Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 12
10*
Búnaðarskýrslur 1957
á einstökum búnaðarskýrslum og skattaframtölunum sjálfum. Þ6 mun eigi koma
fram að fullu á búnaðarskýrslu 1957 allt það, sem þar ætti að vera og talið hefur
verið fram.
2. Frainteljendur til búnaðarskýrslna 1955—57.
Possessors of livestock, producers of agricultural products 1955—57.
Tafla I (bls. 2—3) sýnir íbúatölu landsins, tölu bænda, ábúðarkundruð jarða
og tölu framteljenda.
íbúatala landsins í töflu I er samkvæmt Þjóðskránni 1. desember bvert þessara
ára.Við skiptingu íbúa í sýslurn milli sveita og kauptúna eru þéttbýlisbverfi með
300 íbúa og fleiri tabn kauptún, en öll önnur mannabyggð talin sveitir. í sveitum
er því eðlilega talið allmargt fólk, sem lifir á öðru en landbúnaði, en bins vegar
lifir nokkuð af fólki í kauptúnum og kaupstöðum á landbúnaði. í Reykjavík eru
um 10 sérmetnar jarðir, þar sem rekinn er landbúnaður, sumar inni í sjálfum bæn-
um, en aðrar utan við þá byggð, sem eðlilegt er að telja til sjálfs bæjarins, en auk
þessa eru enn fleiri sérmetnar jarðir, sem lítill eða enginn búskapur er rekinn á. í
Kópavogi eru 5—6 sérmetnar jarðir, þar sem búskapur er rekinn. Á Siglufirði
eru 9 jarðir. Ólafsíirði fylgir heil sveit með um 25 sérmetnum jörðum, og á Akur-
eyri eru um 20 sérmetnar jarðir, enda hefur hluti af Glæsibæjarhreppi (suðurhluti
Kræklingahlíðar) með mörgum jörðum nýlega verið lagður undir bæinn. Um kaup-
tún fylgir Hagstofan þeirri reglu, að telja því alla íbúa hreppsins, ef í því búa 90%
íbúa hans. Að hinu leytinu eru mörg verzluuar- og útgerðarþorp, og jafnframt
iðnaðarþorp, talin með sveitum, af því að íbúatala þeirra nær ekki 300. Meðal
þeirra er einkum að nefna Gerðar og Silfurtún í Gullbringusýslu, Álafoss í Kjósar-
sýslu, Búðardal í Dalasýslu, Súðavík í Norður-ísafjarðarsýslu, Drangsnes og Borð-
eyri í Strandasýslu, Árskógssand og Hjalteyri í Eyjafjarðarsýslu, Svalbarðseyri,
Grenivík og Flatey í Suður-Þingeyjarsýslu, Höfn (í Bakkafirði) og Bakkagerði
í Norður-Múlasýslu, Hvolsvöll og Hellu í Rangárvallasýslu og Þorlákshöfn í Ár-
nessýslu. Sum þessi þorp mega að vísu skoðast sem sveitaþorp, þar sem verzlunin
er eingöngu sveitaverzlun, og sá atvinnuvegur, sem helzt er stundaður jafnframt
verzluninni, er landbúnaður. En þetta má reyndar líka segja um sum þeirra þorpa,
sem hafa yfir 300 íbúa.
Tala bœnda reyndist nokkru lægri 1957 en 1954. Um talningu bændanna ber
þess þó fyrst að gæta, að þeir eru ögn öðruvísi taldir 1957 en í búnaðarskýrslum 1954
og 1951. Hefur að þessu sinni verið leitazt við að samræma talm'nguna í öllum sýsl-
um landsins, þó þannig að talningu skattanefnda liefur að mestu verið fylgt, aðeins
felldir úr tölunni þeir ,,bændur“, er vafalaust þótti, að væru oftaldir. Ilér var aðal-
lega um þrjá hópa manna að ræða: 1) Gamla menn, sem voru raunverulega liættir
búskap, töldu þó fram 2—10 kindur og sumir hest, en voru raunverulega „í horninu“
hjá syni eða dóttur, er tekið hafði við jörðinni. 2) Unga menn, er höfðu nokkurt
athvarf hjá foreldrum sínum og liöfðu þar best eða fáeinar kindur, en höfðu fram-
færi sitt mestmegnis af vinnu utan heimilis. Þessir menn eru flestir erfingjar að jörð
og búi, en ekki byrjaðir búskap. 3) Konur í óvígðri sambúð, sem töldust eiga hlut
í búinu og skiluðu sérstöku framtali, þó að búið væri rekið sem eitt bú. Hér sýndist
raunverulega enginn munur á aðstöðu konunnar og þar, sem um giftar konur var
að ræða eða „sambúðarkonur“, sem samkvæmt framtölum var reiknað kaup fyrir
vinnu við búið, beldur var aðeins fram talið til skatts með öðrum hætti. Á þennan