Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1959, Qupperneq 43
Búnaðarskýrslur 1957
41*
mjög lítið gefið af kjarnfóðri og verulegur hluti hænsnafóðurs matarleifar. Með
því að reikna hverri kú 300 kr. virði af kjarnfóðri og hverjum fugli 60 kr., verð-
ur eftir handa hverri sauðkind 1957:
í Dalasýslu.............................. 48 kr.
„ Austur-Barðastrandarsýslu.............. 37 „
„ Strandasýslu .......................... 46 „
„ Norður-Þingeyjarsýslu ................. 35 „
„ Norður-Múlasýslu....................... 30 „
Gera má ráð fyrir, að óvenju miklu hafi verið kostað til kjarnfóðurs handa
sauðfé í Dalasýslu og Strandasýslu vegna fjárskiptanna í miklum hluta þeirra
sýslna, en í hinum sýsltmum, sem hér um ræðir, hafi kjarnfóður handa sauðfé
verið nálægt því, sem var í meðallagi annars staðar á landinu. Meðalkjamfóður-
kaup á öllu landinu eru áætluð 35 kr. á kind. Samkvæmt sams konar áætlun um
þetta fyrir árið 1954 námu kjarnfóðurkaup þá 30 kr. á kind að meðaltali, og er
breyting á magni kjarnfóðursins frá því, sem þá var, ekki teljandi. Eftir þessu
ætti verðmæti þess kjarnfóðurs, er sauðfé var gefið 1957, að hafa numið allt að
26 millj. kr.
Aðkeypt fóður handa hœnsnum hefur 1957 kostað nál. 120 kr. á hvern fugl
á stómm hænsnabúum. En þar sem aðeins fá hænsn eru á búi, eru þau að tals-
verðu leyti fóðruð á matarleifum, og má þar áætla verðmæti aðkeypts fóðurs 60
kr. á fugl.
Ef hverri sauðkind er ætlað 35 kr. virði af aðkeyptu kjarnfóðri, hverjum
alifugli á stóm hænsnabúi 120 kr. og á smáu búi 60 kr., og hverju svíni 1 250 kr.,
verður eftir aðkeypt kjarnfóður handa hverri kú og kelfdri kvígu að meðaltali
sem hér segir (kaupstöðum er sleppt, því að þar vantar víða framtal kjarnfóðurs
hjá öðrum en bændum):
Kr. Kr
Gullbringusýslu 1 088 í Austur-Húnavatnssýslu 897
Kjósar6ýslu 1 640 „ Skagafjarðarsýslu 666
Borgarfjarðarsýslu 1 798 „ Eyjafjarðarsýslu 1 125
Mýrasýslu 1 272 „ Suður-Þingeyjarsýslu 706
Snœfellsnessýslu 1 312 „ Norður-Þingeyjarsýslu 300
Dalasýslu 612 „ Norður-Múlasýslu 99
Austur-Barðastrandarsýslu ... 336 „ Suður-Múlasýslu 440
Vestur-Barðastrandarsýslu .. . 869 „ Austur-Skaftafellssýslu 37
Vestur-ísafjarðarsýslu 398 „ Vestur-Skaftaíellssýslu 362
Norður-ísafjarðarsýslu 1 292 „ Rangárvallasýslu 1 241
Strandasýslu 1 236 „ Ámessýslu 1 785
Vestur-Húnavatnssýslu 888
Þessar tölur geta samkvæmt eðli málsins ekki verið nákvæmar, og kemur
það glögglega í ljós, er athugaðar eru tölurnar fyrir Dalasýslu, Austur-Barðastrand-
arsýslu, Strandasýslu og Norður-Múlasýslu. Tölurnar fyrir sumar hinar sýslumar
eru einnig augljóslega fjarri lagi, fyrst og fremst talan fyrir Austur-Skaftafells-
sýslu, og reyndar líka talan fyrir Vestur-Skaftafellssýslu, þó að hún sé ekki eins
frá'eit. Það sem gerir tölurnar fyrir Skaftafellssýslur skakkar, er eflaust það, að í
þeim sýslum er sauðfé gefið talsvert miklu minna kjarnfóður en hér er gert ráð
fyrir. — Þess er að gæta, að öllu því kjarnfóðri, sem hér er talið ganga til naut-
gripa, er jafnað niður á kýrnar, en í reyndinni fá bæði geldneyti og kálfar nokkurn
hlut kjarnfóðursins, en að vísu miklu minna en kýrnar.
Til er önnur heimild um kjarnfóðurgjöf kúa 1957, sem er áreiðanlegri, það
sem hún nær, og eru það skýrslur nautgriparœktarfélaganna. Samkvæmt þeim var
f