Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 21
Jólablað 20.–27. desember 2013 Fólk 21
og hún hlaut heimakennslu vegna
námsörðugleika sinna.
Í mörg ár hefur Dorrit sérhæft sig
í meðferð eðalsteina og sérhæft sig
í þeim allra fágætustu. Dorrit hefur
einnig tekið virkan þátt í viðskipta-
og menningarlífi bæði í Bretlandi og
í Bandaríkjunum.
Dorrit trúlofaðist Ólafi Ragnari,
forseta Íslands, árið 2000 og þau
giftu sig þremur árum seinna á af-
mælisdegi forsetans, 14. maí 2003.
Þau áttu því 10 ára brúðkaupsafmæli
á árinu.
Á síðustu árum hefur Dorrit helg-
að sig því að kynna íslenska menn-
ingu og listafurðir á alþjóðlegum
vettvangi. Hún vill kynna íslenska
listamenn og vinna að velferð barna
og ungs fólks, sér í lagi þeirra sem
stríða við fötlun eða geðræn vanda-
mál. Þá hefur hún verið óþreytandi
að kynna starfsemi lítilla fyrirtækja
og frumkvöðla svo um munar. Nú
síðast í októbermánuði heimsótti
hún Gestastofu sútarans og verk-
smiðju Loðskinns á Sauðárkróki með
vinkonu sinni frá Alaska. Í fylgd með
þeim voru nokkrir erlendir frétta-
menn og Sámur, hundur Dorritar.
2 Guðbjörg MatthíasdóttirAthafnakona og fjárfestir
Guðbjörg er útgerðarkona í Vest-
mannaeyjum og
athafnakona. Guð-
björg var gift Sig-
urði Einarssyni,
útgerðar- og
athafnamanni í
Vestmannaeyjum,
en hann lést langt um
aldur fram 4. október árið 2000. Guð-
björg er einn helsti eigandi Árvakurs,
útgefanda Morgunblaðsins, og hef-
ur nokkrum sinnum ratað ofarlega á
lista yfir hæstu skattgreiðendur.
Guðbjörg er kennari að mennt og
starfaði lengi við kennslu. Þegar Sig-
urður eiginmaður hennar lést skildi
hann eftir sig Ísfélag Vestmannaeyja.
Hann hafði einnig keypt hlutabréf
í Tryggingamiðstöðinni árið 1996.
Guðbjörg er núna einn helsti eigandi
Ísfélagsins hf. Hún situr í stjórn Fram
ehf. ásamt syni sínum Sigurði, en
það félag er stofnandi Kristins ehf.,
félags sem komst í fréttirnar þegar
Guðbjörg seldi bréf sín í Glitni á síð-
ustu dögum fyrir bankahrunið 2008.
Guðbjörg þykir traust og einörð,
vinnusöm og fylgin sér.
3 Birna EinarsdóttirBankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir bankastjóri Ís-
landsbanka er ein þeirra
fáu kvenna sem hef-
ur tekist að feta
metorðastigann
jafnt og þétt hjá
einu og sama fyrir-
tækinu. Hún varð
bankastjóri í hruninu,
október 2008 og hefur tekist að fá frið
um fyrirtækið. Hún var áður fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
frá 2007 og framkvæmdastjóri sölu-
og markaðsmála frá 2004, útibús-
stjóri og markaðsstjóri Íslandsbanka.
Enn fremur starfaði Birna á árum
áður hjá Iðnaðarbankanum, ein-
um af forverum Íslandsbanka. Fer-
ill hennar hjá bankanum spannar
meira en 17 ár.
Á árunum 1998-2004 starfaði
Birna sem vörustjóri hjá Royal Bank
of Scotland. Hún hefur jafnframt
starfað sem markaðsstjóri Íslenska
útvarpsfélagsins – Stöðvar 2 og Ís-
lenskrar getspár. Birna þykir kraft-
mikil og drífandi og dugleg að fá
samstarfsfólk til að fylgja sér.
4 Ingibjörg BenediktsdóttirHæstaréttardómari
Ingibjörg er skipuð hæstaréttardóm-
ari frá árinu 2001. Hún varð varafor-
seti Hæstaréttar 2008 og 2009 og for-
seti Hæstaréttar 2010 og 2011.
Hún er oft eina konan í hópi
hæstaréttardómara og hefur í
nokkrum veigamiklum kynferðis-
brotamálum skilaði séráliti. Mesta
athygli vakti þegar hún skilaði sér-
áliti í sýknudómi Hæstaréttar yfir
Ómari Traustasyni. Hún er umdeild
en stendur sterk á sinni sannfæringu
og hefur bæði kjark og festu til að
breyta til góðs.
aðstoða einstaklinga að hrinda verk-
efnum í framkvæmd. Hún er einbeitt
og ryður brautina fyrir þá sem hún
leggur lið.
„Ég myndi ekki segja að ég leggi á
mig sérstaka króka til þess að koma
hlutum í framkvæmd. Ef mér finnst
eitthvert verkefni eigi að verða að
veruleika þá læt ég þau gerast. Ég fer
beinu leiðina,“ segir hún ákveðin og
brosir út í annað. Hún segist stundum
ekki þurfa að beita sér að öðru leyti en
því að gefa góð ráð.
„Ef einhver biður mig um ráð, þá
reyni ég að gefa ráð sem koma að
gagni. Það þýðir ekki að ég hafi rétt
fyrir mér. En ég reyni mitt besta.“
Tilbúin til að gera mistök
Dorrit hefur á liðnum árum verið
einhver umtalaðasta kona landsins
og bera flestir landsmenn til hennar
frekar jákvæðar tilfinningar, að mati
Guðna Th. Jóhannessonar sagn-
fræðings sem meðal annars hefur
sérhæft sig í sögu forsetaembættis-
ins. Dorrit kemur stöðugt á óvart með
uppátækjum sínum og tilsvörum –
„Ísland er stórasta land í heimi“ – og
þykir framkoma hennar á köflum vera
óvenjuleg og lífleg.
Er Dorrit óhefðbundin og fær hún
að vera hún sjálf?
„Já, ég er það. Fólk sem vill ná ár-
angri verður að vera bæði reiðubúið
til að taka áhættu og kunna að taka
gagnrýni. Ég er alltaf tilbúin til þess og
að gera mistök. En það á bara við um
mig sjálfa. Ég haga mér á annan máta
og vanda mig í hvívetna þegar ég tek
ákvörðun sem hefur áhrif á aðra. Þá
finnst mér ég ekki hafa efni á að taka
jafnmikla áhættu og þegar ég á sjálf í
hlut. Ekki nema viðkomandi sé undir
það búinn og finnist það þess virði.
Ég er alltaf ég sjálf. Ef ég hefði ekki
svigrúm til þess, þá gæti ég allt eins hætt
að vera til.“
Trú á hæfileika mikilvæg
Dorrit hefur ákveðnar skoðanir á vel-
gengni kvenna og telur að þeim sé
farsælast að sækja hart fram og trúa á
hæfileika sína.
„Íslenskar konur eru afar sérstakar
og þeim farnast vel. Mér finnst ekk-
ert atriði að við þurfum að vera jafnar
körlum, það ætti að mínum dómi ekki
að vera keppikefli hverrar og einnar.
Fremur heildarinnar. Kyn hefur ekkert
með hæfileika að gera, mikilvægast er
að trúa á hæfileika sína og sækja fram.
Við erum jafn misjöfn eins og við erum
mörg.“
Hún efast stundum sjálf um eigin
velgengni. Segist ekki viss um að sér
gangi vel. „Ég er ekki viss um að mér
gangi vel. Ég held samt að ef maður
trúir á eitthvað og fylgir því eftir fylgi
velgengnin. En ég er full efa um hvað
ég vil gera eftir annasamt ár í London.
Ég þarf meiri tíma til þess að íhuga
eigin markmið.“
Upptekin af rekstrinum í London
Dorrit á við rekstur fyrirtækis foreldra
hennar í London. Áður en kosninga-
barátta Ólafs Ragnars hófst hafði hún
gert ráðstafanir til að sinna í frekara
mæli störfum sínum í London. Eink-
um í ljósi þess að foreldrar hennar eru
nú háaldraðir.
„Í ár þá var ég upptekin af rekstrin-
um í London. Við höfðum gert okkar
áætlanir ég og Ólafur Ragnar, áður en
þær breyttust með framboði hans. Þá
hafði ég tekið ákvörðun um að það
væri kominn tími til þess að sinna
rekstrinum í London og þurfti að
standa við þær skuldbindingar mínar.
Ég tók þátt í kosningabaráttunni
af fullum hug. Ég gerði mér síðan ekki
grein fyrir afleiðingum fyrri áætlana
fyrr en seinna.
Mestu skiptir að þegar við lítum um
öxl getum við sagt að við höfum gert
það sem hugur okkar stóð til.“
Vill njóta þess að vera til
Dyrnar á forsetaskrifstofunni opnast
og inn kemur Sámur og rýkur með
látum til Dorritar. Hann er greini-
lega hændur að henni og Dorrit tekur
honum fagnandi og strýkur honum
og kjassar. Starfsmaður forsetaskrif-
stofunnar kemur aðvífandi og ætlar
að fara með Sám út en Dorrit harð-
bannar honum það. Hún hefur sakn-
að hans sárlega.
„Nei, nei, nei, ekki taka Sám.
Komdu hérna Sámur minn,“ segir
hún og Sámur situr sem fastast við
hlið Dorritar. „Sámur kom og sótti mig
á flugvöllinn og var svo kátur að sjá
mig. Það voru góðir endurfundir. Mér
finnst alltaf svo gott að koma heim.“
Dorrit heldur áfram að ræða um
markmið sín og tilgang á meðan hún
strýkur Sámi blíðlega.
„Ég er ekki reiðubúin að festa mig
í einu eða öðru. Stundum þá langar
mig aðeins til að vera ég sjálf og gera
ekkert annað. Vera hér með Ólafi
Ragnari og Sámi, ganga á Esjuna og
njóta þess að vera til. Næsta dag fyllist
ég orku og metnaði og langar að láta
til mín taka. Ég hef sæst á þessar and-
stæður og komist að því að þetta er
allt saman spurning um tímasetn-
ingu. Lífið hefur kennt mér að hvert
verk hefur sinn tíma. Sveigjanleikinn
er mikilvægur þegar kemur að því að
lifa góðu lífi. Sá sem býr yfir slíkum
eiginleika getur gert líf sitt og annarra
gott, sama hversu erfiðar aðstæðurnar
eru. Það sem drepur þig ekki, gerir þig
sterkari. Þetta þekkja Íslendingar. Þeir
hafa haft það erfitt síðustu ár en ég
vona að sem þjóð séum við að rísa úr
erfiðleikum okkar og betur búin til að
takast á við næstu erfiðleika, en séum
þá sterkari.“
Haldin efa
Hún segir að hingað til hafi hún reikn-
að með að sinna starfinu í fjölskyldu-
fyrirtækinu af natni.
„Ég sagði við Ólaf Ragnar í morgun
að ég væri ekki lengur viss.
Ég þarf ekki að taka ákvörðun strax
en ég er haldin efa. Ég þarf að gefa
þessu meiri tíma. Fyrirtækið er mikil-
vægt fjölskyldunni og ef ég drægi mig
úr því yrði það henni áfall.“
Starfsmaður forsetaskrifstofu til-
kynnir að tíminn sé útrunninn.
Dagskrá Dorritar er þéttsetin og
hún þarf að sinna fleiri verkefnum.
Blaðamaður biðst afsökunar og segist
ekki vilja brjóta þær reglur sem hon-
um voru settar. Dorrit hristir höfuðið.
„Nei, nei, þú átt að brjóta reglur. Að
brjóta reglur og fara á móti hefðum er
mikilvægt. Ef þær eru rangar þá þarf
að fara gegn þeim. Það er mjög mikil-
vægt.“ n
„Ég er full efa um
hvað ég vil gera eftir
annasamt ár í London.