Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 70
Jólablað 20.–27. desember 201370 Fólk n Flutningar á Baðhúsinu í fullum gangi n Undirbýr auglýsingaherferð A thafnakonan Linda Pétursdóttir stendur í stórræðum þessa dag- ana. Flutningar á Bað- húsinu eru í fullum gangi og hún stefnir á að opna Baðhúsið í Smáralind í byrjun janúar. Kostn- aður verkefnisins er um hálfur milljarður króna. „Ég er verulega spennt á þess- um tímamótum, Baðhúsið eins og mig dreymdi að það yrði, er að verða að veruleika og í þessu ferli er margt sem þarf að huga að. Ég er svo heppin að hafa gott fólk í kringum mig og hef tamið mér það mottó að umgangast aðeins fólk sem bætir lífsgæði mín og hef- ur það það sannarlega skilað sér. Ég hef trú á sjálfri mér og því sem ég tek mér fyrir hendur og tel það skipta miklu máli,“ segir Linda. Linda er mikill dýravinur, en hún eignaðist sinn fyrsta hund þegar hún var tíu ára. Nú á hún nú tvo hunda, en nýverið tók hún hund í fóstur, og á fyrir annan, er því nóg að gera á stóru heimili. „Ísabella dóttir mín er í skýjun- um með nýjasta fjölskyldumeðlim- inn sem er lítill Chihuahua-hund- ur sem ég tók að mér fyrir stuttu síðan. Öllum kemur, sem bet- ur fer, vel saman. Það jafnast fátt á við góða fjölskyldu og ég er svo sannarlega heppin með mína.“ Auglýsingaherferðir Lindu hafa ávallt vakið athygli og fengum við að skyggnast á bak við tjöldin þar sem Linda var í myndatöku fyrir herferð sem mun birtast í janúar fyrir nýtt og endurbætt Baðhús. Þar klæðist Linda meðal annars glæsi- legum kjól sem Filippía Elísdóttir, hönnuður og vinkona til tuttugu ára, gerði á hana fyrir 16 árum. Linda heldur sér í formi eins og sjá má á myndunum sem fylgja hér. n ritstjorn@dv.is Tjúttkjólar í bland við merkjavöru Tískubloggarar selja af sér spjarirnar É g ákvað að losa bara allt úr skápn- um sem ég hef ekki farið í á þessu ári,“ segir Erna Hrund Hermanns- dóttir, förðunarfræðingur og tískubloggari. Erna bloggar á síðunni Trendnet.is sem er ein vinsælasta síða landsins. Bloggararnir á síðunni hafa tekið sig saman og ætla að vera með stóran fatamarkað á Kex hostel á laugardaginn. Þar verður vafalaust hægt að finna mikið af gersemum en bloggararnir eru þekktir fyrir mikinn tískuáhuga líkt og lesendum síðunnar er kunnugt um. „Við vorum búin að tala um það lengi að vera með einn alvöru fata- markað saman. Svo var tekin sú ákvörðun að vera með fatamarkað á Kexinu núna rétt fyrir jólin. Okkur fannst upplagt að vera í miðbænum með markaðinn svo fólk gæti komið við hjá okkur þegar það væri að rölta um bæinn á hátíðarstemmingunni,“ segir Erna Hrund og bætir við: „Við verðum með föt úr fataskápnum okk- ar sem lesendur okkar ættu nú að kannast við. Flestar flíkurnar hafa lík- lega birst á síðunum okkar,“ segir hún. „Ég verð þarna með alls kyns gersem- ar. Bæði nýjar, notaðar og vel með farnar flíkur, skó og skart. Svo luma ég á alls kyns gersem- um sem ég hef sankað að mér á eBay, meðal annars verð ég með „vintage“ kjól frá Ralph Lauren og „vin- tage“ silkiskyrtu frá Christ- ian Dior. Svo verða þarna klassískir tjúttkjólar frá tíma mínum í Versló,“ segir Erna sem lofar góðu verði. „Mig langar helst bara að losna við sem mest þar sem ég hef ekkert geymslupláss heima hjá mér lengur eftir að ég eignaðist son minn.“ Markaðurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 18. n viktoria@dv.is Nóg í boði Bloggararnir eru búnir að tæma skápana sína og allt á að seljast. „Ég hef trú á sjálfri mér og því sem ég tek mér fyrir hendur og tel það skipta miklu máli. Á bak við tjöldin með Lindu Pé 16 ára gamall kjóll Filippía hefur ákveðið að framleiða sams konar kjól sem er afar kvenlegur og munu þeir fást í sérverslun sem verður í Baðhúsinu. Ást Linda að knúsa Ísabellu dóttur sína sem beið þolinmóð meðan mamma hennar var í myndatöku. Fegurð Linda í sminki hjá Elísabetu Ormslev. Undirbúningur Agníeszka að undirbúa Lindu fyrir töku. Bó týndi símanum Söngvarinn ástsæli, Björgvin Halldórsson, eða Bó eins og hann er gjarnan kallaður, týndi síman- um sínum á dögunum. „Ég varð fyrir því óhappi að týna símanum mínum í nótt. Iphone 5. Hann hefur dottið úr bílnum okkar á leiðinni uppí kóra eða fyrir utan Höllina. Ef einhver hefur kom- ið auga á hann væri ég þakklátur að þið mynduð vera í sambandi. Þessi sími minn er tenging mín við alla … Vinsamlega látið vita ef þið heyrið eða sjáið hann,“ segir Björgvin á Facebook-síðu sinni. Síminn hefur ekki enn fundist þrátt fyrir að 275 vinir Björgvins hafi deilt stöðuuppfærslunni. Inga Lind á Íslandi yfir jólin Sjónvarpskonan Inga Lind Karls- dóttir er búsett á Spáni en mun halda upp á jólin á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni. Inga Lind mun stýra raunveruleikaþættinum Biggest Loser sem fer í sýningar á Skjá Einum á nýju ári. Evert Víglundsson, líkamsræktarþjálf- ari hjá CrossFit Reykjavík, er þjálfari í þáttunum og sagði í við- tali við DV fyrr í mánuðinum að búast megi við mikilli skemmtun. Að sama skapi hafi komið á óvart hversu illa þátttakendunum leið. Inga Lind hyggst hugsa vel um sig yfir hátíðarnar og stunda líkams- rækt af ýmsu tagi. Vinnur hjá mömmu og pabba í fríinu Stúlkurnar í The Charlies eru komnar til landsins í jólafrí en þær eru búsettar á vesturströnd Banda- ríkjanna. Söng- konan Steinunn Camilla situr ekki auðum hönd- um um jólin en hún hyggst starfa í verslun foreldra sinna, Gulli og silfri við Lauga- veg. Steinunn hefur mikinn áhuga á skartgripahönnun og í fyrra- sumar opnaði hún vefverslunina Carma Camilla þar sem er hægt að kaupa skartgripi sem hún hefur hannað. Steinunn hefur sagst hafa alist upp í verslun foreldra sinna sem barn og gæti ekki ímyndað sér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.