Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 6
Jólablað 20.–27. desember 20136 Fréttir
Sparifé í rekstur
öldrunarheimilis
n Dánarbú konunnar arfleiddi Höfn öldrunarmiðstöð að nærri 30 milljónum
T
uttugu og fimm milljóna
króna sparifé íbúa á öldrunar
miðstöðinni Höfn í Hafnar
firði var notað í rekstur heimil
isins og bókfært sem skuld við
hann. Þegar íbúinn, Líneik Gísla dóttir,
lést í fyrra var skuldin gerð upp að
„hluta“ að sögn Kristjáns Guðmunds
sonar, framkvæmdastjóra Hafnar. Lí
neik hafði látið Kristján fá fjármunina
til ávöxtunar nokkrum árum en þeir
enduðu inni í bókum öldrunarheim
ilisins sem lán. Þetta kemur fram í
ársreikningum Hafnar sem DV hefur
undir höndum.
Höfn er rekin sem sjálfseignar
stofnun. Stofnunin á 78 íbúðir í tveim
ur húsum í Hafnar firði og er íbúðar
réttur í húsunum seldur út til eldri
borgara. Íbúarnir eignast því ekki
íbúðirnar sjálfar heldur aðeins bú
seturéttinn í þeim sem hvílir á íbúð
inni óháð eignarhaldi hennar. Þegar
íbúarnir flytja af Höfn, eða falla frá,
greiðir sjálfseignarstofnunin kaupverð
búseturéttarins til baka.
Endurgreiðslan óljós
Kristján segist ekki muna hversu
mikið Höfn greiddi til baka af lán
inu inn í dánarbúið. „Þessi kona er
dáin. Hún átti enga afkomendur og
bjó hérna hjá okkur alla tíð og tengd
ist mér mjög mikið […] Það sem varð
um þetta var það að … eins og ég
segi þá myndi ég helst ekki vilja tala
um þetta í síma […] Þetta mál var svo
leitt til lykta með þokkalega góðri sátt
[…] Við borguðum þetta að stærstum
hluta, með peningum, til dánarbús
ins,“ segir Kristján en hann vill ekki
greina frá því hversu mikið greitt var
til baka til dánarbúsins af 25 milljóna
króna skuldinni.
Höfn úthlutað úr dánarbúi
DV hefur undir höndum fundargerð
frá stjórn Hafnar sem dagsett er 15. maí
2012. Höfn er sjálfseignarstofnun, eins
og áður segir, sem stýrt er af Kristjáni
og stjórn félagsins. Fyrsta málið á dag
skrá fundarins var „dánarbú Líneikar
Gísladóttur“. Í fundargerðinni kem
ur fram að Kristján hafi haft umboð
til að greiða reikninga vegna útfarar
innar svo hægt væri að ljúka skiptum
búsins. Samkvæmt fundargerðinni
arfleiddi Líneik Öldrunarsamtökin
Höfn að íbúðarréttinum í íbúð sinni
en hann er 17 milljóna króna virði. Þá
arfleiddi dánarbú Líneikar að reiðufé
upp á 12,5 milljónir króna. Samtals er
því um að ræða arf upp á 29,5 milljón
ir króna sem Höfn fékk út úr dánarbú
inu. Ekki er minnst einu orði á 25 millj
óna kröfuna sem hún átti útistandandi
hjá Höfn.
Matskennt lán
Í ársreikningi Hafnar fyrir árið 2010
kemur hins vegar skýrt fram: „Lán
frá Líneik Gísladóttur er óumsamið
og ófrágengið en talið er að það sé
til langs tíma. Ekki eru reiknaðir
áfallnir vextir af þessu láni né verð
bætur.“ Í endurskoðunarskýrslu frá
endurskoðanda Hafnar segir enn
fremur um lánið frá Líneik að það
sé álitið vera langtímalán að mati
Kristjáns Guðmundssonar.
Forsendur þessarar lánveitingar
frá Líneik virðast því vera mats
kenndar, samkvæmt þessum gögn
um, og virðist ekki hafa verið gengið
frá lánveitingunum með hefðbundn
um hætti þar sem lánstíminn var ótil
greindur sem og vextir. Alveg ljóst er
út frá ársreikningnum að peningarnir
frá Líneik voru notaðir í rekstur öldr
unarheimilisins enda getur Kristján
ekki neitað því þegar hann er spurð
ur að því. „Þetta er allt opið og ég kýs
að sýna þér þessa niðurstöðu sem ég
ég nefndi við þig áðan; út frá því get
ég skýrt þetta […] Hún Líneik hafði
ímugust á peningum.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Hún hafði
ímugust
á peningum
Sparifé notað
í reksturinn
Sparifé eins íbúa á
öldrunarheimilinu
Höfn var notað í
rekstur heimilisins.
Mynd SIgtryggur ArI
Arfur Höfn, sem stýrt er af Kristjáni Guð-
mundssyni, fékk 30 milljónir úr dánarbúi íbúa
öldrunarheimilisins.
Sýknaður af
nauðgun
23 ára karlmaður var á dögunum
sýknaður af því að hafa þvingað
tvítuga stúlku með ofbeldi til
samræðis á heimili sínu í júní
árið 2012. Stúlkan sagðist hafa
verið beitt harðræði, en enginn
áverkar fundust á henni og taldi
dómurinn því ósannað að hún
hefði verið beitt ofbeldi. Ákæru
valdið sagði framburð stúlkunnar
hafa verið staðfastan og trúverð
ugan. Hann hafi að auki fengið
stoð í framburði vitna og rann
sóknargagna, en þessu mótmælti
verjandi mannsins harðlega og
sagði ekkert benda til þess að
konunni hefði verið nauðgað.
Svo taldi fjölskipaður Héraðs
dómur Norðurlands einnig vera.
Konan og maðurinn væru ein
til frásagnar, maðurinn neitaði
eindregið sök og sagði að sam
farir þeirra tveggja hefðu verið
með samþykki konunnar. Ekkert
í gögnum málsins bendi til að
maðurinn segi ósatt, að mati
dómsins. „Við mat á trúverðug
leika framburðarins verður þó
ekki framhjá því litið að miðað
við það harðræði sem stúlkan
segir ákærða hafa beitt sig hefði
hún átt að bera þess einhver
merki,“ segir í dómsniðurstöðu,
en sem áður sagði voru engir lík
amlegir áverkar á konunni. Það
að vitni greini frá því að konan
hafi verið í miklu uppnámi þegar
hún kom frá manninum geti
ekki leitt til sakfellingar. Ríkis
sjóður greiðir sakarkostnað og
málsvarnarlaun.
Völvan á
Beinni línu
Völva DV verður á Beinni
línu á DV.is mánudaginn 30.
desember. Um árlegan viðburð
er að ræða. Hún situr fyrir svör
um á afviknum og fáförnum
stað, þar sem hún spáir í spilin,
rýnir í kúlur og les í bein til að
skyggnast inn í atburði komandi
árs. Beina línan hefst klukkan
tólf á hádegi, stundvíslega.
Kennari leitar réttar síns
ragnar Þór Pétursson ósáttur við vinnubrögð SFS
R
agnar Þór Pétursson, fyrr
verandi kennari í Norð
lingaskóla, segist muna leita
réttar síns fyrir dómstólum
vegna meðferðar Skóla og frí
stundasviðs Reykjavíkurborgar á
máli tengdu honum.
„Ég hef hingað til keyrt málið
á almennri skynsemi og réttlæt
iskennd. Þegar hlutir taka mynd
breytingum fyrir augunum á
manni og hugtök hætta skyndilega
að merkja það sama og áður – þá
er það skýrt merki um að kominn
sé tími á lögfræðingana. Ég mun
því kalla þá fram á sjónarsviðið og
leyfa þeim að gera tilraunir til að
blása burt þokunni,“ skrifar Ragn
ar á bloggsíðu sína en hann hefur
tjáð sig mikið um málið á undan
förnum dögum.
Líkt og fjallað hefur verið um
barst Skóla og frístundasviði
borgarinnar ábending um að
Ragnar Þór hafi gerst brotlegur
gagnvart barni, en ábendingin var
bæði nafnlaus og „almennt orðuð“.
Þrátt fyrir það var Barnavernd
Reykjavíkur gert kunnugt um
málið og var rannsókn í kjölfarið
hafin. Svo virðist sem ásakanirnar
á hendur Ragnari séu tilhæfulaus
ar, en málið var fellt niður og barst
aldrei til lögreglu. Ragnar sagði
engu að síður upp starfi sínu sem
kennari í Norðlingaskóla vegna
óánægju með vinnubrögð Skóla
og frístundasviðs Reykjavíkurborg
og hyggst nú leita réttar síns og
fara með málið alla leið fyrir dóm
stóla. n
horn@dv.is
Ósáttur Ragnar er afar ósáttur við vinnu-
brögð Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur-
borgar.