Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir Jólablað 20.–27. desember 2013 V ið greiðum ekki stjórnarlaun, en þess í stað fá stjórnarmenn 120 þúsund krónur á ári sem nota á í endurmenntun. Á nokkurra ára fresti höfum við farið til útlanda og sinnt endurmenntun- inni þar,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Fit, Félags iðn- og tækni- greina. Um síðastliðna helgi fór stjórn félagsins í endur- og símenntunar- ferð til Edinborgar og segir Hilmar að þar hafi stjórnarmenn fundað stíft og farið yfir skoðanakönnun sem unnið hefur verið að meðal fé- lagsmanna. Að auki sinnti hópurinn endurmenntun. Ekki fóru allir stjórn- armenn í ferðina og ekki allir makar. „Makar þurfa að greiða fyrir sig,“ segir Hilmar en segir að ferðin hafi verið gagnleg fyrir hópinn og reynst vel. „Þetta er samþykkt hjá félaginu. Á um þriggja ára fresti förum við til útlanda og kynnum okkur helstu nýjungar. Nú vorum við að vinna að innra skipulagi félagsins og starfs- þáttavinnu til næstu þriggja ára. Mörg félög hafa sameinast okkur á undanförnum árum og því var það tímabært,“ segir hann. Aðspurður um kjaraviðræður seg- ir Hilmar að þær gangi hægt, en hann er einnig formaður Samiðnar, sam- bands iðnfélaga. „Við höfum ekki vís- að þessu til sáttasemjara, en þetta gengur mjög hægt,“ segir hann að- spurður um gang mála. Fit er hluti af Samiðn. n Festir kaup á gamla Borgarbókasafninu n Eignarhaldið í gegnum félag í skattaskjólinu Cayman-eyjum E ignarhaldsfélag í eigu, aðila sem tengdir eru samheitalyfja- fyrirtækinu Alvogen, hefur keypt gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti af Ingunni Wernersdóttur. Fjárfestirinn Ró- bert Wessmann er stjórnarformað- ur Alvogen. Þetta kemur fram í fast- eignaskrá og er kaupsamningurinn dagsettur þann 16. desember síðast- liðinn. Félagið heitir Aztiq Pharma ehf. Húsið heitir Esjuberg. Eignarhaldsfélagið mun koma að byggingu samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen á lyfjaverksmiðju í Vatnsmýr- inni og kom nafn þess upp í tengslum við umfjöllun um verksmiðjuna fyrr á árinu. Félagið hefur meðal annars staðið í skuldabréfaútboði á þessu ári þar sem fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands var nýtt til að koma með 220 milljónir króna hingað til lands. Fjármagnað af Arion Fasteignamat hússins á Þingholts- stræti er rúmlega 113 milljónir og er það tæplega 710 fermetrar að stærð. Í veðbókarvottorði hússins kemur fram að tekið hafi verið 49 milljóna króna lán hjá Arion banka til að fjár- magna kaupin á húsinu. Það lán er hið eina sem hvílir á húsinu. Húsið var áður í eigu Ingunnar Wernersdóttur, eða eignarhaldsfé- lags í hennar eigu sem heitir Inn Fjár- festing ehf., en hún réðst í miklar breytingar á húsinu eftir að hún keypti það árið 2007. Sá sem átti hús- ið þar á undan var norski málarinn Odd Nerdrum en hann hafði keypt húsið af Guðjóni Guðjónssyni sem yfirleitt er kenndur við tæknifyrir- tækið OZ. Í ársreikningi Inn Fjár- festingar sem hélt um húseignina fyrir hönd Ingunnar Wernersdóttur var fasteignamat hússins í Þingholts- stræti sagt vera 105 milljónir króna og byggði það á áætlun matsmanna. Söluverðið á húsinu gæti því hafa ver- ið í kringum það. Eignarhaldið á húsinu í Þingholts- stræti og Aztiq Pharma er í gegnum félag í skattaskjólinu Cayman-eyjum sem heitir Aztiq Cayman L.P. Fjár- magnið sem Aztiq Pharma flytur til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina kemur því væntanlega þaðan. Sögufrægt hús Ármi Harðarson, fram- kvæmdastjóri Aztiz, seg- ir að félaginu hafi boðist að kaupa húsið. ,,Hús- ið á sér mikla sögu sem við viljum varðveita. Við munum halda áfram uppbyggingu hússins, endurgera það í sínum gamla stíl og varðveita þannig sögugildi þess," segir Árni. Til stend- ur að Aztiq verði með skrifstofuaðstöðu í hús- inu. Húsið í niðurníðslu Saga hússins síðast liðin ár er nokkuð merkileg. Ingunn Wernersdóttir lenti í basli með framkvæmdir við húsið og lagði Reykjavíkurborg dagsektir á hana vegna þess hversu langan tíma framkvæmdirnar tóku. Framkvæmd- ir lágu að mestu niðri við húsið frá ár- inu 2009 en Ingunn ákvað að stækka húsið umtalsvert, um 250 fermetra. Ingunn hafði keypt húsið með láni frá Landsbanka Íslands en hún virð- ist hafa lent í vandræðum með að ljúka fjármögnuninni á húsinu og því lágu framkvæmdirnar niðri. Hús- ið var yfirveðsett undir það síðasta en nú hvílir aðeins á því umrætt veð frá Arion banka upp á 49 milljón- ir króna. Odd Nerdrum hafði selt Ingunni húsið þegar hann ákvað að flytja til Noregs eftir að hafa átt húsið frá árinu 2002. Nerdrum hafði keypt húsið af Guðjóni í OZ sem keypt hafði gamla Borgar bókasafnið af Reykjavíkurborg árið 2000 eft- ir að ákveðið var að flytja safnið niður á Tryggvagötu. Nú hefur húsið lent hjá fjórða eigandanum á síðastliðnum áratug. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Stjórnarfundurinn í Edinborg Stjórnarmenn Félags iðn- og tæknigreina fá 120 þúsund til endurmenntunar Sinna endurmenntun „Makar þurfa að greiða fyrir sig,“ segir Hilmar um ferðalög stjórnar Fit. Býður fíklum í jólaveislu Grímur Wilhelmsson opnaði fyrir tveimur mánuðum veitingastaðinn Sjöboden í Sollefteå í Svíþjóð. Veitinga- staðurinn sérhæfir sig í fisk- réttum og flytur Grímur fisk inn frá Noregi sérstaklega fyrir veitingastaðinn. Veitingastað- urinn er lokaður yfir jólin en Grímur hefur þó ákveðið að bjóða fíklum og þeim sem eiga um sárt að binda að koma í fiskveislu á Þorláksmessu. Í samtali við Allemanda sagði Grímur þetta kærleiksverk kosta sitt en það væri þó þess virði. „Ég vil frekar gera þetta en að kaupa dýrt koníak fyrir sjálfan mig,“ sagði Grímur. Bjartsýn þrátt fyrir skemmdir „Við erum ennþá að bíða eftir þessum fingraförum,“ segir Thelma Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Monró, í sam- tali við BB.is. Brotist var inn í verslunina fyrir tæpum fjórum vikum og miklar skemmdir unnar á varningi. Eigandi versl- unarinnar hefur ekki geta feng- ið nýjar vörur í stað þeirra sem skemmdust og tryggingar ná ekki nema að litlu leyti yfir þær. Hún segist engu að síður vera jákvæð í samtali við BB. „Mað- ur kemst langt með bjartsýn- inni,“ segir hún. Málið mun vera í vinnslu hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Húsið á sér mikla sögu Áralöng vandræðasaga Húsið í Þing- holtsstræti hefur skipt fjórum sinnum um hendur síðastliðin áratug. Mynd SIgtryggur ArI Eignast Esjuberg Félag í eigu Alvogen, sem stýrt er af Róberti Wessman, hefur eignast Esjuberg, gamla Borgarbókasafnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.