Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 37
Jólablað 20.–27. desember 2013 Fólk Viðtal 37
verið í hnotskurn og að sjálfsögðu
þurfti ég að læra blómaskreytingar til
hins ítrasta. Ég fór utan í framhalds-
nám til að læra meira í skreytingum
og rak blómaverslanir. Ég er alltaf í
keppni. Ekki við annað fólk, heldur
sjálfa mig. Ég er haldin miklum eld-
móð, það brýst svona út,“ segir hún
og brosir að sjálfri sér. Þetta er fjar-
læg fortíð og margt hefur breyst í líf-
inu síðan hún helgaði líf sitt fögrum
blómum.
Sneri lífinu við
Vigdís á tvö börn, þau Sólveigu og
Hlynur, með fyrrverandi maka sín-
um. Hún skildi árið 2002 og þá tók
lífið aðra stefnu. Hún kláraði sjö ára
nám á sex árum og er með BS-próf
í viðskiptalögfræði og lögfræðipróf
frá Háskólanum á Bifröst, auk þess
að hafa viðbótargráðu í skattarétti.
„Ég eignaðist Hauk árið 1993 og
Sólveigu árið og 1998. Það er einmitt
lýsandi dæmi um mig hvað ég flýtti
mér við að koma þeim í heiminn. Ég
er alltaf að flýta mér og með þennan
eldmóð, ég gekk með bæði börnin
í átta mánuði. Kári í deCode hefði
þurft að komast í genin hjá mér til að
afleggja síðasta mánuð í meðgöngu,“
segir hún og hlær.
„En hjónabandið gekk ekki og var
komið á endastöð eftir 10 ár. Ég fann
knýjandi þörf fyrir að snúa lífi mínu
við. Ég hætti að huga að blómum og
fór að huga að samfélaginu. Mín leið
til þess var að læra lögfræði.
Ég flutti á Bifröst, tók frumgreina-
próf fyrst þar sem ég var ekki með
stúdentspróf. Á þessum tíma var
sumarskóli á Bifröst og ég gat því
tekið námið á miklum hraða. Ég tók
sjö ára nám á sex árum.
Ég held að þetta hafi verið besti
tíminn í lífi mínu. Þetta er eitt stórt
samfélag, allir á sama stað og með
stór markmið. Auðvelt að hugsa um
börnin og fyrirmyndar samfélag.“
Erfiðasti tími lífsins
Fyrrverandi maður hennar lést árið
2010 úr krabbameini. Á sama tíma
tók Vigdís þátt í yfirstandi sveitar-
stjórnarkosningum, en var reyndar
ekki í framboði sjálf, og netheim-
ar veigruðu sér ekki við að viðhafa
gróf ummæli í hennar garð. Álagið
var mikið. Vigdísi vöknar um augu
þegar hún ræðir um þennan erfiða
tíma í lífi sínu.
„Það er eina skiptið sem óhróður-
inn hefur fengið á mig – vegna barn-
anna. Þarna voru þau föðurlaus og
móðirin skotspónn. Mér finnst mjög
erfitt að tala um þetta. Það voru átta
ár síðan við skildum þegar hann
veiktist. Hann lést 2010 eftir skamm-
vinna baráttu við sortuæxli. Ég var
fyrst og fremst að halda utan um
börnin mín, þau þurftu að þroskast
mikið á stuttum tíma. Sólveig var 12
ára og Hlynur 17 þegar hann dó. Ég
var nýorðinn þingmaður þegar hann
veiktist. Hann fór á mjög skömmum
tíma og þetta reyndi mikið á. Þetta
var mikið álag. Hann lést í maí þegar
sveitarstjórnarkosningarnar voru
í hámæli. Ég tók lítinn þátt í þeirri
baráttu. Svo var þetta allt í einu búið
og börnin mín orðin föðurlaus.“
Henni hefur gengið vel að sam-
eina móðurhlutverkið starfi sínu á
þingi. Hún brýnir fyrir þeim sjálf-
stæði umfram allt og gagnrýna hugs-
un. „Ég brýni fyrir þeim að hugsa
sjálfstætt, að vera ekki áhrifagjörn.
Meta allt á eigin forsendum, efast og
gagnrýna. Það veit enginn hvað lífið
hefur í för með sér og það höfum við
lært. Börnin mín búa svo vel að eiga
stórar og góðar fjölskyldur beggja
megin. Við köllum okkur stundum
mafíuna,“ segir hún og brosir. „Svo
veit ég ekkert hvernig þetta verður í
framtíðinni en þetta gengur vel.“
Auðvelt með að verða skotin
Vigdís segist ekki viss um að hún
muni gifta sig aftur en er alls ekki
svartsýn á að finna ástina. „Er maður
ekki alltaf skotinn svona af og til? Ég
er ekkert viss um að ég gifti mig aft-
ur. Maður gerir það bara einu sinni,
en ég er mjög hrifnæm og á auðvelt
með verða skotin. Það fylgir hvatvís-
inni og eldmóðnum.
Fyrst við erum að ræða um hvat-
vísina, þá veit ég stundum ekki hvar
mörkin liggja á milli hvatvísinnar og
ofvirkninnar. Ef ég væri lítil núna þá
gæti vel verið að ég yrði greind of-
virk. Í sveitinni hafði ég alltaf nóg að
gera og fékk þannig útrás. Nú til dags
fæ ég útrás með því að fara í ræktina
og hugsa vel um heilsuna. Ég tók
sykur út og borða hollan mat. Það er
nauðsyn í mínu starfi að hugsa vel
um heilsuna.“
Forlögin réðu starfinu
Þrátt fyrir að vera undir miklu álagi
þá segist hún í góðu jafnvægi og
hún nýtur sín í starfi formanns fjár-
laganefndar. „Andlega jafnvægið
kemur með líkamlegri hreyfingu. Ég
fæ úthald með því að styrkja mig og
hugsa um heilsuna. Nú er ég í fyrsta
skipti formaður fjárlaganefndar og
mér finnst ég ráða vel við verkefnið
þótt það sé krefjandi. Ég á auðvelt
með að sjá stóru myndina, það er
kannski vegna þess að ég lærði skák
mjög ung af föður mínum,“ segir hún
og gerir að gamni sínu. „Ég á auð-
velt með að sjá fram í tímann. Þetta
er skemmtilegasta og mest krefjandi
verkefni sem ég hef fengist við. Ég
held að forlögin hafi gripið inn í. Ég
er fegin því í dag að hafa ekki feng-
ið ráðherrastól. Völd eru matskennd.
Ég nýt mín svo vel í dag að ég er ekk-
ert viss um að starfskraftar mínir
myndu nýtast eins vel í til dæm-
is umhverfisráðuneytinu. Ég vona
að ég virki ekki hrokafull, en kraft-
ar mínir og þekking nýtast í þessu
verkefni. Ég er svo heppin, starfsins
vegna, að hafa farið í lögfræðina, hún
nýtist mér svakalega vel í fjárlaga-
gerðinni. Mér finnst þingmenn sem
kljást við mig oft ekki þora í mig í efn-
islega umræðu. Ég kafa mjög djúpt í
mál og er einum tveimur árum á
undan að fara í umræðu.“
Ekki hægt að knésetja mig
Vigdís segir netumræðuna hafa
keyrt úr hófi fram, vel sé tekið eftir
því þegar hún mismæli sig eða skipti
um skoðun. Þá er það blásið upp í
fjölmiðlum. Finnst henni þá unnið
gegn sér?
„Það er ekki unnið gegn mér í
þeirri merkingu en það er sífellt ver-
ið að sparka í mig, ég er bara orðin
vön því. Ég hugsa stundum um það
hvað það er mikið langtímaverkefni
hjá andstæðingum mínum að kné-
setja mig. Þeir ættu að vera búnir
að átta sig á því fyrir löngu að það er
ekki hægt.
Það voru konur á síðasta kjör-
tímabili sem hættu á þingi vegna
þessa óvinveitta andrúmslofts og
gáfu svo ekki kost á sér í síðustu
kosningum vegna þessa. Þá er ég
kannski fyrst og fremst að tala um
Steinunni Valdísi sem lét kúga sig
úr starfi, Lilju Mósesdóttur sem gat
ekki hugsað sér að halda áfram og
Guðfríði Lilju sem hugnaðist ekki
andinn á þingi og var búin að fá nóg.
Það er ekki bara innan þingsins
sem árásirnar eiga sér stað,“ segir
Vigdís frá.
„Gegndarlausar árásir á netinu
grafa undan fólki. Þá voru teknar
stöður fyrir utan heimili Steinunn-
ar Valdísar og Þorgerðar Katrínar.
Ég spyr mig og finnst að aðrir megi
spyrja hins sama; Út af hverju er kon-
um í pólitík gefinn svona lítill séns?
Hverjum erum við að ógna? Erum
við að ógna samfélagsgerðinni?
Þetta eru spurningar sem við
þurfum að svara sem samfélag, hvað
er þetta?“
Mesta drullan
Frægt varð myndband sem fjöl-
miðlamaðurinn Egill Helgason setti
saman með helstu ambögum Vig-
dísar. Hún á það til að mismæla sig
en kippir sér lítið upp við grínið.
„Það er hálf kjánalegt að sjá svona
frá mönnum sem telja sig stýra gagn-
rýnni umræðu í samfélaginu. Kemur
ekki mesta drullan frá þeim sem
hafa mestu minnimáttarkenndina?
Þetta er bara kjánalegt. Ég tel mig
tala mun betri íslensku en margur
annar þótt ég mismæli mig stund-
um.“
Nýjasta ambagan hlaut aldeilis
athygli. Rangsannindi, sagði Vigdís
og var hædd og spottuð fyrir.
„Það er búið að skrifa heilan pistil
um mismælin í Fréttablaðinu, ræða
orðið í heilum þætti á Bylgjunni og
svo eru mismælin efni í skopmynd í
Morgunblaðinu. Ég er sannkallaður
nýyrðasmiður og hlæ bara að þessu.
Þetta er broslegt og absúrd hvað ég
óvart hef áhrif á samfélagið án þess
að ætla mér það sérstaklega.
Það hefur ekki enn verið fundið
að klæðaburði eða útliti, en það er
fundið allt annað smálegt, þannig
að málin verða ómálefnaleg, það er
ekki tekin sú umræða sem þarf.
Þetta er bara eitt af því sem ég
þarf að lifa með og takast á við. Ég
iðka æðruleysi. Ég er róleg í eigin
skinni. Það á enginn nokkurn hlut
inni hjá mér. Ef fólki líður betur
með að sparka í mig þá get ég ekki
hindrað það. Það gerir það hvort
sem er, hvort sem mér líkar betur
eða verr. En það hlýtur að vera ægi-
leg vanlíðan hjá þessu fólki sem
sparkar hvað harðast. Það er þjakað
af minnimáttarkennd trúi ég.
Hver ásókn styrkir mig. Það er
svolítið sérstakt að vera óbreyttur
þingmaður en fá svona mikla
athygli. Fólk heldur að það sé að
taka mig niður en það er að styrkja
mig. Eftir því sem það birtast um
mig fleiri leiðarar, skopmyndir og
samsett myndbönd þá fæ ég betri
kynningu. Ég er ekki langrækin. Ég
get vissulega snöggreiðst en reiðin
fylgir mér ekki.“
Enga þörf fyrir að tilheyra
Vigdís ætlar sér ekki alla ævi að vera
þingmaður. Hún sér líf sitt í tímabil-
um og hefur mörg markmið sem
hún ætlar að uppfylla.
„Ég er rosalega ánægð í því sem
ég geri, ég er auðvitað mikil keppnis-
manneskja en ég ætla samt ekki að
vera alla ævi þingmaður. Ég ætla
að ná mér í héraðsdómslögmanns-
réttindi, mig langar til þess að prófa
að verða lögmaður. Ég horfi á líf mitt
í tímabilum. Ég hef gengið í gegnum
mörg ólík tímabil í lífi mínu og veit
að þau verða fleiri. Það sem knýr mig
áfram er að vera engum háð nema
sjálfri mér og sjá um mín börn.
Ég vil berjast fyrir sjálfstæði
mínu, bjóða lífinu byrginn og vera
óhrædd. Ég held að ef maður treysti
sér í þessa persónulegu baráttu þá
standi manni allir vegir færir. Ég
komst upp á lagið með þetta eftir
skilnaðinn. Ég hef enga þörf fyrir að
tilheyra ákveðnum hópi.“
Hlakkar til jólanna
Jólin eru fram undan og Vigdís
hlakkar til að eyða þeim með fjöl-
skyldu sinni. Með fjölskyldunni
hleður Vigdís batteríin. Henni
finnst gott að fara austur og vera
með fólkinu sínu og tengjast nátt-
úrunni.
„Ég skreyti jólatréð á Þorláks-
messu, svo höfum við það notalegt
saman, litla fjölskyldan, á aðfanga-
dag. Við borðum og opnum gjafir.
Á jóladag förum við austur og
þá hittumst við öll stórfjölskyldan.
Það er mafían, það eru um það bil
60 manns. Þetta er orðinn svo stór
hópur svo við þurfum að leigja sal.
Áður héldum við veisluna á Stóru-
Reykjum. Við eigum gæðastund
saman, spilum bingó og borðum
hangikjöt. Mér finnst gott að anda
að mér sveitaloftinu, leggjast í
móann og horfa upp í himininn.“ n
„Við köllum okkur
stundum mafíuna“
Eldmóður og keppnisskap Vig-
dís er haldin miklum eldmóði sem
litar allt hennar líf. Flest gerir hún á
fullum krafti. „Ef ég fer í göngutúr
þá líður ekki á löngu áður en ég
er komin á fulla ferð,“ segir hún
gaman söm til að lýsa kraftinum.
„Kemur
ekki mesta
drullan frá þeim
sem hafa mestu
minnimáttar-
kenndina?