Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 28
28 Umræða Jólablað 20.–27. desember 2013 Í leit að friði Á hverju ári, síðastliðin 27 ár, höfum við fjölskyldan gengið friðargöngu niður Laugaveg á Þorláksmessu. Það er sérstakt að árið 2013 sé enn nauðsynlegt að fara í friðargöngu, jafn nauðsyn- legt og það var árið 1986 þegar við fórum fyrst saman. Friðargangan er alla jafna talsvert fjölmenn, en á leið hennar frá Hlemmi og að Ing- ólfstorgi mætir hún gjarnan forvitnu fólki sem slæst með í för. Sumir ganga til að minna á nauðsyn friðar í veröldinni. Ég fer sjálf til að leita að friði hjá sjálfri mér, enda getur friður- inn ekki byrjað annars staðar en þar. Við eigum rétt á friði, en þurfum samt að leita hans. Ég held að það fari að verða okkur nauðsynlegt, ef við viljum, sem samfélag, þróast og læra af umbrotatímum liðinna ára, að við setjum kraft í leitina að friðn- um. Fyrir nokkrum árum var fjöl- skylda mín þess heiðurs aðnjótandi að pabbi minn hélt ræðuna sem er alltaf haldin eftir friðargönguna. Mig langar að gera orð hans að mínum, enda eins viðeigandi nú og þau voru árið 2011: „Þá vil ég lýsa þeirri ósk minni heitastri að nú á myrkasta tíma vetrarins þegar sól- in er farin að hækka og framundan eru vorið og birtan þá takist okkur að rækta fræ friðar í hjörtum okkar. Ég get ekki með orðum lýst þeirri þrá sem með mér býr að þetta blessaða þjóðfélag okkar búi börnum sínum sátt og framtíð þar sem, þessi friðar- fræ, fá að vaxa.“ Gleðilega hátíð og sjáumst í göngunni. n Er nauðsynlegt að bösta þá? Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Getum við treyst honum? Þ að er kominn tími til að tala um aðila sem við treystum. Við dáum hann og upp- hefjum og treystum hon- um fyrir börnunum okkar. En við hundsum öll merkin um að eitthvað sé að. Ef einhver gamall maður myndi kalla sig dreng, klæða sig upp í búning og fara fram á aðgang að svefnherbergjum barnanna okkar um miðja nótt, hvað myndum við segja? Í orðabókinni er „sveinn“ skil- greint sem drengur, eða sveinbarn. Önnur skilgreining er „piltur, ung- ur maður, yngispiltur eða 14–16 ára íþróttamaður. Það er ekki gamall kall með skegg og bumbu í víðum ofurhetjubúningi. Þegar viðvörunarbjöllurnar kvikna segir jóla-„sveinninn“ að þetta séu bara jólabjöllur. Svo sefar hann áhyggjur okkar með gjöfum. Allt sem við kemur jólasveinun- um er sveipað leynd. Hann um- breytir réttmætri tortryggni í dulúð og ævintýraljóma. Það er víðþekkt að barnaþrælkun er stunduð víða um heim. Ung börn í þriðja heiminum eru látin þræla í verksmiðjum við að framleiða vör- ur fyrir Vesturlandabúa. En þegar jólasveinninn rekur verksmiðju og þrælar út litlum einstaklingum sem líta út fyrir að vera börn, er tekið gilt að þetta séu „álfar“ sem undirgeng- ust örlög sín sjálfviljugir. Við vitum lítið um hann. Við vit- um bara að allt sem tengist honum er tortryggilegt. Og þegar við efumst fáum við gjafir. Kjörorð rannsóknarblaða- manna er „follow the money“, eða „eltu peningana“. Peningaslóð jóla- sveinsins er í meira lagi athyglis- verð. Jólasveinninn veltir milljörðum á ári á Íslandi einu saman. Alger leyndarhjúpur hylur hins vegar alla starfsemi hans. Hann er hluti af skuggahagkerfinu og greiðir hvorki tekjuskatt, virðisaukaskatt né önn- ur gjöld til samfélagsins. Ekki eru nein ummerki um að hann borgi skatta af gríðarlegum tekjum hans af auglýsingum, til dæmis fyrir gosdrykkjaframleið- andann Coca-Cola. Glufan sem hann fann, var að skrá heimilisfesti á Norðurpóln- um – hinu fullkomna skatta- skjóli. Ríki á norðurslóðum hafa ekki náð samstöðu um skipt- ingu norðurskautsins, og því hefur reynst ómögulegt að inn- heimta skatta af umfangsmikl- um viðskiptum hans. Eða var það kannski tilviljun, að hann skráði heimil- isfesti á óbyggilegri ís- breiðu sem flýtur ofan á Norður-Íshafi og er að leysast upp? Eina leiðin til að útskýra starfsemi jólasveinsins er að hann feli slóð sína í hagkerf- inu með flóknu neti skúffu- fyrirtækja á Tortóla. „Hó, hó, hó.“ Jólasveinninn hefur náð fram undraverðum tækniframförum og er annað talið ómögulegt en að það hafi verið í samstarfi við fremstu sérfræðinga á þessu sviði í heim- inum. Í Víetnam-stríðinu var byrj- að að nota nýstárlegar sprengjur, sem nefndust „Cluster bombs“, eða klasasprengjur. Sprengjunum var varpað úr lofti. Jólasveinninn hefur verið kallaður Santa Claus, en hann hefur einnig þekkst undir gælu- nafninu „the clauster“, eða „klasar- inn“ á íslensku. Í bandarískri menn- ingu er algengt að bæta viðskeytinu „ster“ við eiginnöfn til að undir- strika vinsemd. Til að mynda var sonur Mitch Buchannan, aðal- hetjunnar í sjónvarpsþáttunum Strandvörðum, gjarnan kall- aður Hobester af föður sínum, þótt hann héti Hobie. Talið er að jólasveinninn hafi geng- ið undir viðkomandi gælunafni hjá banda- rískum hernaðar- yfirvöldum þegar hann hann- aði og kom að vörpun klasa- sprengja í Ví- etnam. Einnig er talið að tæknin sem notuð var til að knýja áfram jólasleð- ann hafi undan- farið verið nýtt í svokall- aðar dróna- árásir með ómönnuðum flugvélum, enda er talið útilokað að dreifa gjöfum á hundruð milljóna áfangastaða á einni nóttu án þess að hafa yfir að ráða dróna- tækni og um- talsverðum flota dróna. Gleðileg jól! Svarthöfði „Hann umbreyt- ir réttmætri tortryggni í dulúð og ævintýra- ljóma Mynd ShUtterStock „Sjálfstæðis- menn voru ansi hrifnir af nasismanum áður fyrr og hleyptu nasistum með opnum örmum inn í sínar raðir, björguðu einum þeirra undan dóm fyrir glæpi erlendis eftir stríð sem þakkaði þeim fyrir með því að berja fólk sem Hvítliði 1949 og settu þá í áhrifastöður innan flokks sem utan eftir stríð …“ „Við göngum með börnin og fæðum þau … Ef kk eru ósáttir farið þá bara og látið stækka á ykkur typpið !!! Við gerum alveg nóg annað en þið !!!“ „Nú, er hann líka skrifandi? hélt að hann væri bara berjandi.“ „Geta menn ekki líka endurvakið Lúkasarmálið fyrst verið er að hita upp þessa vitleysu?“ „Hverjum dettur í hug að Hanna Birna axli ábyrgð? Það er enginn íslenskur stjórnmálamaður fær um, og hún er eiginlega holdgervingur hrokans … svo það mun ekkert gerast annað en það, að hún snýr upp á sig og þykist yfir þetta alltsaman hafin …“ 104 24 23 29 22 Agnar kristján Þorsteinsson gagnrýni skrif Brynjars Níels- sonar þar sem hann hæðist að Ragnari Kjartanssyni listamanni. Brynjar segir listamenn tuttugustu aldar ekki hafa verið skarpskyggna þegar þeir töluðu fyrir sósíalísku samfélagi. kristín Gunnarsdóttir um frétt þess efnis að þrýst sé á konur að þrengja leggöng sín. Ljósmæður segja lýtaaðgerðina fallast undir umskurð kvenna. haukur Brynjólfsson gerir gys að Stefáni Loga Sívarssyni sem laumast á Facebook á Litla-Hrauni. egill helgason svarar gagnrýni Bjarna Randvers guðfræðikennara sem segir Egil hafa tekið þátt í rógsherferð og einelti gegn sér. Simonpatrekur haraldsson er svartsýnn á að Hanna Birna segi af sér. Paul Fontaine, innflytjandi og blaðamaður á Grapevine, krafðist afsagnar hennar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Pistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.