Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 22
Jólablað 20.–27. desember 201322 Fólk
5 Lilja PálmadóttirAthafnakona og hestaræktandi
Lilja Pálmadóttir er athafnakona
sem hefur samfélagslegar hugsjónir.
Hún hefur stuðlað að uppbyggingu í
sinni heimasveit á Norðurlandi þar
sem hún vinnur ötullega að hesta-
rækt. Þá vildi hún bæta lífsgæði
sveitunga sinna og stóð að byggingu
einnar fallegustu sundlaugar lands-
ins á Hofsósi. Ekki má gleyma þætti
Lilju í menningarlífi landans, hún er
sterkur fjárfestir í kvikmyndaiðnaði
og þótt eiginmaður hennar standi
jafnan í sviðsljósinu er þáttur henn-
ar mikill.
6 Björk GuðmundsdóttirTónlistarmaður
Björk er sá íslenski tónlistarmaður
sem hefur notið mestrar alþjóðlegrar
hylli. Hún hóf tónlistarferil sinn
afar ung eða á barnsaldri og hefur
haldið stefnu síðan. Hún öðlaðist
heimsfrægð með Sykurmolunum og
frægðarsólin reis sífellt hærra eftir
að hún hóf eigin sólóferil.
7 Heiða Kristín HelgadóttirStjórnmálafrumkvöðull
Heiða Kristín Helga-
dóttir er í hópi þeirra
sem eru á bak við hug-
myndafræði Besta
flokksins og átti stóran
þátt í að koma honum
til valda í Reykjavík. Heiða
Kristín ögraði valdastrúktúr og við-
teknum venjum í íslenskum stjórn-
málum. Svo mikið að enn dregur
framboð Besta flokksins dilk á eftir
sér og mikil nýliðun og gerjun á sér
stað í íslenskum stjórnmálum. Ný-
liðarnir á þingi eru óhefðbundnir og
með ólíkan bakgrunn. Heiða hefur
þróað hugmyndafræði Besta flokks-
ins áfram í umgjörð annars stjórn-
málaflokks, Bjartrar framtíðar.
8 Vigdís HauksdóttirÞingmaður Framsóknarflokks
Er annar þingmaður Reykjavíkur-
kjördæmis suður fyrir Framsóknar-
flokkinn. Hún er einnig ritari
þingflokks framsóknarmanna og
formaður Heimssýnar-hreyfingar
sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Vigdís hefur setið í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins um árabil og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn. Hún átti stóran þátt í glæst-
um sigri flokksins í síðustu kosn-
ingum. Hún er óhefðbundin og er
af mörgum talin umdeildur stjórn-
málamaður. Vigdís hefur sýnt það
og sannað að hún fær flest það sem
hún vill, þótt hún þurfi kannski að
bíða eftir ráðherrastól. En Sigmundi
Davíð er hollast að vera notalegur
við hana svo hún rífi ekki af honum
bæði flokkinn og forsætisráðherra-
stólinn.
9 Katrín JakobsdóttirFormaður Vinstri grænna
Katrín er fylgin sér. Hún hefur
áunnið sér traust og hylli þjóðar og
sker sig úr í hópi jakkafataklæddra
stjórnmálamanna. Katrínu tekst
iðulega að koma málefnum sínum á
framfæri án þess að niðurlægja eða
vanvirða andstæðinginn. Hún nýt-
ur vaxandi virðingar og ekki annað
að sjá en að hún fái fjölmörg tæki-
færi til að sanna sig enn betur í fram-
varðarsveit stjórnarandstöðunn-
ar. Hún er vel máli farin, rökföst og
trú sinni sannfæringu en jafnframt
mannasættir, svo hún gæti náð langt
í landspólitíkinni.
Katrín hefur öðlast virðingu
margra, og algengt er að þeim sem
eru ósammála henni líki vel við hana
og tali um hana af virðingu.
10 Vigdís FinnbogadóttirFyrrverandi forseti Íslands
Vigdís er fyrirmynd kynslóðar
kvenna sem trúði því að þeim væru
allir vegir færir. Seta hennar í emb-
ætti færði kynslóð kvenna trú á eig-
in getu. Vigdís var óhefðbundin,
einstæð móðir í virtasta embætti
landsins. Hún bauð körlum byrginn
og var óhrædd við að fara eigin leið-
ir í embættisstörfum. Vigdís er enn
ofarlega á lista yfir áhrifamestu ís-
lensku konurnar og verður þar ör-
ugglega áfram. Þjóðin ber enn
virðingu fyrir henni og hlustar á það
sem hún hefur að segja. Það er ekki
slæmt eftir öll þessi ár.
11 Jóhanna SigurðardóttirFyrrverandi forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir er einn
þrautseigasti jaxl íslenskrar stjórn-
málasögu. Fræg eru orð hennar:
„Minn tími mun koma.“ Hennar tími
rann upp, hún stóð í stafni á erfiðum
tíma í íslensku samfélagi í embætti
forsætisráðherra. Samkynhneigð Jó-
hönnu þótti fréttaefni langt út fyr-
ir landsteinana. Það þótti merkilegt
að samkynhneigð kona gegndi jafn
veigamikilli ábyrgðarstöðu, þannig
hefur hún markað brautina fyrir
komandi kynslóðir.
12 Guðbjörg E. EggertsdóttirForstjóri Actavis
Guðbjörg Edda tók við starfi for-
stjóra Actavis haustið 2010 en hún
hefur starfað hjá Actavis og forver-
um þess í 30 ár. Hún var aðstoðar-
forstjóri Actavis-samstæðunnar frá
2008 og framkvæmdastjóri á mark-
aðssviði frá 2002. Þá var hún að-
stoðarforstjóri Delta frá 1999.
Guðbjörg Edda hefur gríðarlega
viðamikla þekkingu á rekstri lyfja-
fyrirtækis, hún situr í stjórnum fjöl-
margra fyrirtækja á Íslandi og var
forseti Samtaka evrópskra samheita-
lyfjafyrirtækja, European Generic
Medicines Association (EGA), á ár-
unum 2011–2013. Þá hlaut hún
fálkaorðuna árið 2012 fyrir framlag
sitt til uppbyggingar atvinnulífs á
heilbrigðissviði.
13 Hildur LilliendahlFemínisti
Hildur hefur barist
ötullega fyrir jafn-
réttismálum hér
á landi og gegn
því að kven-
fyrirlitning og
lítillækkun á kon-
um í orðræðu verði
að eðlilegum hugsunarhætti. Hún
hefur sterka rödd og eftir henni er
tekið. Hún hefur einnig vakið athygli
á því að konur sem taka sterklega til
máls þurfa að þola persónuárásir og
hótanir.
14 Nanna Bryndís HilmarsdóttirSöngkona
Söngkona, laga- og
textahöfundur hljóm-
sveitarinnar Of Mon-
sters and Men sem
hefur farið sigurför
um heiminn. Nanna er
ung söngkona á uppleið
og frábær fyrirmynd ungra
kvenna sem vilja sækja fram í heimi
tónlistar.
15 Agnes SigurðardóttirBiskup
Biskup Íslands er fráskilin kona sem
hefur sankað að sér lífsreynslu sem
hún nýtir sér í störfum sínum. Hún
er eins og svo margar aðrar konur
á þessum lista, frávik frá hefðinni –
fyrsti kvenbiskup landsins og starf-
aði lengst af í litlu bæjarfélagi úti
á landi, Bolungarvíkurprestakalli.
Agnes hefur þegar sýnt að hún er
starfinu vaxin þótt kurr hafi staðið
um hana í sambandi við Dag vonar.
Hún virðist þó réttsýn og á eflaust
eftir að endurheimta eitthvað af
þeirri virðingu sem þjóðkirkjan hef-
ur glutrað niður á síðustu árum og
áratugum.
16 Ragna ÁrnadóttirAðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Rögnu Árnadóttur, aðstoðarfor-
stjóra Landsvirkjunar, hefur tekist að
skapa sátt um hlutverk um Lands-
virkjunar. Hún er ávallt málefnaleg
og þykir hafa góð áhrif á vinnuand-
ann innan fyrirtækisins.
17 Sigrún Ragna ÓlafsdóttirForstjóri VÍS
Sigrún Ragna er með víðtæka stjórn-
unar- og sérfræðireynslu og hefur
unnið með fyrirtækjum úr flestum
atvinnugreinum, mikil sátt var um
ráðningu hennar til fyrirtækisins.
Hún varð fyrsta konan í fimmt-
án ár og önnur konan á heildina litið
til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi
þegar viðskipti hófust með hlutabréf
í VÍS í Kauphöllinni.
18 Hanna Birna KristjánsdóttirInnanríkisráðherra
Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráð-
herra. Hanna Birna
nýtur trausts og
jafnan er mikil sátt
í kringum hana og
hún lætur verkin tala,
segir einn ráðgjafa. Ann- ar
segir hana ganga hart fram, vera
gríðarlega ákveðna og einbeitta.
Enginn efist um valdsvið hennar.
19 Eygló HarðardóttirFélagsmálaráðherra
Eygló tók sæti á Alþingi fyrir hönd
Framsóknarflokksins þegar Guðni
Ágústsson, fyrrverandi formaður
flokksins, sagði af sér þingmennsku.
Hún vakti strax athygli og þótti bera
með sér ferska vinda á þing. Hún tal-
ar beint til fólks og þykir bæði greind
og hafa góða hæfileika í mannlegum
samskiptum. Henni er lagið að ná til
fólks af tilgerðarleysi.
20 Sóley TómasdóttirBorgarfulltrúi Vinstri grænna
Sóley er reynslumikill og þraut-
seigur jaxl sem er óþreytandi við að
vekja máls á ójafnri stöðu kynjanna.
Hún talar hátt, tekur sér pláss en er á
sama tíma hlý, brosmild og gefandi
í samstarfi.
21 Tinna GunnlaugsdóttirÞjóðleikhússtjóri
Tinna hefur setið í
stól þjóðleikhús-
stjóra í nokkur
ár og vakið kon-
um von í brjósti.
Leikhúsheimur-
inn er karllægur
og fá hlutverk skrifuð fyrir
konur. Tinna er kraftmikil og ákveðin
og lætur engan segja sér fyrir verk-
um. Oft hefur blásið um Tinnu en
hún lætur engan bilbug á sér finna.
22 Ragnheiður ÁrnadóttirFormaður þingflokks
sjálfstæðismanna
Ragnheiður Elín er með mörg járn
í eldinum, hún á sæti í utanríkis-
málanefnd Alþingis og er vara-
formaður Íslandsdeildar NATO-
þingsins. Hún er ákveðin og fylgin
sér með eindæmum og þykir hrein
jarðýta í að koma málum sínum
áfram. Enginn vill hafa Ragnheiði á
móti sér, það er ekki vænlegt til ár-
angurs.
23 Sigríður I. IngadóttirÞingmaður Samfylkingar
Sigríður Ingibjörg hefur metnað sem
eftir er tekið. Fræg urðu ummæli
hennar um ríka pabbadrengi í póli-
tík. Bakgrunnur Sigríðar Ingibjargar
er úr Kvennalistanum og hún er öfl-
ugur talsmaður kvenna í Samfylk-
ingunni. Mörgum hefur þótt hún
eiga meira inni en hún hefur upp-
skorið.
24 Vigdís GrímsdóttirRithöfundur
Vigdís sker sig úr hópi
rithöfunda á Ís-
landi. Efnistökin
vekja ávallt mikla
athygli, hún er
ósérhlífin og ein-
læg og frásagnir
hennar ávallt máttugar
þess vegna. Hún virðist hafa áhrif
langt umfram aðra höfunda og ef til
vill er það vegna efnistakanna sem
varða oft hlutskipti og örlög kvenna
í heimi karla.
25 Jóhanna Vigdís HjaltadóttirFjölmiðlakona
Jóhanna Vigdís er ein reynslumesta
fjölmiðlakona landsins og í þunga-
vigt hvað varðar greiningu á stjórn-
málaumræðu landsins.
Hún er skelegg og vinnur vel und-
ir álagi, þá þykir hún afar fagmann-
leg og vanda til verka.
26 Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum
Guðrún Jónsdóttir hefur hjálpað
fjölda fólks sem hefur átt í fá hús að
venda. Hún hefur um árabil barist
gegn kynferðisofbeldi og hlúð að
þeim sem fyrir því verða. Hún hefur
verið í fararbroddi þeirra sem vekja
athygli á og sporna gegn slíku of-
beldi og tekið þátt í alþjóðlegu sam-
starfi fyrir hönd Íslands. Hún hefur
vakið athygli á ofbeldi og grófu mis-
rétti sem lengi fór hljótt.
27 Unnur GunnarsdóttirForstjóri Fjármálaeftirlitsins
Unnur hefur víðtæka reynslu af
störfum við fjármálatengd verkefni,
opinbera stjórnsýslu og í dómskerf-
inu. Hún starfaði meðal annars í sjö
ár hjá bankaeftirliti Seðlabanka Ís-
lands og í fimm ár sem sérfræðing-
ur í fjármálaþjónustu hjá skrifstofu
EFTA í Brussel. Þá var hún fram-
kvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar í
tvö ár. Innan opinberrar stjórnsýslu
hefur Unnur meðal annars reynslu
sem skrifstofustjóri í samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu í sjö ár og
sem settur héraðsdómari við Héraðs-
dóm Reykjavíkur. Unnur hefur flekk-
lausa fortíð og því hefur ákveðin sátt
myndast um hana í stóli forstjóra.
28 Kristín IngólfsdóttirRektor HÍ
Kristín er síður en svo óumdeild og
það blæs ekki byrlega í menntamál-
um þjóðarinnar þessa dagana. Hún á
þó eflaust eftir að taka þau mál sem
snúa að Háskóla Íslands föstum tök-
um og verja hagsmuni skólans með
kjafti og klóm. Hvað sem mönn-
um kann að finnast um hana getur
enginn neitað því að háskólarektor er
ævinlega áhrifamaður í samfélaginu.
29 Brynja ÞorgeirsdóttirFjölmiðlakona
Hún er fjölhæf,
skemmtileg, hlý
og afburðagáfuð.
Stjórnar vinsælasta
sjónvarpsþætti á
landinu um þessar
mundir, Orðbragði.
30 Sigríður D. AuðunsdóttirRitstjóri Fréttatímans
Sigríður situr ein kvenna í stóli að-
alritstjóra íslenskra dagblaða. Hún
hefur margþætta reynslu af blaða-
mannstörfum og er frumleg í efn-
istökum. Hún skrifar sjálf mikið í
blaðið, tekur viðtöl og gerir úttekt-
ir. Það aflar henni fylgis meðal sam-
starfsmanna.
31 Auður JónsdóttirRithöfundur
Auður er hæfileikaríkur rithöfundur
en hún hefur einnig látið til sín taka í
þjóðfélagsumræðunni og eru pistlar
hennar mjög vinsælir.
32 María Lilja ÞrastardóttirBlaðamaður
Skelegg og femínísk blaðakona og
lætur taka eftir sér. Skemmtileg fyr-
irmynd ungra kvenna, óhrædd við
að taka að sér ný verkefni. Mar-
ía Lilja er annar umsjónarmanna
útvarpsþáttar sem vekur sérstaka
athygli á þætti kvenna í tónlistar-
sögunni, Barmageddon. Þá er hún
einn stofnenda nýs kvenfélags fjöl-
miðlakvenna á 365-samsteypunni.
33 Helga ValfellsFramkvæmdastjóri
Helga hefur
skemmtilegan
bakgrunn sem
nýtist henni í
að gefa öðrum
góð ráð. Hún hef-
ur m.a. sinnt störfum fyrir
Estée Lauder UK, Merrill Lynch
International Europe, Útflutnings-
ráð Íslands, verið sjálfstætt starf-
andi ráðgjafi og aðstoðarmaður við-
skiptaráðherra. Helga er feikilega
dugleg við það að ýta öðrum úr vör.
34 Högna SigurðardóttirArkitekt
Högna er vel þekkt sem frumkvöðull
á sviði byggingarlistar á Íslandi. Hún
hefur með verkum sínum haft mik-
il áhrif á sjónrænt umhverfi okkar
og þróun íslenskrar byggingarlist-
ar. Hún var fyrst kvenna til að starfa
sem arkitekt hérlendis, og hefur ver-
ið óhrædd við að fara frumlegar leið-
ir að verkum sínum.
35 Sigríður FriðjónsdóttirRíkissaksóknari
Því var fagnað þegar Sigríður J.
Friðjónsdóttir var ráðin í emb-
ætti ríkis saksóknara. Hún er ná-
kvæm og réttsýn og lætur lítið
fyrir sér fara. Hún stendur keik
og lætur ekki rót trufla störf sín.
Hún var t.d. ekki meðal þeirra sjö
sem lýstu yfir fullum stuðningi við
Valtý þegar öll spjót stóðu á honum
eftir hrakyrði hans í garð þolenda
nauðgana. n