Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2013, Blaðsíða 48
Helgarblað 13.–16. desember 2013
140. tölublað 103. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is
Verður þá
ekkert
skeggrætt í
Kastljósi?
Kláraði „Dostó“
fyrir tvítugt
n Menningarvitinn og umsjónar-
maður Kiljunnar, Egill Helgason,
fylgir í fótspor margra sem hafa
birt á Facebook lista yfir þær tíu
bækur sem eru í mestu uppá-
haldi. Að sjálfsögðu er um há-
menningarlegan lista að ræða
og til að mynda má nefna hina
torlesnu Ulysses eftir Joyce og Ilí-
onskviðu eftir Hómer. Sérstaka
athygli vekur þó að Egill segist
hafa lesið allar bækur stórskálds-
ins rússneska Dostojevskí sem
barn. „Var búinn
að klára Dostó
fyrir tvítugt,
hef ekki snert
hann síðan og
mun ekki gera
það,“ skrifar Eg-
ill.
„Alskeggið er
komið úr tísku“
n Líflegar umræður fóru af stað
þegar Arnar Eggert Thoroddsen,
menningarblaðamaður Morgun-
blaðsins, tilkynnti á Facebook-
síðu sinni að alskeggið væri kom-
ið úr tísku. Fjölmiðlamaðurinn
Gunnar Smári Egilsson benti á að
þegar menn eins og Árni Sigfús-
son, Guðlaugur Þór Þórðarson væru
komnir með skegg væri kominn
tími til að fara að nota rakvélina.
Að lokum benti hann á að þegar
Sigurður Einarsson væri kominn
með skegg ætti „maður að rífa
af sér skeggið þótt
maður eigi enga
rakvél.“ Kastljós-
maðurinn Helgi
Seljan var ekki
ánægður með
þessa umræðu og
skrifaði: „Great. Og
ég loksins kominn
með hýjung.
Takk veröld.“
Karlar gráta víst
n Tilfinningalíf karlmanna er
Eiríki Erni Norðdahl hugleikið í
bloggfærslu sem hann birti á
dögunum. Hann bendir á að
það sé þrálát mýta að karlar gráti
ekki. „Mér finnst karlar vera sí-
grátandi. Alls kyns stórbokkar.
Obama, Beckham, Eminem, Eiður.
Meira að segja Bush. Og alltaf eru
það fréttir. Þetta eru dálítil láta-
læti,“ skrifar Eiríkur Örn. Skáldið
segir karlmenn hafa tilfinningar
jafnt á við konur. „Og heilt yfir
litið held ég að þeir eigi
ekki í neinum
sérstökum
vandræð-
um með
að tjá þær
– bæl-
ingunni er
alveg jafnt skipt
milli kynja,“
segir hann.
D
YN
AM
O
R
EY
KJ
AV
ÍK
„Meistarióhugnaðarins.“
FRIÐRIKA BENÓNÝS,
FRÉTTABLAÐINU
„DÚNDURÞRILLER“
„Hörkuspennandi bók ... vel plottuð og það er margt sem
kemur á óvart ... Yrsa eins og hún gerist best ... Lokin eru rosaleg
... rígheldur ... dúndurþriller ... með hennar bestu bókum.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI
„Yrsu er lagið að skapa drungalega
stemningu ... [heldur] lesandanum á
tánum með getgátum, allt til enda.“
Þ.Þ. FRÉTTATÍMANUM
Sérsveitin mætti í barnaafmæli
Barnung stúlka ýtti á öryggishnapp utanríkisráðherra af forvitni
R
íkislögreglustjóri gætir sér-
staklega öryggis þeirra
einstaklinga sem tilheyra
æðstu stjórn ríkisins, þar á
meðal ráðherra í ríkisstjórn. Meðal
öryggisráðstafana eru sérstak-
ir neyðarhnappar sem eru stað-
settir í ráðuneytum og á heimil-
um ráðherra. Ekki eru mörg dæmi
um að gerð hafi verið atlaga að
ráðherrum á heimilum þeirra en
dæmi eru þó um að ýtt hafi verið á
þessa neyðarhnappa.
Össur Skarphéðinsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, segir frá
einu slíku dæmi í bókinni sinni Ár
drekans, þar sem hann rekur dag-
bókarfærslur sínar frá árinu 2012.
Í færslu frá því um haustið það ár
rifjar hann upp atvik sem átti sér
stað árið 2010 þegar stelpuhnokki
í afmæli dóttur hans ýtti á öryggis-
hnapp á heimili hans af forvitni.
„Fyrr en varði var sérsveitin kom-
in í afmælið, litla stúlkan hágrét og
allir urðu skelfingu lostnir,“ segir
hann í bókinni.
Þetta er ekki eina dæmið þar
sem einhver hefur ýtt á neyðar-
hnapp Össurar. Hjálpsamur starfs-
maður í utanríkisráðuneytinu
sem ætlaði að aðstoða Össur við
að komast inn á skrifstofuna sína
þegar hann hafði læst sig úti, ýtti
óvart á rangan hnapp og ræsti út
neyðarliðið. „Næstum áður en ég
gat dregið andann voru lafmóðir
öryggisverðir komnir inn á gólf,“
skrifar Össur um það atvik. n
adalsteinn@dv.is
Með hnapp Össur segir, í bókinni
sinni, frá tveimur skondnum atvikum í
kringum öryggishnappinn sem hann var
með þegar hann var ráðherra.