Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 63
Jólablað 20.–27. desember 2013 Menning Sjónvarp 63
Æ
tla má að stórmynd í ís-
lenskri leikstjórn leynist í
þó nokkrum jólapökkum
þetta árið – en spennu-
myndin 2 Guns trónir á toppi ís-
lenska DVD-vinsældalistans sem var
opinberaður fyrr í vikunni. Ástæðu
vinsældanna má ef til vill rekja
að einhverju leyti til þess að leik-
stjóri myndarinnar er hinn íslenski
Baltasar Kormákur.
2 Guns er önnur Hollywood-mynd
Baltasar Kormáks en í fyrravor kom
út myndin Contraband sem þótti afar
vel heppnuð. Aðalleikari Contraband
var stórleikarinn Mark Wahlberg
og þökk sé góðu samstarfi hans og
Baltasars var hann einnig í aðalhlut-
verki í 2 Guns. Hinn vinsæli leikari
Denzel Washington slóst í för með
þeim félögum og lék á móti Wahl-
berg í 2 Guns, en myndin fjallar um
eiturlyfjalögreglumann og meðlim
leyniþjónustu sjóhersins sem fá það
verkefni að rannsaka hvor annan.
Í öðru sæti listans er gaman-
myndin We‘re the Millers og í þriðja
sæti er The Family. Í fjórða sæti er
teiknimyndin Aulinn ég 2 og í því
fimmta eru vaxtarræktarmennirnir í
Pain and Gain. n
ingosig@dv.is
Baltasar vinsæll í jólapakkann
2 Guns vinsælasta DVD-myndin fyrir hátíðarnar
Laugardagur 21. desember
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Stöð 2 Sport 2
Gullstöðin
Stöð 3
SkjárGolf
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (23:26)
07.04 Háværa ljónið Urri
07.15 Teitur (23:26)
07.25 Múmínálfarnir (23:39)
07.35 Hopp og hí Sessamí
07.58 Tillý og vinir (52:52)
08.09 Sebbi (39:52)
08.20 Friðþjófur forvitni (6:10)
08.43 Úmísúmí (20:20)
09.08 Paddi og Steinn (133:162)
09.09 Abba-labba-lá (20:52)
09.22 Paddi og Steinn (134:162)
09.23 Kung Fu Panda (10:17)
09.46 Teiknum dýrin (5:13)
09.53 Jólasveinarnir í Dimmu-
borgum (3:5)
10.15 Stundin okkar e
10.45 Orðbragð (4:6) e
11.15 Útsvar (Borgarbyggð -
Seltjarnarnes) e
12.15 Kastljós e
12.40 Jól með Price og Blom-
sterberg e
13.05 Landinn e
13.35 Kiljan e
14.20 Djöflaeyjan 888 e
14.50 Á götunni (6:8)
15.20 Af hverju fátækt? Látið
okkur fá féð e
16.15 Jólatónar í Efstaleiti e
16.30 Stúdíó Jól-A (7:7) e
17.00 Sveitasæla (4:20)
17.10 Vasaljós (5:10)
17.30 Jólasveinakvæði
(Stundarkorn)
17.35 Jóladagatalið -
Jólakóngurinn (21:24)
(Julekongen) 888
18.00 Táknmálsfréttir
18.10 Skólaklíkur (1:20) (Greek V)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.40 Vertu viss (7:8) 888
20.40 Hraðfréttir e
20.50 Norræn jólaveisla
2013 (Det store nordiske
juleshow 2013) Norrænir
jólatónleikar í hátíðarsal
Danska ríkisútvarpsins.
Meðal þeirra sem fram
koma eru Ásgeir Trausti,
Rasmus Seebach, Agnes
Obel, Olsen-bræður,
Emmelie, Mads Langer,
Burhan G., Veronica Maggio,
Zara Larsson, Laleh og
Envy. Kynnar eru Sofie
Lassen-Kahlke og Jacob
Riising.
22.25 Annie Hall 8,2 Bíómynd
eftir Woody Allen frá 1977.
Alvy Singer er taugaveikl-
aður grínisti í New York
og verður ástfanginn af
hinni ringluðu Annie Hall.
Meðal leikenda eru Woody
Allen, Diane Keaton, Tony
Roberts, Carol Kane, Paul
Simon og Christopher
Walken.
23.55 Alþjóðabrask 6,5
(International, The) Út-
sendari alþjóðalögreglunn-
ar Interpol og aðstoðar-
saksóknari á Manhattan,
eru staðráðin í að koma
lögum yfir eina af stærstu
fjármálastofnunum
heimsins. Í aðalhlutverkum
eru Clive Owen og Naomi
Watts. Bandarísk bíómynd
frá 2009. Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi barna. e
01.55 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Sveppi og Villi bjarga
jólasveinunum (11:14)
07:06 Strumparnir
07:30 Villingarnir
07:55 Hello Kitty
08:05 Algjör Sveppi
09:35 Lukku láki
09:55 Scooby-Doo! Mystery Inc.
10:20 Kalli kanína og félagar
10:40 Young Justice
11:05 Big Time Rush
11:30 Popp og kók
12:00 Bold and the Beautiful
12:20 Bold and the Beautiful
12:40 Bold and the Beautiful
13:00 Bold and the Beautiful
13:20 Bold and the Beautiful
13:45 Óupplýst lögreglumál
14:15 Hið blómlega bú - hátíð í
bæ (3:6)
14:45 Kolla
15:20 Sjálfstætt fólk (15:30)
15:55 ET Weekend
16:40 Íslenski listinn
17:10 Sjáðu
17:38 Leyndarmál vísindanna
17:45 Sveppi og Villi bjarga
jólasveinunum (11:14)
17:52 Simpson-fjölskyldan (3:22)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:50 Íþróttir
18:55 Fangavaktin
19:40 Lottó
19:45 Hope Springs 6,3
Gamanmynd frá 2012 með
Meryl Streep, Tommy Lee
Jones og Steve Carell í aðal-
hlutverkum. Eftir 30 ára
hjónaband fara miðaldra
hjón í mjög krefjandi hjóna-
bandsráðgjöf til þess að
vinna í sambandi sínu sem
er orðið ansi skrautlegt.
Leikstjóri er David Frankel.
21:25 A Very Harold & Kumar
3D Christmas 6,3 Gam-
anmynd frá 2011 með Kal
Penn, John Cho og Neil Pat-
rick Harris í aðalhlutverk-
um. Dóphausarnir Harold
og Kumar eru mættir aftur.
23:05 Wrath of the Titans 5,7
Spennandi ævintýramynd frá
2012 með Liam Neeson, Ralph
Fiennes, Bill Nighy og Sam
Worthington í aðalhlutverk-
um. Perseus, hinn mannlegi
sonur Seifs, hefur reynt sitt
besta til að draga sig í hlé og
lifir nú rólegu lífi í litlu sjávar-
þorpi. Á meðan hefur ólgan
á milli guðanna og risanna
farið vaxandi á ný og það er
valdabarátta í aðsigi.
00:45 Two Weeks Notice 5,9
Rómantísk gamanmynd.
Lögfræðingurinn Lucy
Kelso er í starfi sem margir
öfunda hana af.
02:25 Perfect Storm 6,3 Mynd
um raunir áhafnar fiskibátsins
Andreu Gail.
04:35 Extract Frábær gam-
anmynd þar sem Jason
Bateman, Kristen Wiig og
Ben Affleck fara á kostum.
06:05 Fréttir e
06:00 Pepsi MAX tónlist
10:50 Dr.Phil
11:35 Dr.Phil
12:20 Dr.Phil
13:05 Penguins - Spy in the
Huddle (2:3) Skemmtilegir
þættir um eitt skrýtnasta
og skemmtilegasta dýr
veraldar... mörgæsir. Í þess-
um vönduðu þáttum frá
BBC er fylgst með hegðun
þessara furðufugla sem lifa
á Suðurskautinu.
13:55 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (19:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
14:25 Judging Amy (18:24)
Bandarísk þáttaröð um lög-
manninn Amy sem gerist
dómari í heimabæ sínum.
15:10 The Voice (13:13)
Spennandi söngþættir
þar sem röddin ein sker úr
um framtíð söngvarans.
Heimsþekktar popp-
stjörnur skipa sem fyrr
dómnefndina en Christina
Aguilera og Cee Lo Green
snúa nú aftur eftir hlé.
17:40 Hollenska knattspyrnan
2013 - BEINT Bein út-
sending frá leik Feyenoord
og FC Groningen í hollensku
deildinni. B
19:40 Gordon ś Ultimate
Christmas (2:2) Vandaðir
uppskriftarþættir með
Gordon Ramsey þar sem
hann kennir öll réttu
handtökni þegar elda skal
ljúffengan jólamat.
20:30 The Bachelor (8:13)
Þættir sem alltaf njóta
vinsælda meðal áhorfenda
SkjásEins. Sean Lowe er
fyrrverandi ruðningsleik-
maður frá Texas og hefur
verið valinn piparsveinninn
í ár. Nú fylgjumst við með
26 konum sem allar vilja
hreppa hnossið. Það eru
aðeins fjórar stúlkur eftir og
það styttist í stóru stundina
þegar Sean ákveður hver
þeirra hreppir hnossið.
22:00 The Client List (8:10)
Spennandi þættir með
Jennifer Love Hewitt í að-
alhlutverki. Sam er þriggja
barna móðir í Texas. Hún er
hamingjusamlega gift en á
í fjárhagsvandræðum. Hún
bregður á það ráð að fara út
á vinnumarkaðinn en þegar
þangað er komið renna á
hana tvær grímur.
22:45 Appropriate Adult
(2:2) Vandaður breskur
þáttur í tveimur hlutum
úr smiðju ITV og fjallar
um fjöldamorðingjann
Fred West og kynni hans
af Janet eftir að honum
er komið á bakvið lás og
slá í rammgerðu fangelsi í
Birmingham.
00:15 Hawaii Five-0 (6:22)
01:05 Scandal (5:7)
01:55 The Client List (8:10)
02:40 The Mob Doctor (3:13)
03:30 Excused
03:55 Pepsi MAX tónlist
08:15 Moonrise Kingdom
09:50 World's Greatest Dad
11:30 Diary of a Wimpy Kid:
Rodrick Rules
13:10 Just Go With It
15:05 Moonrise Kingdom
16:40 World's Greatest Dad
18:20 Diary of a Wimpy Kid:
Rodrick Rules
20:00 Just Go With It Skemmti-
leg gamanmynd með Adam
Sandler og Jennifer Aniston.
22:00 Friends With Benefits
23:50 Red Lights
01:45 One For the Money
03:20 Friends With Benefits
Bíóstöðin
15:25 Cold Feet (1:7)
16:15 Cold Feet (2:7)
17:05 Strákarnir
17:30 Friends (16:24)
17:50 Seinfeld (1:22)
18:15 Modern Family
18:35 Two and a Half Men (7:19)
19:00 Wipeout - Ísland
19:50 Bara grín (3:6)
20:20 Logi í beinni
21:10 Það var lagið
22:20 Besta svarið (3:8)
23:05 Stóra þjóðin (3:4)
23:35 Neyðarlínan
00:10 Beint frá messa
00:55 Tossarnir
01:35 Kolla
02:05 Pönk í Reykjavík (3:4)
02:35 Tónlistarmyndb. Popptíví
14:00 Junior Masterchef
Australia (15:16)
15:05 The X-Factor US (25:26)
16:25 The X-Factor US (26:26)
17:10 The Amazing Race (3:12)
17:55 Offspring (1:13)
18:40 The Cleveland Show
19:00 Around the World in 80
Plates (6:10)
19:45 Raising Hope (15:22)
20:05 Don't Trust the B*** in
Apt 23 (9:19)
20:30 Cougar Town (15:15)
20:55 Dark Blue (2:10)
21:40 Super
23:20 The Vampire Diaries
00:00 Do No Harm (2:13)
00:45 Around the World in 80
Plates (6:10)
01:30 Raising Hope (15:22)
01:55 Don't Trust the B*** in
Apt 23 (9:19)
02:15 Cougar Town (15:15)
02:40 Dark Blue (2:10)
03:25 Super
05:05 Tónlistarmyndb.Popptíví
09:50 The Royal Trophy 2013
14:50 WBA - Hull B
16:55 NBA (NB90's: Vol. 4)
17:20 World's Strongest Man
17:50 HM kvenna í handbolta
(Undanúrslit)
19:10 HM kvenna í handbolta
(Undanúrslit)
20:30 Meistaradeild Evrópu
(AC Milan - Ajax)
22:20 Spænski boltinn 2013-14
03:00 The Royal Trophy 2013 B
11:35 Match Pack
12:05 Enska úrvalsdeildin -
upphitun
12:35 Liverpool - Cardiff B
14:50 Man. Utd. - West Ham B
17:20 Enska B-deildin
(Millwall - Middlesbrough) B
19:25 Fulham - Man. City
21:05 Crystal Palace -
Newcastle
22:45 Stoke - Aston Villa
00:25 Laugardagsmörkin
01:30 Sunderland - Norwich
03:10 WBA - Hull
06:00 Eurosport
10:00 Opna breska meistara-
mótið 2013 (4:4)
21:00 Ryder Cup Official Film
1999
22:35 US Open 2002 - Official
Film
23:35 Eurosport
Á toppnum Baltasar virðist ætla að verða
vinsæll í jólapökkunum í ár.
Uppáhalds í sjónvarpinu
Kitchen Nightmares
„Ég hef unun af því að horfa á Gordon Ramsey taka
tryllingsleg en skarplega orðuð geðvonskuköst í
Kitchen Nightmares því það hvetjur sjálfan mig til að
láta af doski og doða – og gera eitthvað með líf mitt.“
Helgi Jean Claessen
ritstjóri Menn.is
Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is
Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var
utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún
við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi
yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað
við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir
í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að
ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar.
Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café
í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu
þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en
þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri
eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við
í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu
þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir
utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi,
hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,”
segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum.
Skrifstofa í henglum
Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga
borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma
við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta
brauðið í bænum“ eins og hún orðar það.
Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju
götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram
úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan
þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til
Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir
Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum
leirhúsum sem standa lágreist við veginn.
Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá
segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk
sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu
þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið
sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist
því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður
kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“
Skemmtilegt að ögra sér
Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og
hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd-
um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“
Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu
þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem
þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja
starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og
orðspor samtakanna.“
Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni
hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott
skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á
skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama
skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir
þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri.
„Þetta er
svolítið
skrýtið líf.”
Vaknaði upp við
sprengingar í Kabúl
Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar
snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan.
Fáðu meira
með netáskrift DV
790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi
*fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr.