Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 18
Jólablað 20.–27. desember 201318 Fréttir Erlent V ið erum vinir að eilífu,“ segir körfuboltamaðurinn Dennis Rodman um fé- laga sinn, harðstjórann frá Norður-Kóreu Kim Jong- un. Rodman hyggst heimsækja Norður-Kóreu og eyða þar jólun- um og dvelja þar fram í janúar, með- al annars vegna körfuboltaleikja sem spila á í Pyongyang. Leikirnir hafa fengið viðurnefnið „Stóri hvell- ur“ og munu verða leiknir í janú- ar. Vinskapur körfuboltakappans og harðstjórans þykir afar sérstakur og tíðar heimsóknir hins fyrrnefnda til Norður- Kóreu hafa vakið mikla athygli. Alveg sama hvað öðrum finnst Rodman tilkynnti blaðamönnum, reiður, eftir síðustu heimsókn til Norður-Kóreu að honum þætti vænt um Kim Jong-un. „Mér er sama hvað ykkur finnst. Hann er frábær,“ sagði hann. Í september greindi Rodman frá því að Jong-un hefði eignast dóttur, með eiginkonu sinni Ri Sol-ju. Telpan heitir Kim Ju- ae og virtist Rodman afar hrifinn af henni og fjölskyldunni. Rodman hefur lagt mikla vinnu í að skipuleggja nokkra körfuboltaleiki sem áður sagði og segist hafa fengið vini sína úr NBA-deildinni bandarísku til að spila með sér. Þann 8. janúar fer stærsti leikurinn fram, en það er af- mælisdagur leiðtogans. Hann verður þá annaðhvort þrítugur eða þrjátíu og eins árs, en líkt og um svo marga aðra hluti tengda Norður-Kóreu liggur ekki fyrir hvaða ár hann var fæddur. Fangi Rodman heimsótti Norður-Kóreu í september. Áður gaf hann það út að hann væri ekki á leið þangað til tala „Hann er frábær“ n Dennis Rodman og Kim Jong-un hittast á ný n Eyða jólunum saman Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Miskunnarleysi Jong-un n Í desember bárust þær fréttir frá Norður-Kóreu að Jang Song-thaek, annar valdamesti maður ríkisins, hefði verið tekinn af lífi. Aftaka hans kom flestum ráðamönnum heimsins í opna skjöldu, enda var Song-thaek afar náinn Kim Jong- il, föður Kim Jong-un. Hann var að auki giftur föðursystur Kim Jong-un. Talið er að aftakan sé liður í valdabaráttu leiðtogans, sem vilji senda þjóð sinni og öðrum ríkjum heimsins skýr skilaboð um hvernig hann hyggist stjórna landinu. Song-thaek var að sögn dreginn út af ríkisstjórnarfundi og í kjölfarið tekinn af lífi. Skýrt var frá aftökunni í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu. Þar kom fram að aftakan hefði farið fram þar sem Jang Song-thaek hefði svikið þjóð sína og framið margvíslega glæpi gegn henni. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði aftökuna sýna miskunnarleysi Kim Jong-un og þykir ástæða til að óttast að leiðtoginn sé bæði miskunnarlaus og óútreiknanlegur. fyrir lausn Bandaríkjamannsins Kenn- eth Bae sem var dæmdur til fimmtán ára þrælkunarvinnu í landinu. „Spyrj- ið frekar Barack Obama eða Hillary Clinton. Spyrjið þá asna. Það er ekki mitt hlutverk að tala um Kenneth Bae,“ sagði Rodman. Hann segist vilja aðstoða við að leysa Bae úr haldi, en virðist ekki hafa beitt sér eða vináttu sinni við leiðtogann fyrir lausn hans. Bae var fundinn sekur um tilraunir til að koma stjórn Norður-Kóreu frá völdum. Rodman er líklegast sá eini utan Norður-Kóreu sem á í nokkrum samskiptum við leiðtogann óútreikn- anlega. Vinátta þeirra þykir afar sérstök, og spurn- ing er hvort honum takist að koma á samskiptum milli til dæmis Banda- ríkjanna og Norður-Kóreu, en þau hafa verið afar lítil. Gæti hafa móðgað En svo gæti verið að Rodman hafi far- ið illa að ráði sínu gagnvart vininum Kim Jong-un. Á dögunum lék Rod- man nefnilega í auglýsingu þar sem tvífari harðstjórans lætur sprengja Rodman í loft upp. „Leiðin að heims- friði, eru jarðhnetur,“ segir Rodman í auglýsingunni og þá ýtir Jong-un á sprengjuhnapp. Sem kunnugt er býr Jong-un yfir kjarnorkubirgðum. Til- burðir hans gagnvart nágrannaríkj- unum hafa reglulega valdið leiðtogum þeirra hugarangri. Að sögn þykir fram- mámönnum í Norður-Kóreu ekki mik- ið til auglýsingarinnar koma. „Þetta er bara ekki fyndið,“ segir einn þeirra. Fé- lagarnir hafa ekki hist eftir að auglýs- ingin var sýnd og því verður fróðlegt að sjá móttökurnar sem Dennis Rod- man fær. n Ár liðið frá falli Kim Jon-il n 17. desember voru tvö ár liðin frá and- láti Kim Jong-il, föður Kim Jong-un. Á fréttamyndum frá höfuðborg, eða sýn- isborg, Norður-Kóreu, mátti sjá þúsundir hermanna minnast hins fallna leiðtoga og fagna syni hans sem leiðtoga. Jong-il stýrði einræðisríkinu með harðri hendi í tvo áratugi. Skemmtu sér Félagarnir skemmtu sér saman og nutu samverunnar, að því er virðist. Vinirnir Eftir síðustu heimsókn til Norður- Kóreu sýndi Rodman blaðamönnum mynd ir af sér og leiðtoganum. Á leið til Norður-Kóreu Hér má sjá Rodman í Kína á leið í flug til Norður-Kóreu Nánir „Við erum vinir að eilífu,“ segir Rodman. Saman Hér má sjá félagana fylgjast með körfuboltaleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.