Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Jólablað 20.–27. desember 2013 Í aðdraganda jóla voru fjöl- margir sem létu sitt ekki eft- ir liggja til að aðstoða þá sem þurftu á aðstoð að halda. Fjöl- margar safnanir voru settar af stað, sumar fyrir heimilislausa, aðrar fyrir fjölskyldur sem eiga í fjárhagserfiðleikum. Ljóst var að fólk var tilbúið að láta sitt ekki eftir liggja og styrktu margir safnanirn- ar ríkulega, sem kom sér mjög vel. Á sama tíma á næsta ári Örvar Þór Guðmundsson, við- skiptastjóri hjá Prentmeti, hélt árlega söfnun sína fyrir jólin. Að þessu sinni urðu fjölskyldur langveikra barna fyrir valinu, alls tíu fjölskyldur. Þær deildu með sér 1.674.000 krónum. Í fyrstu ætlaði Örvar að aðstoða tvær fjölskyldur, en vegna mikillar þátttöku tókst honum að hjálpa fleirum. „Í fyrra safnaði ég fyrir einstæða móður sem vann jólatré í einhverjum leik á FM957. Hún sagði að hún væri voða þakklát fyrir það því hún ætti bara tvö þúsund krónur til að halda jólin og lifa út desember. Það hreif mig svolítið, ég þekkti hana ekki neitt og ég setti söfnun í gang á Facebook-síðu minni. Það voru svo fleiri sem hrifust með og ég safnaði um tvö hundruð þús- und krónum fyrir hana,“ sagði Örv- ar í samtali við DV, en hann ætlar að endurtaka söfnunina aftur næstu jól. Hálf klikkuð hugmynd „Fyrir nokkrum dögum fékk ég hugmynd. Hálf klikkaða hug- mynd, en það hefur ekki stopp- að mig áður svo ég leyfði mér að dvelja aðeins við hana,“ sagði Styrmir Barkarson, grunnskóla- kennari í Reykjanesbæ. Hann safnaði þúsund jólagjöfum handa börnum sem ekki höfðu kost á því að fá í skóinn frá jólasveininum. „Ég var nýbúinn að lesa fréttir um hræðilegt ástand fjölmargra fjöl- skyldna hér á Suðurnesjum sem lifa við sára fátækt og mér varð hugsað til barnanna. Þeirra sem jólasveinarnir sneiða hjá þegar þeir dreifa gjöfum í skó á aðvent- unni,“ sagði Styrmir. Fjöldi fyrir- tækja tók þátt í söfnuninni og fékk Styrmir Keflavíkurkirkju til að að- stoða sig við að deila út gjöfunum. „Ég á afmæli aftur á næsta ári“ Hafdís Ýr Birgisdóttir, 10 ára, stóð fyrir umfangsmikilli söfnun fyrir útigangsmenn í byrjun nóvember. „Það á enginn að vera heimilis- laus,“ sagði Hafdís Ýr þegar blaða- maður ræddi við hana. Hún lagðist í söfnunina eftir að hún hafði séð útigangsfólk ganga um á Granda. Faðir hennar vinnur á Granda og var Hafdís forvitin um hópinn sem hún sá þar oft á gangi. Hún fékk þau svör frá foreldrum sínum það væri fólk á Íslandi, sem hvergi ætti heima. „Hún spurði mig þá, veit fullorðna fólkið ekki af þessu?“ sagði Gunnþóra Ingvadóttir, móðir Hafdísar. Í kjölfarið vildi Hafdís Ýr færa fólkinu eitthvað. Úr varð stór söfnun fyrir Gistiskýlið við Þing- holtsstræti, Dagsetrið á Granda og Konukot. Hafdís gerði meðal annars uppskriftabók, bakaði með mömmu sinni og safnaði styrkj- um hjá fyrirtækjum. Hafdís lét líka andvirði afmælisgjafanna sinna renna í söfnunina, en þegar blaða- maður spurði hana hvort það hefði ekki verið erfitt sagði hún: „Ég á af- mæli aftur á næsta ári.“ n Þau hjálpuðu öðrum Ótrúlega margir héldu söfnun fyrir þá sem minna mega sín Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Árleg Söfnun Örvars er árleg. Hjálpaði Styrmir aðstoðaði þau börn sem jólasveinninn náði ekki til. Í Dagsetrinu Hafdís fór með mikið magn af gjöfum í Dagsetrið. MynD KriStinn MagnúSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.