og súkkulaðidrykkur Hér má sjá uppskrift úr bókinni Heilsu- drykkir Hildar. 11 g prótein, 37 g kolvetni, 14 g fita. 298 kcal. Syndsamlega góður heilsudrykkur; súkkulaði og piparmynta eiga alltaf vel saman og ekki spillir að geta notið þeirra án slæmrar samvisku. Uppskrift: n 1 lítið avócadó, um það bil 60 g eða ¼- n ½ af stóru avócadó. n 1 dl léttmjólk, má einnig vera til dæmis möndlumjólk eða rísmjólk n 1 banani, vel þroskaður og gott að hafa hann frosinn n Væn handfylli af spínati, um það bil 20 g-30 g n 1 msk. chia-fræ n 1 msk. kakó n Ríflegt af myntu en einnig hægt að nota góða myntudropa eða myntuolíu n Vatn eftir þörfum Aðferð: Allt nema kakóið og myntan sett í blandarann og hrært vel saman. Þá er rúmlega helmingnum hellt í könnu og hrært vel saman. Kakó og myntu bætt saman við hitt hráefnið og blandað vel saman. Smá súkkulaðiblöndu hellt í botninn á fallegu glasi, síðan grænu blöndunni og þá aftur súkkulaði- blöndunni. Skreytt með suðusúkkulaði eða kakónibbum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Einhæft í fæðingarorlofi Hildur byrjaði tilraunir með drykkina í fæðingarorlofinu. Tvílitur Drykkurinn er frekar jólalegur, en Hildur segir að fallegir drykkir bragðist best. „Svo var þetta orðið frekar stórt og vinsælt Geta sett fram flensuspá Vísindamenn við Columbia-há- skólann í New York hafa hann- að kerfi sem getur spáð fyrir um flensu og veikindi á ákveðnum stöðum. Vísindamennirnir búa sig undir að geta sett kerfið á markað innan nokkurra vikna. Með því verður hægt að spá fyr- ir um svæði sem eru þjökuð af veikindum eins og árlegri inflú- ensu, kvefi og öðrum pestum. Samkvæmt upplýsingum sem vísindamennirnir hafa birt geta þeir jafnvel spáð fyrir um faraldra með níu vikna fyrirvara. Þeir sem nota kerfið geta því reynt að koma í veg fyrir að smitast, með ráðum og dáð. Kerfið notar upp- lýsingar frá Google til að setja fram spána. Þetta er litur ársins 2014 Litur ársins 2014 er Radiant Orchid 18-3224. Fyrir þá sem ekki vita er það bleik- fjólublá orkídea sem samsvarar þessum lit og það er fyrirtækið Pantone sem hefur valið hann. Ár hvert velur fyrir- tækið lit ársins og má með sanni segja að litaval þess hafi mikil áhrif á aðra hönnuði og fram- leiðslufyrirtæki. Án efa má búast við því að sjá fylgihluti fyrir heim- ilið í þessum lit og jafnvel fatnað. Árið 2013 var litur ársins Emerald grænn, en fyrir árið 2012 var það appelsínugulur. Allir regn- bogans litir Vantar þig fallegt listaverk upp á vegg. Hér er er allavega hug- mynd að mjög litríku listaverki sem þú getur gert sjálf/ur. Kauptu vaxliti, límdu þá upp á striga með límbyssu. Fallegt er að raða þeim í litaröð efst á strigann. Síð- an er náð í hárblásara og blásið á litina þannig að þeir bráðni nið- ur. Skildu samt eftir efsta hluta þeirra en leyfðu neðri helmingn- um að bráðna niður. Úr þessu myndast skemmtilegur litaregn- bogi sem er mikil prýði á hvaða vegg sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.