Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2013, Blaðsíða 50
Jólablað 20.–27. desember 201350 Lífsstíll
Þ
ann 5. desember síðastliðinn
frumsýndi Ford Motor nýj-
ustu afurð sína, árgerð 2015
af Ford Mustang. Bíllinn
var formlega kynntur í sex
stórborgum, Dearborn, New York,
Los Angeles, Barcelona, Shanghaí
og Sydney. Bifreiðin mun fara í sölu
þegar verksmiðjurnar halda formlega
upp á 50 ára afmæli Ford Mustang
þann 17. apríl 2014. Mikil leynd er
búinn að vera yfir hönnun og út-
liti bílsins og biðu áhugamenn þess
spenntir að sjá hver útkoman yrði.
Vistvænn vöðvabíll
Ein af mörgum nýjungum í þessum
nýja bíl er vélarvalið sem í boði verð-
ur. Þó hingað til hafi kaupendur Ford
Mustang ekki keypt hann vegna lítill-
ar eldsneytisnotkunar þá liggur það
ljóst fyrir að árgerð 2015 verður nú fá-
anleg með fjögurra sýlindra vél í fyrsta
skipti frá árinu 1993. Þessi fjarki er þó
enginn letingi því vélin mun verða 2,3
lítra með túrbínu og skila 305 hest-
öflum í grunnútgáfu. Sex sýlindra V-
mótor með 3,7 lítra slagrými verður
einnig í boði sem einnig skilar ríflega
300 hestöflum og hin sögufræga 5
lítra V8-vél verður einnig fáanleg í
honum og mun hún skila 420 hest-
öflum. Þessar tölur eiga þó án efa eft-
ir að rjúka upp þegar Shelby- og SVT-
týpurnar koma á markaðinn með
öllum sínum breytingum. Þá herma
fregnir að sex gíra sjálfskiptingin, sem
verið hefur í bílnum síðustu ár, verði
kvödd með staðgengli sem verður
9 eða 10 gíra. Áfram verður þó hægt
að fá hann beinskiptan með sex gíra
kassanum. Stærstu fréttirnar varða
hins vegar enn grænni áætlanir en
fjögurra sýlindra bíl því að eins og
bílamarkaðurinn er að breytast þá
er víst í skoðun að bjóða Mus tang
sem hybrid-bíl, dísil eða jafnvel sem
rafmagnsbíl og ljóst að þegar þau
áform verða kynnt munu þau án efa
hneyksla margan aðdáandann, enda
hefur Ford Mustang fyrst og fremst
verið svokallaður vöðvabíll hingað til.
Nýjungar frá fyrri bíl
Að innan er bíllinn nokkuð áþekkur
fyrri bílum þó svo að efnisval í inn-
réttingu sé nú mun veglegra og eins
er bíllinn rúmbetri að innan. Stór-
ir og góðir mælar beint fyrir fram-
an öku mann sýna allar aðgerðir og
upplýsingar vel og rofar og stjórntæki
hafa verið löguð til. Bíllinn er breiðari
en forverinn og með nýrri afturfjöðr-
un hefur einnig myndast meira far-
þegarými aftur í honum ásamt því
að skottið í honum er einnig stærra.
Hann er nú einnig með margan
búnað sem við þekkjum betur frá
Evrópumódelum Ford-bíla eins og
stillanlegri stýris aðstoð, spólvörn,
„blind spot“-kerfi í hliðarspeglum
og fjölmörgum öðrum öryggiskerf-
um sem nýtast við akstur. Þar sem
bíllinn er kynntur nú sem hluti af 50
ára afmæli týpunnar þá mun hann
verða með sérmerkingum að inn-
an þar sem undir hinu fræga merki
bílsins mun standa „Mustang – Since
1964“. Útlitið sver sig í ættina en eins
og myndir af bílnum sýna er það
orðið svolítið evrópskara og mun að-
alástæða þess vera væntingar Ford-
fyrirtækisins um meiri sölu bílsins á
heimsvísu.
„Burn-Out“-kerfi
Enn hvílir nokkur leynd yfir hinum
ýmsu valmöguleikum sem bíllinn
hefur upp á að bjóða þó formlega sé
nú búið að frumsýna útlitið á hon-
um. Einn af þeim valmöguleikum
sem vitað er að hægt verði að panta
í hann er svokallað „Burn-Out“-
kerfi. Bílaáhugamenn þekkja þetta
kerfi betur sem „line-lock“, en með
því er hægt að festa bílinn í bremsu
að framan og aftengja um leið spól-
vörn. Þetta hjálpar til við að hita
dekk með spóli (taka burn-out) fyr-
ir spyrnur og mun án efa jafnframt
kæta margan ökumanninn sem
vill geta leikið svipaðar kúnstir í al-
mennri umferð eða við sýningar og
samkomur sem eigendur þessara
bíla gjarnan sækja.
50 ára afmælið
Getgátum um annan búnað bíls-
ins fækkar án efa eftir því sem nær
dregur almennri sölu og við 50 ára
afmæli bílsins mun forvitni áhuga-
manna verða formlega svalað. Veg-
leg dagskrá vegna afmælisins verð-
ur í Bandaríkjunum og heyrst hefur
að margir Íslendingar hafi nú þegar
pantað sér ferð þangað til þess að
verða viðstaddir hátíðarhöldin þar.
Brimborg er umboðsaðili Ford Must-
ang á Íslandi og verður spennandi
að sjá hvort við fáum ekki að berja
þennan nýja fák augum hér heima á
þessum merku tímamótum. n
Mustang frumsýndur
n Framleiddur í tilefni 50 ára afmæli n Sýndur samtímis í sex stórborgum
Björgvin Ólafsson
bilar@dv.is
Bílar
Heimsfrumsýning
Hér er blæjuútgáfan af
2015-árgerðinni og við hlið
bílsins er Alan Mulally,
stjórnarformaður Ford
Motor-fyrirtækisins.
MyNd ReuteRs
Að innan Alan Mulally mátar sig hér í stjórnklefann á nýja bílnum og virðist nokkuð
hamingjusamur með útkomuna.
Hið fræga vörumerki Þetta er hesturinn
sem prýðir framenda 2015 Ford Mustang.
Fyrsti
kaupandinn
Tom og Gail Wise eru samkvæmt
upplýsingum frá söluaðilum Ford
í Bandaríkjunum fyrstu almennu
kaupendur að Ford Mustang.
Hjónin pöntuðu sér ljósbláan
1964 1/2 Ford Mustang blæju-
bíl tveimur dögum fyrir frum-
sýningu hans 17. apríl árið 1964.
Þessi heiðurshjón eiga bílinn enn
þann dag í dag en bílinn notuðu
þau fyrstu árin sem einkabíl. Eftir
að hann hafði svo staðið óhreyfð-
ur í 27 ár fyrir utan heimili þeirra
var ráðist í allsherjaruppgerð á
honum og er bíllinn eins og nýr
að sjá eftir hana. Hann er notað-
ur af fjölskyldu þeirra og fagnar
brátt 50 ára afmæli sínu.
Góð fjárfesting
Einn af þeim klassísku Mustang-
bílum sem eiga sér merkilega
sögu og seljast á ótrúlegu verði í
dag er hinn sögufrægi 1969 Boss
429-bíll. Þessi bíll fékkst með
375 hestafla „big block“ V8-mót-
or sem er sá hinn sami og fyr-
irtækið notaði í NASCAR-bíla
sína. Ástæðan fyrir því að þess-
um mótor var „troðið“ í bílinn
er sú að sem „stock“ keppandi
í NASCAR þá þurfti verksmiðj-
an að bjóða upp á bíl með sömu
vél og keppt var á í bíl í almennri
sölu. Þeir sem eru það heppnir
að eiga svona bíla nú í uppruna-
legri mynd þurfa ekki að kvíða
elliárunum því þeir eru að seljast
á allt að 60 milljónum.
Mustang á Íslandi
Mustang-klúbburinn á Íslandi er
virkur og heldur árlega bílasýn-
ingu, fundar reglulega og tekur
skipulagða rúnta þar sem eigend-
ur þessara bíla koma saman, sýna
bíla sína og sjá aðra. Hátíðardag-
skrá mun vera í undirbúningi
hjá klúbbnum vegna
þessara merku tíma-
móta og geta allir
fylgst með gangi
mála á heimasíð-
unni mustang.is
Mæting í New york Bílaflutningabíll
rennir í hlað í morgunþátt ABC-stöðvarinnar
í New York – Good Morning America.
Frá shanghaí Bíllinn var frumsýndur
samtímis í sex stórborgum um allan heim.
Hér er bíllinn á sýningunni í Shanghaí.