Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 36
Jólablað 20.–27. desember 201336 Fólk Viðtal
V
igdís er klædd gráum fal-
legum pels þar sem hún
kemur til fundar við blaða-
mann á kaffihús við höfn-
ina í Reykjavík. Það er
mikið frost en fallegt veður. Hunds-
lappadrífa gefur hafnarsvæðinu
draumkennt yfirbragð.
Annríkið er mikið hjá henni
þessa dagana, hún situr fundi þétt
allan liðlangan daginn og rétt nær
að fá sér heita og kjarngóða súpu
með blaðamanni á meðan hún ræð-
ir stuttlega um störf sín og ævi.
„Svona er líf óbreytts þingmanns,“
segir hún glettin. „En ég kvarta ekki,
mér finnst lífið skemmtilegt.“
Jafningi karlmanna
Vigdís er þekkt fyrir að vera orkumik-
il. Hún hefur ávallt verið hávær og at-
orkusöm. Alin upp í stórum systkina-
hópi í Árnessýslu. Móðir Vigdísar er
Sigurbjörg Geirsdóttir og faðir henn-
ar Haukur Gíslason frá Stóru-Reykj-
um í Hraungerðishreppi í Árnes-
sýslu.
„Ég er alin upp í þessum stóra
systkinahóp í sveit. Við erum fimm
systurnar og svo á ég einn bróður. Ég
hef unnið síðan ég man eftir mér og
þar sem við vorum margar systurn-
ar gengum við í öll verk, ég lærði til
dæmis að keyra traktor mjög ung.
Maður býr að þessu alla ævi, þessum
jöfnuði sem gildir í sveit. Þar sem all-
ir hjálpast að við vinnu, strákar jafnt
og stelpur. Við gerðum allt saman
og hvergi var gerður greinarmunur
á kynjum hvort sem um var að ræða
fótbolta eða að keyra traktor. Vegna
þessa lít ég á mig sem jafningja karl-
manna og hef alltaf gert. Ég lít á alla
jafnt og vil ekki gera upp á milli fólks.
Ég er bara manneskja og hef gengið í
þau störf sem til falla.
Guðni einn af fjölskyldunni
Foreldrar Vigdísar eru tengda-
foreldrar Guðna Ágústssonar, fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra. Vig-
dís var rétt átta ára þegar Guðni
trúlofaðist næstelstu systur henn-
ar og hún álítur hann einn af fjöl-
skyldunni, nánast eins og bróður.
„Guðni er mágur minn, kvæntur
næstelstu systur minni. Það er langt
á milli okkar systra og því var ég
bara átta eða níu ára gömul þegar
Guðni var orðinn tengdasonur fjöl-
skyldunnar. Hann er eins og bróð-
ir minn, hefur verið í fjölskyldunni
síðan ég man eftir mér,“ segir hún og
nefnir að þeim sé einstaklega vel til
vina og hún finni stuðning í honum
á erfiðum stundum.
Fór ung að heiman
Vigdís vildi ekki búa í sveit og vera
bóndi, hún stefndi ung á að læra
garðyrkju. Það gerði hún og varð
garðyrkjufræðingur. Hún flutti ung
að heiman og til höfuðborgarinnar
þar sem hún fékk vinnu í verslun
Blómavals.
„Ég átti áhyggjulaust og gott líf í
sveit. Ég var mjög ung þegar ég ákvað
að fara í Garðyrkjuskólann og verða
garðyrkjufræðingur og ég stóð við
það. Ég var aðeins sautján ára. Mig
langaði aldrei að verða bóndi og var
ákveðin í því. Ég flutti síðan tveimur
árum síðar að loknu námi til Reykja-
víkur. Ég fékk strax vinnu við garð-
yrkjuna í Blómavali. Ég var ofsalega
ánægð í Reykjavík og fann mig hér í
borginni. Ég fór í framhaldsnám til
Danmerkur og fór í framhaldsnám í
blómaskreytingum.
Vann Íslandsmeistaratitil í
blómaskreytingum
Vigdís fékk mikinn áhuga á
blómaskreytingum í starfi sínu í
Blómavali. Hún lýsir sér sem mikilli
keppnismanneskju, flest það sem
hún tekur sér fyrir hendur vill hún
gera með afbrigðum vel. Hún átti
blómaverslun um árabil og það
kemur ekki á óvart að hún hafi í far-
sælu starfi unnið til Íslandsmeistara-
titils í blóma skreytingum sem hún
hlaut árið 2002. Hún sló í gegn ný-
verið á árlegu jólaskreytingakvöldi
Blómavals þar sem hún kom fram
sem gestaskreytir og fór yfir strauma
og stefnur fyrir jólin.
„Ég tek það sem ég geri hverju
sinni alvarlega og það gerði ég á
þessum tíma. Ég er mikil keppnis-
manneskja og get ekkert að því gert.
Ef ég er að gera eitthvað, taka til
eða hvað sem er þá er ég í keppni
við sjálfa mig. Ef ég er að prjóna, til
dæmis, þá keppist ég við að klára
hnykilinn. Ef ég fer í göngutúr þá líð-
ur ekki á löngu áður en ég er kom-
in á fulla ferð. Svona hefur líf mitt
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokks, lætur ekki knésetja sig. Hún segir hverja
ásókn styrkja sig. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi
við Vigdísi um uppvöxtinn og keppnisskapið, erfið-
asta tímabil ævi hennar, þegar barnsfaðir hennar
lést í miðri kosningabaráttu og meiðandi ummæli
sem hún tekst á við með æðruleysi.
„Við köllum okkur
stundum mafíuna“
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„Svo var
þetta allt
í einu búið og
börnin mín orðin
föðurlaus